Dagur - 30.11.1991, Blaðsíða 21

Dagur - 30.11.1991, Blaðsíða 21
Laugardagur 30. nóvember 1991 - DAGUR - 21 llNGLINGASÍÐAN íris Guðmundsdóttir ómstundostarf Flestir unglingar eiga sér tómstundir. Sumum hentor að eyða þeim heima hjó sér í ró og næði yfir góðri bók eða tónlist en aðrir vilja vinna í félags- skap með öðrum. I bænum er starfandi fjöldinn allur af félögum og klúbbum fyrir þó sem kjósa að taka þótt í einhverskonar félagsstarfi. íþrótta- og tómstundaróð er með mörg nómskeið í gangi og fleiri eiga eftir að hefja göngu sína í vetur. Reynt er að hafa úrvalið sem fjölbreytilegast svo allir geti fundið eitthvað við sitt hæfi. Flest nómskeiðanna eru ætluð fyrir unglinga og eru þau nónast öll haldin ó vegum félagsmiðstöðvanna. MálmsmíðQnámskeið í LundarskólQ Leiklistarnámskeið í Dynheimum Á námskeiðinu eru 25 stelpur og kennari þeirra er Felix Bergsson, sem er nýútskrifað- ur frá leiklistarskóla í Skotlandi. Felix segir að tilgangur með svona nám- skeiði sé að kenna leikræna tjáningu og að kynna leikhús. Hann segir að það sé einnig mikilvægt að stelpumar læri að skoða sjálfar sig og lífið á annan hátt en þær eru vanar. Reyna að líta tilveruna hlutlausari augum. Til að þjálfa stelpumar í þessu voru þær sendar út í bæ þar sem þær áttu að finna sér einhverja manneskju sem þær áttu að skoða með nýju viðhorfi og koma svo til baka og leika það sem þær skynjuðu. „Þetta var ótrúlega áhugavert og fyndið og ég held að þær hafi haft gaman og gott af þessu,“ segir Felix. Á meðan á heimsókninni stóð var ýmis- legt gert t.d. voru stelpurnar látnar lesa ljóð tvær og tvær saman og leitast var við að láta þær túlka textann. Tilgangurinn er að þjálfa þær í að tala (lesa) hátt og skýrt. Síðan var svokallað „spunaverkefni". I hverjum hópi voru fjórar saman og verkefnið sem þær fengu var „í sandkassa.“ Hver hópur leysti þetta vel af hendi og hinir sem horfðu á skemmtu sér konunglega. Felix er ánægður með hópinn sem hann segir að sé kröftugur og skemmtiegur en hann saknar þess að hafa enga stráka. - Opnar þetta námskeið einhverjar leiðir fyrir stelpurnar? Felix: „Flestar þeirra koma til með að mynda kjarnann í leikklúbbnum Sögu þar sem þær munu keppa um hlutverk í leikriti sem sett verður upp eftir áramótin. Stelpum- ar sem ekki fá hlutverk koma til með að starfa að undirbúningi og því sem til fellur til að halda leikklúbbnum starfandi. Það verða næg verkefni fyrir alla.“ Kolbrún, Helga og Sigríður. Kolbrún er að byrja á nælu sem hún ætlar að gefa í jólagjöf, Sigríður er að aðstoða hana og Helga er að klippa út silfur í hálsmen. - Hverfinnst ykkur mesti vandinn við að smíða og hanna skartgrip? Kolbrún: „Mér finnst erfitt að velja form en það er um að gera að nota hugmyndaflugið og vera ekki hræddur við að prófa - þá gengur þetta vel.“ Helga: „Mér finnst erfitt að lóða saman og þvo eftir pússivélina en að öðru leyti er þetta ekki svo erfitt.“ Gullsmíðastarfið heillar þær ekki en þeim þykir gaman að eiga hluti sem þær hafa smíðað sjálfar. Þröstur, Eydís og Helga. LjósmyndQnámskeið í Glerárskóla Kennarar á ljósmyndanámskeiðinu eru Þór- hallur og Golli. Krökkunum er kennt að frantkalla og stækka svarthvítar myndir sem þau taka sjálf. Þau þurfa að taka myndir bæði úti og inni til að átta sig á mismun á birtu. Þegar mynd er framkölluð er hún sett í 7 mínútur í framkallara , 5 sek. í stoppara, 2 mín. í fixer og 10-15 mín. í skol (látið liggja í stanslausu vatnsrennsli). Að lokum eru myndimar þurrkaðar. Krökkunum finnst mjög gaman og segj- ast hafa lært mikið á þessu námskeiði. Þegar námskeiðinu lýkur geta þau svo nýtt sér að- Heiða og Heiðrún. stöðuna sem er í skólanum en þar er allt sem til þarf til að framkalla. Þetta er þriðja námskeiðið sem haldið er í málmsmíðum og hefur aðsókn á þau öll ver- ið mjög góð. Leiðbeint er í undirstöðuatrið- um í meðferð nýsilfurs, kopars og messings sem felur í sér að saga málminn, lóða saman með einföldum tinkveikingum, slípa og „pólera“. Að því loknu er hluturinn tilbúinn. Munimir sem stelpumar eru að smíða núna eru mjög skemmtilegir og fallegir og gefa tískuskarti ekkert eftir. Hugmyndimar eru alfarið frá þeim sjálfum komnar. Á síð- ustu námskeiðum hafa margir áhugaverðir munir verið smíðaðir allt frá skarti upp í skúlptúra og oft á tíðum er erfitt að sjá að um er að ræða byrjendur í málmsmíðum. Katrín. Hér er Katrín að pússa kross sem hún var að ljúka við að smíða. Hún segir að það sé ekki erfitt að pússa í slípibekknum þó stundum verði hluturinn mjög heitur. - Finnst þér erfitt að smíða skartgripi? „Þetta er auðveldara en ég hélt en rosa- lega ntikil nákvæntnisvinna og til að fá hlut- inn fallegan þarf mikla vandvirkni." Plötusnúðanámskeið í Dynheimum I gegnum tíðina hefur plötusnúðarstarfið heillað marga og hafa færri en vildu komist að. Það hefur nefnilega ekki þótt við hæfi að hver sem væri fengi að „fikta“ í tækjunum. Til að bregðast við því var ákveðið að efna til námskeiða fyrir þá sem hefðu áhuga á að læra að umgangast tækin. En þau eru bæði viðkvæm og vandmeðfarin. Til að fá að spila í félagsmiðstöðvunum þarf viðkomandi að framvísa skírteini sem er afhent í lok nám- skeiðsins. Nú er svo kontið að þetta er eitt vinsælasta námskeiðið á vegum íþrótta- og tómstundaráðs. í þetta skiptið eru Jón Baldvin Ámason og Þorgríntur Hallsteinsson kennarar. - Hvað þurfa krakkarnir að lœra til þess að þau geti orðið plötusnúðar? Jón: „Þau þurfa fyrst og fremst að kunna fullkomlega á tækin, hvernig á að tengja þau, stilla og umgangast enda viðkvæm og dýr tæki. Síðan þurfa þau að geta spilað tónlist- ina og skipt á milli laga án þess að eyða myndist, kynnt lögin og sig sjálf. í lok nám- skeiðsins verður síðan próf, bæði skriflegt og verklegt. Krakkamir þurfa að geta staðið skil á því sem ég nefndi áður og ef þau fá undir 5 í einkunn þá eru þau fallin. Þau sem ná og fá skírteini geta síðan spilað í félags- miðstöðvunum.“ En hvað segja krakkamir? Þóra Kristín: „Mér finnst rosalega gam- an en við mættum fá að spila nteira. Eg er svolítið smeyk við að skemma tækin en ég er alveg að verða búin að læra á þau.“ Ásgeir: „Mér hefur ekki þótt sérstaklega gaman og langar ekkert til að verða plötu- snúður en ætla samt að prófa að spila í ein- hverri félagsmiðstöðinni.“ Baldvin: „Mig langar til að verða plötu- snúður á skólaböllunum í Gagganum og þá nýtist þetta námskeið mér vel.“ - En kvíðið þið ekki prófinu? Erlingur: „Nei en ég er samt ekki nægi- lega vel undirbúinn en vona að þetta fari vel.“ Birgir: „Mér finnst erfitt að tala í hljóð- nemann og kvíði því.“ Eva og Freydís: „Nei alls ekki.“ 1

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.