Dagur


Dagur - 30.11.1991, Qupperneq 22

Dagur - 30.11.1991, Qupperneq 22
22 - DAGUR - Laugardagur 30. nóvember 1991 Til sölu alifuglabú Til sölu er fasteignin Sveinbjarnargerði II, Svalbarðsstrandarhreppi, Suður-Þingeyjar- sýslu. Um er að ræða íbúðarhús, fimm alifugiahús, starfs- mannahús og verkfærageymslu auk ca. 4 ha af ræktuðu landi. Tilboðum skal skilað til Árna Pálssonar hdl., Brekku- götu 4, Akureyri, fyrir 6. desember nk., sem jafnframt veitir allar nánari upplýsingar í síma 96-11200. E5| Sauðárkróks- w búar Ákveðið hefur verið að hefja beinar útvarp- sendingar frá fundum bæjarstjórnar Sauðár- króks. Fyrsti fundur sem útvarpað verður frá, er þriðjudag- inn 3. desember næstkomandi kl. 17.00. Nemendafélag Fjölbrautaskólans sér um útvarp- sendingarnar og verður sent út á FM 93,7. Bæjarstjórn Sauöárkróks væntirþess, aö bæjarbúar nýti sér þennan möguleika til aö fylgjast með því sem er að gerast á vettvangi bæjarmála. Bæjarstjóri. rM\H uið HRRFNRGIK í Vín Okkar vinsæla kaffihlaðborð alla sunnudaga Fuilt hús af jólastjörnum Betri jólastjörnur á betra verði Nýjar jólavörur og skreytingaefni Ertu á hálum ís? Vetrardekk kw Hjá GV færðu ný og sóluð vetrardekk undir fólksbílinn, jeppann og vörubílinn. Rafgeymar Eigum einnig rafgeyma # miklu urvali, m.a. í snjósleða. ★ HAGSTÆTT VERÐ GÚMMÍVINNSLAN HF. • RÉTTARHVAMM11 • S. 96-26776 k Opið laugardaga Hvað er að gerast? KFUM og KFUK: Afinælissamkoma í Sunnuhlíð Afmælissamkoma verður haldin í félagsheimili KFUM og KFUK í Sunnuhlíð og hefst klukkan fjögur. Á samkomunni verður minnst 40 ára afmælis KFUM á Akureyri. Stofnandi þess er Björgvin Jörgensson, kennari en hann fluttist til Akureyrar árið 1946 og fór fljótlega að halda fundi fyrir drengi í kristniboðs- húsinu Zíon. Þann fyrsta des- ember 1951 stofnaði hann síðan Kristilegt félag ungra manna á meðal þeirra drengja sem voru orðnir 17 ára gamlir. Hliðstætt félag var stofnað fyrir stúlkur árið eftir. Á samkomunni á sunnudaginn verða veitingar í tilefni afmælisins og Jóhannes Ingibjartsson frá Akranesi, for- maður landssambands KFUM og KFUK-félaga mun flytja ávarp. Þess er sérstaklega vænst að eldri félagar fjölmenni á afmælissam- komuna. KFUM og KFUK-félögin halda reglulega fundi í félagsheimili sínu í Sunnuhlíð, bæði fyrir börn, unglinga og fullorðna auk þess sem haldnir eru fundir fyrir stúlk- ur í Lundarskóla. Þá reka félögin sumarbúðir við Hólavatn í Eyja- Fasteignatorgið Glerárgötu 28, II. hæð Sími 21967 Til sölu verslunarrekstur 1. Verslun staðsett í hjarta bæjarins í leiguhúsnæði með langtíma leigusamning. Hentar vel einstaklingi eða fjölskyldu. 2. Verslunarrekstur í eigin húsnæði. Góð og jöfn velta. Til greina kemur að selja reksturinn sér, og leigja húsnæðið til lengri tíma. Hentar vel tveimur samhent- um aðilum eða fjölskyldum. ★ í báðum framangreindum til- vikum, kemur til greina að taka inn meðeigendur að 50% eignaraðild. Uppiýsingar ekki gefnar í síma. Opnunartími er eingöngu kl. 13 og 17. Sölustjóri: Tryggvi Pálsson Heimasími 21071 Ásmundur Jóhannsson hdl. firði og nýta einnig húsnæðið við Hólavatn til félagsstarfs og úti- legu. Aðventudagskrá verður á Blöndu- ósi og í Vatnsdal sunnudaginn 1. desember, fyrsta sunnudag í aðventu. í félagsheimilinu á Blönduósi hefst aðventudagskráin kl. 17 og er hún afar fjölbreytt. Guðrún Lára Ásgeirsdóttir, kennari, flyt- ur hugvekju, Lúðrasveit Blöndu- óss leikur, Kirkjukór Blönduóss- kirkju syngur svo og barnakór, Annað Kauphallarmót BSI verð- ur haldið á Hótel Loftleiðum helgina 30 nóv.-l. des. nk. Mótið verður með sama sniði og síðasta ár. Pörin verða seld á uppboði og verður lágmarksboð kr. 10.000. Miðað er við að hámarksþátt- tökufjöldi sé 32 pör og er þátt- tökugjald á par kr. 10.000. Upp- boð paranna verður á laugar- Feðginin Kristinn G. Jóhannsson og Brynhildur Kristinsdóttir leggja land undir fót og opna sýn- ingu á nýjunt verkum sínum f FIM-salnum, Garðastræti 6 í Reykjavík, laugardaginn 30. nóvember kl. 16. Brynhildur er stúdent. frá Menntaskólanum á Akureyri, myndlistarbraut, 1986 og lauk síðan námi úr skúlptúrdeild Myndlista- og handíðaskóla íslands 1989. Hún hefur tekið þátt í samsýningum í Reykjavík og á Akureyri og hélt einkasýn- ingu á verkum sínum í Djúpinu haustið 1990. Brynhildur sýnir í FÍM-salnum olíumálverk sem unnin eru á þessu ári. Kristinn hefur haldið fjölda einkasýninga og tekið þátt í sam- sýningum hér á landi sem erlend- is. Þetta er fjórða árið í röð sem hann sýnir í Reykjavík. Hann sýndi að Kjarvalsstöðum haustið 1988 og síðan í FÍM-salnum 1989 og 1990. Að þessu sinni sýnir Kristinn olíumálverk og nefnir sýninguna „Málverk um ntannabyggð". Hann hefur áður fjallað um gamburmosa og stein í málverk- um sínum og um íslenskt landslag. Sýning Brynhildar og Kristins Norðurljósin: Leikferð til Húsavíkur Um 25 börn sem hafa verið á leiklistarnámskeiði hjá Erni Inga á Akureyri, Norðurljósin, Ieggja upp í leikferð til Húsavíkur um helgina. Hópurinn verður með sýningar kl. 14 og 17 á laugardag í sal barnaskólans. Dagskrá leikhópsins er fjöl- breytt. Fyrir hlé er boðið upp á Ijóðaflutning, látbragðsleik, spunaleikrit og jafnframt óskað eftir ábendingum úr sal. Eftir hlé verður flutt sakamálaleikrit sem Örn Ingi skrifaði í samvinnu við krakkana. Helgina eftir, eða sunnudaginn 8. desember, mun leikhópurinn sýna í Gagnfræðaskóla Akureyr- ar kl. 14 og 17 og er þetta enda- punktur leiklistarnámskeiðsins fyrir áramót. Magnús Már Magnússon, kenn- ari, les upp og sóknarprestur flyt- ur ávarp, ritningarorð og bæn. Aðventukvöldið í Vatnsdal verður í Undirfellskirkju kl. 20.30. Guðrún Lára Ásgeirsdótt- ir flytur hugvekju, kirkjukórar Undirfells- og Þingeyrarsókna syngja, Björk Axelsdóttir, kenn- ari, les upp og skólabörn flytja samlestur. Sóknarprestur flytur ávarp, ritningarorð og bæn. dagsmorgun og síðan hefst spila- mennskan kl. 13.00. Keppnistjóri verður Agnar Jörgensen og reiknimeistari Kristján Hauksson. Kauphöll verður síðan starfrækt á staðnum, þar sem hægt verður að versla með pör eða hluta úr pör- um eftir því hvað í boði verður á hverjum tíma. verður sem áður segir opnuð kl. 16 á laugardaginn og stendur til 15. desember. Hún er opin dag- lega kl. 14-18. SS Félag harmoniku- unnenda við EyjaQörð: KafGhlaðborð á sunnudag Félag harmonikuunnenda við Eyjafjörð verður með kaffihlað- borð í Lóni við Hrísalund nk. sunnudag, 1. desember, kl. 15 til 17. Leikin verður létt harmoniku- tónlist á meðan fólk nýtur veit- inganna. Allir eru hjartanlega velkomnir. Jólaflmdur Styrks nk. suimudag Félagar í Styrk efna til jólafundar nk. sunnudag, 1. desember kl. 14.30 í Húsi Karlakórs Akureyr- ar að Óseyri 6. Félagar eru hvattir til að mæta á fundinn og taka gesti, þ.m.t. börnin, með sér. Blönduós og Vatnsdalur: Aðventukvöld á sunnudag Kauphallarmót Brídgesambandsms Bnnhildur og Kristinn sýna í FÍM-salnum

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.