Dagur - 30.11.1991, Síða 23

Dagur - 30.11.1991, Síða 23
Laugardagur 30. nóvember 1991 - DAGUR - 23 Popp Magnús Geir Guðmundsson Mezzoforte - Fortissimos: Tæknigerningur Þeim sem fylgst hafa með íslenskri tónlist síðasta áratuginn blandast vart hugur um, að Mezzoforte, sem skipuð er þeim Friðriki Karlssyni gítar, Eyþóri Gunnarssyni hljómborð, Jóhanni Ásmundssyni bassa og Gunn- laugi Briem trommur, er og hefur verið ein besta hljómsveit landsins. Þrátt fyrir ótvíræð gæði hefur íslenskur almenningur lítt kunn- að að meta hljómsveitina, sem sést best á því að aðsókn á tón- leika hennar hefur veriö afar dræm. Það má því segja að mál- tækið: Enginn er spámaður í sínu föðurlandi, hafi sannast rækilega hvað Mezzoforte varðar. Skýringin er e.t.v. að hluta til sú að tónlist sem Mezzo- forte leikur, þ.e. einhvers konar Jass/fusion, er tónlist sem krefst mikillar hlustunar og þar af leið- andi þolinmæði, sem ekki er of mikið af hjá íslendingum. Mezzoforte lappar upp á gömlu lögin í bland við þau nýju á Fortissimos. Erlendis og þá sérstaklega í Mið-Evrópu hefur Mezzoforte hins vegar notið mikillar hylli eins og kunnugt er og þarf ekki annað en að rifja upp vinsældir Garden Party árið 1983 í því sambandi. (Ef poþpskrifara misminnir ekki, þá hét það lag Sprett úr spori á íslensku.) Náði lagið, sem er að finna á plötunni Surprise, sur- prise, og er eftir Eyþór, hátt á vinsældalistum í Evrópu, þar á meðal í Bretlandi og gilti það sama um plötuna. Nú um átta árum síðar er hljómsveitin enn mjög þekkt í Evrópu og plötur hennar þar eftir- sóttar. Nú þegar tvö ár eru síðan síðasta plata, Playing for time, kom út, var kominn tími til að svala aðdáendum hljómsveitar- innar á einhvern hátt og það er nú gert með Fortissimos. Tilgangur útgáfunnar er þó einnig sá að nema fleiri lönd og er þlötunni ætlað að koma Mezzoforte á framfæri m.a. í Bandaríkjunum. Rúnar Þór Pétursson - Yfir hæöina: Ljóð og popp Yfir hæðina mun vera sjötta plata ísfirðingsins, Rúnars Þórs Pét- urssonar, en m.a. eru Eyðimerk- urhálsar, sem Rúnar gerði til styrktar S.Á.Á., Auga í vegg, Frostaugu og svo Tryggð, sem út kom á síðasta ári. Hafa flestar ef ekki allar plöturnar geymt lög, sem vel hafa fallið í kramið hjá þjóðinni, þannig að í dag er Rún- ar einn af virtari lagasmiðum landsins. Þarf ekki annað en að nefna hið sígilda lag 1.12., sem -gott dæmi um vinsælar laga- smíðar frá hendi Rúnars, en eins og kunnugt er hljómar það alltaf í lok þáttarins vinsæla á Rás 2, Landið og miðin. Eftir því sem poppskrifari kemst næst hefur lítt eða ekkert verið kvartað yfir þessari spilun lagsins, sem ætla má að þýði að fólk fái ekki leið á því. Á Yfir hæð- ina er í fljótu bragði ekki hægt að sjá neitt lag sem gæti náð viðlíka vinsældum og 1.12., enda vart hægt að búast við slíku. Hins vegar eru mörg mjög frambæri- leg lög á plötunni, sem auöveld- lega festast í huganum og klingja þar áfram. Má þar nefna lög eins og Drottn- ingin vonda, sem mikið hefur ver- ið spilaö á útvarpsstöðvunum, enda hinn besti rokkari, Tina stjörnur, Yfir hæðina og svo fyrsta lag plötunnar Siesta, sem er í sérstöku uppáhaldi hjá poppskrifara. Textarnir eru líkt og oft áður flestir eftir Heimi Má, bróður Rúnars, og eru þeir á Ijóðrænum nótum. Þá eru tveir textar eftir föður þeirra bræðra, Pétur Geir Helgason, Nótt og Kveðja og eitt Ijóð eftir Stein Steinarr, Haust í Þjórsárdal. Þessi Ijóðaþoþþsblanda verð- ur að teljast vel heppnuð og veröa aðdáendur Rúnars örugg- lega ekki fyrir vonbrigðum með hana. Það er að vísu ekkert nýtt sem Rúnar ber á borð á Yfir hæðina, en platan telst þó í fullu samræmi við fyrri verk hans og er á engan hátt merki um stöðn- un. Fortissimos inniheldur 12 af þekktustu lögum sveitarinnar til þessa í nýjum búningi í anda ársins 1991, auk þriggja nýrra laga, Better love, Casablanca og Later on. (Reyndar eru eldri lögin ekki nema 11, þar sem um er að ræða tvær útgáfur af Gárden Party.) Er þessi nýi búningur eldri laganna mikill tæknigerningur þannig að sum þeirra hljóma nær óþekkjanlega frá upprunalegri mynd. Nýju lögin eru svo í fullu samræmi við þennan nýja búning, hátækni dansþoþþ, sem nú tröllríður á öllum skemmti- stöðum. Later on er þó heldur minna tæknivætt en hin tvö, enda skást að mati poppskrifara. Hvort þessi nýja stefna hjá Mezzoforte ber tilætlaðan árang- ur skal ósagt látið, en óneitan- lega finnst manni nú tæknin vera orðin fullmikil, þannig að tilfinn- inguna skortir. Hins vegar er óhætt að fullyrða að í saman- burði við aðra sams konar tónlist af erlendum toga er tónlist Mezzoforte fyllilega samkeppnis- fær, einsog reyndarjafnan áður. Hitt og Madonna er ríkust Drottning poppheimsins, Madonna, gerir það ekki enda- sleþþt frekar en fyrri daginn. Nú fyrir skömmu var hún að gera nýjan samning við Time-Warner samsteypuna til þriggja ára, sem væri ekki svo mjög í frásögur færandi nema fyrir þá upphæð sem hún fær fyrir hann. Hún fær nefnilega, og nú skulu menn halda sér fast, einn milljarð punda, eða rúma hundrað millj- arða króna í sinn hlut fyrir samn- inginn, sem gerir hana að hæst- launuðu söngkonu allra tíma. Nær þessi ótrúlegi samningur bæði yfir athafnir Madonnu á söng- og leiksviðinu, en á því síðarnefnda er hún einmitt nú að vinna þessa dagana. Er nánartil- tekið um nýja kvikmynd að ræða hjá henni, sem fjallar um hafna- bolta og heitir A league of their own. Kate Bush Nú á mánudaginn var kom út með Kate Bush, söngkonunni geðþekku, útgáfa af lagi Elton John, Rocket man, sem er henn- ar framlag til plötunnar Two romms. Er þessi þlata, eins og áður hefur komið fram á Poþþ- Mektug og moldrík hún Madonna. síðu, gerð til heiðurs Elton og félaga hans Bernie Topin og er Kate Bush meðal margra annarra þekktra tónlistarmanna sem fram koma á henni. Segist söngkonan vera himinlifandi yfir að hafa fengið það hutverk að syngja á plötunni og líkir því við draum sem verður að veruleika. Verður fróðlegt að heyra hvernig til hefur tekist hjá Kötu sem er eins og marka má af orðum hennar, mik- ill aðdáandi Eltons John Allt til jólanna! TILBOÐ Sun maid rúsínur 500 g Finax hveiti 2 kg Kornax hveiti 2 kg Hagvers kókosmjöl 500 g kr. 75 Juvel suðusúkkuiaði 100 g kr. 69 Sírius Konsum 200 g kr. 154 Kjarna bökunarsmjörlíki 500 g .... kr. 69 Eðalkakó 400 g kr. 129 Egg kr. 289 Sykur 1 kg ■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■ kr. 50 Dansukker púðursykur 500 g . kr. 50 Dansukker flórsykur 500 g kr. 50 ★ 'k ★ Kjúklingar ... kr. 389 Lambahamborgarhryggur ... kr. 725 Bayonneskinka ... kr. 1145 Veríð velkomin! HAGKAUP Akureyri Nauðungaruppboð Laugardaginn 7. desember 1991 verður haldið nauðung- aruppboð á lausafé og hefst það við lögreglustöðina v/Þór- unnarstræti á Akureyri kl. 14.00 og verðurfram haldið ann- ars staðar eftir ákvörðun uppboðshaldara, sem kynnt verður á uppboðsstað. Selt verður, væntanlega, að kröfu innheimtumanns ríkis- sjóðs, lögreglustjórans á Akureyri og ýmissa lögmanna, lausafé, sem hér greinir: Bifreiðar: A-286, A-775, A-983, A-1072, A-1953, A-2325, A-2438, A-2459, A-2468, A-2798, A-2830, A-3177, A-3281, A-3537, A-3858, A-4446, A-4450, A-4722, A-4960, A-5869, A-6061, A-6095, A-6199, A-6401, A-6444, A-6675, A-6899, A-7129, A-7710, A-7959, A-8663, A-8732, A-9305, A-9307, A-9382, A-9417, A-9681, A-9937, A-10113, A-10195, A-10458, A-10699, A-10880, A-10960, A-11005, A-11374, A-11464, A-11547, A-11697, A-11748, A-12270, A-12309, A-12398, A-12619, A-12800, A-12850, A-13174, A-13180, A-13203, B-580, B-699, F-820, F-900, G-4217, G-8922, G-24307, G-26455, H-273, H-762, [-2835, í-3204, K-172, K-1777, K-2021, L-938, P-954, P-3074, R-25771, R-28330, R-49147, R-56319, R-57390, R-63684, R-76038, R-77147, R-77159, R-77166, S-2939, S-3041, S-3057, U-4780, U-5027, Y-4418, Y-17078, Z-518, Z-606, Þ-596, Þ-683, Þ-1135, Þ-1851, Þ-2284, Þ-4503, Ö-8930, DN-231, EY-583, FO-931, FÖ-220, GA-130, GM-877, GY-067, HA-199, HH-613, HP-562, II-752, IR-676, IV-582, JC-209, JV-200, KM-378, KU-508, KV-689, LB-329, LD-689, LE-056, MB-638, MC-370, MU-179, NU-565, OA-246, TG-600, UD-360, UV-449, XM-029, ÞC-011. Annað lausafé, m.a.: Sjónvörp, afruglarar, myndbands- tæki, hljómflutningstæki, sófasett, sófaborð, hillusam- stæður, þvottavélar, tauþurrkarar, Ijósritunarvélar, tré- smíðavél, rennibekkur, löndunarspil, torfærutæki, vélsleð- ar, festivagn AT-139, Kraft steikingarofn, dráttarvélar Ad-1387, Ad-1589, Ad-1624, Ad-1646, heyvagn og hey- bindivélar, Broyt X30 skurðgrafa, Hymans grafa, Caterpill- ar jarðýta. Að kröfu lögreglustjórans á Akureyri verða boðnir upp eftir- taldar bifreiðar vegna ógreiddra stöðvunarbrotsgjalda: A-2763, A-3397, A-6264, A-10589, A-10875, A-13168, B-580, R-48662, U-5114, Y-12908, Þ-2106, FÖ-220. Ávísanir verða ekki teknar gildar sem greiðsla, nema meö samþykki uppboðshaldara eða gjaldkera. Greiðsla skal fara fram við hamarshögg. Uppboðsskilmálar eru til sýnis hjá uppboðshaldara. Bæjarfógetinn á Akureyri og Dalvík, sýslumaðurinn í Eyjafjarðarsýslu. 28. nóvember 1991. Eyþór Þorbergsson, fulltrúi.

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.