Dagur - 30.11.1991, Síða 24

Dagur - 30.11.1991, Síða 24
Fiskiðjusamlag Húsavíkur: Húsavíkurbær hækkar hluta- íjárloibrö um 30 milljónir Bæjarráð Húsavíkur hefur samþykkt að hækka hlutafjár- loforð til Fiskiðjusamlags Húsavíkur um 30 milljónir, eða í 55 milljónir í stað 25 milljóna. Einnig að aðstoða fyrirtækið við að fá lán að upp- hæð 20 milljónir. „Þetta er mikið átak og menn mega búa sig undir að dregið verði úr framkvæmdum á vegum bæjarins á næsta ári,“ sagði Einar Njálsson, bæjarstjóri um sam- þykktina, en aðspurður um orsök hennar svaraði hann: „Við trúum því að hægt sé að rétta rekstur Fiskiðjusamlags Húsavíkur við. Við vitum að þetta fyrirtæki er undirstaðan undir velferð íbú- anna í bænum og þess vegna er nokkuð góð samstaða um það af hálfu bæjarstjórnar að standa þétt við bakið á þessu atvinnu- fyrirtæki og þar með fólkinu í bænum.“ Það var erindi frá Fiskiðjusam- Fjárhagsáætlun Akureyrarbæjar fyrir 1992 í mótun: Staðið á bremsuiuii Fjárhagsáætlun Akureyrarbæj- ar fyrir árið 1992 kemur til fyrri umræðu í bæjarstjórn Akureyrar þ. 17. desember næstkomandi. Sigurður J. Sig- urðsson, forseti bæjarstjórnar, segir að meginlínan í fjárhags- áætluninni verði að standa á bremsunni gagnvart öllum útgjöldum þannig að ekki verði hækkuð rekstrargjöld bæjarins nema til komi nýjar tekjur. Hækki einstaka rekstr- arliðir verði að ná peningum annars staðar út úr rekstrinum sem því nemur. Hvað varðar framkvæmdaliði Akureyrarbæjar á næsta ári segir Sigurður stóru spurninguna nú hvaða fjárveiting verður veitt úr ríkissjóði til Verkmenntaskólans. Af öðrum verkefnum megi nefna Síðuskóla, nýja slökkvistöð, Listagil og íbúðir aldraðra við Bugðusíðu. Aðspurður segist Sigurður ekki sjá fyrir fækkun í starfs- mannahaldi bæjarins nema því aðeins að þjónustan skerðist um leið. Spurningin sé þá hvar slíkt sé hægt. Um mögulegan sparnað í bæjarkerfinu nefnir hann til- flutning í yfirstjórn bæjarins þar sem ætlunin er að flytja ýmsa þá starfsemi sem nú er í húsnæði vítt um bæinn í ráðhús bæjarins. Vonir standi til að slíkt hafi í för með sér hagræðingu og sparnað eða frestun frekari útgjalda. Síðari umræða um fjárhags- áætlun er fyrirhuguð á síðari fundi bæjarstjórnar í janúar. JÓH lagi Húsavíkur sem bæjarráð samþykkti að fallist yrði á. I bréf- inu var óskað eftir að bæjarráð hækkaði hlutafjárloforð sitt úr 25 milljónum í 55 milljónir. Jafn- framt að bærinn aðstoðaði FH við að fá lán að upphæð 20 millj- ónir, til að bæta fjárhagsstöðu þess, og veitti ábyrgð fyrir láninu Forsvarsmenn Slippstöðvarinn- ar á Akureyri kynntu bæjarráði Akureyrar í fyrrakvöld stöðu mála og framtíðarhorfur hjá stöðinni. Eins og fram hefur komið verður leitað til hlut- hafa í stöðinni um leiðir til endurfjármögnunar á fyrirtæk- inu sem á þarf að halda. Slipp- stöðvarmenn telja, í viðræðum sínum við Iduthafana, að fyrir- tækið þurfi nýtt hlutafé að upphæð allt að 130 milljónir króna. Samanlagt eiga Akur- eyrarbær og ríkissjóður um 90% í fyrirtækinu og bæjarráð tók þá afstöðu til málsins í fyrrakvöld að nauðsynlegt sé að eignaraðilar stöðvarinnar taki nú upp viðræður sín á milli um hvaða möguleikar séu til að bæta fjárhagsstöðu hennar. Sigurður J. Sigurðsson, forseti bæjarstjórnar Akureyrar, segir að í þessari samþykkt felist engin viljayfirlýsing um fjármuni á þessu stigi málsins þó þetta sé vilj ayfirlýsíng um að taka á vanda stöðvarinnar. „Það má þó segja að forsvars- ef á þyrfti að halda. Á fundinum Iagði Kristján Ásgeirsson (G) fram tillögu og vildi ganga lengra. í tillögu Kristjáns er gert ráð fyrir að keypt verði hlutabréf af FH í íshafi og Höfða og að hlutafjár- loforðið veðri aukið í 70 milljón- ir. Fundargerð bæjarráðs verður menn Slippstöðvarinnar hafi þetta veganesti frá bæjaryfirvöld- um þegar þeir fara í viðræður við meirihlutaeignaraðilann, þ.e. ríkið. Hér er mikið í húfi fyrir atvinnulíf Akureyrar og skipa- smíðaiðnaðinn í landinu," sagði Sigurður. Hann segir ljóst að staða stöðvarinnar batni ekki með því að draga ákvarðanir um aðgerðir á langinn. Innan tíðar falli m.a. á stöðina afurðalánaskuldbinding- Á fundi Félags verslunar- og skrifstofufólks á Akureyri sl. fimmtudagskvöld var samþykkt að veita stjórn og trúnaðar- mannaráði félagsins heimild til verkfallsboðunar. Þær upplýsingar fengust hjá skrifstofu félagsins í gær að á fjöl- mennum fundi hefði verið sam- þykkt samhljóða að veita stjórn tekin til endanlegrar afgreiðslu í bæjarstjórn. Aðspurður um fyrirhuguð báta- eða kvótakaup Fiskiðju- samlagsins sagði bæjarstjóri: „Menn eru enn að líta í kring um sig til að finna hagstæðan kost í því efni. Við tökum engar örvæntingarákvarðanir." IM ar sem takast verði á við og því verði staðan ekki síður þröng þegar Þórunn Sveinsdóttir er enn óseld. Sigurður leggur áherslu á að hér sé ekki um bráðabirgða- aðgerð á vanda stöðvarinnar að ræða. Fáist 130 milljóna króna nýtt hlutafé skapist svigrúm til athafna fyrir fyrirtækið og sú rekstraráætlun sem lögð er til grundvallar miðist við hagnaðar- rekstur á stöðinni. JÓH og trúnaðarmannaráði heimild til verkfallsboðunar. „Já, þetta er í höfn. Verkfalls- vopnið er í okkar höndum, til notkunar ef með þarf,“ sagði starfsmaður á skrifstofu Félags verslunar- og skrifstofufólks í samtali við Dag. Töluvert var rætt um stöðu samninga og önnur mál á lífleg- um fundi í félaginu. SS „Nei, ég bý ekki hér!“ Bæjarráð Akureyrarbæjar: Eignaraðilar Slippstöðvarinnar ræða prhagsvanda fyrirtækisins - 130 milljóna króna nýtt hlutafé þarf inn í fyrirtækið Verslunarfólk með verkfallsvopn: „Til notkunar ef með þarf ‘ Raufarhöfn: Fjármálin í biðstöðu „Á ráðstefnu um fjármál sveitarfélaga hlustaði ég á nokkra ráðherra og boð- skapur fjármálaráðherra var skýr: Dragið úr fram- kvæmdum, dragið úr lán- tökum, dragið úr fjárfest- ingum. Síðan kom umhverf- isráðhcrra og sagði að sveit- arfélögunum bæri skylda til að gera þetta og gera hitt,“ sagði Guðmundur Guð- mundsson, sveitarstjóri Raufarhafnarhrepps, þegar hann var spurður um fram- kvæmdir í hreppnum. Hann vitnaði til þess að á sama tíma og sveitarfélög • væru hvött til þess að halda að sér höndum þyrftu þau að geta boðið upp á vissa félagsþjón- ustu, gera úrbætur f umhverf- ismálum og þar fram eftir götunum. Menn væru því dálítið á báðum áttum. Helstu framkvæmdir á veg- um Raufarhafnarhrepps á árinu sagði Guðmundur hafa snúist um endurbætur á vatnslögn. Því verki tókst að ljúka að mestu fyrir veturinn. „Við munum taka rólega á málum þar til við förum að smíða næstu fjárhagsáætlun. Línurnar verða lagðar í janúar en þá munum við hafa ein- hverja reynslu af loðnuvertíð- inni og gleggri hugmynd um hvað framundan er. Einnig eigurn við eftir að sjá hvaða afgreiðslu við fáum hjá fjár- veitinganefnd á beiðni um ákveðnar hafnarframkváemdir hér,“ sagði Guðmundur. SS Loðdýrarækt: Refurirai upp, óvístum minkinn „Það ríkir engin bjartsýni um að verðið á minknum komi upp þetta árið og sum- ir telja að þakka megi fyrir ef meðalverð síðasta árs helst,“ segir Einar E. Gísla- son, loðdýrabóndi og fyrr- um formaður sambands loð- dýraræktenda. Þrátt fyrir að útlitið með minkaskinnin sé ekki gott er spáð hækkun á blárefaskinn- urn og segir Einar að talið sé að meðalverðið á þeim fari í 4500-5000 krónur fyrir fyrsta flokks skinn. Það verð er orð- ið nálægt skinnaverði því er var þegar loðdýrabúin risu hér á landi hvert á fætur öðru, en hins vegar segir hann vera orð- ið það lítið af ref hjá íslensk- um loðdýrabændum að þessi hækkun skipti þá litlu. „Á fundi sem ég sat í Dan- mörku fyrir skömmu var rætt um að til væru um fimm millj- ónir minkaskinna í frosti í Kaupmannahöfn og margir fundarmenn töldu aö á meðan þessar birgðir væru til þá hækkaði ekki verðið. Ákveðið var að reyna að koma þessum skinnum á markað sem fyrst og reyna þannig að losna við birgðirnar," segir Einar. SBG

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.