Dagur - 14.12.1991, Blaðsíða 2
2 - DAGUR - Laugardagur 14. desember 1991
Fréttir
Húsavík:
Fiskiðjusamlagsmálinu vísað til Framkvæmdalánasjóðs
Beiðni um hlutatjáraukningu
Húsavíkurkaupstaðar í Fisk-
iðjusamlagi Húsavíkur sem
samþykkt var 28. nóv. í Fram-
kvæmdalánasjóði, var vísað
aftur til stjórnar sjóðsins til
nánari skoðunar, á fundi
bæjarstjórnar Húsavíkur.
Stjórn sjóðsins hafði samþykkt
að auka hlutafjárloforðið úr 25
milljónum í 55 milljónir, og
jafnframt að aðstoða FH við
að útvega 20 milljón króna lán.
Á fundi Framkvæmdalána-
sjóðs lagði Kristján Ásgeirsson
(G) fram tillögu um að bærinn
keypti samtals 20 milljón
króna hlut í Höfða og íshafi af
FH og legði auk þess fram nýtt
hlutafé að upphæð 70 milljón-
ir. I geinargerð sagði Kristján
að fjárhagsstaða FH væri
ótrygg og þar með meirihluta-
eign í útgerðarfyrirtækjunum,
en nauðsynlegt væri að tryggja
að fyrirtækin og veiðirétturinn
væru á staðnum.
Á fundi bæjarstjórnar sl.
fimmtudag fóru fram langar
umræður um málefni FH og hóf-
ust þær með 50 mín. langri ræðu
Kristjáns. Kom hann víða við í
máli sínu og sagði m.a. að Lands-
bankinn hefði sett fram þann
fyrirvara fyrir láni, að fyrirtækin
FH, Höfði og íshaf yrðu samein-
uð. Spurði hann hvort Lands-
bankinn væri farinn að stjórna
þessum málum og fullyrti að
bankastjórar væru mestu afglap-
ar í peningamálum. Kristján
spurði um tillögur rekstrarráð-
gjafa til lausnar vandans. Sagði
Héraðsnefnd Vestur-Húnvetninga:
Útibú frá sýsluskrifstofu
verði á Hvammstanga
„I reglugerðardrögum, 4. grein,
virðist ekki gert ráð fyrir útibúi
á Hvammstanga frá lögregl-
unni á Blönduósi. Slíkt útibú
hefur verið á Hvammstanga
alllengi og er þess krafist að
það verði starfrækt áfram og
sú þjónusta sem það hefur
veitt verði ekki skert að neinu
leyti.“
Svohljóðandi er ályktun hér-
aðsnefndar V-Húnvetninga varð-
andi lögreglustöðina á Hvamms-
tanga en samkvæmt drögum að
reglugerð um stjórnsýsluumdæmi
verður hún ekki starfrækt. Sam-
hliða þessari ályktun krefst hér-
aðsnefnd þess að útibú verði á
Hvammstanga frá sýsluskrifstof-
unni á Blönduósi og einnig að
sérstakt varnarþing verði þar líkt
og verið hefur.
„Pessi reglugerðardrög voru
send til sveitarfélaganna, en ekki
vísað beint til héraðsnefndar. Á
fundinum voru aftur á móti full-
trúar allra sveitarfélaganna og
þess vegna tókum við þetta upp,“
segir Ólafur B. Óskarsson,
oddviti héraðsnefndarinnar.
SBG
að sér fyndist þetta vera hrein
pólitík og sagði: „Mér er
óskiljanlegt hvernig menn ætla
að komast frá þessu. Þið hafið
ekki gert ykkur grein fyrir hve
alvarlegt ástandið er.“ Um sam-
einingu fyrirtækjanna þriggja
hafði Kristján þau orð, að við
sameiningu þriggja aumingja
myndaðist einn vesalingur.
Jón Ásberg Salómonsson (A)
sagðist vera á móti sameiningu
fyrirtækjanna og að tryggja þyrfti
að skipunum yrði haldið í byggð-
arlaginu.
Bjarni Aðalgeirsson (B) sagði
málið stórt og erfitt: „Við viljum
öll leysa þennan vanda en greinir
svolítið á um Ieiðir.“ Bjarni svar-
aði öllum fyrirspurnum Kristjáns
og sagði varðandi hlutabréfasöl-
una að það mundi veikja Fisk-
iðjusamlagið ef það hefði ekki
þennan ráðstöfunarrétt yfir afla.
Hann sagði að verulegur bati á
rekstri fyrirtækisins hefði orðið á
þessu ári. Bjarni sagði það mikil
vonbrigði að stærsti hluthafinn,
KÞ, skyldi ekki taka þátt í að
leggja fram nýtt hlutafé.
Þorvaldur Vestmann Magnús-
son (D) sagði að þetta væri mikið
alvarlegra mál en svo að menn
ættu að gera það að pólitísku bit-
beini.
Einar Njálsson, bæjarstjóri,
sagði í samtali við Dag, að menn
væru fyrst og fremst að hugsa um
velferð FH með því að vísa mál-
inu aftur til Framkvæmdalána-
sjóðs. „Málið er of mikilvægt til
að menn séu að slá um það ein-
hverja pólitíska keilu. Það þarf
að ná um þetta nokkuð góðri
samstöðu í bæjarstjórn, og ekki
síður meðal bæjarbúa, einfald-
lega vegna þess að þetta mál
kemur til kasta þeirra allra. Þeg-
ar bærinn er að setja svona mikla
peninga í atvinnulífið, þá verða
menn að tryggja að þeir komi þar
að gagni, og slíkt framlag kemur
niður á framkvæmdum bæjarins
og þar með öllum bæjarbúum.
Það þarf að ná um þetta þokka-
lega góðri sátt, vegna þess hve
stórt málið er fyrir fjárhag bæjar-
ins, en menn hafa ekki langan
tíma,“ sagði Einar. IM
Norðurland:
Fagurt
vetrarveður
Helgarveðriö á Norðurlandi
verður á betri nótunum að
sögn veðurfræðings á Veð-
urstofu íslands.
í dag verður hæg vestlæg átt
um allt Norðurland, bjart til
landsins en él með ströndinni.
Á morgun dregur hægt til suð-
lægra átta og hann bætir ekki í
vind fyrr en á mánudag. Sem
sagt hið besta vetrarveður og
kaupmenn ættu að kætast því
veðurguðirnir eru þeirra. ój
Héraðsnefnd Skagafjarðar:
Ályktar um lausagöngu búflár
Skagaijörður:
Sölufólkið handtekið
Lögreglan á Sauðárkróki
handtók síðdegis á fimmtudag,
fimmmenningana sem verið
hafa að bjóða til sölu slökkvi-
tæki, reykskynjara o.fl. í Eyja-
firði síðustu daga.
Fólkið var lítið farið að selja í
Skagafirði þegar ábendingar um
það bárust til slökkviliðs og var
það þá handtekið. Við yfirheyrsl-
ur kom í Ijós að sölufólkið var
ekki með tilskilin leyfi á sér til að
mega ganga í hús og bjóða vöru
til kaups, auk þess sem bifreið
þeirra var óskoðuð. Hópnum var
sleppt eftir yfirheyrslur. SBG
„Við fengum bréf frá bæjar-
fógetanum á Sauðárkróki þar
sem hann óskaði eftir að hér-
aðsnefnd ályktaði um lausa-
göngu búfjár í héraðinu og
hvetti sveitarstjórnir til að taka
á þessu máli nú þegar, vegna
þeirrar hættu sem þessu
fylgir,“ segir Magnús Sigur-
jónsson, framkvæmdastjóri
héraðsnefndar Skagafjarðar.
Á héraðsnefndarfundi sem
haldinn var sl. mánudag á Sauð-
árkróki, var m.a. tekið fyrir
áðurnefnt bréf frá Halldóri Þ.
Jónssyni, sýslumanni Skagafjarð-
arsýslu. Vegna þessa ályktaði
fundurinn um lausagöngu búfjár:
Glaðningur frá ríki til sveitarfélaga:
„Ekki hrifim, af þessum vinmil)rögðuin“
- segir Halldór Jónsson, bæjarstjóri á Akureyri
Vinna við fjárhagsáætlun
Akureyrarbæjar fyrir árið 1992
tekur bróðurpartinn af þreki
bæjarstjórnar um þessar
mundir en eins og fram hefur
komið er aðhald rauði þráður-
inn í áætluninni. Þá hefur
ríkisstjórnin boðað tilflutning
á verkefnum frá ríki til sveitar-
félaga sem hafa í för með sér
aukinn kostnað fyrir sveitarfé-
lögin og eru sveitarstjórnar-
menn lítt hrifnir af slíku ein-
hliða valdboði.
„Við erum ekki hrifnir af þess-
um vinnubrögðum. Það hefur
verið heilmikið samstarf og sam-
ráð milli ríkis og sveitarfélaga og
menn hafa vænst þess að slík
vinnubrögð yrðu viðhöfð áfram
en það hetur ekki gengið ettir og
því er eðlilegt að menn séu ósátt-
ir. Sveitarfélögin eru mörg hver
tilbúin til að taka að sér aukin
verkefni en þau þurfa að hafa
peninga til að mæta þeim,“ sagði
Halldór Jónsson, bæjarstjóri
Akureyrar, um þessi tíðindi frá
stjórnarheimilinu.
Hvað gerð fjárhagsáætlunar
Akureyrarbæjar varðar sagði
Halldór að bæjarstjórn stæði
frammi fyrir því að þurfa að taka
á býsna stórum tölum, sem væru
fyrir utan þann ramma sem
fjármál bæjarins gætu borið.
Hann sagði að það væri mikil
samstaða um þann fjárhags-
ramma sem upp hefði verið sett-
ur og enginn bilbugur á mönnum,
þótt vissulega væri ekki alltaf
auðvelt að ná samstöðu um
sparnað á ýmsum sviðum.
Formenn nefnda á vegum
bæjarins og deildarstjórar voru
kallaðir á fund í gær til að ræða
fjárhagsáætlunina en Halldór
sagði að línur færu að skýrast í
janúar. SS
„Fundur Héraðsnefndar Skag-
firðinga, haldinn í Safnahúsinu á
Sauðárkróki mánudaginn 9. des.
’91, samþykkir eftirfarandi:
1. Héraðsnefnd skorar á
Vegagerð ríkisins að girða og
viðhalda girðingum meðfram
fjölförnum vegum í Skagafirði.
2. Sett verði ristahlið á aðal-
og hliðarvegi þar sem hætta er á
að búfé komist inn á afgirt svæði
meðfram vegum.
3. Því er beint til sveitar-
stjórna í Skagafirði að banna
lausagöngu búfjár á þeim svæð-
um þar sem Vegagerðin hefur
girt með fram vegum.
4. Einnig beinir héraðsnefnd
því til dómsmálaráðuneytisins að
þaðan fáist aukin fjárveiting til
vegaeftirlits í Skagafirði.“
Að sögn Magnúsar er töluvert
um að búfé sé á aðalvegum í firð-
inum og segist hann vonast til að
ályktunin verði tekin til athugun-
ar. SBG
Sigurðarmót á Sigluíirði:
Anton og Bogi sigruðu
Nýlega lauk Sigurðarmótinu, en
það er aðal tvímenningskeppni
félagsins. Keppnin stóð í 5 kvöld
og var spilaður barometer. Sig-
urvegarar urðu þeir Anton og
Bogi Sigurbjörnssynir eftir
góðan lokasprett. Staða efstu
para varð þessi: stig
1. Anton Sigurbjörnsson -
Bogi Sigurbjörnsson 247
2. Ásgrímur Sigurbjörnsson -
Jón Sigurbjörnsson 223
3. Sigfús Steingrímsson -
180
128
84
8igurour Hatlioason
4. Haraldur Árnason -
Reynir Árnason
5. Baldvin Valtýsson -
Valtýr Jónasson
6. Guðmundur Árnason -
Níels Friðbjarnarson 82
Nú stendur yfir 3 kvölda hrað-
sveitakeppni þar sem raðað er í
sveitir eftir úrslitum í Sigurðar-
mótinu, efsta og neðsta par eru
saman og þannig koll af kolli.
óþh
Sveitakeppni Bridgefélags Akureyrar:
Jakob Kristinsson efstur
Staðan í sveitahraðkeppni
Bridgefélags Akureyrar eftir 7.
umferð er þessi:
1. Jakob Kristinsson 599
2. Stefán Vilhjálmsson 576
3. Stefán Stefánsson 548
4. Hermann Tómasson 539
5. Gylfi Pálsson 518
6. Páll Pálsson 515
7. Ormarr Snæbjörnsson
8. Jónína Pálsdóttir
9. Reynir Grétarsson
10. Ragnhildur Gunnarsd.
11. Marinó Steinarsson
12. Sverrir Þórarinss.
511
476
455
443
438
430
Síðasta umferð verður spiluð í
Hamri nk. þriðjudag, 17. des-
ember, kl. 19.30. óþh