Dagur - 14.12.1991, Blaðsíða 21

Dagur - 14.12.1991, Blaðsíða 21
Bækur Laugardagur 14. desember 1991 - DAGUR - 21 Leynifélagið Sjö sanian leysir vandann Iðunn hefur gefið út nýja bók eft- ir Enid Blyton og nefnist hún Leynifélagið Sjö saman leysir vandann. Sjömenningarnir í leynifélag- inu bjuggust ekki við að lenda í neinum sérstökum ævintýrum að þessu sinni og ekki grunaði þau, þegar þau ákváðu að gera sér skýli uppi í gömlu tré, að það yrði upphafið að nýju og æsi- spennandi leyndarmáli. En ein- hver óboðinn gestur gerði sig fljótt heimakominn í trjáhýsinu - og þegar Kalli og Pétur þurftu að laumast inn í Dynskóga eina nóttina til að sækja þangað gleymda bók fundu þeir óboðna gestinn og fengu að heyra ótrú- lega sögu hans. Og þess var ekki lengi að bíða að dularfullir atburðir gerðust... Nanna Rögnvaldardóttir þýddi. Maturmn hennar mömmu Iðunn hefur gefið út bókina Maturinn hennar mömmu. í kynningu frá útgefanda segir m.a.: „Pessi matreiðslubók er ekki bara mikið þarfaþing í hverju eldhúsi, heldur vekur hún jafnframt ljúfar minningar. Þetta er nefnilega bókin sem kennir okkur öllum að búa til matinn hennar mömmu, gamla, góða hversdagsmatinn og hátíðarmat- inn sem við þekkjum öll. Hér eru uppskriftirnar sem oft þarf að grípa til og alltaf vantar: íslenski heimilismaturinn, matur eins og hjá mömmu og ömmu... Með þessa bók í höndunum má læra að elda kjötsúpu og lúðusúpu; steikta ýsu og plokkfisk; saltkjöt og baunir; smásteik og kál- böggla; steiktar rjúpur og lamba- læri með brúnuðum kartöflum; hrísgrjónavelling og sætsúpu; pönnukökur, lummur, kleinur og laufabrauð og margt fleira.“ Áslaug Ragnars tók bókina saman, en reyndir húsmæðra- kennarar og húsmæður gáfu góð ráð varðandi efni hennar. Bókina prýðir mikill fjöldi fallegra lit- mynda. Svalur og svellkaldur Svalur og svellkaldur, nefnist nýútkomin bók eftir Karl Helga- son. í kynningu útgefanda segir m.a. um efni bókarinnar: „ívar er á þrettánda ári. Honum finnst foreldrar sínir hafa sig fyrir rangri sök og ákveður að bregð- ast iila við, hefna sín á hverjum sem hann kann að mæta. Á vegi hans verða þau tvö sem hann síst vill særa. Rósa Ýr og Sigurður, en einnig þrír miður þokkaðir piltar. Þeir hafa með sér leynifé- lag sem nefnist Svalir og svell- kaldir. ívar slæst í för með þeim þó að honum sé það í rauninni þvert um geð...“ Karl Helgason, hlaut íslensku barnabókaverðlaunin 1990 fyrir sögu sína, í pokahorninu. Bókin, Svalur og svellkaldur, er 148 blaðsíður. Útgefandi er Æskan. Ný ljóðabók: Undir Stjöraum ogSól Út er komin ljóðabókin Undir stjörnum og Sól eftir Einar Svansson. Bókin hefur að geyma 49 ljóð og nokkur þeirra birtust á sínum tíma í Lystræningjanum. Höfundur er búsettur á Sauðár- króki og starfar þar sem fram- kvæmdastjóri Fiskiðjunnar-Skag- firðings hf. og er þetta hans fyrsta bók. Kápumyndina gerði Svanur Jóhannesson faðir höfundar og félagi í JAM-klúbbnum. Bókin er 96 bls., prentuð hjá Félags- prentsmiðjunni, bundin hjá Fé- lagsbókbandinu-Bókfell en dreif- ingu annast íslensk bókadreifing. Höfundur gefur sjálfur út bók- ina. Læknir á vígvelli Iðunn hefur gefið út bókina Læknir á vígvelli - Störf Gísla H. Sigurðssonar íhernumdu Kúveit. Ólafur E. Friðriksson skráði. Gísli H. Sigurðsson læknir seg- ir hér í fyrsta sinn ítarlega hina einstæðu sögu af lífi sínu og Birnu konu sinnar á dögum her- námsins í Kúveit. Hann lýsir því hvernig það var fyrir íslendinga að ganga að daglegum störfum og sinna læknisskyldum undir stöð- ugri dauðaógn. Gísli var um langt skeið eini Vesturiandabú- inn sem fór ferða sinna um götur Kúveitborgar. Fyrir hann var það daglegt brauð að finna fyrir köldu stáli byssuhlaups og verða fyrir misþyrmingum. í kynningu útgefanda segir m.a.: „Bókin er mögnuð lýsing á því fjarstæðukennda ástandi sem skapast þegar þjóðfélag hættir nánast að vera til - að minnsta kosti sem siðmenntað samfélag - og lögmái ofbeldis og villi- mennsku taka við. Þegar Gísli og Birna reyndu að komast til íslands urðu mörg ljón í veginum. Sú saga hefur ekki öll verið sögð fyrr en í þessari bók.“ HAFÐU ÞÍN MÁL Á HREINU 06 FÁOU ÞÉR „FRÓOA“ í VASANN Hvað gerir hann fyrir þig? G.K. VILHJÁLMSSON Smyrlahraun 60, 220 Hafnarfjörður, sími 91-651297 Geymir skrá yfir nöfn, heimiisföng, síma og faxnúmer. Heldur utan um 3 bankareikninga og 3 greiðslukort. Þannig er greiöslustaðan ailtaf klár. f Gefur hijóðmerki, og þ# stendur á skjánum hvaSk%^ rl Klukka sem sýnir mánaðardag, mín. og , kist., fyrir og rofa útkomu. sem telur bæði upp og niður. læsir sem eru í minni tölvunnar, t.d. fjármálin. Stærð minnis samsvarar 10000 stöfum. FRÓOI KOSTAR AÐEINS kr. 2.980,- Rafhlöður og hlífðarveski innifallð i verðl. Qi) OTOioiiMAX.lj) HEAVY DUTY DCNIM Góðar jólagjafir Ódýr fatnaður Gallabuxur frá 2900,- Skyrtur frá 1290,- Peysur frá 2630,- Vaxúlpur frá 6900,- Skíðagallar 100% vatnsheldir 12490,- Erum að fá STIGA sleða Húfur - Eyrnabönd - Lúffur - Sokkar - Treflar - Töskur - Skíðagleraugu - Skautar - Badmintonspaðar - Tennisspaðar - Squashspaðar - Boltar og fl. og fl. Sportver ^Glerárgötu 28, sími 11445 [JO Raðgreiðslur — 5% staðgreiðsluafsláttur Verðlaunabókin Þytur eftir Jóhönnu Á. Steingrímsdóttur - myndskreytraf Hólmfríöi Bjartmarsdóttur — er hugljúf og spennandi barnasaga, sem auk þess boðar vináttu og hjálpsemi. Rammíslenskt snilldarverk eftir tvær norðlenskar konur Valin úr 43 handritum. Þytur er því kærkomin jólagjöf börnum á öllum aldri. BOKAUTGAFAN BJÖRK.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.