Dagur - 14.12.1991, Blaðsíða 15

Dagur - 14.12.1991, Blaðsíða 15
Bækur Laugardagur 14. desember 1991 - DAGUR - 15 & W » f Grettir sterki Út er komin hjá Skjaldborg hf. bókin Grettir sterki eftir Þorstein Stefánsson. Hér er um sögulega skáldsögu að ræða frá tímum íslendinga- sagnanna og er mörg atlagan þreytt á síðum bókarinnar. Höfundurinn hefur lengsl af búið í Danmörku og er sagan upphaflega skrifuð á dönsku. Hann sækir efnivið sögu sinnar til hinnar kunnu Grettis-sögu Ás- mundssonar og spinnur sögu- þráðinn utan um atburði hennar. Inngangsorð í íslensku útgáf- unni um höfund bókarinnar ritar Ármann Kr. Einarsson og segir hann þar m.a. að sagan sé „áhrifarík, krydduð notalegri kímni og yljuð næfærnum skiln- ingi á mannlegu eðli“. Bókin hentar ágætlega til að veita unglingum nokkra innsýn í heim íslenskra fornsagna en ekkí er að efa, eins og reyndar Ár- mann bendir á í inngangsorðum sínum, að bókin muni þykja „forvitnileg lesning fyrir fólk á öllum aldri“. Teikningar í bókinni eru eftir Bjarna Jónsson. Kjarriog skemmubófarnir Út er komin hjá Skjaldborg hf. bókin Kjarri og skemmubófarnir, eftir Jón Dan. Bókin fjallar, eins og titillinn segir til um, um Kjarra, fólk hans og vini. Kjarri er fjörlegur strákur, sem margt drífur á dag- ana hjá og ekki dregur þar úr Lalli vinur hans, sem reyndar á það til að „kríta“ liðugt stundum til þess að magna upp atburði sem honum finnst mikið til um. Við sögu koma og barnasafn- arinn og skemmubófarnir, sem heldur en ekki eru spennandi og jafnvel óttalegir í augum drengj- anna, þar til hið sanna kemur í ljós varðandi tilurð þeirra. Inn í söguna fléttast líka skilnaður foreldra Kjarra og það hvernig hann smám saman áttar sig á þeirri staðreynd. Um tíma er útlitið ekki gott frá sjónarhóli lítils drengs en allt fer þó vel að lokum. Lögfræðinga- brandarar Út er komin hjá bókaútgáfunni Skjaldborg hf. bókin Lögfræð- ingabrandarar. í bókinni er samsafn stuttra gamansagna sem allir eiga það sameiginlegt að fjalla um lög- fræðinga og ýmislegt tengt starfi þeirra. Sögunum hefur safnað Ólafur Stefánsson frá Kal- mannstungu. „Margur kann að halda að störf lögfræðinga séu þess eðlis að þar sé fátt að finna sem brosa megi að. Það er rækilega afsann- að í þessari samantekt Ólafs því margar sagnanna eru bráðsmelln- ar og kitla hláturtaugarnar ræki- lega,“ segir í frétt frá útgefanda. Margt þjóðkunnra manna kemur við sögu í bókinni en höfundur getur þess í forspjalli að henni, að reynt hafi verið að sneiða hjá sögum sem kynnu að vera særandi fyrir einhverja, og stundum er nöfnum sleppt til vonar og vara. Dagbók Díönu - prinsessan af Wales í nærmynd Örn og Örlygur hafa gefið út bók sem nefnist Dagbók Díönu - prinsessan af Wales í nærmynd. Bókin er skráð af Andrew Morton sem er manna fróðastur um bresku konungsfjölskylduna og hefur ritað margar bækur um hana. Þýðandi er Veturliði Guðnason. í kynningu útgefanda segir m.a.: „í bókinni er ótrúlegur fjöldi litmynda sem eru raunsæj- ar, sumar afar óvenjulegar, og sýna okkur sjálfa konuna á.bak við hina konunglegu ásýnd. Fremst í bókinni er litmynd af Díönu sem hún hefur sjálf áritað. í Dagbók Díönu bregður Andrew Morton upp nærmynd af prinsessunni af Wales eins og nánustu vinir hennar þekkja hana. Með viðtölum við vini Díönu, hirðmenn og starfsfólk, hefur höfundur opnað dagbók hennar og svipt hulunni af einka- lífi hennar.“ Allt um streitu Út er komin hjá Skjaldborg hf. ný bók í bókaflokknum Lykill að lífshamingju og nefnist hún Allt um streitu. Bókin fjallar um streitu frá ýmsum hliðum og má segja að efni hennar taki fyrir flest það sem snertir daglegt líf okkar. Bókin skiptist í eftirfarandi fjóra höfuðflokka: Hversu spenntur ertu? - Kyrrðu lífshætti þína - Slökun - Hástreita. Skýringarmyndir fylgja öllum undirköflum ásamt nokrum ljós- myndum sem gefa til kynna stemmningu og fegurð. í bókinni er m.a. sérstakur kafli þar sem kennt er að skil- greina og meta streituvalda, list- ina að lifa og vera til, slaka á, anda rétt og að fást við hin ýmsu áreiti og viðfangsefni sem fyrir verða á daglegri vegferð. „Bókin er geysigóð handbók fyrir alla þá sem vilja ná tökum á daglegri streitu og skapa sér holl- ari lífshætti og bæta samskipti sín við fólk og umhverfi," segir í frétt frá útgefanda. Risabókm um Mamislíkamann er reyndar gert ráð fyrir að hægt sé að hengja hana upp á vegg í því skyni. í bókinni er útskýrt afar mynd- rænt hvernig mannslíkaminn starfar og er það gert á táknræn- an hátt, svo auðskilið verði hverju barni. Kaflaheiti hverrar opnu í bók- inni eru eftirfarandi: Það sem þú ert - Þú hreyfir þig svona - Af hverju dregurðu andann - Matur og drykkur - Hvernig þú hugsar og finnur til - Hvernig þú stækkar. Á bakhlið bókarinnar er kvarði sem hjálpar til við að mæla hæð og þyngd barnanna og leiðbeiningar um hvernig hægt er að prófa bragðskynið, húðskynið, telja púlsinn og fylgjast með því hvernig fæturnir vaxa. Bókina hefur þýtt Óttar Guðmundsson læknir. Tvíbura- systurnar Út er komin hjá Hörpuútgáfunni ný bók eftir danska rithöfundinn Erling Poulsen. Bókin heitir Tvíburasysturnar og er 16. bókin í bókaflokknum „Rauðu ástar- sögurnar". í kynningu á bókarkápu segir m.a.: „Þau heyrðu skelfingaróp. Holm forstjóri hafði orðið fyrir skoti. Hann var látinn. Einka- dætur hans, tvíburasystur, þurftu nú að takast á við stjórnun hins stóra fyrirtækis föður þeirra. Önnur þeirra hafði verið blind frá fæðingu. Hver var hinn skelfi- legi banamaður Holms forstjóra, sem vildi ná eignum hans hvað sem það kostaði? Hvaða öfl voru fcKUKK* HUULitr< örlagavaldarnir í lífi tvíburasystr- anna?“ Tvíburasysturnar er 173 bls. Þýðandi bókarinnar er Skúli Jensson. Stórglæsileg leðursófasett á frábæru verði Þetta eruakins sýnishorn af stórkostlegu húsgagnaúrvali okkar Út er komin hjá Skjaldborg hf. spjaldbók sem nefnist Risabókin um Mannslíkamann. Hér er svo sannarlega um risa- bók að ræða, því hún er rúmlega 60 cm á hæð og 40 á breidd. Bók- in hentar vel til kennslu og leiks, jafnt í skólum sem á heimilum og KKl\örubo©o? \ HUSGAGNAVERSLUN TRYGGVABRAUT 24 PÓSTHÓLF 266 602 AKUREYRI SlMI (96)21410 SMASAGNASAFN eftir Cuðmund Halldórsson frá Bergsstöðum Bók sem á erindi til allra | #1 Bókaútgáfan lÁ Hildur AUÐBREKKU 4 - 200 KÓPAV0GUR SÍMAR 91-641890 0G 93-47757 I

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.