Dagur - 14.12.1991, Blaðsíða 18
18 - DAGUR - Laugardagur 14. desember 1991
Kvikmyndasíða
rason
Bugsy (Beatty) ræðir málin við hinn heldur vitgranna vin sinn George Raft (Mantegna).
Warren Beatty með nýja kvikmynd
— —--g VI* •*»**■ • Viuui uiauivga iviiau ai uauii aiuu ug
Beattys en þau búa saman þessa stundina og er um fátt meira skrifað í slúð-
urblöðum en hvort og þá hvenær þau tvö muni gifta sig.
Ekki man ég til þess að hafa fyrr
heyrt minnst á Benjamin Siegel.
Ef eitthvað er að marka stórblað-
ið Time þá var nefndur Siegel
glæpamaður er ól með sér
drauma svipaðrar náttúru og
Kingsley leikur glæpaforingjann Meyer Lansky.
hugarfóstur eldflaugasnillingsins
Roberts Goddard og bílafram-
leiðandans Prestons Tucker -
drauma um framtíð er var svo
fjarlæg samtímanum að stappaði
nærri brjálsemi að hugsa þá, svo
ekki sé nú minnst á tilraunir til að
gera þá að veruleika. Hugsjón
Siegel var að gera Las Vegas, þá
dauflegan kúrekabæ, að gleði-
torgi þar sem allt það sem var
bannað í öðrum ríkjum Banda-
ríkjanna átti að vera leyfilegt.
Bugsy, en það var gælunafn Sieg-
el, reyndi að útfæra drauminn.
Framkvæmdin gekk illa, landar
hans voru ekki enn búnir að átta
sig á þörfum sínum, og að lokum
varð hann að játa sig sigraðan.
Þetta er viðfangsefni Beattys
er sjálfur fer með hlutverk Bugsy
og er jafnframt framleiðandi
kvikmyndarinnar. Annette Ben-
ing leikur aðalkvenhlutverkið á
móti honum og gerir það af stakri
prýði að sögn Time. í smærri
hlutverkum eru þekktir leikarar.
Joe Mantegna leikur George
Raft, helsta vin Bugsy. Harvey
Keitel, Elliott Gould og Ben
Kingsley fara allir með smærri
hlutverk. Leikstjóri er Barry
Levinson.
Leikstjóraraunir
Hin úthverfa mynd af Hollywood
er björt og ríkmannleg. Par líður
öllum vel og hafa rúmlega til
hnífs og skeiðar. Líkt og með
íslensku sjómennina er sjónum
tíðast beint að þeim Hollywood-
leikurum er eiga mestri velsæld
að fagna. Athyglin er leidd að
mönnum eins og Sylvester Stall-
one og Arnold Schwarzenegger
er báðir taka minnst 700 milljónir
fyrir hverja mynd er þeir birtast í
og kalla það kauptryggingu.
Kvikmyndir í burðarliðnum
BATMAN RETURNS:
Michael Keaton snýr aftur í
hlutverki Leðurblökumanns-
ins. Nú á hann í höggi við
Mörgæsina (Danny DeVito)
og Kattarkonuna (Michelle
Pfeiffer). Tim Burton leik-
stýrir en handritið er eftir
Daniel Waters, þann sama og
skrifaði Hudson Hawk.
Warner Bros sumarið
1992.
BLACK ORPHEUS: Car
los Diegues leikstýrir þessari
endurgerð af hinni frægu
kvikmynd Marcel Camus frá
1959 þar sem sagan af Orfeusi
og Evridís var endursögð í
umhverfi kjötkveðjuhátíðar í
Ríó.
CineSource 1992.
MALCOLM X: Eftir ára-
langt japl, fum og fuður hefur
loksins orðið að ráði að gera
þessa kvikmynd um hinn
svarta leiðtoga Malcolm.
Denzel Washington fer með
aðalhlutverkið en Spike Lee
leikstýrir.
Warner Bros 1992.
THE PLAYER: Halda
mætti að allir leikarar Holly-
wood hefðu skyndilega feng-
ið æði og heimtað að vera
með í þessari kvimynd
Roberts Altman um forstjóra
kvikmyndavers (Tim
Michelle Pfeiffer í The Fabulous Baker Boys. Á næstunni mun hún taka
upp þráðinn í nýrri Batman-mynd sem mun þó ekki verða kölluð Batman
II.
Robbins) er drepur handrits-
höfund. Á leikaraskránni má
sjá ótal þekkt nöfn úr heimi
Hollywood; þar er Whoopi
Goldberg, Fred Ward, Cher,
Tim Curry, Susan Sarandon,
Peter Falk, Harry Belafonte,
Jess Goldblum, Rod Steiger,
Scott Glenn, Jack Lemmon,
Sidney Pollack, Burt Reyn-
olds, Julia Roberts, Bruce
Willis... afsakið augnablik,
síminn hringir... kominn
aftur, sambandið slitnaði en
mér heyrðist þetta Róbert í
Hollíwúd. Hann hringir
aftur.
A RIVER RUNS
THROUGH IT: Robert
Redford er aftur kominn á
stjá eftir heldur mislukkaða
Havana-mynd. Að þessu
sinni er hann að baki tökuvél-
unum og leikstýrir þessari
kvikmynd er byggir á skáld-
sögu Norman Maclean’s.
Með aðalhlutverk fara Craig
Sheffer, Brad Pitt, Emily
Lloyd og Tom Skerritt.
Carolco/Seven Arts 1992.
Sömu sögu er að segja um leik-
stjóra. Við sjáum til þeirra þegar
vel gengur án þess að hafa hug-
mynd um að starfinu fylgir sálar-
háski og hætta á andlitsmissi.
Leikstjórar eiga það til að fá
reisupassann, jafnvel í miðri
myndatöku. Ástæður brott-
rekstursins eru ekki alltaf veiga-
miklar. Leikarar með stjörnu-
stæla eiga það til að láta van-
þóknun sína í Ijósi ef þeim finnst
leikstjórinn ekki gera þeim nægi-
lega hátt undir höfði. Sérfræðing-
ar á því sviði eru meðal annarra
Burt Reynolds og áðurnefndur
Sylvester Stallone sem á nú lík-
Iega metið í því að láta reka leik-
stjóra. Rocky II, Rhinestone,
Nightawks, Rambo III og Tango
og Cash urðu allar til í höndun-
um á minnst tveimur leikstjórum.
Fyrir utan stæla frægra leikara
er algeng orsök fyrir leikstjóra-
skiptum vanhæfni leikstjóra til að
axla verkefnið og óhófleg pen-
ingaeyðsla þeirra. Stundum
reyna framleiðendur að tryggja
sér handrit frá höfundum með
loforðum, sem þeir hafa þó alls
ekki í hyggju að efnar um að
höfundurinn fái síðar að leikstýra
verkinu. Ef til vill varð David
Mickey Evans, höfundur og um
skamma hríð leikstjóri Radio
Flyer, fórnarlamb slíkrar tvö-
feldni. Stundum þarf að kafa
dýpra eftir skýringum á brott-
rekstri leikstjóra. Var Martin
Brest sparkað af leikstjórastóli
WarGames vegna deilna fram-
kvæmdastjóra United Artists?
Lenti hann í miðri orrahríðinni
vegna tengsla sinna við systur
þess framkvæmdastjórans er fór
halloka í stríðinu? I bók sinni
Fade Out lætur Peter Bart að
þessu liggja.
Það er ekki allt jafn blítt í
hcnni Hollywood.
Jakobsstíginn
Leikstjórinn Adrian Lyne og
handritahöfundurinn Bruce Joel
Rubin, skapari Ghost, hafa nú
tekið höndum saman og gert sál-
fræðihrollvekjuna Jacob’s
Ladder. Tim Robbinson leikur
Jacob Singer, fyrrum Víetnam-
hermann, sem hefur um árabil
verið þjakaður af óþægilegum
stríðsendurminningum. Þar kem-
ur að eitthvað enn kvikindislegra
byrjar að þjaka hann. Engu er
líkara en djöflar séu komnir á
kreik. Jakob óttast um geðheilsu
sína en ástkona hans, Jessie
(Elizabeth Pena), fullvissar hann
um að sálin sé aðeins að bregðast
við stressi stórborgarinnar. Þegar
Jakob kemst að því að stríðsfé-
lagar hans eru einnig þjakaðir af
því sama og herjar á hann sjálfan
vakna grunsemdir um að orsak-
anna sé að leita í fortíðinni, í
Víetnam. En minnið bregst þeim
og Jakob byrjar að róta í liðnum
atburðum og uppgötvar nokkuð
mjög einkennilegt sem er um leið
banvænt.
Úr Jacob’s Ladder, neðst Tim
Robbinson.