Dagur - 14.12.1991, Blaðsíða 3

Dagur - 14.12.1991, Blaðsíða 3
Laugardagur 14. desember 1991 - DAGUR - 3 Kristján Eldjárn - Ævisaga Gylfi Gröndal I þessari miklu bók eru dregnar upp persónulegar og lifandi myndir sem varpa Ijóma á minningu Kristjáns Eldjárns i hugum Islendinga. Hér er stuðst við dýrmætar heimildir sem hvergi hafa komið fram áður, þar á meðal rminningabrot og ítarlegar dagbækur Kristjáns. Heillandi og svipmikil saga. Svanurinn Guðbergur Bergsson Ný skáldsaga eftir Guðberg Bergsson sætir tiðindum i íslenskum bókmenntaheimi og hefur Svanurinn hlotið einróma lof lesenda og gagnrýnenda. Gleðin kallast á við harminn - frelsið við fjötrana - í þessari snilldarlegu sögu um litla manneskju í leit að lífinu. Villibráö og veisluföng úr náttúru Islands Islensk matreiðsla er tvímælalaust á heimsmælikvarða. Það sannar þessi bók - ein glæsilegasta matreiðslubók sem út hefur komið. Gómsætir réttir úr villibráð og öðrum náttúruafurðum. Höfundarnir eru sjö íslenskir matreiðslumeistarar sem unnið hafa til alþjóðlegra verðlauna. Þegar sálin fer á kreik Ingibjörg Sólrún Gísladóttir Hennar stærsta ógæfa varð mesta gæfa hennar. Ung að árum dvaldist hún á berklahælum í félagsskap annarra ungmenna sem kynntust sorg, gleði og ást í skugga dauðans. En þegar hinn ytri heimur lokast, þá fer sálin á kreik. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir skráir djarflega og fjöruga frásögn Sigurveigar Guðmundsdóttur. Lífsháskinn Svanhildur Konráösdóttir Oft hefur blásið hressilega umjónas og hann orðið efni í beittar sögur sem særðu djúpt. Aðrir hafa tjáð sig við hann í opinskáum viðtölum, en nú er komið að honum að segja frá lífi sínu og samferðafólki l samtali við Svanhildi Konráðsdóttur. Hann storkar óttanum í sjálfum sér og hlífir sér hvergi í þessari einlægu bók. SÍMl 2 51 88 0 FORLAGIÐ LAUGAVEGI 18

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.