Dagur - 28.12.1991, Page 2

Dagur - 28.12.1991, Page 2
2 - DAGUR - Laugardagur 28. desember 1991 Fréttir Útgerðarfélag Akureyringa hf.: Greiddi 419,5 milljómr fyrir Árbak og kvótann Útgerðarfélag Akureyringa hf. greiddi 419,5 milljónir króna fyrir nýjasta skip félagsins, Arbak EA-308, sem kom til heimahafnar skömmu l'yrir jól. Þessi upphæð er samanlagt heildarsamningsverð fyrir skipið og aflaheimildir þess. Fram hefur komið hjá for- svarsmönnum Útgerðarfélagsins að þeir eru mjög ánægðir með þessi kaup. Félagið gekk sem kunnugt er inn í kaup Bergs- Hugins hf. í Vestmannaeyjum á skipinu, sem áður var gert út frá Grænlandi og hét Natsek. Fyrir skipið sjálft greiðir Útgerðarfé- lagið 149,5 milljónir króna, að Útgerðarfélag Akureyringa hf.: Gunnar lætur af starfi yfírverkstjóra Gunnar Lórenzson, sem verið hefur yfirverkstjóri hjá Útgerðarfélagi Akureyringa hf. frá því árið 1967, lætur af því starfi nú um áramótin og tekur við nýju starfi hjá ÚA sem yfirmaður framleiðslu- birgða og afskipana. Við starfi Gunnars tekur nafni hans Gunnar Aspar og verður starfsheiti hans framleiðslu- stjóri. Auk þess að hafa yfirumsjón með framleiðslubirgðum og afskipunum mun Gunnar Lór- enzson sjá um afgreiðslu frysti- togara og verður hann tímabund- ið tengiliður þeirra við land. Einnig sér hann um þjálfun og kennslu fyrir áhafnir frystitogar- anna með tilliti til gæðamála. Eins og áður segir ber Gunnar Aspar starfsheitið framleiðslu- stjóri ÚA frá og með áramótum. í því felst að öll framleiðsla í landi verður undir hans stjórn, þ.e. frystihúsið og fiskverkunar- stöðin. óþh þvi' er fram kemur í ÚA-fréttum, og 270 milljónir króna fyrir kvóta Bergeyjar VE-544, samtals 1.627 þorskígildi. Heildarkvótinn er um 2300 tonn, sem skiptist svo: Þorskur 562 tonn, ýsa 254 tonn, ufsi 530 tonn, karfi 843 tonn, grálúða 117 tonn og tæp 5 tonn af kola. Að jafnaði hefur Útgerðar- félagið greitt um 117 krónur fyrir kílóið. óþh Stund milli stríða. Mynd: Golli Músafár á Norðurlandi: 99 Hef drepið 440 hagamýs“ - segir bóndinn að Sigurðarstöðum í Bárðardal Það sem af er vetri hafa haga- minna sundurnagað. Ekki fylgir mýs sótt grimmt að híbýlum sögunni hverrar tegundar bifreið- manna til sveita á Norður- in er landi. Kindur hafa ekki farið „Ég er búinn að drepa 440 hagamýs frá því á haustdögum. Músafárið á mínum bæ er því verulegt. Þessu er svipað varið á fleiri bæjum hér um sveitir. Far- varhluta af þessum ófögnuði því fréttir greina frá að haga- mýs hafi étið sig niður í bak ánna þar sem þær standa í krónum. Fræg er sagan af jeppabifreið læknisins frá Akureyri. Læknis- frúin þurfti að skreppa út í Svarf- aðardal og hafði dvaldi helgar- langt í sveitasælunni. Er komið var aftur til Akureyrar voru gangtruflanir í jeppanum góða og frúin fór með bílinn á verkstæði. Þar kom í ljós að kertaleiðslur sem og aðrar leiðslur voru illa farnar þar sem mýs höfðu lagst á rafkerfið og það var allt meira og aldurinn er nú í rénun sem betur fer því þetta er bölvaður ófögnuður. Flestar mýsnar hef ég tekið í boga og þær hafa ekki lagst hér á fé það sem af er,“ sagði Ríkharður Sölvason, bóndi að Sigurðarstöðum í Bárðardal. ój Árbók Þingeyinga komin út Árbók Þingeyinga 1990 er kom- inn út. Þetta er 33. árgangur bókarinnar. Útgefendur henn- ar eru: Suður-Þingeyjarsýsla, Norður-Þingeyjarsýsla og Húsavíkurkaupstaður. Rit- stjóri er Finnur Kristjánsson Alþingi: Sigbjöm kjörinn í Flugráð Á síðasta starfsdegi Alþingis fyrir jólaleyfi voru kjörnir full- trúar í Flugráð, Sfldarútvegs- nefnd og stjórn Síldarverk- smiðja ríkisins. í Flugráð voru kjörnir Árni Johnsen, Sigbjörn Gunnarsson og Skúli Alexandersson. í Síldarútvegsnefnd voru kjörnir Gunnar Flóvenz, Guð- mundur J. Guðmundsson og Kristmann Jónsson. í stjórn Síldarverksmiðja ríkis- ins voru kjörnir Þorsteinn Gísla- son, Magnús Guðmundsson, Einar Ingvarsson, Bogi Sigur- björnsson (skattstjóri Norður- lands vestra á Siglufirði) og Jóhann Ársælsson. óþh 28. desember: Hringleikahúsið fjöldi hljómsveita frá Akureyri Miöauerö kr. 500. 31. desember (gamlárskvöld): Rokkbandið með skelfilegt sprell Allar pizzur 9“ á kr. 600 og 12“ á kr. 750 Snyrtilegur klæðnaður Borðapantanir í síma 241 99 en ritnefnd skipa: Helga Helga- dóttir, Garði, Jóhann Her- mannsson, Húsavík og Þór- hallur Bragason, Landamóts- seli. Forsíðu Árbókarinnar prýðir Ijósmynd af Karlinum í Jökulsár- gljúfrum, tekin af Jóni Jóhannes- syni. Fjölbreytt efni er í bókinni, Ijóð, frásagnir, minningaþættir og fréttir úr héraði. Að þessu sinni er mikið af efni bókarinnar úr Norður-Þingeyjarsýslu. Bókin er tæpar 300 blaðsíður að stærð og prentuð hjá Prentverki Odds Björnssonar á Akureyri. Bókin er send til áskrifenda og geta nýir áskrifendur pantað bók- ina í síma 41860, hjá Finni Kristjánssyni, ritsjóra, í Safna- húsinu á Húsavík. IM Hagfélagið hf. í V-Húnavatnssýslu: Framhalds- stofnfiindur á nýju ári Vestur-Húnvetningar héldu boðaðan stofnfund um atvinnu- þróunarfélag á grunni átaks- verkefnis sl. fimmtudagskvöld. Sökum þess að umboð til að skrifa Byggðastofnun fyrir hlutafé var ekki til staðar á fundinum var eiginlegum stofnfundi frestað fram yfir áramót. Hið nýja atvinnuþróunarfélag heitir Hagfélagið hf. og á fundin- um var kosin stjórn sem er bráða- birgðastjórn þar til búið er að halda framhaldsstofnfund. Hana skipa: Benedikt Guðmundsson, Herbjört Pétursdóttir, Gunnar Þórarinsson, Bjarni Pór Einars- son og Gunnar V. Sigurðsson. Að sögn Bjarna eru skráningar fyrir hlutafé orðnar fimmtán tals- ins eða samtals 1,1 milljón króna, en stefnan er að byrja með 2,1 milljón. Stærstu hluthafarnir af þessum fimmtán eru Héraðs- nefnd V-Hún. og Kaupfélag V- Húnvetninga. Bjarni segist vera bjartsýnn á að meira hlutafé safn- ist fyrir framhaldsfundinn, en Byggðastofnun er m.a. ekki inni í þessari upphæð. Ekki er búið að dagsetja fundinn á nýju ári. SBG Húsavík: Jól í ró og spekt Allt gekk vel og óhappalaust og var í ró og spekt um jólin á svæði Húsavíkurlögreglunnar, að hennar sögn. Að kvöldi annars í jólum var haldinn dansleikur á Húsavík og var hann fjölmennur og fór vel fram. Tíðindalaust var einnig hjá lögreglunni á Egilsstöðum, sagði hún að Austfirðingar hefðu haft það gott um jólin, eins og reynd- ar í allt haust. IM Fjárlögin: Vetrarsamgöngur á Noður- landi fá nokíar krónur Við þriðju umræðu fjárlaga komu inn ýmsir Iiðir er lúta að að vetrarsamgöngum á Norðurlandi. Lítum á einstaka liði: - Höfðahreppur stofnstyrkur 750 þúsund. - Skefilsstaðahreppur 160 þúsund. - Snjóbifreið í Skagafirði 210 þúsund. - Til vetrarflutninga í Fljóta- hreppi 160 þúsund. - Til vetrarsamgangna í Ólafs- firði 140 þúsund. - Snjóbifreið í Dalvíkurlækn- ishérað 80 þúsund. - Til vetrarsamgangna í Svarf- aðardal 140 þúsund. - Snjóbifreið í Grýtubakka- hreppi 110 þúsund. - Til vetrarsamgangna Akur- eyri-Grýtubakkahreppur 160 þúsund. - Snjóbifreið í Hálshreppi Suður-Pingeyjarsýslu 110 þúsund. - Til vetrarsamgangna í Mý- vatnssveit 240 þúsund. - Til vetrarflutninga Mývatn- Húsavíkurflugvöllur 240 þúsund. - Til vetrarsamgangna í Fjalla- hreppi 420 þúsund. - Snjóbifreið Öxarfjörður- Kópasker 160 þúsund. - Snjóbifreið á Þórshöfn 140 þúsund. - Til vetrarflutninga á Bakka- firði 240 þúsund. - Til vetrarflutninga á Vopna- firði 240 þúsund. Rjúpnaskyttur frá Akureyri: Fundu tvö lömb á Látraströnd Tvær rjúpnaskyttur frá Akur- eyri fundu tvo lambhrúta skammt norðan við bæinn Hjalla á Látraströnd, skömmu fyrir jól. Lömbin eru í eigu þeirra Sveins Jóhannessonar, bónda á Hóli og Þorsteins Jóhannessonar, bónda á Bárðartjörn. Þau voru vel á sig komin og gekk vel að koma þeim í hús. -KK

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.