Dagur - 28.12.1991, Síða 9

Dagur - 28.12.1991, Síða 9
Laugardagur 28. desember 1991 - DAGUR - 9 Fréttaannáll ársins minnihlutans, ber Sigurð Björns- son hjá meirhlutanum, þungum sökum. 27. Byggingafulltrúi Akureyr- arbæjar stöðvar framkvæmdir við nýtt íþróttahús KA og segir að teikningar hafi ekki verið sam- þykktar. KA menn eru óhressir með þessar aðgerðir og segir Sig- mundur Pórisson, formaður KA, þetta hljóti að vera ný vinnubrögð hjá bygginganefnd. 30. Ný ríkisstjórn er í burðar- liðnum og sagt er frá því að lík- lega taki Davíð Oddsson við völd- um þennan dag. Þá segir að hagn- aður af rekstri Útgerðarfélags Akureyringa hf. árið 1990 hafi numið 185,5 milljónum króna. Þá voru teikningar af íþróttahúsi KA samþykktar eftir tveggja daga vinnustöðvun við framkvæmdir. Máni Jóhannessun, skipveri á Kaldbak með smyrilinn góða. 7. Á aðalfundi Útgerðarfélags Akureyringa hf. var stjórninni veitt heimild til að auka hlutafé um 50 milljónir króna að nafn- virði. Sama dag kemur fram, að breytingar hafi verið gerðar á 529 atkvæðaseðlum Sjálfstæðisflokks- ins í þingkosningunum í Norður- landskjördæmi eystra og var það nafn Halldórs Blöndals sem oft- ast var strikað út, eða samtals 488 ■sinnum. 9. Atvinnuhorfur hjá fram- haldsskólanemum eru sagðar góðar á komandi sumri og útlitið mun betra en tvö undanfarin ár. Þá fengu skipverjar á togaranum Kaldbak góðan, en þreyttan gest þegar skipið var statt miðja vegu milli Grænlands og íslands. Þar var á ferðinni smyrill og var þess- um laumufarþega tekið vel. Hann var í fóstri hjá skipverjum í átta daga í góðu yfirlæti. Bændur kvarta yfir seinagangi á greiðslu fyrir ull hjá Álafossi. 10. Tveir hlaupagarpar frá Sauðárkróki hlupu frá Króknum til Reykjavík og voru að sögn, þreyttir við komuna til höfuð- borgarinnar. Þeir Óttar Bjarna- son og Pálmi Sighvatsson lögðu í þessa pílagrímsför, til þess að safna fé til styrktar körfuknatt- leiksdeild Tindastóls. 15. Bændur á Eyjafjarðar- svæðinu eru farnir að hella niður mjólk og segir samlagsstjóri KEA að enginn möguleiki sé á greiðslu fyrir umframmjólk með því að hella henni niður. Þá bár- ust fleiri en eitt tilboð í Sjallánn á Akureyri eru þau til skoðunar hjá skiptaráðanda. Og fjölmarg- ir aðilar hafa sýnt áhuga á hús- næði í Listagilinu á Akureyri. 16. Treg grásleppuveiði á Norðurlandi veldur áhyggjum en veiðin er aðeins helmingur þess sem er í meðalári. Þá neitar Einar Njálsson bæjarstjóri að gerast fjár- hirðir en sauðfjársjúkdómanefnd krafðist þess að engri húsvískri kind verði sleppt úr landi bæjar- ins á komandi sumri vegna riðu- veiki. Slippstöðin á Akureyri sjó- setti Þórunni Sveinsdóttur og Sig- urjón Óskarsson, frá Vestmanna- eyjum og kunnur aflaskipstjóri, segist sannfærður um að Þórunn verði happafleyta. 18. Halldór Jónsson, formaður Félags rækju- og hörpudiskfram- leiðenda, segir framleiðendur horfa fram á algjört hrun fyrir- tækjanna vegna slæmrar afkomu ef ekkert verði að gert. Þá hefur Gísli Jónsson, „ferðamálakóng- ur“ á Akureyri ásamt fleirum í hlutafélaginu Höll hf., fest kaup á Sjallanum á Akureyri og er haft eftir honum að þeim hafi fundist rétt að húsið lenti í höndum Ak- ureyringa. Alþingiskosningarnar 1991: H íkiss t j ó rnar ílokka rnir héldu meirihlutanum - Sjálfstæðisflokkur og Alþýðuflokkur saman í stjórn í Alþingiskosningunum sl. vor, héldu ríkisstjórnarflokkarnir meirihluta sínum þótt miklar breytingar hafi orðið á fylgi flokkanna. Fimm flokkar náðu mönnum inn á þing, Sjálf- stæðisllokkur, Framsóknar- flokkur, Alþýðuflokkur, Al- þýðubandalag og Samtök um kvennalista. Frjálsyndir og Heimastjórnarsamtökin náðu ekki að koma mönnum á þing. Á Norðurlandi vestra voru það Sjálfstæðisflokkurinn og Alþýðubandalagið sem bættu við sig inestu fylgi. Sjálfstæðis- flokkurinn bætti við sig einum manni og fékk tvo menn kjörna. Alþýðubandalagið hélt sínum manni. Framsóknar- flokkurinn tapaði hins vegar fylgi í þessu kjördæmi en hlaut þó flest atkvæði og hélt sínum tveimur mönnum. Þá tapaði Alþýðuflokkurinn sínum eina þingmanni í kjördæminu. Þing- menn kjördæmissins eru: Pálrni Jónsson og Vilhjálmur Egils- son, Sjálfstæðisflokki, Páll Pét- ursson og Stefán Guðmunds- son, Framsóknarflokki og Ragnar Arnalds, Alþýðubanda- lagi. Á Norðurlandi eystra bættu Framsóknarflokkurinn og Sjálf- stæðisflokkurinn báðir við sig ntanni. Framsóknarflokkurinn bætti við sig 9,5% fylgi og hlaut þrjá menn kjörna. Sjálfstæðis- flokkurinn fékk tvo menn kjörna, Alþýðflokkurinn cinn og Alþýðubandalagiö sömuleið- is einn. Saintök um kvennalista missti þingmann sinn í kjör- dæminu, en þær hlutu 1,6% niinna fylgi nú en í kosningun- um 1987. Þingmenn kjördæmis- ins eru: Guðmundur Bjarna- son, Valgerður Sverrisdóttir og Jóhannes Geir Sigurgeirsson, Framsóknarflokki, Halldór Blöndal og Tómas Ingi Olrich, Sjálfstæðisflokki, Sigbjörn Gunnarsson Alþýðuflokki og Stcingrímur J. Sigfússon, Alþýðubandalagi. Eftir skammar stjörnarmynd- unarviðræður, mcð frægum Viðeyjarfundum, var loks mynduð ný ríkisstjórn Sjálf- stæðisflokks og Alþýðuflokks sem tók við völdum 30. apríl, aðeins rúrnri viku eftir kosning- ar. Forsætisráöherra í þeirri stjórn er Davíð Oddsson, cn eini norðlenski ráðherrann er Halldór Blöndal sem gegnir embætti landbúnaðar- og sam- gönguráðherra. VG Vélsleðamennirnir þrír sem týndust í Ingi Sveinsson og Marinó Ólafsson. um heldur reyna að líta á aðra þætti. Þá er Sjallanum á Akur- eyri lokað því fyrirtækið Álfa- bakki 8. í Reykjavík hefur verið lýst gjaldþrota. Daginn eftir er skýrt frá því að stefnt sé að sölu hússins sem fyrst og að ekki sé inni í myndinni að þrotabúið leigi né reki staðinn. 16. Mikil leit var gerð að þremur vélsleðamönnum á há- lendinu inn af Garðsárdal í Eyja- firði, en þeir höfðu orðið viðskila við félaga sína á heimleið af landsmóti vélsleðamanna í Kerl- ingafjöllum. Kapparnir fundust heilir á húfi eftir að hafa látið fyrirberast í blindbyl í hálfan sól- arhring. Þá segja kraftlyftinga- menn, Pétri Péturssyni lækni á Akureyri stríð á hendur en um- mæli hans um neyslu kraftlyftinga- manna á lyfjum vöktu mikla gremju meðal þeirra. Þrír knáir piltar í MA sigruðu glæsilega í spurningakeppni framhaldsskól- anna, en þeir slógu Flensborgar- skóla út í úrslitakeppni. 17. Fiskmar í Ólafsfirði er gjaldþrota og féll milljóna króna skuld við Iðnlánasjóð á bæjar- sjóð Ólafsfjarðar. 18. Eindæma veðurblíða eftir áramót gerir að verkum, að gíf- urlega háar upphæðir sparast vegna lítils snjómoksturs í Norðurlandskjördæmi eystra. Daginn eftir er sögð svipuð saga frá Norðurlandi vestra. Þá er að rísa sóttvarnarhús fyrir hunda og Garðsárdal. F.v.: Sveinn Jónsson, Jón ketti í Hrísey og er áætlað að ljúka byggingaframkvæmdum að vori. 20. Alþingiskosningar fara fram þennan dag og eru kjósend- ur á Norðurlandi samtals 25.700. 23. Ríkisstjórnarflokkarnir héldu meirihluta sínum í alþing- iskosningunum, þótt mikil breyt- ing hafi orðið á fylgi flokkanna. Nánar er skýrt frá úrslitum kosn- inganna í sérstakri samantekt. 24. Fjallað er um afleiðingar gjaldþrots Fiskmars í Ólafsfirði og sagt frá umræðum á bæjar- stjórnarfundi þar sem Björn Val- ur Gíslason, bæjarfulltrúi 1. Ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og Alþýðuflokks er tekin við völdum rneð Davíð Oddsson sem forsætisráðherra. Einn norð- lenskur ráðherra er í ríkisstjórn- inni, en það er Halldór Blöndal sem gegnir embætti landbúnaðar- og samgönguráðherra. 3. Á aðalfundi Félags ey- firskra nautgripabænda segir Oddur Gunnarsson formaður, að bæta verði alla skerðingu í mjólk- urframleiðslunni eins og í sauð- fjárrækt. 4. Hjá SR á Siglufirði gat fyrirtækið naumlega greitt laun um mánaðamótin og er fyrirhug- að að 35 manns nrissi vinnuna hjá fyrirtækinu vegna rekstrarerfið- leika. Þá íhugar Akureyrarbær að kaupa fasteignir KEA í Gróf- argili með fyrirhugað „Listagil" í huga. Ný ríkisstjórn íslands sem tók við völdum 30. anríl.

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.