Dagur - 28.12.1991, Blaðsíða 19

Dagur - 28.12.1991, Blaðsíða 19
Laugardagur 28. desember 1991 - DAGUR - 19 i i Maí: ★ í mánuöinum erg fregnir um þrengingar í breska poppbrans- anum áberandi. Meöal annars verður hið fræga vikutónlistar- blað Sounds að leggja upp laup- ana eftir rúmlega tuttugu ára útgáfu. Þá heyrist einnig af rekstrarörðugleikum útgáfufyrir- tækja eins og Rough Trade og RCA. ★ Endanlega er staðfest að stórrokkhátíð að erlendri fyrir- mynd verði haldin í Kaplakrika í Hafnarfirði í júní með þátttöku sjö hljómsveita. Er það ekki ófrægari sveit en Poison, sem á að vera aðalnúmerið, en meðal hinna sveitanna sem fram koma eru ný hljómsveit Bubba og Rún- ars Júlíussonar GCD og norsk- íslenska kraftsveitin Artch með Eirík Hauksson söngvara innanborðs. ★ Nýja platan með Guns ’n’ Roses, sem útgáfu á var frestað í apríl vegna brotthvarfs Adlers trommara og vandræðagangs hjá Axl Rose söngvara auk þess sem ákveðið var að endurhljóð- blanda hana, er nú komin á út- gáfuáætlun 1. júlí. En ekki verður um eina tvöfalda plötu að ræða eins og fyrr var gert ráð fyrir, heldur tvær tvöfaldar sem bera nöfnin Use your lllusion 1 og 2. ★ Ný plata með poppkónginum Michael Jackson er boðið síð- sumars eða með haustinu. Á hún að heita Dangerous og er Slash, gítarleikari Guns ’n’ Roses með- al annarra sem leggja Jackson lið á henni. ★ Merkileg útgáfa mánaðarins: Dans/rokksveitin EMF með frum- burð sinn Schubert DP, New Jack city, tónlist úr samnefndri og umdeildri kvikmynd þar sem rapparinn lce-T leikur m.a., Good mother með James, De la soul is dead með De la soul, Electric barnyard með The Kentucky headhunters, Seal með sinn frumburð, Time, love & tendernes með Michael Bolton, Mighty like a rose með Elvis Costello, Spellbound með Paula Abdul og Beverley Craven með sína fyrstu afurð. ★ Stone Roses losna undan samningi við Silvertone eftir löng réttarhöld og gera samning við Geffen útgáfuna. Júní: ★ Það hörmulega bílslys verður 2. júní að Karl J. Sighvatsson, fyrrum hljómborðsleikari í Flowers, Trúbroti og Þursa- flokknum, lætur lífið. ★ Enn eina ferðina er plötum Guns ’n’ Roses frestað. Nú vegna þriggja nýsaminna laga sem W. Axl Rose krefst að verði höfð með á plötunum. Rokkhá- tíðin í Hafnarfirði heppnast að flestu leyti vel, þrátt fyrir að aðal- hljómsveitin Poison forfallist vegna fingurbrots bassaleikar- ans og að ýmis smávægileg skakkaföll verði. Hins vegar dregur fjarvera Poison dilk á eftir sér og krefjast margir endur- greiðslu vegna hennar. í kjölfarið kvikna svo efasemdir erlendis um að fingurbrot sé ekki það eina sem hljómsveitin eigi við að glíma og að jafnvel gætu dagar hennar senn verið taldir. ★ Átaki íslensks tónlistariðnaðs, Hinu íslenska tónlistarsumri, er hleypt formlega í framkvæmd 17. júní. Þá kemur einmitt út GCD plata Bubba og Rúnars og síðan hver platan af annarri. Meðal útgáfunnar er diskurinn Blue ice, afrakstur blúsmannanna Jimmy Dawkins og Chicago Beau hingað til lands í apríl. ★ Boston rokksveitin Extreame slær rækilega í gegn og kemst á toppinn í Bandaríkjunum eð lagið More than Words. Platan þeirra Pornograffitti kemst líka inn á topp 10. ★ Plötur: N.W.A. með Efil4- zaggin, Skid Row með sína aðra plötu Slave to the grind, Van Hal- en með Unlawful carnal knowledge og Alice Cooper með Hey stupid. Júlí: ★ fslenskar plötur hrúgast á markaðinn m.a. Klikkað með Síðan skein sól, safnplöturnar Bandalög 4 og Úr ýmsum áttum og Ný dönsk með Kirsuber. ★ Ágætis útitónleikar eru haldnir í göngugötunni á Akureyri um miðjan mánuðinn með hljóm- sveitunum Kredit, Exit, Baphó- met, Norðanpiltum og Svörtu köggunum m.a. ★ Allt fer í bál og brand á tón- leikum Guns ’n' Roses í St. Louis eftir að Axl Rose stekkur út í áhorfendaskarann í miðju kafi til að stoppa af Ijósmyndara við verk sitt. Margir meiðast og millj- óna tjón er unnið. Á hinn bóginn virðist nú öruggt að plötur G ’n’ R komi út kringum 18. ágúst. ★ Breska pressan heldur ekki vatni yfir lagi hljómsveitarinnar Manic street preachers, Stay beautiful. Líkja sumir sveitinni við Sex Pistols. ★ Forvitnilegar plötur: Some peoples live með Bette Midler, Into the great wide open með Tom Petty and the Heartbreak- ers, Este Mundo með Gypsy Kings og platan með tónlistinni úr mynd Kevin Costner, Robin Hood. ★ Lag Bryan Adams úr Robin Hood myndinni, (Everything I do) I do it for you, fer á toppinn í Bretlandi 20. júlí. Ágúst: ★ Útgáfa Guns ’n’ Roses platn- anna frestast enn, en nú á ekkert að geta komið í veg fyrir að þær komi út um miðjan september. ★ Metallica sendir frá sér sína nýjustu afurö þann 12. Fær grip- urinn hvarvetna gríðargóðar við- tökur og fer t.a.m. beint á toppinn bæði í Bretlandi og Bandaríkjun- um. ★ Frönsk rokkveisla er boðuð í september með þátttöku Aminu, Les Satellites, Babylon fighters o.fl. ★ Stórtónleikar boðaðir meö Skid Row í Laugardalshöll 6. og 7. september. ★ Donningtonrokkhátíðin 1991, með þátttöku Black Crowes, Queensryche, Mötley Crue, Met- allica og AC/DC, reynist vera sú best heppnaða frá upphafi. ★ Góðar plötur: Tin Machine 2 með samnefndri sveit, Roll the bones með Rush, Stranger in the town með Richie Sambora, Every good boy deserves Fudge með Mudhoney og All for one með Screaming jets. September: ★ Vel heppnaðir tónleikar með Point Blank, Sálinni hans Jóns míns og Todmobile haldnir í 1929 á Akureyri þann þriðja. Friðrik og félagar í Point Blank stela þar senunni að mestu. ★ Fjórir piltungar kveða sér hljóðs undir nafninu Limbo og senda frá sér ágæta plötu sem kallast Fyrstu sporin (Traðkað í margtroðinni slóð). ★ David Bowie er ákærður af einum aðdáenda sínum vegna heyrnartaps sem hann telur að hafi orðið hjá honum á tónleikum Bowies á síðasta ári. Krefst „að- dáandinn" 250 milljóna íslenskra kr. í skaðabætur. ★ Skid Row gera stormandi lukku á tvennum tónleikum í Laugardalshöll 6. og 7. Segjast þeir sem sáu vart hafa upplifað annað eins og þessa tónleika. * Hins vegar er Skid Row sett í bann til tónleikahalds á Bretlandi vegna „ósiðlegrar framkomu" að mati yfirvalda þar á tónleikum sem hljómsveitin hélt með Guns ’n’ Roses á Wembley, viku fyrir tónleikana á íslandi. ★ Af mörgum athyglisverðum plötum mánaðarins má nefna: Use your illusion 1 og 2 með Guns ’n' Roses, Ceremony með The Cult, Blood, sugar, sex, majik með Red hotchilli peppers, Nevermind með Nirvana, Shad- ow king með samnefndri hljóm- sveit (með fyrrum söngvara For- eigner Lou Gramm í fararbroddi), Trompe le monde með Pixies, Catfish rising með Jethro Tull, Hymn to the silence með Van Morrison, Blow up með The Smithereens, Don’t try this at home með Billy Bragg, Guarant- ed með Level 42, No place like home með Big Country, Mr. Lucky með John Lee Hooker, Waking up the neighbours með Bryan Adams, On every street með Dire Straits og Live með Happy Mondays. ★ GCD heldur loks tónleika á Akureyri þann 27. ásamt Stjórn- inni, eftir langa mæðu. Biðin reynist því miður ekki vera þess virði. ★ Shane MacGowan söngvara The Pogues er sparkað úr hljóm- sveitinni vegna langvarandi vandræðagangs. Október: ★ íslensk útgáfa hefst af fullum krafti. Meðal titla í mánuðinum eru: Egill Ólafsson með Tifa, tifa, Yfir hæðina með Rúnari Þór, Jörð með Geira Sæm, Eldfuglinn með Karli Örvars o.fl. ★ Þrælgóðir dauðarokkstónleik- ar haldnir í 1929 á Akureyri þann 10. Um það bil 200 manns mættir til að sjá Baphómet, Exit og Skurk „fremja dauðaseiðinn” og skemmta sér dável. ★ Rob Tyner fyrrum söngvari MC5 bætist í hóp hinna mörgu poppstjarna sem létust á árinu 1991. Hjartaslag varð honum að fjörtjóni. ★ Fyrsta afurð U2 í þrjú ár lítur dagsins Ijós þann 21. Það er smáskífulagið The fly. ★ Þótt Guns ’n’ Roses hafi loks- ins komið frá sér nýju plötunum sínum tveimur í september, þá er ekki þar með sagt að öll vand- ræði séu úti. Líklegt er nefnilega að gítarleikarinn Izzy Stradlin segi skilið við sveitina a.m.k. þar til tveggja ára tónleikaheimsreisu lýkur. Eru tveir taldir líklegir sem eftirmenn Stradlins; Dave Navaro úr Jane’s Addiction og Mick Cocks fyrrum gítarleikari í áströlsku sveitinni Rose Tattoo. ★ Tvær breskar rokksveitir, frægar frá fornu fari, hafa verið endurreistar, UFO og Diamond Head. ★ Betri plötur mánaðarins: Neil Young og Crazy Horse með tón- leikaplötuna Weld, Fish með Eternal exile, Ramones með Loco live, Prince með Diamonds and pearls, Erasure með Chorus, Europe með Prisoners in paradise og D.A.D. með Riskin’ it all. Nóvember: ★ Fín finnsk sending í formi hljómsveitarinnar 22 pistepirkko kemur til Akureyrar. Góður rómur er gerður að leik hennar. * Meðal annars í íslenskri útgáfu mánaðarins: Sálin hans Jóns míns, Eyjólfur Kristjánsson, Sléttuúlfar, Savannatríóið og Todmobile. ★ Freddy Mercury deyr af völd- um alnæmis þann 24., aðeins degi eftir að hann hefur tilkynnt að hann sé sýktur. * Eric Carr trommuleikari Kiss deyr einnig þennan sama dag úr krabbameini. ★ Merkar plötur mánaðarins: Achtung baby með U2, Danger- ous með Michael Jackson, Death certificate með lce cube og Live baby live með INXS. Desember: ★ Enn hræringar í herbúðum Guns ’n’ Roses. Sögur uppi um að Matt Sorum trommuleikari sé að hætta og að allt sé á huldu með eftirmann hans. ★ Öll met eru slegin í plötusölu fyrir jólin. Nemur salan tugum þúsunda platna (eða öllu heldur geisladiska) og heildartölur fyrir allt árið í íslenskri útgáfu hljóma upp á nær 200 þúsund seld ein- tök. ★ Aflýsa verður tónleikum Bry- an Adams í Laugardalshöll þann 17. vegna bilunar í rafkerfi hallar- innar. ★ Sögusagnir ganga fjöllunum hærra í Bandaríkjunum um að Madonna sé nýjasta tilfellið í hópi fræga fólksins sem sýkst hafi af alnæmi. Því neitar stjarn- an harðlega.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.