Dagur - 28.12.1991, Side 20

Dagur - 28.12.1991, Side 20
Elín Björg hlýðir á söng í afmælisveislunni. Að baki hennar stcndur kjördóttir hennar, Sigurlína. Mynd: -PH ÓlafsQörður: AldarafmæK elsta borgarans - Elín Björg Guðbjartsdóttir varð 100 ára á aðfangadag Elsti borgari Ólafsfjardar, Elín Björg Guöbjartsdóttir, varð 100 ára á aðfangadag og af því tilefni buðu bæjar- stjórn og ættingjar Elínar til samsætis að dvalarheimilinu Hornbrekku þar sem hún býr. Var veislan haldin annan jóladag og sótti hana fjöl- menni. Elín Björg fæddist á Skeri á Látraströnd 24. desember 1891 og ólst þar upp frain að tvítugs- aldri. Þá flutti hún til Akureyrar en árið 1933 settist hún að í Ólafsfirði þar sem hún hefur búið síðan. Maður hennar var Sigurður Jóhannesson sem gerði við skó Ólafsfirðinga um hálfrar aldar skeið en hann lést fyrir 11 árum. í afmælisveislunni fluttu þeir ávörp Óskar Þór Sigurbjörns- son forseti bæjarstjórnar og Guðbjörn Arngrímsson sem talaði fyrir hönd ættingja Elín- ar. Þá söng Stefán Víglundur Ólafsson fyrir afmælisbarnið. Elín er við sæmilega heilsu þótt sjón og heyrn sé nokkuð farin að gefa sig. Fjöldi ættingja og vina heimsótti hana í afmælið og sumir langt að komnir. -ÞH Rjóma- og mjólkurþurrð í Grímsey um hátíðina: Vantaði iMega ijómaim í súkkulaðið á aðfangadagskvöld - segir Kristín Óladóttir, útibússtjóri HlíðarQall: Snjóriiináfónim - ekki hægt að opna skíðasvæðið Fyrirhugað hafði verið að opna skíðasvæðið í Hlíðarfjalli fyrir almenning í gær en ekkert varð af því vegna þess að snjórinn var á hröðum flótta. Akureyr- ingar gátu því ekki prófað nýju skíðin sem þeir fengu í jólagjöf og varla útlit fyrir skíðafæri um helgina. A símsvaranum að Skíðastöð- um voru þau skilaboð í gærmorg- un að ekkert skíðafæri væri í Hlíðarfjalli, enda 10 stiga hiti og hægviðri og allur snjór á förum úr Hólabraut og Hjallabraut. Hins vegar átti að reyna að hafa skíðaæfingar fyrir 13 ára og eldri við Strompiyftuna. Dagur náði sambandi við ívar Sigmundsson, forstöðumann Skíðastaða, og sagði hann að áætlunin um að hafa lyftur í gangi yfir helgina væri fyrir bí því hlýindin aðfaranótt föstudags hefðu sett verulegt mark á skíða- færið. „Ef frystir þá er sæmilega gott færi uppi við Strýtu og getur keppnisliðið notfært sér það, en það er ekkert skíðafæri í neðri hlutanum. Þetta var á mörkunum síðdegis á fimmtudag en við ætl- uðum að láta okkur hafa það að opna svæðið, en það verður ekk- ert úr því nema snjói meira," sagði ívar. SS Jólaverslun á Norðurlandi vestra: Heldur niinni en í fyrra „Ég held að hvað matvöru snertir hafi salan verið svipuð og undanfarin ár. Bækur og aðrar gjafavörur virtust seljast minna og ég hef það á tilfinn- ingunni að þó nokkuð af fólki hafi fari suður til Reykjavíkur til að kaupa jólagjafirnar,“ segir Ingunn Gísladóttir, versl- unarstjóri Kaupfélags Hún- vetninga á Blönduósi. Að sögn kaupmanna á Blöndu- ósi og Sauðárkróki virtist verslun vera heldur minni fyrir þessi jól, en jólin í fyrra. Brynjar Pálsson, bóksali á Sauðárkróki telur þó að viðskiptin hjá sér hafi ekkert minnkað, heldur séu það aðrir vöruflokkar sem fólk fer um langar leiðir til að kaupa. „Ég held að fólk hafi fari bæði suður og norður til að versla fyrir jólin, en tel að það hafi þó ekki gerst hvað bóksöluna snertir. Sú sala er árviss, en hún hófst samt um viku seinna í ár en undanfar- ið, vegna þess hversu útgefendur voru seinir með bækurnar," segir Brynjar. Jón E. Friðriksson, rekstrar- stjóri hjá Kaupfélagi Skagfirð- inga, segir söluna hjá þeim alla- vegana ekki vera meiri en í fyrra. Hann segir að salan hafi farið seinna af stað en vanalega, en síðan tekið við sér síðustu dag- ana. Að sögn Jóns virðist vera dálítið um að fólk fari annað til að versla og m.a. nefndi hann kaupleiðangra til annarra landa. SBG „Þetta bjargaðist allt saman en ég gæti trúað því að rjómann hafi illilega vantað út í súkku- laðið á aðfangadagskvöld. Ríkisstjórnin ætlar að leggja sérstakt 25% álag á vörugjöld til að auka tekjur hafnabóta- sjóðs og hefur þessi skattur mælst illa fyrir hjá hafnar- stjórnum víðs vegar um land. Hafnarstjórn Akureyrar mót- mælti þessum áformum ríkis- stjórnarinnar harðlega á fundi sl. föstudag. í bókun sem samþykkt var á fur.dinum segir eftirfarandi: „Hafnarstjórn Akureyrar mót- mælir harðlega þeim áformum ríkisstjórnarinnar að leggja sér- Fólk bar sig samt vel,“ sagði Kristín Óladóttir, útibússtjóri Kaupfélags Eyfirðinga í Grímsey, en í eynni var rjóma- stakt gjald á vörugjöld, sem er einn af aðaltekjustofnum hafnar- sjóða. Þessi skattlagning skaðar sam- keppnisstöðu sjóflutninga við aðrar flutningaleiðir og gerir við- skiptavinum erfiðara fyrir að greina á milli gjaldtöku hafna annars vegar og skattlagningar ríkissjóðs hins vegar.“ Bent hefur verið á að ef af þessari skattlagningu verður muni hún koma harðast niður á landsbyggðinni og framleiðslu- fyrirtækjum þar sem flytja vörur sínar sjóleiðis. SS og mjólkurlaust um hátíðárn- ar. Ferskt grænmeti vantaði líka með jólasteikinni og því urðu eyjarskeggjar að notast við niðursoðið grænmeti. Vegna veðurs var ferð Sæfara á Þorláksmessu felld niður en með þeirri ferð átti síðasti jólavarn- ingurinn að fara út í ey, þar með rjómi og mjólk. Kristín segir að veður hafi verið slæmt fyrripart- inn á Þorláksmessu en seinni hluta dags hafi veður gengið nið- ur og þá verið fært fyrir skipið. „Við hringdum í þá síðast klukkan hálf fjögur á Þorláks- messu þegar hér var komið nán- ast logn en þá vildu þeir ekki koma. Þessi uppákoma hefði því ekki þurft að verða,“ sagði Kristín. Flugfélag Norðurlands var í startholunum með flug til Gríms- eyjar fram eftir aðfangadegi en ekki viðraði til flugs. Vörurnar komust því ekki til Grímseyjar fyrr en í fyrradag, annan dag jóla. Kristín segir að kaupfélagið hafi verið opnað í klukkutíma þann dag og mikil sala verið í rjóma og mjólk. JÓH Norðurland: Bóksalar ánægðir með ,jólavertíðina“ Bóksalar á Norðurlandi, sem Dagur ræddi við í gær, voru ánægðir með söluna fyrir jólin og í sumum tilfellum var hún betri en í fyrra. Þannig sagði Ingvar Þórarinsson, bóksali á Húsavík, að þar hefðu aldrei selst fleiri bækur fyrir jólin en nú. Mönnum ber saman um að Lífróður Árna Tryggvasonar, leikara, sé metsölubókin í ár á Norðurlandi, og ef marka má fréttir úr öðrum landshlutum hef- ur hún selst mest allra bóka í landinu fyrir jólin. Á hæla Árna kemur .skáldsaga Ólafs Jóhanns Ólafssonar, Fyrirgefning synd- anna, unglingabók Þorgríms Þráinssonar, Mitt er þitt og bók Gylfa Gröndal um ævi Kristjáns Eldjárn. Þá er ógetið bókar Jóns Hjaltasonar, sagnfræðings, um Hernámsárin á Akureyri og Eyja- firði. Sala á henni var að vísu að stærstum hluta bundin við Eyja- fjarðarsvæðið. óþh Norðurland vestra: Innbrot og ölvunumjól - líflegt hjá lögreglu Jólahald á þéttbýlisstöðum Norðurlands vestra hefur að mestu verið með hefðbundnu sniði að sögn lögreglu. Óvenju- mörg innbrot hafa samt verið framin um hátíðina og töluvert borið á ölvun. Aðfaranótt Þorláksmessu var brotist inn á Skagaströnd og aðfaranótt gærdagsins var brotist inn í sundlaugarhús staðarins. í hvorugu tilfelli var um miklar skemmdir að ræða. Brotist var inn f söluskálann á Hvammstanga aðfaranótt aðfanga- dags, en þjófarnir gómaðir á staðnum þar sem til þeirra sást. Aðfaranótt annars í jólum var síðan brotist inn á knattborðs- stofu á Sauðárkróki og m.a. stol- ið úr spilakössum. Dansleikir voru haldnir bæði á Blönduósi og Sauðárkróki að kvöldi annars í jólum og á Sauð- árkróki urðu töluverð ólæti í sambandi við það. Tveir voru teknir vegna meintrar ölvunar við akstur og einn gisti fanga- geymslur. „Ætli megi ekki segja að það hafi verið heldur líflegra hjá okk- ur þessi jól, en undanfarin ár. Til að mynda hefur borið meira á ölvun en áður,“ segir Björn Mikaelsson, yfirlögregluþjónn á Sauðárkróki. Kristján Þorbjörnsson, yfirlög- regluþjónn á Blönduósi, segir jólin þar um slóðir hafa gengið fyrir sig líkt og undanfarið að undanskildum áðurnefndum inn- brotum. „Það er nú oft svo, að þegar krakkarnir koma heim úr skólunum í jólafrí að eitthvað meira gerist en venjulega. Þó virðist vera meiri galsi í mann- skapnum núna en áður,“ segir Kristján. SBG Hafnarstjórn Akureyrar: Sérstökum skatti á vörugjöld mótmælt - skaðar samkeppnisstöðu sjóflutninga

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.