Dagur - 04.01.1992, Síða 2
2 - DAGUR - Laugardagur 4. janúar 1992
Fréttir
Ragnheiður íþróttamaður ársins 1991
- í kjöri Samtaka íþróttafréttamanna
Ragnheiður Runólfsdóttir,
sundkona frá Akranesi, var
kjörinn íþróttamaður ársins
1991 af Samtökum íþrótta-
fréttamanna. Kjörinu var lýst á
Hótel Loftleiðum á fimmtu-
dagskvöldið. Þetta er í fyrsta
sinn í 28 ár sem kona verður
fyrir valinu en íþróttamaður
ársins var nú valinn í 36. sinn.
Ragnheiður átti afar gott
keppnistímabil á árinu 1991. Hún
varð fimmfaldur íslandsmeistari
utanhúss í sumar, keppti á fjöl-
mörgum alþjóðlegum mótum og
komst í úrslit á þeim öllum. Par
ber hæst árangur hennar á
Evrópumeistaramótinu í Aþenu
Sjómannadeild Verkalýðsfélags
Húsavíkur:
Aðalfimdur átelur viimubrögð
talsmanna sjómanna á Alþingi
Heimild til verkfallsboðunar
var ítrekuð með samþykkt á
aðalfundi Sjómannadeildar
Verkalýðsfélags Húsavíkur
sem haldinn var sl. laugardag.
Jakob Hjaltalín var endurkjör-
inn formaður deildarinnar en
aðrir í stjórn eru Guðmundur
Guðmundsson og Jósteinn
Hreiðarsson.
Samþykktar voru nýjar starfs-
reglur fyrir deildina á fundinum
og samkvæmt þeim hefur Sjó-
mannadeildin alfarið rétt til að
ákvarða sjálf um sín kjaramál,
kjarasamninga og vinnustöðvan-
ir, en um þær þarf þó að fara
fram allsherjaratkvæðagreiðsla í
deildinni.
Mikið var rætt um kjaramálin á
fundinum og þá kröfugerð sem
Sjómannasambandið hefur lagt
fram. Einnig var rætt um sjó-
mannaafsláttinn en deildin mót-
mælti skerðingu hans í ályktun á
fundi skömmu fyrir jólin.
Svohljóðandi bókun var sam-
þykkt á fundinum: „Fundurinn
harmar þau óvönduðu vinnu-
brögð sem „sjálfskipaðir" tals-
menn sjómannastéttarinnar á
Alþingi hafa viðhaft í sambandi
við fyrirhugaða breytingu á sjó-
mannaafslætti. Átelur fundurinn
þessi vinnubrögð og ítrekar að
það eru samtök sjómanna sem
hafa samningsumboðið fyrir
sjómannastéttina.“
Um 15 manns sátu fundinn af
um 90 félögum í deildinni.
Samþykkt var að deildin legði
fram 100 þúsund krónur í þyrlu-
kaupasjóð og jafnframt var skor-
að á útgerðarmenn á staðnum að
leggja fram jafnháa upphæð á
móti, sem skiptist á milli þeirra
eftir fjölda áhafnarnteðlima hjá
hverri útgerð fyrir sig.
Ákveðið var að óska eftir við-
ræðum við útgerð og fiskvinnslu
um nýtt fiskverð, strax eftir ára-
mótin. IM
Þingexjarsýsla:
Sjö gjaldþrotsúrskurðir 1991
Sýslumannsembættinu á Húsa-
vík bárust 25 beiðnir um
gjaldþrot, greiðslustöðvanir og
nauðasamninga árið 1991. Þar
af voru 20 beiðnir um gjald-
þrot, voru 7 úrskurðir um
gjaldþrot kveðnir upp, en önn-
ur mál voru ýmist afturkölluð
eða að þeim er ekki lokið.
Stærstu málin á árinu eru
gjaldþrot Fjöreggs og nauða-
samningar Kaupfélags Lang-
nesinga.
Tala gjaldþrotamála er nú
svipuð milli ára og sagðist Hall-
dór Kristinsson, sýsluntaður vona
að alda gjaldrotamála væri geng-
in yfir. Gjalþrotamál voru sárafá
hjá embættinu þar til 1989, er
þau tóku heljarstökk og 14
úrskurðir urðu um gjaldþrot eftir
32 beiðnir um gjaldþrot, greiðslu-
stöðvanir og nauðasamninga.
Árið 1990 bárust 18 beiðnir og þá
voru kveðnir upp 8 úrskurðir um
gjaldþrot.
Árið 1991 urðu aðfaragerðir
hjá embættinu 372 en voru 360
árið 1990.
Uppboðsbeiðnir á fasteignum
voru 345 árið 1991, þar af voru 75
þingfestar og 8 sölur fóru fram.
Árið áður voru 96 beiðnir þing-
festar og 11 sölur fóru fram.
Á árinu 1991 bárust 519 kærur
til embættisins, er þar bæði um að
ræða sakadómsmál og lögreglu-
mál. IM
KÞ á Kópaskeri:
Verslunarrekstri hætt
Kaupfélag Þingeyinga hefur
lagt niður rekstur verslunar á
Kópaskeri en félagið mun áfram
starfrækja verslun í Ásbyrgi.
Þar með er ekki sagt að íbúar
Kópaskers þurfi að svelta heilu
hungri eða sækja nauðsynjar
langan veg því matvæli og
helstu nauðsynjavörur fást í
söluskála í kauptúninu.
Ingunn St. Svavarsdóttir, sveit-
arstjóri Öxarfjarðarhrepps, sagði
að nokkrir aðilar hefðu sýnt
áhuga á að taka við rekstri versl-
unarinnar af KÞ á Kópaskeri og
nefndi hún til sögunnar einn
heimamann og tvo utan byggðar-
lagsins.
„Menn komast af við núver-
andi ástand en til lengri tíma litið
þarf að koma hér einhver rekstur
í staðinn. Á meðan geta menn
keypt brýnustu nauðsynjar í sölu-
skálanum en vöruúrval þurfa
menn að sækja annað og þá inn í
Ásbyrgi eða til Húsavíkur og
jafnvel til Akureyrár. Menn fara
stundum alla leið þangað til að
versla,“ sagði Ingunn.
Hún sagði að það ætti að skýr-
ast í næstu viku hvort einhverjir
þeirra aðila sem sýnt hafa áhuga
á verslunarrekstri rnuni hrinda
hugmyndum sínum í
framkvæmd. SS
sl. sumar en þar náði hún 7. sæti
í 200 m bringusundi og skipaði
sér á bekk meðal þeirra 20 bestu
í þessari grein í heiminum. Einnig
var hún í sviðsljósinu á Smá-
þjóðaleikunum á Andorra þar
sem hún hlaut flest verðlaun
allra.
Ragnheiður hafði töluverða
yfirburði í kjörinu en allir félags-
rnenn í Samtökum íþróttafrétta-
manna, 19 að töíu, greiddu
atkvæði. Hún fékk 310 stig af 380
mögulegum. Sigurður Einarsson,
spjótkastari, varð í öðru sæti með
216 stig og Eyjólfur Sverrisson,
knattspyrnumaður, í þriðja sæti
með 149 stig.
Alls fengu 38 íþróttamenn stig
að þessu sinni en röð þeirra 10
efstu varð þessi: stig
1. Ragnheiður Runólfsdóttir, sund 310
2. Sigurður Einarsson, spjótkast 216
3. Eyjólfur Sverrisson, knattsp. 149
4. Sigurbjörn Bárðarson, hestaíþr. 91
5. Bjarni Á. Friðriksson, júdó 74
6. Einar Vilhjálmsson, spjótkast 55
7. Valdimar Grímsson, handknattl. 49
8. Alfreð Gíslason, handknattl. 47
9. Teitur Örlygsson, körfuknattl. 38
10. Sigurður Grétarsson, knattsp. 37
JHB/KK
Ragnheiöur Runólfsdóttir íþróttamaður ársins 1991 með verðlaunagripinn
sem nafnbótinni fylgir. Mynd: rax
Breytingar á rekstri Skipaútgerðar ríkisins:
Þriðjungur starfsfólks missir
vinnu sína hjá fyrirtækinu
ákveðið að leggja strandferðaskipinu Öskju
Halldór Blöndal, samgöngu-
ráðherra, hefur í samráði við
stjórnarnefnd Skipaútgerðar
ríkisins ákveðið að nú um ára-
mót verði einu skipi félagsins
lagt, jafnframt því sem víðtæk-
ar aðgerðir hefjist til sparnaðar
í rekstri fyrirtækisins. Strand-
ferðaskipinu Öskju verður lagt
og þriðjungur af störfum á
skrifstofu og annars staðar í
fyrirtækinu verður lagður nið-
ur nú um áramótin. Dregið
verður úr yfirvinnu sem kostur
er og allur annar rekstrar-
kostnaður skorinn eins og
frekast er unnt.
Samgönguráðherra mun beita
sér fyrir því að starfsmenn Skipa-
útgerðarinnar sem missa vinnu
sína hjá fyrirtækinu, eigi kost á
ráðningu hjá öðrum ríkisfyrir-
tækjum eða stofnunum eftir því
sem kostur er. Jafnframt hefur
verið ákveðið að sett verði á
stofn atvinnumiðlun innan skrif-
stofu Skipaútgerðarinnar, til þess
að útvega starfsmönnum atvinnu
annars staðar.
Þá hefur samgönguráðherra
ákveðið að gengið verði til frek-
ari viðræðna við undirbúnings-
nefnd að stofnun hlutafélags um
rekstur Skipaútgerðarinnar og
verður ieitast við að fá niður-
stöðu í þeim viðræðum innan
tveggja vikna. Á meðan þær við-
ræður standa yfir verða ekki
hafnar formlegar viðræður við
aðra aðila um sölu eigna fyrir-
tækisins nú um samningsbundin
verkefni þess.
Með þessum ákvörðunum eru
hafnar aðgerðir til þess að ná
markmiðum ríkisstjórnarinnar,
annars vegar unt einkavæðingu
ríkisfyrirtækja og hins vegar um
sparnað í rekstri ríkisins. I fjár-
lögum ársins er ekki gert ráð fyrir
framlagi úr ríkissjóði til að reka
Skipaútgerð ríkisins. Halli á
rekstri fyrirtækisins sem greiddur
hefur verið úr ríkissjóði, hefur á
síðastliðnum áratug numið að
jafnaði liðlega 300 milljónum
króna á ári. Við það er miðað að
rekstri Skipaútgerðarinnar sem
ríkisfyrirtækis verði lokið nærri
miðju ári 1992.
Ennfremur hefur samgöngu-
ráðherra ákveðið að í byrjun árs-
ins verði hafnar viðræður við
hagsmunaaðila í því skyni að
tryggja áframhaldandi flutninga-
þjónustu til þeirra hafna sem
ekki yrði þjónað með viðunandi
hætti án sérstakra aðgerða ef
þjónusta Skipaútgerðar ríkisins
leggst af. -KK
Fyrri leikirnir í Akureyrarmótinu
í handbolta um helgina:
Þór og KA mætast í 11
leikjum í 6 flokkum
Fyrri umferðin í Akureyrar-
mótinu í handbolta á milli Þórs
og KA fer fram um helgina. Þá
mætast Iiðin í 11 leikjum í 6
flokkum og verður leikið bæði
í íþróttahúsi Glerárskóla og
íþróttahöllinni.
Þeir yngstu mætast í dag í
íþróttahúsi Glerárskóla. Kl.
13.30 eigast Þór og KA við í 6.
flokki A en strax á eftir í 6. flokki
BogC. Kl. 15.00 eigast við stúlku-
Iið félaganna í 4. flokki og strax á
eftir drengirnir í 5. flokki A og B.
Á morgun sunnudag verður
mótinu fram haldið í Iþróttahöll-
inni. Kl. 13.00 eigast félögin við í
4. flokki A og strax á eftir í 4.
flokki B- Því næst mætast liðin í
3. flokki karla og kl. 15.30 er
komið að old boys liðum félag-
anna. I þeirri viðureign leiða
saman hesta sína leikmenn Þórs
og KA sem komnir eru af léttasta
skeiðinu og má búast við
skemmtilegum leik.
Aðalleikur mótsins, viðureign
Þórs og KA í meistaraflokki
karla fer síðan fram í íþróttahöll-
inni annað kvöld og hefst kl.
20.00. Þar verður örugglega um
hörkuviðureign að ræða. -KK
íþróttafélagið Þór:
Þrettándagleði
félagsins
á mánudag
Hin árlega þrettándagleði
íþróttafélagsins Þórs, verður
haldin á malarvelli félagsins
við Hamar mánudaginn 6.
janúar. Dagskráin hefst kl.
20.00 með því að kveikt verður
í myndarlegum bálkesti.
Auk þess sem boðið verður
upp á skemmtiatriði, mæta álfa-
kóngur og álfadrottning á svæðið
að venju í fylgd trölla, púka, jóla-
sveina og fleiri gesta. Jóhann
Már Jóhannsson syngur nokkur
lög en dagskránni lýkur með helj-
armikilli flugeldasýningu. -KK