Dagur - 04.01.1992, Síða 7

Dagur - 04.01.1992, Síða 7
Laugardagur 4. janúar 1992 - DAGUR - 7 í DAGS-LJÓSINU Samdráttur hjá flokkahappdrættunum heldur áfram: Happdrættisþjóðin missir þoiinmæðina - íslendingar verja 4-5 milljörðum króna í kaup á happdrættismiðum, getraunaseðlum og í spilakassana - Eldra fólkið heldur tryggð við flokkahappdrættin en það yngra vill fá vinninginn strax Það leikur lítill vafi á því að Islendingar eru happdrættis- þjóð. En við liöfuin verið að breytast og þróast á því sviði sem öðrum. Helsta breytingin er sú að við höfum ekki lengur þolinmæði til þess að bíða fram að næsta drætti í happ- drættinu, við viljum fá úrslitin strax. Þeir sem líða fyrir þessa þróun eru fyrst og fremst stjórnendur stóru flokkahapp- drættanna þriggja, Háskólans, SÍBS og DAS. Það er samdóma vitnisburður framkvæmdastjóra happdrætt- anna þriggja að salan hjá þeim hafi dregist saman að undan- förnu. Nú stendur yfir helsti sölutíminn hjá Happdrætti Háskólans og SÍBS og jrví ekki séð hvort nýjustu sprotarnir á meiði óþolinmæðinnar. Happó og sænsku fótboltagetraunirnar, hafi veruleg áhrif á sölu miða. En það er þó enginn umtalsverður barlómur í gangi. Flokkahappdrættin á undanhaldi Ólafur Jóhannesson fram- kvæmdastjóri Happdrættis SÍBS segir að þar á bæ hafi menn fund- ið fyrir samdrætti, hann hafi ver- ið á bilinu 2-3% um síðustu ára- mót. „Við seljum núna um 55% af þeim 75.000 númerum sem við erum með en þetta hlutfall var allmikllu hærra fyrir nokkrum árum. Við vonumst til þess að halda þessu hlutfalli, að það lækki ekki meira. Þessi skafmiða- happdrætti eru tískufyrirbæri og ég hef þá trú að fólk snúi sér aftur til okkar því mestu vinnings- möguleikarnir eru óneitanlega hjá flokkahappdrættunum," sagði Ólafur. Ragnar Ingimarsson hjá HHÍ tók í sama streng hvað varðar samdráttinn. „Þetta er alþjóðlegt fyrirbæri, þessi klassísku flokka- happdrætti hafa í flestum löndum látið í minni pokann fyrir lottó- inu. í Frakklandi hafa þau orðið að játa sig sigruð og hætt. Þetta er tíðarandinn," sagði Ragnar. Hjá HHÍ eru 60.000 númer en hvert númer skiptist í fjóra ein- falda miða og einn trompmiða sent gefur fimmfaldan vinning og kostar einnig fimm sinnum meira í endurnýjun. Af þessum fjölda segir Ragnar að happdrættið selji innan við helming. Happdrætti DAS hefur annað tímatal en hin happdrættin tvö því þeirra happdrættisár hefst á vorin. Sigurður Ágúst Sigurðsson framkvæmdastjóri Happdrættis DAS viðurkenndi að salan hefði dalað á undanförnum árum. „Við brugðumst við með því að hækka vinningana og fjölga þeim og það hefur gefist vel. Við höfum hald- ið markaðshlutdeild okkar. Að vísu vitum við ekki hvaða áhrif Happó og sænsku getraunirnar munu hafa, það kemur ekki í ljós fyrr en í vor.“ 80.000 númer eru í Happdrætti DAS en Sigurður vildi ekki greina frá því hversu mikill hluti miðanna seldist. „Græðum ekki á óseldum miðum“ Allir bentu þeir á að í raun væri þessi þróun í andstöðu við skynsamleg rök því ef gróðavon- in væri aðalatriðið hjá þeim sem kaupa happdrættismiða væru vinningslíkurnar langmestar hjá flokkahappdrættunum. Hjá SÍBS og DAS fara 60% innkomunnar beint út aftur í greiðslu vinninga en hjá HHÍ er hlutfallið enn hærra eða 70%. í skafmiðáhapp- drættunum og Happói er þctta hlutfall 50%, hjá íslenskum get- raunum 46% og í Lottói 40%. Að sögn Ólafs Jóhannessonar er vinn- ingshlutfallið hjá flokkahapp- drættunum með því allra hæsta í veröldinni. Hjá SÍBS fellur vinn- ingur á þriðja hvern miða og hjá HHI hlýtur fjórði liver miöi vinning. Þegar til lengdar lætur er því mun meiri von urn vinning í þeim en skyndihappdrættunum. Nú fyrir jólin gerðist það hjá HHÍ að af 45 milljón krónum sem voru í fyrsta vinning gengu einungis 5 milljónir út. Trontp- miðinn og þrír af fjórum einföld- um miðum höfðu ekki selst. Uppákomur af þessu tagi hafa óneitanlega spillt fyrir stóru happdrættunum því í Lottói og Happói er einungis dregið úr seldum miðum. Þetta hefur þó sennilega leikið skyndihapp- drætti félágasamtaka cnn verr vegna þess að tölfræðin segir okkur að þegar til lengdar lætur jafnast vinningarnir út og hlut- fallið helst. Ragnar Ingimarsson hjá HHÍ segir að vissulega hafi svona uppá- komur áhrif en ekki mjög mikil. „Ef menn hugsa málið sjá þcir að vinningáhlutfallið er það sem við segjum að það sé. Það er fjar- stæða að halda því fram að við græðum á óseldum miðum. Ef svo væri, hvers vegna værum við þá að reyna að selja þá? Það er jafn fjarstæðukennt að krefjast þess að við drögum einungis úr seldum miðum. Ef viö gæfum okkur að verðmæti útgefinna miða væri 200 milljónir króna en þar af seldist einungis helmingur- inn. Vinningshlutfallið er 70% og heildarupphæð vinninga 140 rnill- jónir. Hvaðan ættum við að taka þessar 40 milljónir? Viö værum fljótir að fara á hausinn," sagði Ragnar. Yiðbrögð við samdrætti Áður fyrr voru flokkahappdrætt- in þrjú allsráðandi á markaðnum en smátt og smátt hefur saxast á hlutdeild þeirra. Fyrst komu spilakassar Rauða krossins og knattspyrnugetraunirnar sem framan af voru ekki miklir bógar en hafa eflst og styrkst verulega á síðustu árum. Svo kom Lottóið og þá sáu stóru happdrættin að citthvað yröi að gera. Happdrætti Háskólans brást við með því að sækja um leyfi til að reka skaf- miðahappdrætti árið 1986 og fékkst það árið eftir. Það reyndist þó skammvinnur gróði því fjöl- margir aðrir fylgdu í kjölfarið, auk þess sem rekstur skafmiða- happdrætta reyndist vera nteira happdrætti en menn höfðu reikn- að með. Hefur því dregið veru- lega úr þeim aftur. En í haust fóru hlutirnir aftur að gerast hratt. Fyrst tilkynntu Islenskar getraunir að þær hefðu tekið upp samstarf við systurfyr- irtæki sitt í Svíjrjóð. Það hefur í för með sér að íslenskir tipparar geta gert sér vonir um rniklu stærri vinninga en áður, reyndar þá stærstu sem völ er á hérlendis. Enda hefur þátttakan í getraun- unum stóraukist og veltan sömu- leiðis. Skömmu síðar hleypti HHÍ svo af stokkunum Happói sem veltir 12-13 milljónum í hvert skipti eða um 300 milljónum á ári ef svo fer sem horfir. Að sögn Ragnars er stofnun Happós varnaraðgerð fyrirtækisins og hugsuð sem upp- bót fyrir samdráttinn í aðalhapp- drættinu (sem enn er þó risinn á markaðnum og veltir hálfum öðr- um milljarði á ári). Ekki fer þó milli mála að kollegar Ragnars hjá hinum happdrættunum eru lítt hrifnir af þessu uppátæki og í samtali við Sigurð Ágúst hjá DAS var á honum að heyra að HHÍ færi fram á ystu mörk vel- sæmis í starfsháttum sínum, eink- um auglýsingum. Fimm milljarðar á ári? Ekki er gott að segja til um hversu miklu fé íslendingar eyða í happdrætti á ári hverju. Senni- lega er það þó á bilinu 4-5 millj- arðar króna. Þar af gætu stóru happdrættin þrjú verið með um helming. Það sést hins vegar vel hversu miklar sveiflur eru á markaðnum að Lottóið sem nú hefur starfað í rúm fimm ár veltir tæplega milljarði á ári og veltan hjá Happóinu (ef hún helst óbreytt) er fimmtungur af veltu móðurfyrirtækisins. Ekki er enn hægt að segja til um hversu mikið getraunirnar taka til sín en þar á Sæ er áætlað að veltan aukist úr 120 milljónum króna á ári í 300 milljónir. Aukningin hjá Happói og getraununum nemur því um 10% af heildarveltunni. Spurningin er þá sú hvort þetta muni reynast hrein viðbót við veltuna í happdrættunum eða hvort þeir sem fyrir eru á mark- aönum þurfi að láta eitthvað eftir af sfnum hlut. Það virðist þó vera staðreynd að fslenskt happdrættislandslag, ef svo má að orði komast, er verulega breytt og væntanlega til frambúðar. Ef marka má ummæli forystumanna ýmissa félagasam- taka sem reka happdrætti í fjár- öflunarskyni eru þau flest í veru- legum erfiðleikum. Má jafnvel á sumum þeirra skilja að best sé að hætta þessu og leita uppi nýjar aðferðir. Ragnar Ingimarsson segir að samdrátturinn muni halda áfram hjá flokkahappdrættunum nema viðhorfsbreyting verði. Á henni eru ekki miklar líkur því sam- kvæmt könnun sem Gallup gerði fyrir happdrættin kemur í ljós að unga fólkið spilar í skyndihapp- drættunum en eldra fólkið í flokkahappdrættunum. Yngra fólkið er óþolinmóðara og vill ekki binda sig heldur vera frjálst að því að vera með í eitt og eitt skipti þar sem það kýs. -ÞH Dags. SVARSEÐILL Beiðni um millifærslu áskriftargjalds □ Er áskrifandi □ Nýr áskrifandi Undirritaður óskar þess að áskriftargjald Dags verði framvegis skuldfært mánaðarlega á greiðslukort mitt. Kortnr.: Gildir út: Nafnnr.: rrm- œtd ÁSKRIFANDI: HEIMILI: PÓSTNR.-STAÐUR: SÍMI: Strandgötu 31 Sími 96-24222 UNDIRSKRIFT.

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.