Dagur - 04.01.1992, Side 10

Dagur - 04.01.1992, Side 10
10 - DAGUR - Laugardagur 4. janúar 1992 G j aldþrotaástandib sem hér hefur ríkt er mannlegur harmleikur - segir sr. Þórhallur Höskuldsson, sóknarprestur á Akureyri Réttur áratugur er nú síðan sr. Pórhallur Höskuldsson var kjörinn sóknarprestur í Akureyrarprestakalli en til Ak- ureyrar kom hann eftir að hafa setið á Möðruvölluni í Hörgárdal í 14 ár. Þórhallur er maður starfsamur og kann því vel að hafa nóg fyrir stafni. Samhliða prests- starfinu á Möðruvöllum hafði hann nokkurn búskap og jafnframt tóku félagsstörfin talsverðan tíma og hefur hann gegnt ýmsum trúnaðarstörfum bæði á vettvangi kirkju og skóla. - Sr. Þórhallur hefur á síðustu misserum fjallað opinberlega um málefni fjölskyldunnar og segir að því fólki fari nú fjölgandi sem gefist upp í glímunni við að ná endum saman. Þetta leiði m.a. af sér að hjónabönd og fjölskyldur splundrist og eftir standi sár sem erfitt verði að græða. En áður en við víkjum tali okkar að þessum málefnum spyrjum við um uppvöxtinn og prestsstörfin í dreifbýlinu. Af Hörgdælingum kominn „Jú. ég er sveitamuður í húð og hár." svarar liann spurningu blaðamanns þegar við höfum komið okkur fyrir í stofunni á heimili hans. „Eg er fæddur Hörgdælingur. Foreldrar mínir. Björg Steindórsdóttir og Höskuldur Magnús- son. bjuggu að Skriðu í Hörgárdai. Þar get ég rakið föðurætt mína í nokkra liði en móðir mín er af nálægum slóðum eða frá Þrastarhóli í Arnarneshreppi. Eg missti föður minn þegar ég var á öðru ári og ólst því upp hjá móður rninni sem hélt búskap áfram í Skriðu næstu árin með fööurbróður mínum, Finni Magnús- syni. og Ijölskyldu hans. Hún giftist aftur nokkru síðar og hjá henni og stjúpföður mín- um. Kristjáni Sævaldssyni. ólst ég upp eftir það hér á Akureyri og allan minn skólaaldur ásamt einni systur. Huldu Kristjánsdóttur." Þórhallur hélt til náms til Reykjavíkur þar sem hann stofnaði heimili með eiginkonu sinni. Þóru Steinunni Gísladóttur, en luin lagði stund á kennaranám og starfar nú sem sérkennari. Þau eiga tjögur börn, Gísla Sigur- jón (stjúpsonur sr. Þórhalls), Björgu, Höskuld Þór og Önnu Kristínu. Þegar Þórhallur hafði lokið guðfræðinámi vígðist hann til Möðruvalla í Hörgárdal þó svo að hugur hans hafi staðið til framhalds- náms. „Ég fékk áskorun frá sóknarnefndunum urn að sækja um Möðruvelli og var undir tölu- verðum þrýstingi að verða við því frá þáver- andi biskupi og ráðherra. Ég féllst á að fara þangað og vera í 2 ár. Þau urðu hins vegar nærl4!" Mööruvellir með betri brauðum landsins Fyrir 10 árum tók sr. Pétur Sigurgeirsson við embætti biskups Islands og var sr. Þórhallur þá kosinn sem sóknarprestur í Akureyrar- prestakalli. „Það varekki þrautalaust að yfirgefa sveit- ina og það ágæta fólk sem þar býr. Raunar var ekkert sem ýtti á okkur að fara frá Möðruvöll- um nema síður væri. En við urðum að hugsa til þess að tækifærin til að færa sig um set í starfi gefast ekki endilega þegar okkur prest- um hentar. m.a. vegna þeirra prestskosninga- laga sem þá giltu. Viss þörf var einnig á að breyta til og fá fjölbreyttari starfsreynslu og við sjáum ekki eftir því nú þótt það hafi verið erfið ákvörðun." Þórhallur leynir því ekki að bóndinn í hon- um sé ríkur og að búskapurinn á Möðruvöll- um hafi gefið honum mikið. „Möðruvellir eru með betri brauðum hér á landi, jörðin er stórkostleg bújörð og fyrir þann sem hefur tilfinningu fyrir búskap er ógjörningur að sitja á slíkum stað öðruvísi en sinna því hugðarefni á einhvern hátt. Ég hafði löngun til að skila staðnum betri til búskapar en ég tók við honum. Ég ólst upp við það að skihi mínu hlutverki og draga ekki af mér við þau verk sem ég tek að mér og slíkt fylgir manni alla ævi. En ég hafði líka mikla hjálp og góðan stuðning við búskapinn. bæði frá tjölskyldufólki mínu og öðrum." Prestsstarfið gefandi starf Sr. Þórhallur segir að talsverður munur sé á því að starfa í þéttbýli og sveit en megin mun- urinn felist sennilega í því að tengslin við sóknarbörnin verði ekki eins náin og persónu- leg í bæjunum. Sérstaklega segist liann finna til þess að lítill tími gefist til að heimsækja fólk í heimahús eins og æskilegt væri. „Ég hefði ekki viljað byrja prestsskap í þéttbýli eins og hér á Akureyri þar sem nóg er að gera í prestsstarfi allan daginn og raunar allan sólarhringinn ef vel á að vera. En ég hef kunnað afskaplega vel við mig hér á Akureyri og átt samstarf við margt gott og dugmikið fólk. Það hefur líka verið ákaflega ánægjulegt og Íærdómsríkt að fá að taka þátt í því mikla uppbyggingarstarfi sem hefur átt sér stað við Akureyrarkirkju og safnaðarheimilið nýja á undanförnum árum og hér vinna margir og hafa unnið framúrskarandi starf fyrir kirkjuna. Við sr. Birgir Snæbjörnsson erum tveir þjón- andi í sama prestakalli og það kallar á dagleg samskipti og að við skipuleggjum störf okkar sameiginlega. Það samstarf hefur gengið mjög vel. Annars er starfið hér mjög fjöl- breytilegt og gefandi og Akureyraiprestakall er að því leyti sérstakt að hér eru staðsettar fjölmennar stofnanir eins og Fjórðungssjúkra- húsið og Dvalarheimilið Hlíð, sem leggja á herðar okkar prestunum ýmis þjónustustörf til viðbótar venjubundnum prestsstörfum við kirkjuna. Þá fengum við líka Miðgarðasókn í Grímsey til viðbótar fyrir tveimur árum." seg- ir sr. Þórhallur. Kirkjusókn ekki einhlítur mælikvarði Hvað varðar tengsl fólks við kirkjuna er oft í almennri umræðu bent á að lítil kirkjusókn sé merki um lítinn áliuga á kirkjunni og trúnni. „Ég kvarta ekki undan dræmri kirkjusókn og reyndar er mjög afstætt að tala um mikla eða litla kirkjusókn, t.d. eftir því hve oft er messað á hverjum stað. Ég tel líka að kirkju- sókn sé hæpinn mælikvarði á hugi fólks í þessum efnum. Staða kirkjunnar í þjóðlífinu er að mínum dómi sterk um þessar mundir og fleiri hafi fastar venjur t.d. í bænahaldi en marga grunar. Hins vegar er ég fylgjandi því að fólk setji sér reglur í sambandi við kirkju- göngu, þó svo að það sæki ekki kirkju hvern sunnudag og ekki síst tel ég það mikilvægt barnanna vegna. Það sýnir sig að það sem fólk elst upp við í þeim efnum skilar sér á fullorð- insárunum. Auðvitað viljum við sjá fleiri í kirkju en sá hópur er líka stór sem tengist öllu því starfi sem nú fer fram á vegum safnaðar- ins. Guðsþjónustan á hins vegar að vera mið- punkturinn og þangað á allt safnaðarstarf að sækja næringu sína. Kjörorð hvers og eins sem starfar á vegum kirkjunnar hlýtur að vera: „Allt megna ég fyrir hjálp hans sem mig styrkan gjörir." Erfibleikar hjá mörgum fjölskyldum En tengsl sóknarprests og sóknarbarna eru ekki einvörðungu í kringum kirkjuathafnir. Sóknarbörnin leita til prestanna með ýmis mál og einmitt í gegnum slík samskipti hefur sr. Þórhallur látið sig varða vandamál fjöl- skyldna á seinni árum, ekki síst mál af fjár- hagslegum toga. Hann segir að fólk hafi í vax- andi mæli leitað til sín á undanförnum árum vegna afkomuerfiðleika og æ fleiri dæmi sjái hann þess að hjónabönd hafi slitnað vegna á- lagsins af kapphlaupinu við hringiðu pening- anna. Heilu Ijölskyldurnar verði fórnarlömb þessa og ævinlega bitni það harðast á börnun- um. „Það hefur komið mér á óvart hve starf mitt hefur breyst á þessum árum. Einkunt á ég við þá erfiðleiká í hjónabands- og fjölskyldu- málum sem hafa tekið æ meira af tíma mín- um. Auðvitað eru ástæðurnar margar fyrir þeirri upplausn sem einkennir okkar tíma en ég fullyrði áð margar fjölskyIdur hafi orðið illa úti af efnalegum þrengingum. Ég vil síst mæla þeim hópi fólks bót sem lifir um et'ni fram, og sannleikurinn er sá að okkur Islend- ingum ætlar að ganga illa að ná áttum eftir að hafa unnið okkur úr sárustu fátækt á nokkrum áratugum. Alltof mörgum gleymist að við kaupum ekki hamingjuna og gleðina fyrir peninga. Ég veit dæmi þess að börn liafa farið á mis við það sem mestu máli skiptir, þ.e. að búa við kærleiksríkt atlæti. Foreldrarnir eru svo önnuin kafnir í hinu veraldlega kapp- hlaupi. Jólagjafirnar sem fólk gefur börnum sínum verða þá í hrópandi mótsögn við eðli jólanna þegar þau fá rándýra hluti í stað þess sem jólin eiga að gefa okkur í umhyggju, kær- leika og hlýju. En mér virðist hins vegar að sá hópur fólks. sem á virkilega erfitt fari hrað- vaxandi og ef svo heldur sem horfir óttast ég að margir komist á vonarvöl eftir skamman tíma, ef ekki verður fljótlega róttæk breyting á ytri aðbúnaði heimilanna." Höröu gildin rába ríkjum Þessi mál eru sr. Þórhalii ofarlega í liuga og bendir hann á að svo virðist sem enn eigi að herða ólarnar á því fólki sem síst megi við því. „Það er sannfæring mín að traust heimili og heilbrigt fjölskylduhf skipti mestu máli fyrir hamingju og velferð einstaklingsins. Því tel ég þurfa að leita allra ráða til að lilúa að og styrkja þessa stofnun. En því miður l'æ ég ekki betur séð en að síðustu aðgerðum stjórnvalda sé enn stefnt gegn heimilunum og óttast að þær muni koma niður á þeim sem sist mega við því. Við erum með fátæktarmörkin alltof lág í okkar annars tekjuháa þjóðfélagi og sem leitt hefur til hreinnar vinnuþrælkunar hjá alltof mörgum. Og stjórnmálamennina virðist skorta dug eða þeir hafa ekki pólitískan kjark til að hamla á móti þeim launamun sem hróp- ar nú á réttlætiskennd allra manna og skapar óþolandi spennu í þjóðfélaginu. Þegar þrengir að í efnahagslífi okkar reynir á stimstöðu og samhjálp. En. ég fæ ekki séð að hækka eigi skattleysismörkin og enn á að viðhalda „l'löt- um" tekjuskatti og fá okkur til að trúa því að „tæknilega" sé illframkvæmanlegt að fjölga skattþrepum. En það er ekki erfitt þegar breyta á skattalögunum að öðru leyti. eins og t.d. varðandi barnabæturnar. og allt hlýtur þetta að bitna harðast á tekjulágum barnafjöl- skyldum. Og hvað með vaxtafárið sem er að sliga jafnt atvinnuvegina sem heimilin í land- inu? Við höfum með verðtryggingu fjárskukl- bindinga komið á því sjálfvirka kerfi sem hef- urgert hina ríku ríkari og fátæku tátækari. Við höfum tryggt fjármagnseigendum á undan- förnum árum að lifa í landinu eins og það liafi verið verðbólgulaust. að því er til peninga- eignar tekur. en á kostnað þeii ra sem hafa orð- ið að taka fjármagnið að láni. Síðan höfum við bætt okurvöxtum við og skattfríðihdum þai að auki á allar fjármagnstekjur. Og enn virðist vera „tæknilega" örðugt að breyta því í skatta- lögunum! Ég veit ekki betur en að við séum ein Norðurlandanna með „flatan" tekjuskatt í stað þess að nota þetta tæki til jöfnunar í þjóð- félaginu og veit ekki til að vísitölubundnar fjárskuldbindingar séu nokkurs staðareins út- færðar og hér. Ég held að þetta séu mun liarð- ari aðgerðir en Tatcher-stjórnin í Bretlandi leyfði sér nokkurn tímann og er þá langt til jafnað." Þörf nýrrar stefnu í fjölskyldumálum Sr. Þórhalli verður tíðrætt um vundu margra fjölskyldna sem búa við bág kjör. Hann minn- ir á boðskap jólanna að sinna þeim setn eru þurfandi. „Við eigum að bera hvers annars byrðar. Það er grundvallaratriði kristins boð- skapar," segir hann. „Auðvitað eru hin efnalegu gæði ekki ein- hlít. Margir reisa sér hurðarás um öxl og oft virðist kröfugerð til lífsgæða ganga úr öllu hót'i fram. Kirkjan hlýturað biðja fólk að sýna gætni og minna á að það eru önnur verðmæti til og miklu meira virði. En hún hlýtur líka á hverjum tíma að gera þær kröfur að fjölskyld- unum sé búin sú ytri umgjörð að þær geti sinnt frumþörfum manna fyrir fæði. klæði og húsa- skjól. Þegar atvinna minnkar eða tekjur drag- ast saman þyrmir að vonum yfir marga. Og þá verður sú grundvallarregla að gilda að við „berum hvers annars byrðar". Frá fornu fari hel'ur það líka verið einn megintilgangur jól- anna að fá okkur til að hugsa lil þeirra sem eru þurfandi. Ég held a.m.k. að þegar svo er

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.