Dagur - 04.01.1992, Side 18
18 - DAGUR - Laugardagur 4. janúar 1992
ÚR GÖMLUM DEGI
Bruni á
Melgerðismelum
Kl. um 6.15 í gærkvöldi kviknaði
í afgreiðslu- og íbúðarskálunum
á Melgerðisflugvelli og munu
þeir hafa brunnið til ösku. Hér er
um að ræða 3 bragga með við-
byggingum er hýsti íbúð hjón-
anna frú Eriku og Höyers
Jóhannessonar afgreiðslumanns,
veitinga- og biðskála og skála
með talstöðinni o.fl. Nánari
fregnir voru ekki fyrir hendi, en
fólk á nærliggjandi bæjum, er
blaðið talaði við í síma, taldi
skálana hafa brunnið mjög skjótt
og er hætt við að litlu sem engu
hafi verið bjargað, og þarna hafi
orðið mikið tjón. (30. janúar
1952)
Kjör negra
Einn liður í ófrægingastríði komm-
únista gegn Bandaríkjunum er
að ýkja mjög erfiðleika svert-
ingja þar í landi og segja þá eiga
við ægilega kúgun að búa. Kjör
svertingja fara stöðugt batnandi
vestra, þó viðurkenna stjórnvöld
landsins og aðrir ábyrgir aðilar,
að langt sé í land að leysa það
mikla vandamál til fulls. Nýlega
flutti kunn svertingjakona, Edith
Sampson, erindi á vegum danska
Kvenfélagasambandsins um þessi
efni. - Hún sagði, að kynþátta-
!li DAGPBjM
Tntim < rT kröfm li>»n-»lul>iona hi‘'flar
vandamálið vestra væri nú nær
því að leysast en nokkru sinni
fyrr. Kjör negra færu hraðbatn-
andi. T.d. um efnahag þeirra
skýrði hún svo frá, að ein milljón
amerískra negra ættu bíl, æ fleiri
negrar eru nú kjörnir til trúnað-
arstarfa fyrir ríki og bæi. (6.
febrúar 1952)
Kjarnorka og kvenhylli
Leikfélag Akureyrar, sem að
undanförnu hefur æft þennan
vinsæla sjónleik eftir Agnar
Þórðarson, ætlar að hafa frum-
sýninguna næstkomandi laugar-
dag. - Leikstjórn annast ungfrú
Ragnhildur Steingrímsdóttir.
Sjónleikur þessi er ósvikinn
gamanleikur og hefur verið sýnd-
Það er framtíð í húfi fyrir (jölmarga. Það eru milljónir króna í húfí fyrir þig. Vertu með.
Peningar
geta skipt sköpum
um framtíð
Peningar geta haft úrslitaáhrif á líf fólks og
hamingju. Engin heilbrigðisþjónusta verður rekin
án fjármagns - ekkert heimili heldur.
Þess vegna er Happdrætti SIBS til. Það hefur staðið
undir uppbyggingu endurhæfingar, vinnuaðstöðu
og aðhlynningar, á Reykjalundi og víðar,
sem skiptir sköpum í lífi tugþúsunda Islendinga.
Milljónamæringur með góðri samvisku
Happdrætti SIBS er jafnhliða þessu skemmtilegur
leikur þar sem þú getur orðið margfaldur
milljónamæringur í næstu andrá,
því að þar vinnur 3. hver miði
að meðaltali á næsta ári.
Fáðu þér miða hjá næsta umboðsmanni.
g
i
I
ur um 70 sinnum í Reykjavík við
ágæta aðsókn. Er tæpast hægt að
efa að efni hans hæfi leikhúsgest-
um hér, hversu svo sem til tekst
með leikendur og leik.
Leikendur eru 14 talsins og
fara Jón Norðfjörð, frú Björg
Baldvinsdóttir, Emil Andersen
og Haraldur Sigurðsson skrif-
stofum. með nokkur helztu aðal-
hlutverkin. Efni þessa lciks verður
ekki rakið, en nafn hans gefur þó
nokkra hugmynd. Þó er fjallað
um fleira en ástir og uranium.
Þjóðfélagsmál, og þó sérstaklega
broddborgarar samtíðarinnar,
eru sýnd í spéspegli.
Leikfélag Akureyrar mun
minnast 40 ára starfs nú í vetur.
Ekki er enn fullráðið hvaða
leikrit verður fyrir valinu sem
hátíðaleikrit í sambandi við
afmælið. (16. janúar 1957)
Hin rauðu norðurljós
Klukkan rúmlega 11 á sunnu-
dagskvöldið gaf að líta fagra og
óvenjulega sjón. Eldrauður,
sterkur bjarmi færðist upp á him-
ingeiminn í suðaustri, líkt og af
eldum miklum. Upp frá þessum
sterka, rauða bjarma gengu ljós-
ar rákir, líkt og eftir þrýstilofts-
flugvélar. Stóð sýn þessi í 7-8
mínútur en dofnaði síðan.
Ekki hefur heyrzt að eldar séu
uppi suðaustur á hálendi
landsins, sem orsakað gætu þetta
fyrirbæri. Samkvæmt upplýsing-
um Veðurstofunnar mun hér
hafa verið um að ræða hin sjald-
gæfu „rauðu norðurljós".
Norðurljós eru mjög vísindalega
rannsökuð á yfirstandandi jarð-
eðlisfræðiári. En þau hafa ein-
mitt verið óvenju mikil og marg-
breytileg að undanförnu. -
Útvarpstruflanir og norðurljósin
eru af sömu orsökum og talin
stafa af hinum miklu sólgosum,
sem mjög eru umtöluð um þessar
mundir. (2. október 1957)
Margir uröu veöurtepptir
í Kinn
Ofeigsstöðum í Kinn 16. des.
Hér ætlaði allt um koll að keyra í
fyrrakvöld í aftaka norðanroki og
snjókomu. Bíll valt út af vegi hjá
I.ækjamóti, var að koma frá
Reykjavík með vörur. Honum til
aðstoðar fór bíll frá Húsavík og
komst hann hingað og fauk þá út
af veginum. Enn ætluðu bílar að
lijálpa en fór það á sömu leið.
Átta menn gistu hér á bæjunum,
veðurtepptir. Margir fleiri lentu í
hrakningum en ekki urðu slys.
Maður einn gekk sama kvöld af
bíl sínum á Fljótsheiði og komst
til bæja við illan leik, en þá var
með öllu vonlaust að aka bíl.
Menn bjóða nú hátt verð í
rjúpur en þær láta ekki sjá sig
þótt 100 krónur sé boðið í
stykkið, og allra sízt eftir gengis-
fellinguna.
Sumir hafa þegar gert laufa-
brauðið og eitthvað huga menn
líka að hangikjöti. En kjötreyk-
ing er hálfgerð listgrein, sem
höfð er í heiðri. Menn eru mis-
góðir í þessari grein, sem öðrum,
en margir góðir. Sumir bæir eru
frægir reykingabæir.
Bið svo að heilsa bæjarbúum
og Eyfirðingum öllum. B.B. (17.
desember 1967) SS tók saman
Venjum unga hestamenn strax á að r N0TA HJÁLM! jf. |É|
•ÍÉÉE
J§Í®
W jpT,
Li .. r.\ . -v.mii«(n(|;j|1| J k'lfyiUN‘i'JJilV
|| UMFERÐAR