Dagur - 07.01.1992, Blaðsíða 4

Dagur - 07.01.1992, Blaðsíða 4
4 - DAGUR - Þriðjudagur 7. janúar 1992 ÚTGEFANDI: DAGSPRENT HF. SKRIFSTOFUR: STRANDGATA 31, PÓSTHÓLF 58, AKUREYRI, SÍMI: 96-24222 ÁSKRIFT KR. 1200 Á MÁNUÐI LAUSASÖLUVERÐ KR. 110 GRUNNVERÐ DÁLKSENTIMNETRA 765 KR. RITSTJÓRI: BRAGI V. BERGMANN (ÁBM.) FRÉTTASTJÓRI: KRISTJÁN KRISTJÁNSSON RITSTJÓRNARFULLTRÚI: EGILL H. BRAGASON BLAÐAMENN: INGIBJÖRG MAGNÚSDÓTTIR (Húsavík vs. 96-41585), JÓHANN ÓLAFUR HALLDÓRSSON, JÓN HAUKUR BRYNJÓLFSSON (íþróttir), ÓLI G. JÓHANNSSON, ÓSKAR ÞÓR HALLDÓRSSON, SKÚLI BJÖRN GUNNARSSON (Sauöárkróki vs. 95-35960), STEFÁN SÆMUNDSSON, ÞÓRÐUR INGIMARSSON LJÓSMYNDARI: KJARTAN ÞORBJÖRNSSON PRÓFARKALESTUR: SVAVAR OTTESEN ÚTLITSHÖNNUN: RÍKARÐUR B. JÓNASSON, ÞRÖSTUR HARALDSSON AUGLÝSINGASTJÓRI: FRÍMANN FRÍMANNSSON DREIFINGARSTJÓRI: HAFDÍS FREYJA RÖGNVALDSDÓTTIR, HEIMASÍMI 25165 FRAMKVÆMDASTJÓRI: HÖRÐUR BLÖNDAL PRENTVINNSLA: DAGSPRENT HF. SÍMFAX: 96-27639 Velferð bama okkar Frú Vigdís Finnbogadóttir, forseti íslands, vék að málefn- um fjölskyldunnar í áramótaávarpi sínu á nýársdag. „Framtíð og hamingja tengjast órjúfanlega von um vel- ferð barna okkar, - hinnar vaxandi kynslóðar. Að því höf- um við áður leitt hugann við áramót. Við megum enga stund gleyma því að hvenær sem við spyrjum hvar við erum á vegi stödd og hvert stefnir, erum við að spyrja um hug barna. í þeim býr framtíðin. Þau eru stolt okkar og við þau bindum við vonir,“ sagði forsetinn. Síðar í ávarpi sínu sagði forseti: „Og enn má spyrja: Gerir þjóðfélagið allt sem það getur fyrir börnin? Þeirri spurningu verður því miður að svara neitandi, og á ég þá ekki einungis við þau börn sem búa við auðmýkingu fátæktar og vanrækslu. Börn eru víða hornreka, líkt og þau ættu ekkert sameiginlegt með fullorðnum." Undir þessi orð forsetans skal tekið. Á hátíðlegum stundum er gjarnan sagt að fjölskyldan sé hornsteinn samfélagsins. íslensk stjórnvöld hefur þó jafnan skort vilja og framsýni til að fylgja ofangreindri yfirlýsingu eftir í verki. Umræða um málefni fjölskyldunnar er ekki fyrir- ferðarmikil á Alþingi. Löggjöf sem miðar að því að efla fjár- hagsgrundvöll fjölskyldna og heimila í landinu er að sama skapi af skornum skammti, þrátt fyrir loforð um hið gagnstæða. Hér á landi eru algengustu lágmarkslaun fyrir dag- vinnu allt of lág og skattleysismörk sömuleiðis. Þorri landsmanna neyðist því til að vinna lengri vinnudag en æskilegt getur talist. Stjórnvöld hafa lítið aðhafst á síð- ustu árum til að freista þess að draga úr þessu óhemju- lega vinnuálagi landsmanna og efla þar með heimilið og fjölskylduböndin. Þau hafa þvert á móti sett löggjöf sem beinlínis stuðlar að því að foreldrar velji annan kost en að vera heima og annast börn sín. Þar er átt við það ákvæði skattalaga sem meinar hjónum eða sambýlingum að nýta skattaafslátt beggja til fullnustu, ef einungis annar aðil- inn aflar teknanna. Ótal dæmi sanna að fjölskyldan - og ekki síst börnin - eru hornreka í íslensku nútímasamfélagi: Víðast eru langir biðlistar eftir dagvistarrýmum; störf uppalenda eru illa launuð og þar af leiðandi er atgervisflótti úr starfsstéttum þeirra; störf og starfsreynsla heimavinn- andi fólks eru að sama skapi lítils metin úti á vinnumark- aðinum. Ef spara þarf í ríkisrekstri er ein fyrsta aðgerð stjórnvalda sú að draga úr framlögum til skólamála; fræðsluyfirvöld neyðast þá til að fjölga í bekkjardeildum með þeim afleiðingum að hver nemandi fær minni athygli en hann þarf á að halda. Nýjasta dæmið um aðförina að fjölskyldunni er sú ráðagerð núverandi ríkisstjórnar að tekjutengja barnabætur. Tekjutengingin gerir það að verkum fjölskylda með meðaltekjur fær eftirleiðis lægri bætur en hún hafði. Það er vissulega umhugsunarvert. í áramótaávarpi sínu minnti frú Vigdís Finnbogadóttir á að bernskuhamingja er drýgsta veganestið til lífsgæfu: „Börn þurfa öryggi, þau þurfa kærleika, þau þurfa aga,“ sagði hún og eru það orð að sönnu. Staðreyndin er hins vegar sú að af hálfu stjórnvalda er svo illa búið að fjöl- skyldunni og börnunum í samfélagi okkar, að margir for- eldrar eiga í verulegum erfiðleikum með að veita börnum sínum það öryggi og þann aga sem þau þurfa nauðsyn- lega á að halda. BB. h Þankar á áramótum Árið 1991 er að baki, ár mikilla við- burða bæði á innlendum og erlend- um vettvangi. Til landsins var þetta eitt besta ár í manna minnum. Sumarið var betra en við íslendingar höfum átt að venjast og mikil gróska í náttúrunnar ríki. Þrátt fyrir einstak- lega hagstætt veðurfar, hélt þó gróð- ureyðing áfram og hefur aldrei orðið meiri af manna völdum á einu sumri. Munar þar mest um að 45 ferkíló- metrum gróins lands var sökkt á Auðkúlu- og Eyvindarstaðaheiðum vegna virkjunar Blöndu. Það er íslendingum öllum mikilvægara flestu öðru að umgangast land sitt og nýta af varúð og fyrirhyggju. Til sjáv- arins voru aflabrögð með þeim hætti að ástæða er til að hafa verulegar áhyggjur. Þegar þorskkvóti ársins var ákveðinn þótti mörgum skorinn þröngur stakkur. Ekki tókst þó að draga þann þorskafla á land sem heimilaður hafði verið. Hitt er enn alvarlegra að klak bregst ár eftir ár, þannig að ekki er fyrirsjáanlegt að úr rætist á allra næstu árum. Loðnu- veiðar brugðust að mestu og munar það miklu fyrir þjóðarbúskapinn. Þáttaskil í þjóðmálum Á sviði þjóðmála var árið viðburða- ríkt, þannig að með ótvíræðum hætti má segja að þáttaskil hafi orðið. Þjóðin gekk til kosninga í apríl og enda þótt úrslit þeirra yrðu þau að þeir flokkar sem mynduðu síðustu ríkisstjórn héldu meirihluta sínum á Alþingi, þá kaus forysta Alþýðu- flokksins sér aðra vist, sleit samstarfi við Framsóknarflokk og Alþýðu- bandalag og tók upp félagsskap við Sjálfstæðisflokkinn. Réttara væri að segja að Alþýðuflokkurinn hafi tekið upp þjónustu við sjálfstæðismenn 'ægna þess að harla lítið virðast þær hugsjónir er Alþýðuflokkurinn hefur hampað á hátíðarstundum marka núverandi stjórnarsamstarf. Þess ber ennfremur að geta að sjálfstæðis- menn völdu sér fyrir kosningar nýja forystu. Þannig að sá Sjáífstæðis- flokkur seni nú ræður stjórnarstefnu er í grundvallaratriðum mjög frá- brugðinn þeim Sjálfstæðisflokki sem við höfurn búið við á undanförnum áratugum. Davíð Oddsson hefur um sig hóp samstarfsmanna sem hafa tileinkað sér taumlausa frjálshyggju og nýkapitalisma og hafa kastað fyrir róða flestum þeim gikluin sem áður áttu, þrátt fyrir allt, sterkan hljóm- grunn meðal venjulegra gamaldags sjálfstæðismanna. Þau þáttaskil sem urðu við það að ríksstjórn Steingríms Hermannsson- ar lét af völdum og ríkisstjórn Davíðs Oddssonar tók við koma æ gleggra í ljós. íslensku þjóðfélagi er stýrt með allt önnur markmið í huga nú, en á síðustu árum. Þetta kemur fram hvarvetna, sem núverandi vald- hafar leggja hendur að. Samkvæmt kenningum frjálshyggjunnar hafði ríkisstjórn Davíðs Oddssonar for- göngu um að sprengja upp vextina í landinu. Það varð aftur til að skapa skuldugum fyrirtækjum og einstakl- ingum óyfirstíganlega erfiðleika, þannig að í kjölfarið fylgdi skriða gjaldþrota sem ekki sér fyrir endann á. Núverandi ríkisstjórn telur það ekki sitt hlutverk að hafa afskipti af atvinnulífinu í örðugleíkum þess. Sú stefna leiðir til þess að velferðarkerf- ið býður alvarlegan hnekki, enda er blómlegt atvinnulíf undirstaða vel- ferðarkerfisins. Þar að auki virðist ríkisstjórninni mjög í mun að skara eld að köku hinna betur settu, á kostnað þeirra sem minna mega sín. Slóð kolkrabbans Vera má að ráðandi öfl ríkisstjórnar- innar telji sig standa í mikilli þakkar- skuld við „fjölskyldurnar 14“ fyrir aðstoð við að komast til valda og áhrifa. Það réttlætir þó engan veginn þá þjónkun við hagsmuni þeirra á kostnað annarra landsmanna, sem ríkisstjórnin gerir sig bera að. Sam- Páll Pétursson. gönguráðherra gengur t.d. markvisst á milli bols og höfuðs á Skipaútgerð ríkisins til að treysta enn einokunar- aðstöðu Eimskipafélagsins, sú hags- munagæsla ráðherrans mun koma hart niður á þeim byggðarlögum sem Ríkisskip hafa þjónað. Ríkisstjórnin hefur svokallaða einkavæðingu ofarlega á stefnuskrá sinni. Sú einkavæðing sem ríkis- stjórnin stefnir að er að afhenda ríkisbankana fyrrnefndum gróðaöfl- um svo og aðrar þær eignir ríkisins sem þeir herrar ágirnast. Sjálfstæðisflokkurinn lofaði fyrir kosningar að kæmist hann til valda yrðu ekki skattahækkanir, þetta lof- orð hefur ríkisstjórnin nú þverbrot- ið. Skattahækkanirnar hafa þó ekki verið látnar bitna á gróðapungunum heldur hefur þeim einkum verið hlaðið á aldraða, sjúka, námsmenn og barnafólk og þá aðra sem minna mega sín. Þá eru byrðir sem ríkið hefur borið færðar yfir á atvinnuvegi og sveitarfélög af fullkomnu tillits- leysi. Óraunhæf fjárlög Alþingi hefur afgreitt fjárlög fyrir árið 1992. Þessi fjárlög ríkisstjórnar Davíðs Oddssonar eru mjög óraun- hæf og í sumum greinum hrein mark- leysa. Þó bera þau vott um vilja ríkis- stjórnarinnar og þær áherslur sem hún setur á oddinn. Ríkisstjórnin hefur lagt mikla vinnu í það að reyna að kenna fyrr- verandi ríkisstjórnum um það sem aflagað er í þjóðfélaginu. Hún leitast við að koma sök á fyrri ríkisstjórnir af eigin mistökum. Það ber að viður- kenna að á síðustu mánuðum síðustu ríkisstjórnar fór fjármálastjórn ríkis- ins nokkuð úrskeiðis. Það réttlætir þó engan veginn ásakanir og upp- hrópanir núverandi valdhafa um fortíðarvanda. Stefna núverandi ríkisstjórnar mun hins vegar óhjá- kvæmilega leiða mikinn vanda yfir þjóðarbúið og þjóðina alla. Fyrirsjá- anlegur aflasamdráttur hlýtur að leiða af sér skert lífskjör. Viðbrögð ríkisstjórnarinnar auka stórlega vandann, þannig að á nýju ári blasir við fjöldaatvinnuleysi, ef fram fer sem horfir. Á tímum samdráttar er hættulegt að skera niður verklegar franikvæmdir með þeim hætti sem nú er gert. Það getur vel verið skynsam- legt að afla lána til arðsamra fram- kvæmda á krepputímum. Aðgerðarleysi ríkisstjórnarinnar í kjaramálum er ólíklegt til að leiða til farsællar niðurstöðu í kjarasamning- um vetrarins. Byggðapólitík forsætisráðherra og rnanna hans vekur ugg. Forsætisráð- herra hefur með einstæðum hætti ráðist að Byggðastofnun og þrengt kosti hennar. Vonandi tekst að koma í veg fyrir að áform þeirra nái fram að ganga. Ef þeir kæmu fram áform- um sínum yrði Byggðastofnun lítils- megandi kontór og landsbyggðinni unnið varanlegt tjón. Viðfangsefni á nýju ári Hvað ber nýtt ár í skauti sér? Ég ætla mér ekki að svara því, einungis að nefna örfá af þeim viðfangsefnum sem að höndum munu bera. Sam- skipti íslands við umheiminn verða væntanlega ofarlega á baugi. Á síðasta ári voru gerð drög að samningi um Evrópskt efnahags- svæði. Utanríkisráðherra þeysti um landið og túlkaði samningsdrögin sem stórsigur fyrir ísland og íslenska hagsmuni. Raunin varð nú önnur. Evrópudómstóllinn úrskurðaði samningsdrögin ósamrýmanleg Rómarsáttmálanum þannig að þau verði að umskrifa eigi þau að verða að samningi. Þau drög sem fyrir lágu höfðu í sér fólgnar marga hættulega ókosti frá íslensku sjónarmiði, þótt utanríkisráðherra reyndi að breiða yfir þá. Eftir því sem samningsdrögin eru skoðuð betur koma fleiri hættur í Ijós. Ég tel einboðið að hefja undirbún- ing að tvíhliða viðræðum íslands og Evrópubandalagsins urn breytingu á viðskiptasamningi þeim sem er í gildi. Reynslan hefur kennt okkur að núverandi valdhöfum er naumast treystandi fyrir víðtækri samninga- gerð um hagsmuni íslands og ólíklegt er að umskrifuð samningsdrög um Evrópskt efnahagssvæði verði ásætt- anleg fyrir ísland. Gattviðræðurnar geta þróast þann- ig að íslenskum landbúnaði verði bakað varanlegt tjón. Það hefur ver- ið baráttumál Alþýðuflokksins um langt skeið að heimila stóraukinn innflutning landbúnaðarvara. Þeir hafa ekki náð árangri á innlendum vettvangi, en nú er hætta á að þeirn verði ágengt með þvingunum sem þeir gætu samið yfir okkur með Gatt- sáttmálanum. Vandi í byggöamálum Byggðaþróun á íslandi er einnig ástæða til að hafa áhyggjur af. Fram- leiðsla landsbyggðarinnar býr við þrönga kvóta á meðan þjónustu- starfsemin á Suðvesturhorninu þarf ekki að búa við hömlur. Þetta leiðir til skaðlegrar byggðaröskunar bæði fyrir landsbyggð og höfuðborgar- svæðið, sérstaklega þegar stjórnvöld rcyna ekki að andæfa, frcmur hið gagnstæða. Ef litið er til landbúnaðarmála er útlitið ekki bjart. Ríkisstjórnin hefur ákveðið að standa ekki viö lögbundna samninga ríkisvalds við bændur og jafnframt þrengja kosti þeirra á ýms- an hátt. Hvað sjávarútveg varðar þá hækka stööugt þær raddir er hcimta veiðileyfagjald af útgerðinni, þetta yrði hið mesta glapræði og mjög óréttlátur skattur sem fyrst og fremst legðist á framleiðslubyggðarlög dreifbýlisins enda er útgerðin eink- um stunduð þaðan. Röng skipting þjóðartekna Skipting þjóðarteknanna er líkleg til að valda átökum á nýju ári. Óhjá- kvæmilegt er að bæta kjör hinna lægst launuðu og að jafna ráðstöfun- artekjur heimilanna. Ríkisstjórnin hefur, eins og dæmin sanna, ekki haft neina forgöngu í þá átt þannig að í óefni virðist stefna. Við búum við afleita ríkisstjórn og hún er að skenima okkar góða þjóð- félag. Kjósendur stjórnarflokkanna í síðustu kosningum geta sjálfum sér um kennt. Afl atkvæða greitt Sjálf- stæðisflokki og Alþýðuflokki gaf þcim færi á því að taka við stjórn landsins með lýðræðislegum hætti. Mér er þá spurn: Var það þessi stjórnarstefna sem almennir kjós- endur núverandi stjórnarflokka von- uðust eftir? Ætluðust þeir til að atkvæði þeirra kæmu því til leiðar sem nú er komið á daginn? Það er

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.