Dagur - 07.01.1992, Blaðsíða 7

Dagur - 07.01.1992, Blaðsíða 7
Þriðjudagur 7. janúar 1992 - DAGUR - 7 Frábær árangur Kristins - vann 120 manna Fis-mót í Austurríki Ólafsfirðingurinn Kristinn Björnsson gerði sér Iítið fyrir og vann sigur á Fis-móti í svigi í Matrei í Austurríki á laugar- dag. Þetta er í fyrsta sinn í mörg ár sem íslendingur vinn- ur Fis-mót í alpagreinum og fyrsta mótið á erlendri grund sem Kristinn vinnur. Kristinn er nú orðinn nokkuð öruggur með sæti á Ólympíuleikunum í Albertville í næsta mánuði en baráttan um annað sæti hjá körlunum stendur á milli Valdemars Valdemarssonar, Akureyri, og Örnólfs Valdi- marssonar, Reykjavík. Árangur Kristins er mjög góð- ur og greinilegt er að hann er í mjög góðu formi um þessar mundir. 120 keppendur tóku þátt í mótinu og var styrkleiki þess 45,64 punktar. Kristinn var með 51,31 punkt fyrir mótið en bætti stöðu sína verulega með sigrin- um. Austurríkismaður með 40,61 punkt varð í öðru sæti en Örnólf- ur Valdimarsson hafnaði í þriðja sæti. Valdemar Valdemarsson var í fimmta sæti eftir fyrri ferð en krækti í þeirri seinni og féll úr keppni. Alpagreinalandsliðið er nú á æfinga- og keppnisferð í Austur- ríki og keppa karlarnir á 12 mót- um fram til 25. janúar en þá kem- ur liðið heim. Konurnar tvær í landsliðshópnum, Ásta Halldórs- dóttir, ísafirði, og Harpa Hauks- dóttir, Akureyri, keppa á sínu fyrsta móti í dag. Búið er að ákveða að þrír alpa- greinamenn fara á Ólympíuleik- ana, tveir karlar og ein kona. Að sögn framkvæmdastjóra SKÍ er orðið nokkuð Ijóst að Kristinn fer en óvíst hvort Valdemar eða Örnólfur fylgir honunt. Þá er nokkuð víst að Ásta Halldórs- dóttir tekur þriðja sætið. Kristinn Björnsson frá Ólafsfiröi er nú nánast öruggur með sæti í Albert- ville. Gjaldþrot ÍK: Magni og Höttur spila auka- leik um 3. deildarsætið - Hattarmenn æfir en Magnamenn sætta sig við niðurstöðuna Stjórn KSÍ ákvað á fundi sín- um á laugardaginn að láta fara fram aukalcik um sæti ÍK í 3. deildinni í knattspyrnu næsta sumar, svo framarlega sem starfsemi ÍK leggist niður eftir skiptafund í gjaldþrota- máli félagsins 22. janúar nk. Félögin sem leika um sætið eru Magni frá Grenvík, sem varð í 9. sæti 3. deildar, og Höttur frá Egilsstöðum sem varð í 3. sæti í úrslitakeppni 4. deildar. Forráðamenn Hattar á Egilsstöðum eru afar úhressir með niðurstöðuna og segjast ekki ætla að una henni en Magnamcnn sætta sig við hana. í bréfi frá KSÍ segir að leikur- innn skuli fara fram á gervigras- vellinum í Reykjavík eða Kópa- vogi ekki seinna en 8. mars nk. og félögin megi eingöngu nota leikmenn sem voru löglegir með þeim í lok síðasta keppnistíma- bils. Þá segir að hvort lið skuli bera allan sinn kostnað við leik- inn, þ.e. ferða- og uppihalds- kostnað, en KSÍ standi straum af kostnaði við leikinn að öðru leyti. Leiknar verða 2x45 mínútur og framlengt um 2x15 mín. verði jafnt að loknum venjulegum leiktíma. Verði enn jafnt fer fram vítaspyrnu- keppni. „Þetta var lakasta niðurstað- an sem hægt var að komast að og það er eiginlega óskiljanlegt að menn sem eiga að gæta hags- muna knattspyrnunnar og knattspyrnumanna skuli setja á leik á þessum tíma þegar menn eru í þungri þrekþjálfun og hafa ekki spilað í fimm ntánuði,“ sagði Hermann Níelsson, for- maður knattspyrnudeildar Hattar á Egilsstöðum. „Nú þurfum við að fara að æfa eins og keppnistímabilið væri að hefjast og það er erfitt þar sem mcnn eru í prófum í Háskólan- um o.fl. auk þess sem þeir eru í mikilli slysahættu svona æfinga- lausir. Leikurinn á að fara frant á gervigrasi þar sem menn hafa ekki spilað áður og það kostar æfingaferð upp á 130.000 kr. auk ferðarinnar í leikinn með sama kostnaði. Þjálfarinn átti að mæta í apríl en þarf nú að mæta þremur mánuðum fyrr með tilheyrandi kostnaði fyrir okkur. Það er óskiljanlegt að KSÍ ætli ekki að taka neinn þátt í kostnaði við þetta því þetta er allt á þcirra vegum.“ Hermann sagðist að auki telja að stjórn KSÍ hefði ekkert vald til að ákveða að þeir einir væru löglegir með liðunum sem hefðu verið það í lok síðasta tímabils. „Við eigum eftir að fjalla unt þessa afgreiðslu en mér finnst Ííklegt að við leitum til dómstóls KSI og ÍSÍ og fáum úr því skorið hvort hægt sé að segja að þessir megi spila og hinir ekki og hvort KSÍ geti sloppið við allan kostnað við þetta. Þessir menn þurfa að svara ýmsum spurningum og það er langt frá því að við tök- um þessu þegjandi og hljóða- laust,“ sagði Hermann Níels- son. Jón Ingólfsson hjá Magna sagði Grenvíkinga hafa búist við að halda sætinu án auka- lciks. „Það eru í rauninni tvö lið farin úr 3. deild nú þegar og dæmin sýna að þegar fjölgað hefur verið í deildum síðustu ár hafa liðin í deildunum haldið sætum sínum. Við sættumst hins vegar á þessa niðurstöðu og þegar litið er á málið í heild er sennilega sanngjarnast að láta liðin spila. Það er auðvitað erf- itt að spila á þessum tíma en verst finnst okkur að geta ekki notað þjálfarann sem við erurn búnir að ráða,“ sagði Jón Ing- ólfsson. Freyr Gauti kjörinn íþróttamaður KA - annað árið í röð Júdómaöurinn Freyr Gauti Signiundsson var um helgina kjörinn íþróttamaöur KA 1991. Þetta er annað árið í röð sem Freyr Gauti verður fyrir valinu en íþróttamaður KA var nú kjörinn í fjórða sinn. Árangur Freys Gauta var mjög góður á síðasta ári en hann keppti bæði í fullorðinsflokki og flokki yngri en 21 árs. Af árangri hans í lullorðinsflokki má nefna gullverðlaun á smáþjóðaleikun- um í Andorra, Afmælismóti JSÍ og Haustmóti JSÍ, annað sæti á íslandsmótinu, fimmta sæti á opna skandinavíska meistara- mótinu og 9 sæti á opna skoska meistaramótinu. Þá var liann í sveit KA sem hafnaði í öðru sæti á íslandsmótinu. í flokki karla yngri en 21 árs hlaut hann gull- verðlaun á íslandsmótinu, Haust- móti JSÍ og Afmælismóti JSÍ, varð í 7. sæti í Evrópukeppninni og var í sveit KÁ sem varð íslandsmeistari fjórða árið í röð. Freyr Gauti hefur hlotið margvís- legar viðurkenningar fyrir frammi- stöðu sína og á góða mögu- leika á að keppa á ólympíu- leikunum í Barcelona á árinu. í öðru sæti í kjörinu varð hand- knattleiksmaðurinn Sigurpáll Árni Aðalsteinsson og í þriðja sæti skíðamaðurinn Valdemar Valdemarsson. Nýárssundmót fatlaðra barna og unglinga: Birkir Rúnar vann besta afrekið - Rut í öðru sæti og með tvö met Birkir Rúnar Gunnarsson, ÍFR varð stigahæsti keppandinn á Nýárssundmóti fatlaðra barna og unglinga sem fram fór í Sundhöll Reykjavíkur á sunnudag. Birkir Rúnar hlaut 581 stig fyrir 42,28 í 50 m bringusundi og hlaut Sjó- mannabikarinn sem Sigmar Olafsson, sjómaður á Reyðar- firði, gaf. Rut Sverrisdóttir, Oðni, varð næst stigahæst fyrir árangur sinn í 50 m skriðsundi, 32,80. Keppendur á mótinu settu fimm íslandsmet, Birkir Rúnar þrjú og Rut tvö. Birkir Rúnar, sem keppir í flokki blindra (Bl), setti íslandsmet í 50 m skriðsundi (35,37), 50 m baksundi (42,26) og 50 m bringusundi (42,28). Rut, sem keppir í flokki sjón- skertra (B2), setti met í 50 m baksundi (38,15) og 50 m bringu- sundi (43,59). Þá settu gestir úr ólympíuliði fatlaðra tvö íslands- met á mótinu. Halldór B. Guð- bergsson, ÍFR, f 100 m flugsundi (1:12,18) og Jón H. Jónsson, IFR, í 100 m skriðsundi (2:23,12). Markús Örn Antonsson, borg- arstjóri í Reykjavík, var heiðurs- gestur mótsins og afhenti verð- laun og viðurkenningar í mótslok. Gunnar Guðmundsson, blindur og einhentur harmóniku- leikari, spilaði fyrir kepp- endur og gesti og skátar settu svip sinn á mótið.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.