Dagur - 07.01.1992, Blaðsíða 2
2 - DAGUR - Þriðjudagur 7. janúar 1992
Fréttir
Fj armalaraðuneytið:
Innheimtuhlutfall útsvars
í staðgreiðslu 7,25%
-11 sveitarfélög hækka útsvarsprósentuna
í samræmi við lög um tekju-
stofna sveitarfélaga hefur inn-
heimta útsvars í staðgreiðslu á
árinu 1992 verið ákveðið 7,05
prósent. Hækkun þessi hefur í
för með sér að samanlagt inn-
heimtuhlutfall staðgreiðslu til
ríkis og sveitarfélaga á árinu
1992 verður 39,85 prósent í
stað 39,79 prósent á yfirstand-
andi ári, þar sem hlutur ríkis-
sjóðs verður óbreyttur, eða
32,80 prósent, á árinu.
Undanfarin tvö ár hefur inn-
heimtuhlutfall útsvars verið 6,99
prósent, en hækkar nú vegna
Húsavík:
Björn Guðmunds-
son í forsvari
fjrir skatt-
stoíunni
ákvörðunar nokkurra sveitarfé-
laga um að nýta sér heimild til
hækkunar útsvars í 7,5 prósent.
„Þrátt fyrir að einungis 11
sveitarfélög hafi ákveðið að
hækka útsvarsprósentuna og 4
sveitarfélög ákvæðu að lækka
hana, en öll önnur sveitarfélög
þ.á m. Reykjavíkurborg breyttu
ekki hlutfallinu, þá hafa nokkur
þessara sveitarfélaga það mikið
vægi, s.s. Hafnarfjörður, Mos-
fellsbær, Grindavík og Njarðvík,
að það veldur þessari hækkun.
Önnur sveitarfélög sem ákváðu
hækkun eru Kjalarneshreppur,
Reykholtshreppur, Innri-Akra-
hreppur, Leirár- og Melahrepp-
ur, Lundarreykjadalshreppur,
Hálsahreppur, Stafholtstungna-
hreppur og Rauðasandshreppur.
Þau fjögur sveitarfélög sem lækk-
uðu útsvarið eru Eyjarhreppur,
Reykjafjarðarhreppur, Snæfjalla-
hreppur og Ásahreppur,“ segir í
fréttatilkynningu frá fjármála-
ráðuneytinu. ój
Um helgina var settur skjöldur með nafni Jónasar Sigur-
björnssonar á gönguhús Skíðaráðs Akureyrar í Hlíðar-
fjalli. Það var Guðrún Frímannsdóttir, ekkja Jónasar,
sem afhjúpaði skjöldinn. Jónas lést árið 1989 langt fyrir
aldur fram en með þessu vill SRA tengja nafn Jónasar
við starfsemi ráðsins í Hlíðarfjalli. Jónas sem hannaði
gönguhúsið, var mjög góður skíðamaður og ötull og
drífandi í Skíðaráði Akureyrar síðustu árin. í sumar var
húsið stækkað um 45 ferm. en þar er nú setustofa,
eldhús, snyrting og aðstaða fyrir skíðamenn, m.a. til
þess að smyrja skíði sín. Mynd: hb
Jóhann Hermannsson lét um
áramótin af starfi umboðs-
manns skattstjóra í Norður-
landsumdæmi eystra á Húsa-
vík. Jóhann varð sjötugur í
október sl.
Björn Guðmundsson, frá Lóni
í Kelduhverfi, hefur verið beðinn
að vera í forsvari fyrir skattstof-
unni á Húsavík, en Björn hefur
starfað þar í nokkur ár. Skatt-
stofan á Húsavík verður starf-
rækt áfram eins og verið hefur,
að minnsta kosti fyrst um sinn.
IM
Sælgætisframleiðendur sjá fram á umtalsverða hækkun
á súkkulaði vegna afnáms niðurgreiðslna á mjólkurdufti:
Verðhækkun mun leiða af sér minnkandi neyslu
- segir Sigurður Arnórsson, framkvæmdastjóri Súkkulaðiverksmiðjunnar Lindu
Súkkulaði mun á næstunni
hækka í verði, bæði innlent
sem innflutt. Ástæða þessa er
ákvörðun stjórnvalda um að
hætta niðurgreiðslum á mjólk-
Nú hristum við
af okkur slenið
Líkamsrækt:
Kvennatímar - hóptímar -
einstaklingstímar (hjónaafsláttur).
Bak, háls og herðar:
Morguntímar frá kl. 7.45.
Skvass:
Pantið salinn sem fyrst.
GUFUBÖÐ NUDDPOTTUR
LJÓSABEKKIR (tíminn 27 mín.)
Líkamsræktarstöðin BJARG
Bugðusíðu, sími 26888
urdufti til súkkulaðigerðar sem
þýðir að hreint súkkulaði þarf
að hækka um 15%. Sigurður
Arnórsson, framkvæmdastjóri
Súkkulaðiverksmiðjunnar
Lindu, segir að framleiðendur
muni draga eins og mögulegt
er að hækka verð og reyna
jafnframt að halda verðhækk-
uninni í lágmarki en Ijóst megi
vera að framleiðslugreinin sé
ekki þannig stödd að hún geti
tekið þessa hráefnisverðhækk-
un á sig.
„Það er ákvörðun stjórnvalda
að neytendur sælgætis skulu
greiða niður frantleiðslu á mjólk-
ur- og undanrennudufti. Það er
einfalt og afkoman í greininni er
ekki þannig að við getum tekið
þetta á og okkur, enda ekki ætl-
ast til þess,“ segir Sigurður.
Hann segir að þessi fyrirsján-
lega hækkun komi til með að
hafa áhrif víðar en í sælgætinu,
t.d. á þeim brauðtegundum sem
notað er súkkulaði til framleiðslu
á. Hvað varðar sælgætið muni
hækkunin eðlilega verða mest á
hreinu súkkulaði en minni á
konfekti.
„Okkur finnst það hastarleg
ákvörðun að þessi atvinnugrein
sem er í sjálfu sér óskyld land-
búnaði skuli ekki fá að kaupa inn
hráefni á þeim verðum sem við
hefðum getað best, þ.e. með inn-
flutningi. Þar af leiðandi er verið
að velta vandamálum bænda-
stéttarinnar yfir á okkur og neyt-
endur á okkar vörum. Það er
klárt mál að 15% hækkun á
súkkulaði mun leiða af sér
minnkandi neyslu. Okkur sælgæt-
isframleiðendum finnast þetta
ósanngjarnar aðgerðir," sejþr
Sigurður. JÓH
Heildarútlán íslandsbanka:
Jukust um 5,5 milljarða
- áætlað að fækka starfsmönnum í 750 á árinu
Heildarútlán íslandsbanka
námu 41,3 milljörðum króna í
Iok síðasta árs og höfðu aukist
um 5,5 milljarða króna eða
15,6% á árinu. Á sama tíma
jukust innlán bankans um allt
að 3,9 milljarða króna eða
13,6% og námu 32,2 milljörð-
um í árslok. Innlán og verðbréf
bankans voru samtals 38,9
milljarðar króna í lok ársins
samanborið við 34,7 milijarða
um áramótin 1990 til 1991 og
nemur sú aukning um 12%. Á
árinu 1991 reyndist hæsta
raunávöxtun á sparileiðum
bankans vera 7,14%.
í árslok var niðurstaða efna-
hagsreiknings bankans um 56
milljarðar króna en var 51 millj-
arður í upphafi ársins. Gefur
þessi tala ákveðna vísbendingu
um heildaruntsvif bankans þótt
tölur um endanlega afkomu hans
á nýliðnu ári li|gi ekki fyrir enn
sem komið er. I frétt frá íslands-
banka segir að af þessu sé ljóst að
tekist hafi að snúa taprekstri á
fyrri hluta ársins í liagnað þótt
enn sé óljóst hvort tekist hafi að
jafna tap ársins í heild. í fréttinni
segir að tvennt hafi einkum haft
afgerandi áhrif á afkomu bank-
ans á liðnu ári. Munur inn- og
útlánsvaxta hafi farið minnkandi
og er áætlað að hann verði um
3,4% á árinu í heild, samanborið
við 4% á árinu 1990 og 4,2% á
árinu 1989. Einnig er gert ráð fyr-
ir að afskriftir útlána verði meiri
en árið áður og höfðu alls 506
milljónir króna verið færðar á
afskriftareikning í lok ágúst, sem
er hátt í eins há fjárhæð og allt
framlag á afskriftareikning útlána
á árinu 1990 en þá voru afskrifuð
útlán fyrir 564 milljónir króna.
í frétt frá íslandsbanka kemur
einnig fram að á árinu hafi marg-
víslegum hagræðingaraðgerðum
verið haldið áfram og hafi bank-
inn meðal annars selt húsnæði
fyrir um 350 milljónir króna.
Bankinn notar nú um 3000 færri
fermetra fyrir starfsemi sína en
bankarnir fjórir sem sameinaðir
voru í Islandsbanka gerðu áður
en sameiningin fór fram. Þá hef-
ur útibúum bankans fækkað um
sex, úr 38 í 32. Starfsfólki hefir
einnig fækkað, án þess að til
verulegra uppsagna hafi komið
og nemurfækkunin nú 9,45%. Er
bankinn hóf starfsemi sína voru
893 stöðugildi á vegum hans en
áætlað er að þau verði komin nið-
ur í 750 í lok þessa árs, sem þýðir
143 starfsmenn eða um 16%
fækkun stöðugilda. ÞI
ÞURRKUBLÖÐIN VERÐA
AÐ VERA ÓSKEMMD
og þau þarf að hreinsa reglulega.
Slitin þurrkublöð margfalda áhættu
i umferðinni.