Dagur - 07.01.1992, Blaðsíða 11

Dagur - 07.01.1992, Blaðsíða 11
Þriðjudagur 7. janúar 1992 - DAGUR - 11 í átta ár hefiir Paul Vuillard unnið að endurbyggingu Ponunerol Paul Vuillard, skurðlæknir, er sérstæður maður og framkvæmir það sem honum dettur í hug. Fyrir átta árum greiddi hann 1800 dollara fyrir þorpið Pommerol í Frakklandi, sem var sannkallað- ur draugabær og rústir einar. Paul, sem í dag er 55 ára, var á ferð um Frakkland og kom til Pommerol. Strax og hann sá þorpið fékk hann þá hugmynd að gaman væri að endurbyggja húsin 22. í snarheitum var gengið frá kaupum á þorpinu og Paul sagði starfi sínu lausu á sjúkrahúsinu, enda var hann löngu orðinn þreyttur á skurðstofuvafstrinu. „Sem betur fer er ég nokkuð handlaginn og ákveðinn. Ég þurfti að kaupa kennslubækur er tóku til burðarþolsfræði og stein- hleðslu, trésmíði og pípulagna, rafmagns og raunar alls er lýtur að byggingu húsa. Einnig átti ég góða að sem ég get ráðfært mig við. í dag hef ég endurbyggt 14 hús með eigin höndum og leigi þau út til ferðamanna. Ágóðinn rennur til uppbyggingarstarfsins, því enn skal haldið áfram. Pegar húsin 22 verða öll endurbyggð ætla ég að byggja kastala efst á hæðinni þar sem gott verður að farinn veg,“ segir Paul Vuillard setjast í helgan stein og líta yfir hróðugur. Með magaverk vegna ofáts Hver kannast ekki við verki í maga vegna ofáts? Hvað er til ráða þegar svo er komið? Björninn á myndinni borðaði yfir sig um jólin og fékk slæma kveisu og því var ekkert annað að gera en halda um magann. Hvort sú viðleitni bangsa bar árangur fylgir ekki sögunni, en ósköp er hann aumkunarverður þar sem hann hefur hent sér niður með lokuð augun. Tapað — Fundið Tapast hafa nokkrir félagar úr sundfélaginu Pottormar í Glerárhverfi. Þeir heita, ísleifur Ingimarsson, Guðmund- ur Sigurbjörnsson, Guðmundur Jóhannsson, Guðmund- ur Svansson, Eiríkur Rósberg, Sverrir Torfason, Hall- grímur Einarsson, Benedikt Guðmundsson, Svavar Guðjónsson, Stebbi á Benzanum, Jón M. Ragnarsson, Áskell Einarsson. Þeir sem verða varir við áðurnefnda félaga eru vinsamlegast beðnir að skila þeim í sundlaugina við Glerárskóla. Móttaka alla virka daga frá kl. 6.45-7.00. Fundarlaun. Sundþjálfárar. Lögtaksúrskurður 20. desember sl. var kveðinn upp almennur lögtaks- úrskurður fyrir ógreiddum og gjaldföllnum aðstöðu- gjöldum og fasteignagjöldum álögðum árið 1991, til sveitarsjóðs Svalbarðsstrandarhrepps. Mega lögtök fyrir gjöldum þessum, ásamt dráttarvöxtum og kostnaði, fara fram að 8 dögum liðnum frá birtingu úrskurðar þessa. Vinsamlegast gerið skil hið fyrsta, svo komist verði hjá óþægilegum innheimtuaðgerðum. Sveitarstjóri Svalbarðsstrandarhrepps. Fegurðarsmkeppni Norðurlands I992 verður haldin í Sjallanum í febrúar. Tilkynningar um þátttöku svo og allar ábendingar skulu berast til Sjallans í síma 22770 eða Dansstúdíós Alice í stma 24979. Sigurvegari í kepptiinni „Fegnrðardrottning Norðurlands' verður fulltrúi Norðurlands í keppninni um „Fegurðardrottningu íslands". Allar upplýsingar eru || gefnar í Sjallanum í SJALLINN S KÓLI N N Vorönn Hljómskólans Vikuna 6.-10. jan. hefst innritun á vorönn skólans. _____________ Innritun fer fram á skrifstofu skólans Gránufélags- götu 4 (JMJ húsið) á III. hæð milli kl. 9 og 17. Sími skólans er 11880. Nemendur sem stunda nám við skólann og ætla að halda áfram námi á vorönn eru beðnir að staðfesta eldri umsóknir tímanlega með greiðslu eða greiðslufyr- irkomulagi. Annaskipti skólans eru 25. janúar 1992. Kennt verður í eftirfarandi greinum: Fornám Tónföndur frá 4-7 ára - Kennari: Örn Viðar. Klassískur gítar frá 4 ára - Kennarar: Örn Viðar og Halldór Már. Rafgítar frá 8 ára - Kennari: Kristján Edelstein. Pjóðlagagítar frá 12 ára - Kennarar: Örn Viðar og Sigríður Arnar. Hljómborð frá 8 ára - Kennari: Kristján Edelstein. Trommur frá 10 ára - Kennari: Karl Petersen. Hliðargreinar 6.-8. stig - Kennari: ívar Aðalsteinsson. Enn er verið að athuga kennslu á rafbassa og munnhörpu, auglýst síðar. Sérstök áhersla verður lögö á fullorðins kennslu á vorönn skólans á dægurlagabrautum (gítar, hljómborð). Visa - Euro - Samkorta þjónusta.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.