Dagur - 07.01.1992, Blaðsíða 3
Þriðjudagur 7. janúar 1992 - DAGUR - 3
Fréttir
Jrr
•mrÆ&JmrjF /r •: •,*
n. ' *
-m— . *..
Mynd: Páll A. Pálsson
Samherji hf.:
Víðir EA til heimahafiiar
- eftir gagngerar breytingar í Póllandi
Togarinn Víðir EA 910 sem er í
eigu Samherja hf. kom til Akur-
eyrar sl. sunnudag eftir gagn-
gerar breytingar í Póllandi. Að
sögn Árna Þórðarsonar, fyrsta
stýrimanns, var skipið lengt um
tæpa níu metra og mælist nú
1144 tonn. Einnig var sett stærri
skrúfa á togarann sem skrúfu-
hringur og nýtt stýri. „Við för-
um til veiða eftir viku til tíu
daga þegar lokið er við að setja
frystilínu í togarann, en það
verk annast Slippstöðin hf.,“
sagði Árni stýrimaður. Skip-
stjóri Viðis EA er Gísli Arn-
bergsson. ój
Togarar Útgerðarfélags Akureyringa hf.:
Báru að landi 23.675
tonn á liðnu ári
Heildarafli togara Útgerðarfé-
lags Akureyringa hf. var
23.675 tonn á liðnu ári, en árið
áður 22.580 tonn. Afli liðins
árs er heldur minni en 1990 sé
litið til fjölda sóknardaga.
Samkvæmt upplýsingum Ein-
ars Óskarssonar hjá Útgerðarfé-
lagi Akureyringa hf. var afli
Sléttbaks EA 304 4.292 tonn á
liðnu ári. Aflaverðmæti er 469
milljónir og úthaldsdagar 295.
Sléttbakur er frystitogari sem og
Sólbakur EA 307. Úthaldsdagar
Sólbaks EA voru 281, aflinn
3.112 tonn og aflaverðmæti 319
milljónir.
Útgerðarfélag Akureyringa hf.
gerði út fimm ísfisktogara á árinu
1991. Kaldbakur EA 301 var 207
daga á sjó en ungan úr sumrinu
var togarinn í slipp þar sem unnið
var að gagngerum breytingum á
skipinu. Afli Kaldbaks EA var
2.679 tonn og aflaverðmæti 133
inilljónir. Afli Svalbaks EA 302
var 4061 tonn, úthaldsdagar 262
og aflaverðmæti 187 milljónir.
Úthaldsdagar Harðbaks voru 275
og aflinn 4.542 tonn að verðmæt-
um 275 milljónir. Gamli Sólbak-
ur EA 305 bar að landi 2.323
GATT-viðræðurnar:
Bændasamtökin hafiia drögum að nýju samkomulagi
I ályktun sem stjórnir Búnað-
arfélags íslands og Stéttar-
sambands bænda sendu frá sér
í gær um drög að nýju GATT-
samkomulagi segir meðal ann-
ars að samningsdrög þessi séu
með öllu óaðgengileg fyrir
íslcnskan landbúnað. Verði
drögin að veruleika sé útilokað
að framfylgja sjálfstæðri land-
búnaðarstefnu í landinu og
matvælaöryggi þjóðarinnar
stefnt í hættu.
I ályktuninni er bent á að á
meðan verulegar útflutningsbæt-
ur og annar stuðningur verði
heimill í samkeppnislöndum
okkar verði íslenskir bændur í
mörgum tilvikum varnarlitlir
gagnvart innflutningi. Stórfelldur
samdráttur búvöruframleiðslunn-
ar verði óumflýjanlegur og þar
með yrði fækkun starfa í sveitum
og við úrvinnslu landbúnaðar-
afurða að veruleika. Því myndi
síðan fylgja ógnvekjandi röskun
á byggð landsins og eyðing heilla
byggða vofa yfir. Bænda-
samtökin krefjast þess að ríkis-
stjórnin hafni umræddum drög-
um að GATT-samkomulagi og
reynist ekki unnt að tryggja1
samning, sern íslenskur landbún-
aður geti búið við verði íslend-
ingar að fá sérstöðu sína viður-
kennda með sérákvæðum innan
samningsins. PI
tonn og úthaldsdagarnir voru
241. Afiaverðmæti reyndist 119
milljónir en aflaverðmæti Hrím-
baks EA 306 var 137 milljónir.
Úthaldsdagar voru 271 og aflinn
2.665 tonn. ísfisktogararnir lönd-
uðu öllum afla til vinnslu í hrað-
frystihúsi Útgerðarfélagsins. ój
SkagaQörður:
Fjölgun á
ferðum sjúkra-
bifreiða
Sjúkrabifreiöar Skagafjarðar-
deildar Rauða kross Islands
voru kallaöar oftar út á
nýliðnu ári en árið 1990. Einn-
ig voru fleiri brunaútköll í
Skagafirði í fyrra, en árið á
undan.
Skagafjarðardeild RKÍ er með
tvær sjúkrabifreiðar í sinni þjón-
ustu og er önnur staðsett á Sauð-
árkróki en hin á Hofsósi. Sjúkra-
flutningar hjá deildinni urðu 134
á árinu 1991 og þar af 22 vegna
slysa. Samsvarandi tölur ársins
1990 er 121 sjúkraflutningur og
þar af 18 vegna slysa.
Brunaútköll hjá slökkviliðs-
mönnum í Skagafirði voru ellefu
talsins á nýliðnu ári, en einungis
fimm árið á undan. Að sögn
Guðbrands Frímannssonar,
slökkviliðsstjóra á Sauðárkróki,
urðu engir stóreldsvoðar á árinu í
Skagafirði, en mest um útköll
vegna sinubruna. SBG
Akureyri:
Fjölgun skilnaða að borði og sæng
Leyfisbréfum vegna hjóna-
skilnaða að borði og sæng
fjölgaði á síðasta ári hjá bæjar-
fógctacmbættinu á Akureyri
samanborið við árið 1990.
Einnig fjölgaði sambúðarslita-
málum umtalsvert milli ára og
sömuleiðis var faðerni barns
úrskurðað með blóðrannsókn
mun oftar á síðasta ári en árið
1990.
Alls voru 34 leyfisbréf vegna
hjónaskilnaða að borði og sæng
gefin út á síðasta ári hjá bæjar-
fógetaembættinu á Ákureyri.
Þetta er umtalsverð aukning, því
árið á undan voru gefin út 27
leyfisbréf, en 31 árið 1989. Guð-
jón Björnsson, hjá bæjarfógeta-
embættinu á Akureyri, segir að
ýmsar ástæður séu fyrir skilnuð-
um. Fjárhagsmál komi þar vissu-
lega við sögu í sumum tilfellum,
en aðrar ástæður séu líka til-
greindar.
Sambúðarslitamál voru 36 á
síðasta ári samanborið við 31 árið
1990 og 22 árið 1989.
Kveðnir voru upp 24 meðlags-
úrskurðir á síðasta ári, 29 árið
1990 og 14 árið 1989.
Þá skal þess getið að í fyrra
voru framkvæmdar 10 blóðrann-
sóknir vegna barnsfaðernismála,
en aðeins 3 árið 1990 og 5 árið
1989. óþh
Hér er stærsta tækifærið
ta að vinna í stórhappdrætti
UMBOÐSMENN SÍBS Á NORÐURLANDI:
BORÐEYRI:
Pálmi Sæmundsson, sími 95-11123
HVAMMSTANGI:
Róberta Gunnþórsdóttir, Lækjargötu 6,
simi 95-12380
BLÖNDUÓS:
Kaupfélag Húnvetninga, sími 95-24200
SKAGASTRÖND:
Kristín Kristmundsdóttir,
Fellsbraut 6, sími 95-22858
SAUÐÁRKRÓKUR:
Friörik A. Jónsson, Háuhlíö 14, sími 95-35115
HOFSÓS:
Ásdís Garðarsdóttir, Kirkjugötu 19, sími 95-37305
SIGLUFJÖRÐUR:
Birgir Steindórsson, Aöalgötu 26, sími 96-71301
GRÍMSEY:
Kristjana Bjarnadóttir, Sæborg, sími 96-73111
ÓLAFSFJÖRÐUR:
Valberg hf., sími 96-62208
HRÍSEY:
Erla Siguröardóttir, sími 96-61733
DALVÍK:
Sólveig Antonsdóttir, Verslunin Sogn, sími 96-61300
AKUREYRI:
Björg Kristjánsdóttir, Strandgötu 17, sími 96-23265
SVALBARÐSEYRI:
Sigríöur Guðmundsdóttir, Svalbaröi, sími 96-23964
GRENIVÍK:
Brynhildur Friöbjörnsdóttir, Túngötu 13B,
simi 96-33227
LAUGAR REYKDÆLAHREPPI:
Rannveig H. Ólafsdóttir, sími 96-43181
MÝVATNSSVEIT:
MIÐINN KOSTAR
AÐEINS 500 KR.
Hólmfríöur Pétursdóttir, Víöihlíö, sími 96-44145
AÐALDALUR:
Kristjana Helgadóttir, Hraungeröi, sími 96-43587
HÚSAVÍK:
Jónas Egilsson, Árholti, sími 96-41405
KÓPASKER:
Óli Gunnarsson, sími 96-52118
RAUFARHÖFN:
Vilhjálmur Hólmgeirsson, sími 96-51150
ÞÓRSHÖFN:
Sparisjóöur Þórshafnar og nágrennis,
sími 96-81117
- MEÐ MESTU
VINNINGSLÍKURNAi