Dagur - 07.01.1992, Blaðsíða 1
75. árgangur
Akureyri, þriðjudagur 7. janúar 1992
3. tölublað
Gránufélagsgötu 4
Akureyri • Sími 23599
Fljúgandi hálka í Gilinu í gær:
Þrjár stúlkur fyrir bifreið
Þrjár stúlkur sluppu nær
ómeiddar þegar þær urðu fyr-
ir stjórnlausri bifreið sem
kom niður Kaupvangsstræti á
Akureyri í gær. Stúlkurnar
kváðust við hestaheilsu en
voru þó fluttar til rannsóknar
á slysadeild.
Að sögn varðstjóra hjá lög-
reglunni á Akureyri varð
sluppu án teljandi meiðsla
óhappið laust fyrir klukkan 14 í
gær. Fljúgandi hálka var í Gil-
inu og ökumaður bifreiðar
missti stjórn á henni á leið niður
Gilið með þeim afleiðingum að
bifreiðin rann á þrjár stúlkur
sem voru á gangstétt við Kaup-
vangsstræti sunnanvert.
Stúlkurnar sluppu vel og
segja má að bifreiðin hafi stöðv-
ast í tæka tíð því litlu munaði að
hún lenti fram af allháum
bakka.
Helgin var tiltölulega róleg
hjá lögreglunni á Akureyri. Þrír
fengu að sofa úr sér ölvímu í
fangageymslunum og einn öku-
maður var tekinn grunaður um
ölvun við akstur. SS
Skemmdarverk í Múlagöngum
Um helgina fékk rannsóknar-
lögreglan á Akureyri þrjá pilta
til yfirheyrslu, en þeir höfðu
verið staðnir að skemmdar-
verkum í Múlagöngum. Pilt-
arnir hafa margoft komið við
sögu lögreglunnar fyrir
innbrot, þjófnaði og skemmd-
arverk.
Á laugardagskvöldið munu
piltarnir hafa dundað við
skemmdarverk af ýmsu tagi í
Múlagöngum. Þeir skemmdu
einn neyðarsíma, stálu verkfær-
um í eigu Vegagerðarinnar, rifu
niður merki og krotuðu með túss-
penna á spegla; „voru öðrum til
armæðu, tjóns og bölvunar“, eins
og rannsóknarlögreglumaður
komst að orði. SS
Loðnan veiðist nú út af Austíjörðum:
Höfum ekki afskrifað
að hún fimiist norðar
- segir framkvæmdastjóri
Krossanesverksmiðjunnar
Loðnuveiðin var treg nú um
helgina en fyrstu loðnuskip
voru komin á miðin á föstu-
dag. Loðnan hefur gengið all-
hratt austur og suður með
Austfjörðunt síðan fyrir jól og
er veiðisvæðið nú út af Glett-
ingi. Verksmiðjurnar á Siglu-
firði og í Krossanesi eru því í
talsverðri fjarlægð frá veiði-
svæðinu.
Jóhann Pétur Andersen, fram-
kvæmdastjóri Krossanesverk-
smiðjunnar, segir að um sólar-
hrings sigling sé nú af miðunum
til verksmiðjunnar.
„Það þarf engum að koma á
óvart að loðnan sé komin svona
langt en það er samt ekkert
vonlaust að finnist önnur ganga
norðar. Við höfum ekkert af-
skrifað það,“ sagði hann.
Sem kunnugt er kom engin
Sættir tókust í bæjarfulltrúahópi sjálfstæðismanna í Ólafsfirði:
Meirihlutasamstarfínu bjargað á síðustu stundu
- tillaga um starfslok bæjarstjórans lögð til hliðar fyrir tvö sæti í bæjarráði
Á fundi bæjarstjórnar Ólafs-
fjarðar í gær var tilkynnt um
samkomulag sem bæjarfull-
trúar Sjálfstæðisflokksins í
bæjarstjórn gerðu með sér nú
um helgina. Eins og Dagur
hefur skýrt frá komu þeir þrír
fulltrúar flokksins, sem tóku
sér leyfi frá bæjarstjórnarstörf-
Veðrið:
Breytilegt
næstu daga
Búist er við afar breytilegri
veðráttu næstu sóiarhringa. í
dag gerir Veðurstofa íslands
ráð fyrir norðaustan hvassviðri
og éljagangi um allt norðan-
vert landið.
Síðdegis á að fara að lægja og
létta til og á morgun verður hæg
vestlæg átt og léttskýjað um aust-
anvert landið. Heldur hlýnar í
veðri. Á fimmtudag er síðan
búist við allhvassri suðvestan átt
og hitastigi nálægt frostmarki.
Úrkomulaust verður á Norður-
landi. SS
um í sumar, inn í bæjarstjórn
nú um áramót en fyrir þann
tíma hafði ekki verið leyst úr
ágreiningi þeirra og fjórða full-
trúa flokksins um störf bæjar-
stjórans, Bjarna Grímssonar.
Sem kunnugt er studdi Óskar
Þór Sigurbjörnsson, forseti
bæjarstjórnar, Bjarna og nú
um helgina gerðu bæjarfull-
trúarnir fjórir með sér sam-
komulag um að slíðra sverð og
að fallið verði frá tillögunni um
starfslok Bjarna. í staðinn fá
bæjarfulltrúarnir þrír meiri
áhrif í stjórn bæjarins því tveir
þeirra munu nú taka sæti í
bæjarráði.
Mikil fundahöld voru í röðum
sjálfstæðismanna í Ólafsfirði um
helgina. Þingmenn flokksins í
kjördæminu, Halldór Blöndal og
Tómas Ingi Olrich, voru í Ólafs-
firði á föstudag og laugardag og
reyndu með ýmsu móti að lægja
öldurnar. Allt leit út fyrir að
meirihlutasamstarf flokksins væri
að bresta en eftir ýmsar hug-
myndir féllust aðilar á þá lausn á
laugardagskvöld að Sigurður
Björnsson og Þorsteinn Ásgeirs-
son taki nú sæti í bæjarráði og á
móti verði fallið frá tillögu um
starfslok bæjarstjórans. Allir full-
trúarnir fjórir lýsa því yfir stuðn-
ingi við Bjarna.
Óskar Þór Sigurbjörnsson
verður áfram forseti bæjarstjórn-
ar en gefur nú eftir sæti sitt í
bæjarráði. Fyrir ágreininginn í
vor var Þorsteinn Ásgeirsson
annar fulltrúi flokksins í bæjar-
ráði og tekur þar sæti á ný ásamt
Sigurði.
Óskar Þór segist ánægður með
þessa niðurstöðu en nú skipti
miklu hvernig þessum brevting-
um reiði af. „Ég vænti þess að
þetta sé sú besta lausn sem hægt
var að finna og nú reynir á að
menn standi við hana. Ég vona
að menn geri það,“ sagði Oskar.
Þótt Bjarni Grímsson, bæjar-
stjóri, hafi ekki verið beinn aðili
að þessari deilu er ljóst að hann
er samþykkur þessu samkomu-
lagi. Hann verður því áfram í stól
bæjarstjóra og starfar með meiri-
hluta sjálfstæðismanna þrátt fyrir
fyrri ágreining enda styður meiri-
hlutinn hann nú óskiptur. JÓH
Sjö nýir eyjaskeggjar:
Frjú böm í Grímsey
- íjögur í Hrísey
Þrír dreng'r fæddust í Grímsey
á liðnu ári og í Hrísey fjögur
börn.
Sé litið til fæðinga í eyjunum
tveimur Grímsey og Hrísey þá
eru þær ekki margar á árinu
1991. Þannig fæddust þrír drengir
á liðnu ári í Grímsey. í maímán-
uði 1990 fæddust tvær stúlkur í
eynni, en þá höfðu eingöngu
fæðst drengir frá því í desem-
loðna til Siglufjarðar á haustver-
tíðinni en til Krossaness komu
rúm 6300 tonn. Jóhann Pétur
sagði að miðað við heildarveiðina
á haustvertíðinni megi vel við
þetta magn una en þetta er um
11% af heildarveiðinni. Hann
segir að engin vandræði skapist
við að standa við sölusamninga
enda hafi samningar ekki verið
gerðir nema fyrirsjáanlega verði
unnt að standa við þá. JÓH
bermánuði 1982. Ibúar Gríms-
eyjar eru nú 118.
íbúar Hríseyjar voru um ára-
mót 272 og eyjaskeggjar eignuð-
ust fjögur börn árið 1991. Jafnt er
komið á með kynjunum því 136
karlar og drengir eru búsettir í
eyjunni og 136 konur og stúlkur.
Hríseyjarhreppur er eitt af ör-
fáum byggðarlögum á íslandi
sem svo er. ój
Dalvík:
Beit félaga
sinn í ennið
Aöfaranótt sunnudags lenti
tveimur mönnuni saman á
Dalvík. Höfðu þeir setið að
sumbli og þegar lækkaði í
flöskunni slettist upp á vin-
skapinn. Lauk viðskiptuin
þeirra þannig að annar beit
hinn í cnnið.
Þær upplýsingar fengust hjá
lögreglunni á Dalvík að greini-
legir áverkar hefðu verið á
enni annars mannsins, sem
staðfestu að hinn hefði beitt
tönnum sínum ódrengilega.
Ekki voru áverkarnir alvarleg-
ir og var ekki talin ástæða til
að færa hinn bitna undir
læknishendur. SS
Eyjafjarðarsýsla:
Fleiri gjald-
þrot í fyrra
en árið 1990
Gjaldþrotabciðnir hjá
bæjarfógetaembættinu á
Akureyri á síðasta ári voru
155, en 114 árið 1990.
Gjaldþrotaúrskurðir á síð-
asta ári voru hins vegar 76,
en voru 28 á árinu 1990.
Nauðungaruppboössölur á
fasteignum hjá
bæjarfógetaembættinu á
Akureyri voru 41 á síðasta ári.
Árið 1990 voru 52 nauðungar-
uppboðssölur á fasteignum.
Þá voru þingfestingar 287 tals-
ins á síðasta ári. Fjárnám voru
645 á móti 663 árið 1990 og
538 lögtök á móti 461 árið
1990. óþh