Dagur - 18.01.1992, Blaðsíða 9
Laugardagur 18. janúar 1992 - DAGUR - 9
„Ég er ekki eins svartsýnn og ýmsir aðrir á GATT-samningana en það er
alveg Ijóst að við getum ekki búist við því að hafa landið algjörlega lokað að
þessu leyti til langrar framtíðar.“
félögum er með mismunandi
hætti á mismunandi stöðum á
landinu. Mjólkurbú Flóamanna
er eign bændanna sjálfra en hins
vegar eru mjólkursamlögin fyrir
norðan rekin í tengslum við ann-
an rekstur kaupfélaganna þannig
að bændur ráða ekki þeim afurða-
stöðvum. Eins er um sláturhúsin.
Par sem um hinn blandaða rekstur
er að ræða koma upp ótal spurn-
ingar um það hver eigi hvað.
Eiga verslanirnar á Akureyri
mjólkursamlagið eða á mjólkur-
samlagið verslanirnar? Hver er
svo staða sjávarútvegsrekstrar
KEA, svo ég taki það sem dæmi?
Þessar spurningar eru mjög knýj-
andi og ábyrgðarlaust að leiða
þær hjá sér því samningar um
evrópskt efnahagssvæði og
GATT-samkomulagið liggja í
loftinu. Við getum ekki látið eins
og þeir samningar séu ekki til. A
hinn bóginn getum við ekki held-
ur sagt að við viljum standa utan
við slík alþjóðleg tollasamlög
vegna þess að sú velmegun sem
við íslendingar búum við á í ríkum
mæli rætur sínar að rekja tii þess
aukna frjálsræðis sem nú er í
alþjóðlegum viðskiptum.“
Getum varist með því
að banna innflutning á
ferskum sláturafurðum
- í utandagskrárumræðum á
Alþingi nýlega talaðir þú um að
íslenskur landbúnaður væri ekki
nógu vel búinn undir frjálsan
innflutning búvara. Óttastu
afleiðingarnar ef GATT-sam-
komulagið verður að veruleika?
„Landbúnaðurinn á í sam-
keppni við aðrar neysluvörur. Ef
samkomulagið verður að veru-
leika mun það hafa í för með sér
að verð mun hækka á brauði og
kornmat t.d. og þar sem land-
búnaður nýtur styrkja mun fram-
leiðsluverð fara hækkandi. Að
því leyti mun samkeppnisstaða
kjötvara og fisks batna erlendis.
Við höfum reynt að byggja okkar
málflutning upp á því að við get-
um staðið á móti innflutningi á
lifandi dýrum og ferskum slátur-
afurðum til þess að koma í veg
fyrir sýkingarhættu. Við höfum
lagt áherslu á sérstöðu okkar og
hversu lengi íslenskt búfé hefur
verið einangrað og getað skír-
skotað t.d. til þess að mæðiveik-
in, sem varð hér að faraldri, er
sjúkdómur sem aðrar þjóðir geta
búið við. Okkar bústofn var svo
viðkvæmur fyrir þessum sjúk-
dómi þannig að við teljum að við
þurfum að vernda okkar stofn.
Við gerum okkur vonir um að
geta varist með því að banna
innflutning á ferskum slátur-
afurðum. Það liggur þó ekki
endanlega ljóst fyrir hversu mikið
hald er í því. Við verðum í hverju
tilviki að sanna að heilbrigðis-
ástand sé hér betra heldur en í
því landi sem í hvert skipti kýs að
reyna að komast inn á íslenskan
markað.
Getum ekki lokað landinu
til framtíðar
Ég álít að íslendingar hafi til-
hneigingu til þess að kaupa
íslenskar matvörur vegna þess að
við erum vanir þeim og okkur
líkar þær. Þær falla að okkar
smekk og ég hef heyrt þá skoðun
hjá erlendu fólki, sem hingað
hefur komið, að matvörurnar
okkar séu mjög vandaðar og
góðar. A hinn bóginn verðum við
að lækka verðið og það hefðum
við þurft að gera, hvað sem þess-
um GATT-samningum líður. Ég
er þess vegna ekki eins svartsýnn
og ýmsir aðrir á GATT-samning-
ana en það er alveg Ijóst að við
getum ekki búist við jjví að hafa
landið algjörlega lokað að þessu
leyti til langrar framtíðar. Ég
held líka að bændasamtökin sjálf
geri sér þetta ljóst.“
- Ertu sáttur við þá fyrirvara
sem ríkisstjórnin gerði við tillög-
ur Dunkels?
„Já, það var fullkomin sátt og
samstaða um þá innan ríkis-
stjórnarinnar. Ég vil sérstaklega
árétta þann kafla sem snýr að
innflutningstakmörkunum. Við
vekjum athygli á þeirri ákvörðun
okkar íslendinga að ætla að
Texti og myndir:
Björn Jóhann Björnsson
leggja útflutningsbætur niður frá
næsta hausti, sem við teljum að
eigi að nýtast okkur á þann hátt
að okkur verði heimilt að beita
innflutningstakmörkunum. Enn-
fremur leggjum við til að þær
þjóðir, sem skerða útflutnings-
bætur meir en krafist er í tillög-
um Dunkels, megi nota það fé,
sem þannig sparast, til styrktar
landbúnaðinum með öðrum
hætti. Samþykkt ríkisstjórnarinn-
ar hefur verið kynnt Dunkel og
hann tók henni vel, hvað sem það
nú merkir. Um þau efni er ekki
hæat að gefa sér neitt fyrirfram."
Þorri þjóöarinnar vill
halda stöðugleikanum
- Að lokum, Halldór. Hvernig
verður komið fyrir okkur íslend-
ingum um komandi aldamót.
Verðum við komin út úr svart-
nættinu sem við virðumst vera í?
„Sem stendur erum við í hópi
þeirra Evrópuþjóða þar sem
verðbólga er minnst. Við erum
smátt og smátt að læra að meta
kosti þess og það er enginn vafi á
því að þorri þjóðarinnar vill að
þannig verði haldið á málum, að
þessi stöðugleiki haldist. Það er
engan veginn auðvelt, það eru
erfiðir kjarasamningar framund-
an og þjóðarbúið hefur orðið fyr-
ir margvíslegum ytri áföllum, en
þetta er samt sem áður það verk-
efni sem stjórnmálamenn og aðil-
ar vinnumarkaðarins verða að
leysa.
Ef okkur tekst að gera þetta,
að halda stöðugleikanum, mun
það mjög fljótt hafa jákvæð áhrif
í atvinnulífinu. Vextir munu fara
lækkandi og margs konar fram-
tak einstaklinganna vakna til lífs-
ins með auknum umsvifum. Það
er enginn vafi á því að fyrirtæki
og einstaklingar halda að sér
höndum núna meðan ekki hefur
verið gengið frá nýjum kjara-
samningum.
Ég er bjartsýnn á þá mögu-
leika, sem við höfum íslendingar,
þegar við lítum fram til næstu
aldamóta. Aukið frjálsræði í við-
skiptum opnar nýjar dyr, við
munum smátt og smátt ná betri
tökum á ferðaþjónustu og ýmsu
öðru, sem landið hefur upp á að
bjóða og getur fært okkur veru-
legar gjaldeyristekjur og loks er
ekki vafi á því að orka fallvatn-
anna mun skila okkur miklu strax
á alira næstu árum. Næsti áratug-
ur verður áratugur tækifæranna,
áratugur framfara og sígandi
lukku fyrir okkur íslendinga.“
RAUNÁVÖXTUN
Á KJÖRBÓK
ÁRIÐ 1991 VAR
4,06-6,03%
YFIR 8Q.000
KJ0RB0KAR-
EIGENDUR
FENGU
ÞVÍ GREIDDAR
3937
MILUÓNIR
ÁÁRINU
Innstæða á Kjörbókum er nú samtals rúmir
27,5 milljarðar. Hún er því sem fyrr langstærsta
sparnaðarform í íslenska bankakerfinu.
Ástæðan er einföld: Kjörbókin er traust, óbundin
og áhættulaus og tryggir eigendum sínum háa
og örugga ávöxtun. Ársávöxtun árið 1991 var
12,01-14,14%. Raunávöxtun á grunnþrepi var
því 4,06%, 16 mánaða þrepið bar 5,44%
raunávöxtun og 24 mánaða þrepið 6,03%.
Kjörbókareigendur geta þess vegna nú sem
fyrr horft björtum augum fram á við fullvissir um
að spariféð muni vaxa vel á nýju ári.
Kjörbók er einn margra góðra kosta sem
bjóðast í RS, Reglubundnum sparnaði
Landsbankans
Landsbankinn óskar landsmönnum vaxandi
gæfu og góðs gengis á árinu 1992.
Landsbanki
íslands
Banki allra landsmanna