Dagur - 18.01.1992, Blaðsíða 7

Dagur - 18.01.1992, Blaðsíða 7
Laugardagur 18. janúar 1992 - DAGUR - 7 EFST í HUGA Stefán Þór Sæmundsson JHfe B # v Draumurinn um kennara- starfið á Kópaskeri Einu sinni lét ég mig dreyma um að ger- ast kennari á Kópaskeri eða Raufarhöfn og stunda ritstörf í hjáverkum. Jafnframt hugðist ég taka virkan þátt í félagslífinu, leika á sviði og jafnvel semja leikrit og revíur. Um sumarið var ætlunin að hend- ast í heyskap, ferðast og skrifa. Það var ekki bara af hugsjón sem hug- urinn hvarflaði austur í strjálbýlið. Ég sá auðvitað fjárhagslegan ávinning í því líka. Er ekki alltaf verið að borga kennur- um flutningsstyrki, útvega þeim ókeypis húsnæði og fleira í þeim dúr til að lokka þá út á landsbyggðina? Og á þessum stöðum er ekkert glingur til að glepja hugann og maður ætti varla að kaupa annað en brýnustu nauðsynjar. Já, mað- ur hefði eflaust getað lagt eitthvað fyrir. Jæja, það varð ekkert úr för minni austur og heldur varla sanngjarnt gagn- vart fjárvana sveitarfélögum að ráða sig þangað á allt að því fölskum forsendum. Mér skilst líka að það mælist ekki vel fyr- ir á þessum stöðum þegar einhverjir fuglar koma þangað í skamman tíma með ærnum tilkostnaði fyrir viðkomandi sveitarfélag. Á sama hátt hafa forsvars- menn fámennra sjávarplássa verið að ergja sig yfir aðkomumönnum sem munstra sig á togara byggðarlagsins en eru með lögheimili annars staðar og greiða útsvarið þangað. Mörgum hrýs reyndar hugur við að flytja til afskekktra byggðarlaga, í lokað samfélag þar sem allir eru skyldir öllum, samgöngur erfiðar, þjónusta lítil og vöru- úrval fábrotið miðað við það sem þekkist í kaupstöðum. En í mínum huga snýst lífið um mat og menningu, í víðum skiln- ingi. Maður þarf að hafa atvinnu til að geta brauðfætt sig og sína og staðið undir húsnæðiskostnaði og maður þarf að fá tækifæri til að stunda og njóta lista og tómstunda. Öflugt menningarlíf og gott mannlíf reist á undirstöðum atvinnu- lífsins hlýtur því að gera hvert sveitar- félag byggilegt. En ég var að tala um kennara og hvernig þeir væru lokkaðir út á lands- byggðina. Kennaraefnin hljóta sína menntun í Reykjavík og það virðist þrautin þyngri að komast aftur frá höfuð- borginni. Kennaraskorturinn á lands- byggðinni er vandamál sem þarf að taka á og ég er viss um að stofnun kennara- deildar við Háskólann á Akureyri yrði mjög til bóta, enda meiri líkur á að fólk forði sér þaðan en frá Reykjavík! Nei, þetta var fullgróft, en vissulega er sjón- deildarhringurinn annar á Akureyri og líklegra að nýútskrifaðir kennarar þaðan skili sér í stöður á landsbyggðinni. Reykjavík er ryksuga sem þarf að losa og helst að stilla á blástur ef hægt er. Tæknilega séð er það hin eina og sanna byggðastefna, en sjálfsagt er hún ill- framkvæmanleg eins og aðrar byggða- stefnur sem eru mótaðar í þessu musteri mammons. Fjölmið lar Þröstur Haraldsson Eins konar minningar- grein um Þjóöviljann Þaö eru blendnar tilfinningar sem upp koma viö lestur á viötali viö Helga Guömundsson ritstjóra ÞjóÖviljans í Nýju Helgarblaði f gær. Þar er Helgi aö kveðja lesendur blaösins og setja punkt aftan viö 55 ára sögu, eins og hann segir sjálfur. Þaö er haegt aö taka undir meö honum þegar hann segir aö þaö séu mikil tíöindi, þótt ekki sé þar meö sagt aö þau komi manni alveg í opna skjöldu. Ég get líka tekið undir meö ritstjóranum þegar hann segir: „Ég er í hópi þeirra íslendinga sem nánast aila sína ævi hafa haft Þjóðvilja inn- an seilingar, alveg frá þvf ég var barn...Þjóövilj- inn hefur fylgt mér og fjölskyldu minni og foreldr- um mínum á sínum tíma." Auðvitað verða þaö viöbrigöi að fá ekki sinn daglega Þjóðvilja (þótt hann hafi ekki komiö út nema fjórum sinnum í viku upp á það síöasta). En eins og ég sagði þá koma þessi tíöindi ekki alveg á óvart. Raunar greinir menn á um þaö hvenær nályktin hafi sest að á skrifstofum blaösins. Eftir á að hyggja held ég að upphafið að endalokunum megi rekja allt aftur til ársins 1984. Þá kom upp klofningur í flokknum og hreyfingunni sem aö blaöinu stendur, klofningur sem enn er aö verki þótt reynt hafi verið að bera klæöi á vopnin. Þessi klofningur er stærsta ástæöan fyrir þvf aö 55 ára útgáfusögu er að Ijúka, sennilega nú um helgina, þótt ýmsar aörar komi þar einnig viö sögu. Þaö sem í raun geröist var það aö upp hófust átök um blaöið, stefnuna, starfsmannahald og nokkurn veginn allt sem snerti blaðið. Þau átök stóðu árum saman og uröu á tíðum svo illvíg að menn yfirgáfu blaö og jafnvei flokk bæði sárir og móöir. í slagnum miöjum kom svo upp úr kafinu að rekstrargrundvöllur blaðsins var að heita mátti brostinn. í öilum hamaganginum höfðu menn gleymt því að það var til veröld utan veggja flokks og blaðs. Þar var að verki markað- ur með sín lögmál sem ailir fjölmiðlar þurftu og þurfa enn aö laga sig aö. Þar höfðu gerst tfðindi sem voru mjög andstæð rekstri Þjóðviljans. í fyrsta lagi haföi fjölmiðlunum fjölgað verulega en auglýsingaframboöiö ekki að sama skapi. í ööru lagi haföi tfminn hlaupið fráflokksmálgögn- um. Sú tíð var einfaldlega liöin að kjósendur tækju ákvörðun upp úr fermingu um þaö hvaða flokki þeir fylgdu aö málum sem þeir svo gerðu fram á grafarbakkann og jafnvel lengra. Nýir kjósendur leituöu ekki f Þjóöviljann eöa önnur flokksblöð eftir Ifnunni heldur vildu þeir fá upp- lýsingar sem þeir gátu treyst og notað til þess að móta sína eigin tínu. En eins og ég sagöi þá voru aöstandendur Þjóöviljans of uppteknir af því aö rffast um þaö hver mætti skrifa hvað og hvenær í blaöiö til þess að taka eftir breytingunum í samfélaginu. Þegar upp var komin sú staöa aö reksturinn var að heita mátti vonlaus sneri stór hópur baki við blaöinu. Eftir sátu þeir sem ekki vildu horfast í augu viö staöreyndir og böröu hausnum viö steininn. Nú hefur tími sannleikans einnig runnið upp hjá útgefendum blaösins. Með aöstoö Lands- bankans hefur blaðinu verið haldið úti lengur en raunhæft gat talist. Bankinn mun svo væntan- iega þurfa aö kyngja tapi upp á einhverjar millj- ónir króna. Og sennilega lauk útgáfusögunni í gær þótt sagt sé að blaðiö eigi að koma út til mánaðamóta. Blaöamannafélagiö hefur boðaö til verkfalls á ritstjórn frá og meö sunnudegi þegar greiðslustöövunin rennur út. Ólíklegt má teljast aö útgefendum takist að greiða þau lífeyr- isiðgjöld og stéttarfélagsgjöld sem dregin hafa verið af launum blaðamanna en ekki skilað til fé- lagsins. Starfsfólksins vegna vona ég þó að þaö takist því nógu slæmt verður fyrir þau að standa uppi atvinnuiaus þótt ekki bætist viö skertur róttur í iífeyrissjóði. Það er ekki öfundsvert á þessum viðsjárveröu tímum. Því miður bólar ekkert á nýju félagshyggjublaði. Vonin um að það sæi dagsins Ijós dvínaði verulega eftir aö frjáls- hyggjuliöiö á Stöö 2 og þar um kring féll frá því að vera meö. Svona er nú veröldin ennþá snúin þrátt fyrir 55 ára nudd Þjóðviljans. Schola Akureyrensis. Frá Menntaskólanum á Akureyri Unnið er að því að koma upp safni kennslubóka sem kenndar hafa verið við skólann síðan 1930, að skólanum voru sett sérstök lög. Árni Friðgeirsson hefur umsjón með þessu safni. Hér með er auglýst eftir gömlum kennslubókum sem notaðar hafa verið við kennslu bæði í gagnfræðadeild og menntadeild skólans. Eru gamlir nemendur og aðrir, sem vilja gefa eða selja skólanum gamlar kennslubækur í þeim tilgangi að þær renni í safn kennslubóka við Menntaskólann á Akureyri, beðnir að hafa samband við Árna Friðgeirsson eða undirritaðan. Menntaskólanum á Akureyri í janúar 1992, Tryggvi Gíslason. Lögtök Eftir kröfu innheimtumanns ríkissjóðs á Akureyri Dalvík og Eyjafjarðarsýslu og að undangengnum úrskurði verða lögtök látin fara fram án frekari fyrirvara á kostnað gjald- anda, en á ábyrgð ríkissjóðs, að átta dögum liðnum frá birtingu auglýsingar þessarar, fyrir eftirtöldum gjöldum. Virðisaukaskatti fyrir október og nóvember 1991. Virðis- aukaskattur með gjalddaga 1. mars og 1. september (bændur), svo og virðisaukaskattahækkunum álögðum frá 1. janúar til 15. janúar 1992. Vanskilafé, álagi og vöxtum skv. 29. gr. I. nr. 45/1987 um staðgreiöslu opinberra gjalda, skv. 14. gr. I. nr. 90/1987 fyrir tímabilið nóvember og desember 1991 með eindögum 15. desember, 15. janúar 1991, tryggingagjaldi fyrir tímabilið nóvember og desember 1991, þinggjaldahækkun, skilagjaldi umbúða, vörugjaldi af innlendri framleiðslu, viðbótar söluskatti og söluskattshækkunum til þessa dags, stöðvunarbrotsgjaldi skv. 108. gr. I. nr. 50/1987, skipulagsgjaldi af nýbygging- um, og til hverskonar gjaldahækkana. Bæjarfógetinn á Akureyri og Davík og Sýslumaðurinn í Eyjafjarðarsýslu. 16. janúar 1992. LANDVERND <S3> Landgræðslu- og náttúruverndarsamtök íslands Styrkir til umhverfismála Á næstunni verður úthlutað styrkjum úr Poka- sjóði Landverndar. 1. Um styrk geta sótt: Félög, samtök, stofnanir og einstaklingar. 2. Úthlutun er bundin verkefnum á sviði umhverfismála, svo sem landgræðslu, skógrækt, friðun, verndun, fegrun og snyrt- ingu lands og til fræðslu og rannsókna. Skil- yrði er að verkefnin séu í þágu almennings. 3. Verkefni, sem sótt er um styrk til, þurfa að vera vel afmörkuð og skilgreind. Umsóknum ber að skila á þar til gerðum eyðublöðum, sem fást á skrifstofu Landverndar, Skóla- vörðustíg 25, 101 Reykjavík, sími 25242 og 625242. 4. Farið er fram á að styrkþegar leggi af mörk- um mótframlag, sem getur falist í fjárfram- lögum, vélum, tækjum, efni eða vinnu. 5. Styrkþegar skuldbinda sig til að skila skýrslu um framkvæmd og árangur verkefnisins fyrir lok úthlutunarárs. 6. Styrkumsóknir þurfa að berast skrifstofu Landverndar fyrir kl. 17.00 þann 29. febrúar 1992. Þeir sem eiga eldri umsóknir í Pokasjóðinn þurfa að endurnýja þær í samræmi við þessa auglýs- ingu. Landvernd, Skólavörðustíg 25, 101 Reykjavík, sími 25242, myndsendir 625242.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.