Dagur - 18.01.1992, Blaðsíða 12
12 - DAGUR - Laugardagur 18. janúar 1992
Laugardagur 18. janúar 1992 - DAGUR - 13
Margir kannast við Ágúst Karl Gunnarsson og vita að hann hefur lent í
ýmsum hremmingum um ævina. Oft hefur hann sloppið á undraverðan
hátt úr hildarleik og sjálfur þakkar hann æðri máttarvöldum fyrir að vera
enn á lífi. í dag rekur Ágúst þjónustufyrirtækið Bláu línuna í húsi við
Hafnarstræti, sem oft er kennt við verslunina Eyjafjörð. Auk símaþjón-
ustunnar er hann með litla smiðju í húsinu og þar dundar hann við hönn-
un og járnsmíði sem sjálfstæður verktaki. Hann hefur lengi verið tals-
maður einkaframtaksins og reynt margt í þeim efnum, eins og kom upp
úr kafínu þegar blaðamaður Dags ræddi við hann í síðustu viku.
Ágúst sat við tölvuna með símann á hægri
hönd. Hvolpurinn hans nagaði skóreimar
blaðamanns. Kaffivélin var að trekkja og
öskubakkar til reiðu. Upptökutækið stillt.
Nú átti að spyrja kappann spjörunum úr um
Bláu línuna, þessa nýju þjónustu fyrir
Norðlendinga. Jú, vissulega stóð ekki á
svörum, en meðan biksvart kaffið rann ljúf-
lega niður og Camelstubbarnir hlóðust upp í
öskubakkanum fór samtal okkar fram og
aftur blindgötuna og á endanum vorum við
komnir með seiðing í magann og helgarvið-
tal á segulbandinu.
„Fæddur og uppalinn Akureyringur,"
sagði Ágúst þegar við létum hugann reika
aftur í tímann. „Ég var baldinn og sennilega
öllum kennurum til ama, en til að drengur-
inn næði einhverri menntun var ég sendur í
heimavistarskóla á Núpi og þaðan útskrifað-
ist ég. Þar var ekki hægt að komast upp með
neitt múður. Maður átti að læra og kennar-
arnir stóðu yfir manni á meðan.“
Kokkur sem kunni ekki
að sjóða hafragraut
Eftir þetta fór Ágúst á vertíð, eins og títt
var um unglingspilta. Hann vann bæði á sjó
og í landi, var þrjár vertíðir í Vestmanna-
eyjum og eina í Ólafsvík og kom nálægt
sjómennsku síðar, m.a. á Akureyrartogur-
unum.
„Ég gifti mig ungur ennþá yngri mann-
eskju. Við vorum hálfgerð börn og vissum
ekkert hvað við vorum að fara út í. Með
þeirri konu eignaðist ég tvær stúlkur. Sú
eldri er tuttugu og eins árs í dag og er í söng-
námi. Hin er sextán ára og býr hjá móður
sinni í Borgarnesi. Þær eru báðar góðar að
teikna og ég hef trú á að sú yngri eigi eftir að
ná langt í myndlist. Sú eldri yrkir líka mjög
falleg ljóð.
Við skildum eftir sex ára hjónaband óg ég
kynntist seinni sambýliskonu minni. Þá fór
ég að vinna við kokkamennsku og fleira.
Fyrst var ég hjá Ofnasmiðju Norðurlands en
eftir að slitnaði upp úr sambandinu dreif ég
mig suður til Grindavíkur á vertíð. Ég réði
mig á humarbát og byrjaði á því að skipta
um allt spilverkið í bátnum. Nú, konan kom
suður með drenginn sinn og við tókum sam-
an aftur. Við vorum húsnæðislaus en það
var auglýst eftir ráðskonu í Hraðfrystihúsi
Grindavíkur. Ég hringdi þangað og þegar
karlinn spurði hvort ég væri vanur kokkur
játaði ég því, þótt ég hefði aldrei eldað
hafragraut, hvað þá meira.
Þarna voru 70 manns í mat og fyrstu þrjá
sólarhringana var ég í stöðugu síma-
sambandi við móður mína á Akureyri. Hún
ráðlagði mér að sjóða súpukjöt og ég fór og
sagaði niður þrjá skrokka og setti í potta
ásamt jurtum. Þetta kjöt entist vel og var
notað í bixemat á fimmta degi.“
Blómaskeið á Dalvík
„Kokkamennskan þróaðist hjá mér, enda
hafði ég mikinn áhuga á henni. Undanfarin
ár hef ég tekið að mér fermingarveislur og
aðrar veislur og útbúið bæði heit og köld
borð. Ég veit ekki betur en að allir hafi ver-
ið ánægðir með þetta hjá mér. Eitt sinn bjó
ég til tertu sem var tæpur fermetri að stærð.
í fyrra útbjó ég þrjár fermingarveislur,
þannig að ég hef ekki bara verið að sjóða
saman járn á síðustu árum.“
- Hvert lá leiðin frá Grindavík?
„Við fórum til Grundarfjarðar og vorum
fyrirtæki í Reykjavík sem selur þessar pönn-
ur og konan fékk skilaboðin frá mér.
Það má segja að hugmyndin að Bláu lín-
unni hafi kviknað út frá eigin reynslu. Ég
þurfti oft að leita lengi eftir efni og þjónustu
í verktakabransanum og mér finnst sjálfsagt
að Norðlendingar geti hringt á einn stað og
fengið slíkar upplýsingar. Þess vegna varð
Bláa línan til.“
Hringt og spurt um bláar spólur
Ágúst segir að reynslan af Bláu línunni hafi
verið góð og fólk hringi og spyrji um ólík-
legustu hluti. Hann getur yfirleitt greitt úr
vandkvæðum fólks með aðstoð upplýsing-
anna í tölvunni. Þeir aðilar sem jjar eru á
skrá greiða þjónustgjald, ársfjórðung í
senn, og þeir fá síðan staðfestingu á því hve
oft Bláa línan vísar á þá og geta þannig
fylgst með ávinningnum af því að vera á
skrá. Þetta er kleift með aðstoð tækjabún-
aðarins, en Ágúst er með fullkominn síma,
símsvara og upptökubúnað auk tölvunnar
góðu. Þá auglýsir hann þjónustuna á eigin
kostnað.
- Hringja margir til að forvitnast um
Bláu línuna og hafa jafnvel einhverjir mis-
skilið þetta „bláa“ í nafni fyrirtækisins?
„Já, það hafa margir hringt til að forvitn-
ast um hvaða fyrirbæri Bláa línan er og einn
hefur misskilið nafnið hrapallega. Sá spurði
hvort ég gæti ekki útvegað honum bláar
spólur, því þær voru ekki til þar sem hann
var staddur. Ég tók það til bragðs að svara
fyrirspurninni kurteislega og benti mannin-
um á myndbandaleigu hér í bænum og ég
frétti síðar að hann hefði komið þangað vel
mildur í leigubíl og tekið nokkrar bláar."
- En eins og Bláa línan er byggð upp er
þetta varla arðbært fyrirtæki, eða hvað?
„Nei, menn skilja ekki hvernig ég lifi á
þessu, enda geri ég það ekki. Mig óar við
símreikningunum. En mottóið mitt í dag er
að liðsinna öðrum. Það veitir mér mikla
ánægju. í ófærðinni á dögunum hringdu til
dæmis margir og báðu um snjómokstur. Ég
var ekki kominn með neina slíka aðila á
skrá, nema einn mann á góðum bíl sem var
í því allan daginn að draga aðra bíla úr
sköflum. Ég hringdi á Vinnumiðlunarskrif-
stofuna og þar gáfu þrír sig fram og þeir
fóru beint í moksturinn og ég útvegaði þeim
verkefni.
Mig langar að útfæra þá hugmynd að
koma á fót Iausráðningamarkaði þar sem
atvinnurekendur geta leitað til fólks á skrá
hjá mér í forföllum eða til tímabundinna
verkefna. Ég veit um fólk sem vill taka að
sér slíka lausavinnu og það væri upplagt að
fá það á skrá.“
Hanna og smíða eftir teikningum
Ágúst sagðist telja að þessi þjónusta væri
bráðnauðsynleg en fólk hefði verið frekar
seint að átta sig á þeim möguleikum sem
Bláa línan gæfi.
„En þetta er ekki lifibrauð mitt. Ég er
með verkstæði hérna í húsinu og teikniborð.
Það sem ég ætlaði að gera í Listagilinu var
að fara út í fínsmíði og hönnun. Ég hef
mjög gaman af því að hanna og nú get ég
teiknað í tölvunni."
- Það er kannski uppfinningamaður í
þér?
„Við skulum ekkert fara út í það, en ég
geri dálítið af því að hanna og smíða eftir
eigin teikningum. Ég á fulla möppu af teikn-
ingum en ég er hræddur um að hugmyndun-
um yrði stolið frá tnér ef ég færi að sýna þær
einhverjum.
Ég hef líka fengist við annars konar teikn-
ingar og stofnaði Handlistafélagið á Dalvík
1981. Ég tók sjálfur að mér að kenna undir-
stöðuatriðin í myndlist og það hefur alltaf
blundað í mér löngun til að mála. Þetta
tjáningarform hefur gefið mér mikið en ég
hef lítið sinnt því undanfarin ár. Ætli dætur
mínar hafi ekki erft þessa hæfileika frá
mér.“
Ágúst hefur alltaf verið mikill talsmaður
einkaframtaksins og reynt að standa í lapp-
irnar, eins og hann orðaði það sjálfur.
„Oft hef ég dottið á hnén, en alltaf náð að
skríða á fætur aftur,“ sagði Ágúst og brosti
tvíræðu brosi.
Yerð oft var við Gunna gamla
- Oft hef ég heyrt því fleygt að einkafram-
takið eigi ekki upp á pallborðið á Akureyri.
Hver er þín reynsla af samskiptum við
bæjaryfirvöld?
„Hún er æði inisjöfn. Ég hef átt góða að,
og sjálfsagt að þakka þeim, en því rniður hef
ég líka aðra sögu að segja. Núna er ég
reyndar búinn að skrifa bæjarstjórn og óska
eftir að hún breyti þeirri ákvörðun skipu-
lagsnefndar að rífa húsið sem ég er í og leigi
mér það áfram undir Bláu línuna og verk-
takastarfsemi mína. Mér finnst út í hött að
rífa þetta hús til að setja hér stæði fyrir
nokkra bíla. Það er ekkert að húsinu og hér
er góður andi. Ég verð oft var við Gunna
gamla og veit að hann er mjög sáttur við að
hafa mig hér.
Ég er búinn að sækja um styrk til atvinnu-
málanefndar því það er útilokað fyrir mig
einan að standa í því að reka Bláu línuna.
Ég trúi ekki öðru en að nefndin taki jákvætt
í erindið, enda á það að vera hlutverk henn-
ar að hlúa að vaxtarbroddum í atvinnulíf-
inu. Ég er að útvega mönnum verkefni
hérna í bænum og er með neyðarþjónustu í
samvinnu við lögregluna og hef fengið góð-
ar undirtektir.
Ég hef reynt áður fyrir mér hjá atvinnu-
málanefnd. Þegar ég frétti af stóra húsinu
við Dalsbraut sá ég möguleika á að setja
upp málmsteypu og fékk ræðismann Svía til
að tala við ákveðna aðila í Svíþjóð. Ég fór
til Reykjavíkur og heimsótti málmsteypur
þar og ég gaf atvinnumálanefnd skýrslu um
hugmyndina. Þá var ég líka búinn að tala
við fjárhagslega sterk fyrirtæki. Hugmyndin
var að stol'na hlutalelag til að nýta brota-
járnið sem fellur til hér á Akureyri í stað
þess að selja það fyrirtæki í Reykjavík. En
ég hef hvorki heyrt hósta né stunu frá
atvinnumálar.efnd og er ansi hræddur um að
skýrslu minni hafi hreinlega verið hent.“
Menn ganga á vegg í kerfínu
Ágúst hefur reynt fleira. Hann vildi í sam-
ráði við annan aðila setja upp einstaklings-
íbúðir í Glerárgötu 34 og sagði hann að
bygginganefnd og bæjarstjórn hefðu tekið
jákvætt í málið, en skipulagsnefnd hafnaði
erindinu.
„Þarna gerðum við ráð fyrir átta íbúðum
og hugmyndin var að leysa húsnæðisvandræði
starfsfólks sjúkrahússins og námsmanna en
skipulagsnefnd sagði að þetta ætti ekki að
vera íbúðahverfi. Og nú vill hún rífa húsið
sem ég er í. Ég er stundum undrandi á því
hvað þessum pennafakírum dettur í hug.“
Og hann heldur áfram: „Ég hef kannski
ekki verið í mikilli baráttu við kerfið en ég
hef víða mætt skilningsleysi. Það er svo
margt sem við getum gert hér fyrir norðan í
stað þess að sækja þjónustuna suður. Þetta
neikvæða umtal hefur smitað út frá sér, en í
rauninni erum við rík af alls kyns hugmynd-
um og eigum marga einstaklinga sem eru
framtakssamir en þeir ganga alltaf á vegg í
kerfinu. Þessir menn þrífast ekki í bænum.
Svo er verið að verðlauna hugmynd að
buxnaverksmiðju sem ekkert hefur heyrst af
í tvö ár.
Ég er þó búinn að koma minni starfsemi í
Texti: Stefán Þór
Sæmundsson
Myndir: Golli
gang og er afskaplega spenntur að sjá hvaða
viðbrögð ég fæ hjá atvinnumálanefnd núna.
Þótt ég hafi mætt andstreymi hef ég alltaf
náð að yfirstíga það og er ekki tilbúinn til að
pissa í buxurnar strax. En einn get ég þetta
ekki.“
Þyrftum að eiga nokkra
Davíð Oddssyni
- Áttu einhver ráð atvinnulífinu í bænum
til handa?
„Vissulega eru erfiðleikar í þjóðfélaginu
og alls staðar er verið að skera niður. En
mér finnst vanta að menn standi meira
saman. Mér fannst gott framtak hjá Járn-
tækni og Slippstöðinni þegar fyrirtækin hófu
samstarf og aðrir ættu að taka það til fyrir-
myndar. Ég get komið mönnum til að vinna
saman með þjónustu Bláu línunnar. Fólk
getur faxað inn teikningar og hugmyndir og
ég leita tilboða. Það fylgja þessu engar
skuldbindingar, ég er bara milligöngumað-
ur. Markmiðið er að dreifa kynningarbækl-
ingi um allt Norðurland til þess að stuðla að
því að fá verktaka til að gera tilboð í stór
verk á landsbyggðinni. Stóru verktakarnir
fyrir sunnan hafa verið að gleypa markaðinn
og við verðum að standa saman hér fyrir
norðan til að fá tækifæri. Ég er tilbúinn að
leggja mitt af mörkum.
Það sem er að drepa alla verktaka í bæn-
um og það sem skýrir öll gjaldþrotin er það
að þessir aðilar eru að undirbjóða hver ann-
an til að ná inn verkefnum, þótt þeir geti
ekki staðið undir kostnaðinum. Svona lagað
getur ekki gengið.
Við þyrftum að eiga nokkra Davíð Odds-
syni hérna fyrir norðan. Menn sem segja
eins og hann sagði í sambandi við Perluna,
viðurkenna ábyrgð sína í stað þess að vísa á
einhvern annan. Svona menn vantar okkur
áþreifanlega."
Verndarhendi haldið yfír mér
Við fórum nú að ræða ýmis mál sem vart
eiga heima í blaðaviðtali, en nokkrir mann-
legir punktar í lokin eru varla til skaða.
- En lífið, Ágúst. Lífið hefur oft leikið
þig grátt en þú situr hér vel á þig kominn í
eigin fyrirtæki. Hver er skýringin?
„Ég hef trú á því að líf hvers og eins sé
mótað fyrirfram og síðan fari það eftir
breytni okkar sjálfra hvernig við notum
lífið, til að þroska okkur upp á við eða
niður. Alveg síðan ég var smástrákur hef ég
trúað því að einhver haldi yfir mér verndar-
hendi. Ég hef lent í ýmsum óhöppum og
slysum, verið klipptur út úr bílflökum og
læknar hafa oft verið undrandi á því að ég
skuli vera lifandi.
Ég trúi því að mér sé ætlað að láta eitt-
hvað gott af mér leiða. Ég hef kannski ekki
ratað réttu leiðina inn á þennan veg sem
mér er ætlað að ganga eftir og ég er hræddur
um að ég hafi oft verið að villast.
Heppni? Jú, ég hef verið heppinn í lífinu
að því leyti að ég á þrjú yndisleg börn og
þau eru stærstu vinningarnir sem ég hef
fengið. Þó fæ ég alltaf fimm tölur réttar á
lottóseðlinum, en þær raða sér aldrei rétt.
Ég hef hrasað um steina og staðið upp aft-
ur en ekki lent á stóru björgunum. Ég trúi
því staðfastlega að það sé æðri máttur sem
hefur reist mig upp og ég er mjög þakklátur
fyrir lífið. Einnig hef ég trú á því að ég fái
tækifæri til að bæta fyrir það sem ég hef gert
á hlut annarra og hvorki mér né öðrum hef-
ur tekist að drepa trúna á sjálfum mér,“
sagði Ágúst Karl að lokum.
þar í níu mánuði en síðan fluttum við til
Dalvíkur og keyptum þar íbúð. Ég byrjaði
að vinna á bílaverkstæðinu í mínu fagi, en
ég lærði á sínum tíma í Slippnum. Síðan
setti ég á fót verkstæðið mitt, Víkursmiðj-
una, og framan af gekk allt í haginn. Þegar
mest var, 1982, voru 28 manns á launaskrá
hjá fyrirtækinu og mikil velta. Árið áður
hafði ég sett upp umboð fyrir Olís á Dalvík.
Þar var kominn tankur og skúr fyrir smá-
vörurnar og ég var með hugmyndir um að
byggja smurstöð og bensínafgreiðslu í sam-
vinnu við Olís og tengja þetta smiðjunni
minni. Ég var búinn að fá lóð en ekkert varð
úr þessu. Síðan varð mikill samdráttur sem
kostaði uppsagnir á mannskap og 1985 seldi
ég þremur starfsmönnum smiðjuna.
Heimilið splundraðist nokkru síðar og ég
flutti til Akureyrar með plastpoka og litla
ferðatösku. Ég skrapp suður til Reykjavík-
ur og vann sem sölumaður hjá Olís, seldi
vélar og verkfæri. Það gekk mjög vel en mér
líkaði aldrei að búa í Reykjavík og fór aftur
norður."
Sótti um í Listagili
- Hvað tókstu þér svo fyrir hendur á Akur-
eyri?
„Ég fór að vinna sem sjálfstæður verk-
taki, fyrir einstaklinga, fyrirtæki og bæjar-
félagið. Lengi vel var ég í hálfgerðum hús-
næðisvandræðum þar til ég fékk aðstöðu úti
á Mýrarlóni en eftir að ég fór þaðan leitaði
ég til bæjarins. Bærinn hafði skaffað mér
verkefni og ég átti góða að þar. Ég smíðaði
stoðfætur undir asfalttanka og vatnstank. Þá
fékk ég aðstöðu hjá Sveini Jónssyni í
Kálfsskinni og vann við ýmis smáverkefni
auk verkefna fyrir bæinn.“
Ágúst var hjá Sveini fram á mitt síðasta ár
en leitaði þá aftur fyrir sér á Akureyri.
Hann hefur fengist við ýmislegt, t.d. smíð-
aði hann handriðin í KA-húsið og sá um
aðra járnsmíðavinnu.
„Ég sótti um húsnæði í þessu svokallaða
Listagili og kom sterklega til greina, en hef
ekki fengið endanleg svör. Ég leitaði til
ákveðins bæjarfulltrúa og bæjaryfirvöld
útveguðu mér þetta hús sem þau höfðu
keypt af Ölumboðinu. Hingað flutti ég inn
með verktakastarfsemina og eftir að hafa
verið hér í mánuð kom upp hugmyndin um
að setja upp þjónustusíma og þá varð Bláa
línan til.“
Bláa línan víðtækur þjónustusími
Þar með erum við komnir að upphaflegu
markmiði viðtalsins, spurningunni: Hvað er
Bláa línan? í stuttu máli má segja að Bláa
línan sé fullkominn þjónustusími sem aldrei
sefur og byggir á nútíma tækni í tölvu- og
símamálum. Með því að hringja í 12121 á
nóttu sem degi er hægt að komast í samband
við ýmsa þjónustuaðila á Norðurlandi og á
símsvaranum er vísað á lögreglustöðina að
næturlagi og ef einhver óhöpp verða, vatns-
rör springur eða eitthvað bilar, þá er hægt
að kalla á aðstoð með hjálp Bláu línunnar.
„Fólk hringir í mig og spyr hvar það geti
fengið ákveðinn hlut eða þjónustu og ég slæ
því upp í tölvunni um leið og vísa fólkinu á
réttan stað. Ég er þegar kominn með hátt í
50 aðila á skrá; arkitekta, auglýsingamiðla,
fólk sem þjónustar aldraða, bifreiðastjóra,
iðnaðarmenn, teppahreinsun, ökukennara,
verslanir, gröfuþjónustu, stóra og smáa
verktaka, veitingahús og þjónustufyrirtæki
af ýmsu tagi. Og ég reyni að liðsinna öllum
sem hringja, þótt ég finni ekki viðkomandi
hlut eða þjónustu í skránni hjá mér. Sem
dæmi má nefna að það hringdi til mín kona
sem spurði hvar hún gæti fengið eplaskífu-
pönnu. Ég hváði bara, hafði aldrei heyrt
minnst á slíkt verkfæri. En ég leitaði og fann
O/í hef ég dottið á
hnén en alltaf skriðið á fœtuma aftur
- spjallað við Ágúst Karl Gunnarsson um Bláu línuna, eínkaframtakið, kerfið, œðri mátt ogfleira