Dagur - 18.01.1992, Blaðsíða 14
14 - DAGUR - Laugardagur 18. janúar 1992
Matarkrókur
Mynd: Golli
Matarkrókur vikunnar:
Lambapottur með sinnepi og
svínagúllas með hvítlauk
„auðveldir réttir,“ segir Pórður Jakobsson, matreiðslu-
og knattspyrnumaður sem segist einkum hugsa til
karlmannanna á heimilinu í þessu sambandi
Þórður Jakobsson, mat-
reiðslumaður í KEA-Sunnu-
hlíð - knattspyrnumaður og
Þórsari er í matkrók vikunnar
að þessu sinni. Þórður býður
lambapott með sinnepi og síð-
an svínagúllas með hvítlauk.
Hann sagði að þetta séu auð-
veldar uppskriftir sem hvaða
karlmaður gœti i?iatbúið -
jafnvel þótt hann hafi aldrei
komið í eldhús eins og hann
bœtti við. Á síðari tímum sé
algengt að karlmenn amúst
matareiðsluna á heimilum -
að minnsta kosti sé nauðsy??-
legt fyrir þá að vera liðtœkir á
því sviði. Fyrir einhverja
þei?ra sé örugglega gott að
eiga aðgang að auðveldum
uppskriftum og hafi hann þá
sérstaklega í huga að þessu
sinni.
Lambapottur með sinnepi
500 grö???m la???bagúllas.
1 ??iatskeið sterkt sinnep.
1 matskeið sœtt sinnep.
2 desilítrar rjómi.
Salt og pipar.
Gróft rósmarin.
Lambagúllasið er brúnað á
pönnu, kryddið sett útí eftir
smekk, sinnep, rjómi og sósu-
jafnari sett útí. Síðan er réttur-
inn látinn krauma litla stund.
Svínagúllas með hvítlauk
500 grömm sví?iagúllas.
3 stykki hvítlauksrif.
Salt og pipar.
Gróft rósmarih.
Sósujafnari - eftir smekk en má
sleppa.
Svínagúllasið er brúnað á
pönnu og salt, pipar og rósmar-
in er sett útí eftir smekk. Hvít-
laukurinn er brytjaður smátt og
settur útí. Síðan er rjómanum
hellt útí og sósujafnaranum
einnig ef hann er notaður. Eftir
það er rétturinn látinn krauma
litla stund.
Þórður Jakobsson kvaðst
ekki ætla að ráðast á garðinn
þar sem hann er lægstur þegar
hann veldi eftirmann sinn til
þess að gæða lesendum Dags á
gómsæti. Hann skorar á félaga
sinn Pál Jónsson, matreiðslu-
mann á Greifanum, að mæta
hress með uppskriftir í næsta
matarkrók.
VíSNAÞÁTTUR
Hallur Jónasson í Brekkukoti
kvað:
Fékk ég margan frískan hest
forna lífs um veginn
þó mun Stormur bera best
bein mín hinum megin.
Þó ég drekki þessa stund
þolgeð rekka noti
Guð mun þekkan laufalund
leiða að Brekkukoti.
Húnvetnskur hestamaður
kvað:
Mökkur gýs úr götunum,
grjótið frísar eldingum.
Reiðargnýs með gagnyrðum
grundin lýsir tilþrifum.
Ingibjörg frá Forsæludal
kvað:
Þá er skinið skærast fá
skaltu af geislum þínum
glóey velja og ge fa þá
gamla dalnum mínum.
Gamall húsgangur:
Reið ég Grána yfir ána
aftur hána færðu nú.
í Ijósi mána teygði hann tána,
takk fyrir lánið hringabrú.
Tveir piltar á Akureyri, sinn
úr hvorri sýslu, hófu vísna-
gerð. Annar kvað:
Oft með pyngju fer hann flott,
fljóðin syngur kringum.
Ermeð hringað uppmjótt skott
arf frá Þingeyingum.
Hinn svaraði:
Þingeysk snilli og þelið gott
þarf ei tillibóta
né láta illa lagað skott
lafa á milli fóta.
Ásgeir Jónsson frá Gottorp
mun hafa kveðið þessa á efri
árum:
Helfák kenndur hleypi þá
heims frá lendingunni
með staup í hendi stikla á
stefja hendingunni.
Ágætur maður sagði mér
eftirfarandi vísur, en vissi
ekki höfundana:
Lífs á vegi er soltið, saðst,
samandregið, skapað,
elskað, hlegið, grátið, glaðst,
gefið, þegið, tapað.
Þegar innst í muna mér
málið binst og skapast, .
Ijóðið hinsta helga ég þér
hvað sem vinnst og skapast.
Þessi er af öðrum toga:
Nú er karlinn orðinn ær,
ekki er svallið gaman.
Hann er varla vinnufær,
við að falla saman.
Aðalbjörn Skarphéðinsson í
Brúsholti kvað:
Lukkuhjólið virðist valt
vill ei sólin skína.
Nístingsgjóla næðir kalt,
nú mun skjólið dvína.
Karl Friðriksson brúasmiður
kvað næstu vísur:
Draumgjörn æska, oftast blind
er á lífsins vori.
Heimur freisting, fall og synd
felur í hverju spori.
Hægt í tötrum hnignar þor
heilli hvöt þó finni.
Senn er glötuð von og vor
villigötu minni.
Oft á fá og óviss skjól,
örbirgð náir þori,
æskan þráir yl og skjól
eins og strá á vori.
Þess er von að vonafá
verði gatan langa
fyrir þann sem alltaf á
upp í móti að ganga.
Næstu vísur kvað Jóhannes
Þórðarson bóndi í Miðhús-
um. (f.1862.)
Haust:
Lengist nóttin, lækkar sól,
lífið óttast vetur.
Hann svo fljótt á foldarból
fönn með þrótti setur.
Sjálfslýsing:
Stundum grátt mig lífið lék,
lengi smátt um gæði.
Lítið átti ég andans þrek,
um það fátt ég ræði.
Grána hár á höfði mér,
hratt fram árin líða.
Angurstár ég engin ber
eða sáran kvíða.
Eilíf birta:
Lífi manns ei lokið er,
Ijós þó augna dvíni.
Og ég trúi aftur mér
eilíf birta skíni.
Kristján Jónsson frá Garðs-
stöðum orti um stökuna:
Hörpusláttur ljóðs og lags
leikur dátt í þjóðarmunni.
Óskaþáttur óms og brags
á sinn þátt í ferskeytlunni.
Eggert Stefánsson orti í orða-
stað manns sem hafði eignast
barn í lausaleik:
Sumum hefnist furðu fljótt
fyrir að iðja og vaka.
Ó, að þessi eina nótt
yrði færð til baka.
K.N. kvað um tískuklæðnað
kvenna:
Kæru löndur - hvað veit ég
karl, um pilsin yðar.
En mérfinnstlengdin mátuleg
milli hnés og kviðar.
Hjálmar Haraldsson mun
hafa kveðið þessa eftir vöku-
nótt:
Þegar vínið færist fjær
fer að versna líðan.
Það sem virtist grænt í gær
gránað hefur síðan.
Egill Jónasson kvað næstu
vísu og þarf hún ekki skýring-
ar við:
Stutta tískan steðjar að,
stafar af henni Ijóminn.
Forðum dugði fíkjublað
fyrir helgidóminn.
Hjörtur Gíslason kvað þessa
fallegu vísu:
Sá ég vorsins rauðu rós
rísa úr grænu flosi
meðan nóttin lokkaljós
lést í árdags brosi.
Ekki veit ég höfund næstu
vísu:
Löngum er ég svifaseinn,
sækist illa róður
en stundum grípur einn og einn
í árina drengur góður.
Halldór Blöndal kvað á leið
til framboðsfundar:
Pólitískt níð og nagg og jag
Jón Bjarnason fró Garðsvík
nálega heyrist sérhvern dag.
Nálega sérhvern nýtan mann
nálega gerir vitlausan.
Frágæðum hafs oggrænni jörð
gull til okkar streymir.
En orkuver við Eyjafjörð
óvitana dreymir.
Egill Jónasson kvað um smá-
vaxinn mann:
Enn er honum um það kennt
ef að gildnar svanni.
Það eru öflug eliment
í ekki stærri manni.
Næstu vísu kvað Jón Helga-
son:
Þegar máninn silfri sínu
sáir yfir jarðar drótt
ástin slær sér eina brýnu
á engi hjartans. Góða nótt.
Sigurður frá Brún kvað til
reiðhryssu sinnar, Snældu:
Ákefð dvínar ei né þor,
oft hefur þú mig borið.
Það er eins og indælt vor
í þér létta sporið.
Evert hét maður af dönsku
bergi brotinn. Bjó á Mýrakoti
í Hofshreppi. Stundaði einnig
sjó. Um hann var kveðið:
Evert fram á flæðardamm
færir prammann stóra.
Hræðist rammur hrannaglamm
hvergi á gammi stjóra.
Evert sonur hans bjó einnig í
Skagafirði. Hann kvað til
dóttur sinnar:
Þú ert blómi barnanna
blíð og hýr í sinni.
Stjórnari allra stjarnanna
stýri gæfu þinni.