Dagur - 18.01.1992, Blaðsíða 8
8 - DAGUR - Laugardagur 18. janúar 1992
„Bændur verða að mæta samkeppni
með því að hagræða hjá sjálfum sér“
Halldór Blöndal, landbúnaðar- og samgönguráðherra, í viðtali við Dag um störf hans í ráðherra-
stóli, m.a. GATT-samninginn, Ríkisskip og fleiri þjóðfélagsmál
Nokkrir ráðherrar ríkisstjórnar Davíðs Oddssonar hafa verið í sviðsljósinu síðustu vikurnar
vegna aðhaldsaðgerða þeirra í viðkomandi málaflokki. Nægir að nefna menntamálaráðherra
og heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra. Aðrir ráðherrar hafa einnig verið í sviðsljósinu en
af öðrum ástæðum. Halldór Blöndal, landbúnaðar- og samgönguráðherra og þingmaður
Sjálfstæðisflokks á Norðurlandi eystra, hefur staðið í ströngu vegna GATT-samkomulagsins
og einnig hefur salan á rekstri Skipaútgerðar ríkisins verið talsvert í umræðunni. I viðtali við
Dag, sem tekið var á dögunum á skrifstofu ráðherrans í samgöngumálaráðuneytinu, fjallar
Halldór um þessi mál og önnur sem á borð hans hafa komið, auk sem þjóðfélagsmálin í heild
sinni koma við sögu.
Halldór Blöndal á að baki rúm-
lega tólf ára setu á Alþingi
íslendinga, en hann var fyrst
kjörinn á þing fyrir Sjálfstæðis-
flokkinn á Norðurlandi eystra
árið 1979. Það var þó ekki í fyrsta
skiptið sem Halldór kom í sali
Alþingis því frá árinu 1971 hafði
hann verið varaþingmaður í sama
kjördæmi. Þann 30. apríl á síð-
asta ári settist hann svo í stóla
landbúnaðar- og samgönguráð-
herra. Halldór var fyrst spurður
hvernig honum hafi liðið í þeim
stólum.
„Sá sem fer út í pólitík hefur
þau markmið að ná áhrifum og
láta gott af sér leiða. Hann þarf
að sýna fram á að hann eigi erindi
í stjórnmál. Stjórnmálamenn
vilja gjarnan ljúka ferli sínum
þannig að þeir hafi fengið tæki-
færi til að spreyta sig í ráðherra-
stóli og sýna hvað í þeim býr. Af
þessum ástæðum er ég að sjálf-
sögðu ánægður yfir því að hafa
fengið þann trúnað að vera land-
búnaðar- og samgönguráðherra.“
Margt kemur mér á óvart
en flc er ánægjulegt
- Eitthva ,em hefur komið þér
á óvart sem ráðherra?
„Ég hef aldrei haft mannafor-
ráð fyrr þannig að það er margt
nýtt sem mætir mér. Mér hefur
þótt ánægjulegast hvað starfsfólk
ráðuneytanna hefur verið hjálp-
legt og elskulegt. Ég er heppinn
að hafa hæfum starfskröftum á að
skipa. Auðvitað er ég alltaf að
mæta einhverju nýju í þessu
starfi, margt kemur mér á óvart
en flest en ánægjulegt."
- Hafa þínir kjósendur meira
samband við þig sem ráðherra en
þingmaður?
„Það hefur verið minna sam-
band við mína kjósendur á
Norðurlandi eystra eftir að ég
settist í ráðherrastól og ég hef
ekki sömu tækifæri að dveljast
þar og áður. Minn starfsvettvang-
ur er meira bundinn við ráðu-
neytin sjálf og tekur auðvitað
jafnt til allra kjördæma.“
- Menn hafa ekki látið meira í
sér heyra til að hliðra til málum
fyrir sig?
„Það eiga auðvitað margir
erindi við ráðherra vegna þess að
hin endanlega ákvörðun liggur á
hans borði eða menn eru ekki
ánægðir með þá niðurstöðu sem
þeir hafa fengið annars staðar.
En þetta er ekki annað en eðilegt
og sjálfsagt og hluti af mínu starfi
og okkar lýðræði."
- Hvernig skiptir þú þér á milli
ráðuneytanna?
„Oft er það þannig að ég dvelst
lengur í því ráðuneyti sem ég
kemst fyrst í. Ég reyni að hafa
það þannig að vera þar sem fleiri
og þýðingarmeiri verkefni bíða.
Einkaritari minn, Sæunn Eiríks-
dóttir, er hér í samgönguráðu-
neytinu og skipuleggur minn
tíma og er mér mjög mikil hjálp-
arhella. Af þeim sökum eyði ég
Iengri tíma í samgönguráðuneyt-
inu.“
Ólafsfirðingar og
Dalvíkingar hagnast á því
að reka hafnirnar
undir einni stjórn
- Hver hafa verið stærstu og
brýnustu verkefnin í samgöngu-
málum eftir að þú tókst við þeim
málaflokki?
„I samgönguþættinum snúa
stærstu verkefnin að verklegum
framkvæmdum og þrátt fyrir
mikinn niðurskurð hefur tekist
að standa sæmilega vel að þeim
málum nú. Þar er margt knýj-
andi. Þannig liggur fyrir að
breyta hafnarlögum með þeim
hætti að tekin verði upp náin
samvinna og verkaskipting milli
hafna, þar sem það á við, með
svokölluðum hafnasamlögum.
Þetta mun gerast á Vestfjörðum
eftir að göngin opnast og sömu-
leiðis liggur fyrir að Ólafsfirðing-
ar og Dalvíkingar högnuðust á
því að reka hafnirnar undir einni
stjórn. Vissulega væri hugsanlegt
að Árskógshreppur og jafnvel
Hrísey kæmi inn í myndina líka.
Með þessum hætti yrðu hafnirnar
fjárhagslega sterkari en nú er og
það yrði hægt að skipuleggja
framkvæmdir og þjónustusvið
þeirra betur en nú. En auðvitað
yrði að byrja á því að byggja upp
og leggja bundið slitlag á malar-
kaflann fyrir innan Múlagöngin.
Hann er tæpir 8 km og það myndi
kosta 70-80 milljónir króna.“
Halldór sagði frá því að síðan í
haust hefði nefnd unnið að því að
endurskoða hafnalögin. Frum-
varp yrði vonandi lagt fram á
þessu þingi. Þannig að endur-
skoðuð hafnalög gætu komið til
framkvæmda á næsta ári.
Halldór sagði að á gamlársdag
hefði Snæbjörn Jónasson, vega-
málastjóri, afhent sér drög að
frumvarpi til nýrra vegamála og
hefði það verið hans síðasta em-
bættisverk. Meira frjálsræði í við-
skiptum og vaxandi samkeppni
erlendis frá gerði kröfur til þess
að samgöngur hér á landi bötn-
uðu um leið. „Þess vegna er
brýnt að tengja fjórðungana bet-
ur saman. Fyrir okkur Norðlend-
inga skiptir mestu að ljúka vegin-
um til Reykjavíkur og að tryggja
samgöngur milli Norður- og
Austurlands, þannig að fært þyki
„Ég er bjartsýnn á þá möguleika, sem við höfum íslendingar, þegar við lítum fram til næstu aldamóta,“ segir Hall-
dör Blöndal m.a. í viðtalinu.
að halda veginum yfir Möðru-
dalsöræfi opnum árið um kring.“
Ekki er grundvöllur fyrir
þriðja skipafélaginu
- Salan á Skipaútgerð ríkisins
hefur talsvert verið í umræðunni.
Verður tilboði Samskipa í Esju
tekið?
„Það lá fyrir á síðastliðnu
sumri að óhjákvæmilegt var að
draga verulega úr rekstri
Skipaútgerðar ríkisins eða leggja
hana niður. Hún hefur verið rek-
in með gríðarlegum halla en
þjónustuþörfin er miklu minni
vegna bættra samgangna, ekki
síst á landi.
Dalvíkingar gerðu strax athug-
un á því hvort það væri gerlegt að
reka eitt skipanna þaðan og sigla
austur fyrir og þá sennilega til
Vestmannaeyja og til baka aftur
til þess að halda sig við sömu
vikudaganna á hverjum stað, sem
er talið nauðsynlegt í slíkum
rekstri. Fyrir því var ekki
rekstrargrundvöllur.
All lengi hefur sérstök undir-
búningsnefnd, sem starfsfólk
Skipaútgerðarinnar stendur m.a.
að, unnið að athugun á því hvort
forsendur og hljómgrunnur sé
fyrir stofnun almenningshlutafé-
lags um þennan rekstur. Það
leiddi ekki til niðurstöðu, enda er
ekki grundvöllur fyrir þriðja
skipafélaginu eftir að Samskip hf.
tóku ákvörðun um að laka þá
þjónustu, sem Skipaútgerð ríkis-
ins hefur annast á Austfjörðum, í
sínar hendur. Það er farsæl lausn.
Samskip þurftu að styrkja stöðu
sína á ströndinni og þau hafa lýst
vilja sínum til þess að láta starfs-
fólk Skipaútgerðar ríkisins sitja
fyrir vinnu.
Um samgöngumálin vil ég að
lokum segja að ég hef skipað
nefnd til þess að gera athugun á
rekstrargrundvelli og skipulagi
Pósts og síma. Ég mun vonandi
fá áfangaskýrslu í næsta mánuði.
Markmiðið er að skilgreina starf-
semi þessarar stofnunar og skilja
á milli einstakra rekstrarþátta.
Ég sé það fyrir mér að stofnað
verði sjálfstætt hlutafélag, í eigu
ríkisins til að byrja með, um
starfsemi og rekstur Pósts og
síma. Þetta yrði sterkt fyrirtæki
og mögulcikar á hlutafjárútboð-
um þegar um meiriháttar fram-
kvæmdir væri að ræða. Slík upp-
bygging er nauðsynleg vegna
þeirrar hörðu samkeppni sem nú
er á þessu sviði hvarvetna í heim-
inum og vegna þeirra nánu og
vaxandi tengsla sem við eigum nú
við umheiminn. Þar eru viðskipti
gagnkvæm þannig að erlendir
aðilar gætu haslað sér völl á landi
með því að taka kannski arðsam-
asta hlutann af viðskiptunum til
sín. Þess vegna verðum við að
vera búnir undir alla sam-
keppni."
Frumvarp í gangi um nýja
löggjöf í ferðamálum
- Hvernig er ætlunin í framtíð-
inni að hlúa að þeim vaxtar-
broddi í íslensku atvinnulífi sem
ferðaþjónusta er talin vera?
„Við erum með í undirbúningi
nýja löggjöf um ferðamál. Okkar
hugsun er sú að þeir aðilar sem
standa í þeim rekstri komi sterk-
ari inn í Ferðamálaráð en nú er.
Tekjuöflun ráðsins verður breytt
á þann veg að því verður mark-
aður tekjustofn frá rekstraraðil-
um í ferðaþjónustu í staðinn fyrir
að fá hluta af hagnaði fríverslun-
arinnar á Keflavíkurflugvelli.
Vinnu við fyrstu drög að þessu
frumvarpi er lokið og þau hafa
verið kynnt en ekki er enn búið
að ganga frá fjáröfluninni. Ég
geri ráð fyrir að frumvarpið verði
lagt fram í febrúarmánuði."
- Hvar kemur niðurskurður-
inn harðast niður í þínum ráðu-
neytum?
„Það hefur verið gengið mjög
nærri Pósti og síma og miklu nær
en ég hefði kosið. Honum er gert
að greiða nær milljarð í ríkissjóð
á þessu ári sem er alltof mikið og
tefur m.a. fyrir nauðsynlegum
lagfæringum á gjaldskrá Pósts og
síma, einkum milli landa. í land-
búnaðarráðuneytinu höfum við
þurft að draga meira úr framlög-
um til land- og skógræktar en
gott er að sætta sig við.
Eins höfum við orðið að fresta
greiðslum í samræmi við búvöru-
samning fram á næsta ár með síð-
ustu greiðsluna."
Fjárlögin hafa sársauka
í för með sér
og reyna á þolrifín
- Nú segja allir „ekki ég“ við
aðhaldsaðgerðum ríkisstjórnar-
innar. Telur þú að þær nái fram
að ganga?
„Við erum búnir með auðvcld-
asta verkið, að koma fjárlögun-
um saman og setja það á pappír
sem við ætlum okkur að gera.
Núna kemur að því að standa við
þessar áætlanir og það verður
mjög erfitt verk. Það reynir á
þolrifin og mörg viðkvæm atriði
koma upp sem hafa sársauka í för
með sér og valda áhyggjum. Við
stöndum í raun frammi fyrir því
að gjaldeyristekjur okkar hafa
dregist svo saman, miðað við
vaxandi skuldir erlendis, að
óhjákvæmilegt var fyrir okkur að
minnka umsvif ríkisins og auka
þannig olnbogarými fyrirtækj-
anna eins og kostur er. Við áttum
engra annarra kosta völ en að
reyna þetta. Ég hef ætlað mér að
standa við það sem að mér snýr.“
Um andrúmsloftið í þjóðfélag-
inu sagði Halldór það vera eðli-
legt að menn væru kvíðnir. „í
sjávarútveginum er ástandið
þannig að fiskveiðiheimildir hafa
verið að dragast saman, sam-
keppni um hráefni hefur vaxið og
skapað mikið óöryggi í einstökum
sjávarplássum á síðustu misser-
um. Sum þeirra standa mjög höll-
um fæti þótt við getum bent á
fyrirtæki sem standa upp úr. í
landbúnaðinum eru líka skugga-
hliðar. Búvörusamningurinn sl.
vor var enginn fagnaðarsamning-
ur fyrir sauðfjárbændur. Jafn-
framt hefur það legið fyrir, og var
staðfest á síðasta aðalfundi Stétt-
arsambands bænda, að við kom-
umst ekki hjá því að leyfa inn-
flutning á unnum kjöt- og mjólk-
urvörum í einhverjum mæli. Það
er einfaldlega þróunin. Bændur
verða að mæta þessari samkeppni
meö því að hagræða hjá sjálfum
sér.
Það veldur á hinn bóginn meiri
áhyggjum en ella að hlutur
afurðastöðvanna hefur legið eftir
og við höfum það ekki í hendi
hvernig hægt sé að koma við
meiri hagræðingu þar fljótt vegna
þess að eignaraðild að þeim