Dagur - 18.01.1992, Blaðsíða 17
Laugardagur 18. janúar 1992 - DAGUR - 17
SÖGUBROT
Þom blótaður þá og
- afturgengin heiðni eða alsaklaus skemmtun?
Þorrablótið hafið
,,6ui gasfi, að égvæn kominn
í rúmið, háttaður, sofnaður,
vaknaður aftur og
farinn að éta".
Auglýsing frá Nausfinu í Morgunblaðinu 24. janúar 1959.
Bónda gefið góðgæti á fyrsta degi þorra.
(Teikning: Sigurður Valur Sigurðsson)
Nú styttist í þorrann og ég fæ vatn í
munninn við tilhugsunina um gallsúr
eistu, sviðasultu, magál, rófustöppu og
annað góðgæti. Þetta laumast ég til að
kaupa í stykkjatali, enda þorramatur
ekki vel séður né etinn á mínu heimili.
En ef til vill kemst maður á þorrablót
og þá verður líf í tuskunum við mat-
borðið. Bóndadagurinn er 24. janúar
og þar með gengur þorrinn í garð og
ekki alvitlaust að fjalla um þau tímamót
í sögubrotinu í dag.
í bók Árna Björnssonar, Þorrablót á ís-
landi, segir frá því að mánaðarheitið þorri
kemur fyrst fyrir í handritum frá 12. öld.
Ein skýringin á uppruna orðsins er sú að
Þorri sé gælunafn á guðinum Þór og er sá
skilningur ríkjandi hjá íslendingum þegar
þeir fara að halda þorrablót á 19. öld.
Talið er að mannfagnaður á miðjum
vetri hafi átt sér stað á Norðurlöndunt
áður en kristin trú barst þangað og menn
hafi blótað goð á þessum miðsvetrarfagn-
aði. Þorri var persónugerður í kvæðum á
17. og 18. öld og einnig í yngri kvæðum.
Honum er jafnan lýst sem stórskornum
öldungi með hrímgrátt skegg.
„A þá húsfreyja að halda vel
til bónda síns“
Heimildir greina frá þorrafagnaði á 17. og
18. öld og var Þorri boðinn velkominn
með ýmsum hætti. í Þjóðsögum Jóns
Árnasonar er eftirfarandi frásögn:
„Þess vegna var það skylda bænda að
fagna þorra eða bjóða honum í garð með
því að þeir áttu að fara fyrstir á fætur allra
manna á bænum þann morgun sem þorri
gekk í garð. Áttu þeir að fara ofan og út í
skyrtunni einni, vera bæði berlæraðir og
beffættirj én fara í aðra brókárskálmina og
láta hina svo lafa eða draga hana eftir sér á
öðrum fæti, ganga svo til dyra, ljúka upp
bæjarhurðinni, hoppa á öörum fæti kring-
um allan bæinn, draga eftir sér brókina á
hinum og bjóða þorra velkominn í garð
eða til húsa. Síðan áttu þeir að halda öðr-
um bændum úr byggðárlaginu veizlu fyrsta
þorradag; þetta hét að fagna þorra.
Sumstaðar á Norðurlandi er fyrsti þorra-
dagur enn í dag kallaður bóndadagur; á þá
húsfreyjan að halda vel til bónda síns og
heita þau hátíðarbrigði enn þorrablót."
Þótt orðið bóndadagur væri eflaust
gamalt í talmáli sást það sjaldan á prenti
og var ekki getið í almanökum fyrr en
1927.
Árni Björnsson er ekki trúaður á þessar
bændaveislur sem Jón Árnason getur um
en hann rengir ekki hopp fáklæddra bænda
kringum bæi, enda margt í siðum Norður-
landabúa sem rninnir á þetta athæfi.
Akureyringar iðnir
Þrátt fyrir ýmsar heimildir um miðsvetrar-
fagnaði og athafnir eða blót á harðasta
tíma ársins, sem gjarnan snerust um það
að biðja um betri tíð, er ekki með vissu
hægt að tala um eiginlegt þorrablót á ís-
landi fyrr en eftir miðja 19. öld. Og liggur
leiðin í höfuðstað Norðurlands.
Fyrsta samkvæmið sem telja má þorra-
blót hér á landi og sagt var frá opinberlega
var haldið á Akureyri 23. janúar 1874, á
sjálfu þjóðhátíðarárinu. Þar var drukkið
minni Þórs og mörg önnur minni, kvæði
sungin og snætt duglega.
Þorrablót koma alloft fyrir í heimildum
frá Akureyri og 1884 er til dæmis sagt frá
þorrablóti sem félagið Gaman og alvara
hélt. Prentuð voru fimm kvæði fyrir blótið
og er eitt þeirra eftir Björn Jónsson. Fyrsta
og síðasta erindið hljóða svo:
Hjer er átveizla stór,
Hjer er ólgandi bjór
Drukkinn ákaft í skrautlegum sal.
Hjer er hangikjöt heitt,
Hjer er hnakkaspik feitt,
Hjer er hákall og magála val.
Nú vjer heitum á Pór,
Sem var hraustur og stór,
Og sem hrímþursum grandaði bezt,
Svo hann, fremstur í þraut,
ryðji félagsins braut,
Og það framförum nái sem mest.
Akureyringar voru iðnir við blótin.
Blaðið Stefnir greinir frá einu 1893 og seg-
ir að matur hafi verið borinn á borð í trog-
um og menn etið með sjálfskeiðungum og
drukkið fast. Meðal veislugesta voru Stefán
Stefánsson, síðar skólameistari, Oddur
Thorarensen, lyfsali, og Matthías Jochums-
son, sem þrátt fyrir trúarhitann lét sig hafa
það að yrkja þorrakvæði.
Þorrablótið fjandanum
til þjónustu?
Þótt Akureyringar hafi haldið fyrsta þorra-
blótið sem greint var frá opinberlega eru
til heimildir um miðsvetrarblót í Reykja-
vík nokkru fyrr, eða 1867. Þar voru sungn-
ar blótvísur eftir séra Matthías. íslending-
ar í Kaupmannahöfn héldu þorrablót í
heiðnum sið árið 1873 og voru kveðnar
gamanvísur eftir Björn M. Ólsen, Full
Þórs, og hljóðar síðasta erindið svo:
Pað er því meir en þörf að biðja
Um þrótt og huga veikri sjót,
Og heita á þrúðgan Pór að styðja
Vort Porrablót.
Æ, gef oss, Pór! að þessu sinni
Að þjóra jafnmikið og þú!
Vér signum hamri heiðið minni
í hreinni trú.
Fornleifafélagið í Reykjavík hélt öflug
þorrablót og þótti ýmsunt nóg um. Óttuð-
ust menn jafnvel að þessi blót væru vísir að
því að íslendingar væru að kasta kristinni
trú og taka aftur upp trú á Þór og Óðin.
Sunnlenskur bóndi, Eiríkur Ólafsson á
Brúnum, segirm.a. eftirfarandi í pistli sem
birtist 1882:
„Eru ekki margir að drepa sig sjálfir og
einstaka að kasta út börnum og sverja
rangan eið, vinna á sunnudögum á sjó og
landi, drekka sig fulla og skammast, marg-
ir stela og ljúga og fjölda margir að bölva
og ragna því nær í hverju orði. 4 til 500
börn fæðast í hórdómi og lausaleik árlega
og máske finnist líkur til, að það komi
fyrir, að menn drepi menn, og að endingu
er ég hræddur um, að þorrablótið sé meira
fjandanum til þjónustu en herranum.“
Hangiket og ölsull
Þorrablótin breiddust út og fyrir og um
aldamótin 1900 eru þau býsna algeng í
sveitum landsins. Ef við lítum til Norður-
lands voru fjölmenn blót haldin í Hóla-
skóla og segir Eiður Guðmundsson frá
einu sem var haldið 1905:
„Diskar, hnífapör eða þess háttar áhöld
voru engin. Menn notuðust við vasahnífa -
sjálfskeiðinga - þegar tennur og fingur
dugðu ekki til matartekjunnar. Maturinn
var einkum hangiket í stórum stykkjum,
pottbrauðshleifar, flatkökur, smér og flot.
Eitthvert ölsull var drukkið með, en
brennivín ekki að ráði fyrr en að átinu
loknu. Ræður voru haldnar og mikið
sungið. Síðan var dansað til morguns og
fyllirí nokkurt."
Fyrsta þorrablótið í Eyjafirði sem
spurnir fara af var á Ytri-Varðgjá í Kaup-
angssveit árið 1904. Á þessu blóti flutti
Páll J. Árdal kvæðið Fiskilækjarhverfi.
Blót var haldið á Syðra-Laugalandi 1905
og er til lýsing af borðhaldinu. Á matseðl-
inum var hangikjöt, bringukollar, magál-
ar, sperðlar, laufabrauð, hlóðabakað pott-
brauð, hákarl, harðfiskur, kartöflur og
smjör. Með þessu var drukkin nýmjólk og
hvftöl frá Axel Schiöth, bakarameistara á
Akureyri.
I sumum landshlutum virðast þorrablót
ekki þekkjast fyrr en um 1950-1960 og
hélst upphaf slíkra samkvæma oft í hend-
ur við byggingu samkomuhúsa í sveitun-
um.
Blótin endurvakin og
blómasalar fundu snjallan leik
Margt breyttist í kaupstöðum landsins
með auknum innflutningi á matvælum og
nýjum matarvenjum. Þorrablótin virðast
hafa legið að mestu niðri í ört vaxandi
kaupstöðunum fyrri hluta 20. aldar og
siðurinn jafnvel talinn sveitó. En þorra-
blótin voru endurvakin og voru átthagafé-
lög helstu frumkvöðlarnir í þeim efnum.
Um 1960 var farið að auglýsa ramm-
íslenskan þorramat, en orðið þorramatur
birtist fyrst á prenti 1958 og kom ekki fyrir
í orðabókum fyrr en 1963. Veitingahúsið
Naustið í Reykjavík var öflugt við að
endurvekja þorrablótin og vísa Helga
Sæmundssonar frá 1962 hóf þorramatinn
til vegs og virðingar:
Inni á Nausti aldrei þver
ánægjunnar sjóður.
Porramaturinn þykir mér
þjóðlegur og góður.
Neysla hefðbundinna íslenskra matvæla
jókst mjög á þorranum upp frá þessu og
verslanir fóru að selja þorrabakka sem
fólk gat tekið með sér heim, en áður var
neysla á þorramat nær eingöngu bundin
við skemmtanir á samkomustöðum.
Um miðjan 6. áratuginn fóru blóma-
verslanir að hvetja karlmenn til að gefa
sinni heittelskuðu blóm á konudaginn og
með vaxandi jafnréttisumræðu fundu
blómasalar upp á því að fá konur til að
gefa körlum sínum blóm á bóndadaginn.
Fyrstu auglýsingarnar frá samtökum blóma-
framleiðenda um bóndadagsblóm komu í
útvarpinu árið 1980. .
Tilstandið í kringunt þorrann hefur ver-
ið í föstum skorðum síðustu árin og eflaust
rnargir sem hlakka til komandi þorrablóta.
Og á bóndadaginn gera konurnar vel við
okkur, undan því verður ekki svikisl.
(Heimild: Árni Björnsson - Þorrablót á íslandi, Bökaklúbbur
Arnar og Örlygs 1986)