Dagur - 18.01.1992, Blaðsíða 16

Dagur - 18.01.1992, Blaðsíða 16
16 - DAGUR - Laugardagur 18. janúar 1992 Tómstundir Skyggnst á bak við starf bókasafnsfræðinga: Sitjum ekki irnii á bókasöfnum og segjum uss - segir Sigrún Magnúsdóttir, bókasafns- fræðingur við Háskólann á Akureyri Bókasafnsfræði er til þess að gera ung fræðigrein hér á landi. Jafnframt má fullyrða að hún sé illa kynnt meðal almennings. Margir ímynda sér að bókasafnsfræðingar sitji sem steinrunnir inni á milli bókahillanna og sjái til þess að safnnotendur hafi hægt um sig. Þögn skal jú ríkja á bókasöfn- um. En málið er bara ekki svona einfalt. Stööuheitið bókasafnsfræðingur segir ekki nema hálfa söguna. Þeir eru ekkert síður upplýsinga- fræðingar. Til þess að ræða um verksvið bókasafnsfræðinga og fleira því tengt ræddi blaða- maður við Sigrúnu Magnús- dóttur, bókasafnsfræðing á bókasafni Háskólans á Akur- eyri, sem jafnframt veitir því forstöðu. Gefum henni orðið. Bókasafnsfræðin hefur tekið breytingum „Bókasafnsfræðin er grein sem hefur þróast mjög hratt undan- farin ár. Frá því ég Iauk prófi frá Háskóla íslands árið 1976 hefur hún gjörbreyst. Tölvan á þar stærstan hlut að máli. Með auk- inni útgáfu og efni í tölvutæku formi hefur starf okkar bóka- safnsfræðinga tekið umtaisverð- um breytingum. Almenningur hefur hins vegar þá hugmynd um okkur að við séum fyrst og fremst bókaverðir. En staðreyndin er sú að við erum lítið í því að verja bækur. Við sitjum ekki inni á bókasöfnunum og segjum uss.“ Að gera upplýsingar aðgengilegar fyrir notandann „Bókasafnsfræðin fjallar í sem stystu máli um það að gera upp- lýsingar aðgengilegar fyrir not- andann og gildir þá einu á hvaða formi upplýsingarnar eru. Þær þurfa ekkert endilega að eiga skylt við bækur eða tímarit og því vinna bókasafnsfræðingar ekki bara á bókasöfnum. Bókasafns- fræðingar hafa það hlutverk að koma á framfæri réttum upplýs- ingum, til réttra aðila á réttum tíma,“ sagði Sigrún. Hún lagði ríka áherslu á að nauðsynlegt væri að breyta ímynd bókasafns- fræðinga. Kannski hefði fólk rangar hugmyndir um starf þeirra vegna þess að þeir hefðu sjálfir ekki verið nægilega vakandi yfir því að koma á framfæri uppíýs- ingum um hvað þeir í raun aðhefðust. Sigrún nefndi að í Bretlandi væri farið að tala um „Information and library science“, sem mætti þýða „upp- lýsinga- og bókasafnsfræði". Þessi skilgreining á faginu væri mun nær raunveruleikanum. Tölvan mikilvægt hjálpartæki Hver einasta bók á bókasafni er flokkuð og skráð eftir alþjóðlega viðurkenndum reglum og stöðlum. Þetta er gert til þess að tryggja að hægt sé að nálgast hana eftir ótal leiðum, „eftir fleiri leiðum en notandann grunar,“ eins og Sigrún orðar það. Hér á árum áður var spjaldskrá sú leið sem snéri beint að notandanum, þegar hann var að leita að bók. Þetta hefur breyst með tilkomu tölvutækninnar. Nú eru bækur skráðar inn á tölvur og með einni skipun er hægt að athuga hvort bókin er til, eða hvar hana er að finna. Sigrún segir að tölvan verði æ mikilvægara tæki í starfi bókasfnsfræðinga og hún telur að henni sé e.t.v. ekki nægjanlega mikill gaumur gefinn í bókasafns- fræðinámi í Háskóla íslands. Nauðsynlegt sé að allir bóka- safnsfræðingar hafi grundvallar- þekkingu í notkun tölva. Að öðr- um kosti lendi þeir fljótlega uppi á skeri. Tölvubyltingin gerir það einnig að verkum að án lítilla vand- kvæða er unnt að tengjast upplýs- ingabönkum út um allan heim. Sé bókin, tímaritsgreinin eða aðrar þær upplýsingar sem not- andinn leitar að, ekki til hér á landi, þá eru allar líkur á að bókasafnsfræðingurinn geti með aðstoð tölvunnar og símalína leitað þær uppi erlendis. „Það er allt hægt,“ segir Sigrún og brosir. Sigrún bendir líka á að stjórn- un sé sá þáttur í starfí margra bókasafnsfræðinga, sem hafi ver- ið vanræktur í námi þeirra. „Bókasafn er eins og fyrirtæki, það þarf að reka það skv. grund- vallarlögmálum stjórnunar ef vel á vera. Ekki síst á tímum aðhalds í fjármálum hjá hinu opinbera eins og nú er.“ Góöur skilningur á mikilvægi safnsins Bókasafn Háskólans á Akureyri hefur slitið barnsskónum og er ómissandi þáttur í starfi ört vax- andi háskóla. Auk Sigrúnar vinn- ur annar bókasafnsfræðingur við safnið, Astrid Margrét Magnús- dóttir, og Inga Margrét Arna- dóttir, sem annast útlán og afgreiðslu. Sigrún segir að henn- ar starf hafi í vetur þróast meira yfir í vera stjórnunarstarf, þ.m.t. samskipti við þrjár deildir skólans, heilbrigðisdeild, sjávar- útvegsdeild og rekstrardeild. Einnig sér hún um að leita upp- lýsinga frá erlendum gagnabönk- um. „Við höfum vissulega lagt áherslu á að kaupa bækur og tímarit sem tengjast þessum þrem deildum, en í safninu er einnig að finna mikið af öðrum bókum. Það hefur verið draumur minn að veita góða þjónustu til allra hér á Akureyri og nágrenni, þ.e. einstaklinga, en þó sérstak- lega fyrirtækja, en þau hafa vax- andi þörf fyrir aðgang að upplýs- ingum m.a. vegna aukinnar sam- keppni og þeirra öru breytinga sem eru á öllum sviðum í dag. Hingað geta allir komið og fengið þá þjónustu sem þeir þurfa á að halda. Amtsbókasafnið er almenningsbókasafn, sem miðast við þarfir almennings, menntun á lægri skólastigum og afþreyingar- bókmenntir, en þetta bókasafn þjónar frekar þörfum atvinnulífs- ins. Vissulega eigum við gott samstarf við Amtsbókasafnið og það er okkur mjög mikilvægt að hafa safn sem hefur svo mikið af íslensku efni,“ sagði Sigrún. Háskólabókasafnið er ungt að árum, en býr samt sem áður nú þegar við allgóðan bókakost og sömuleiðis er það nokkuð vel tækjum búið. Sigrún segir að góður skilningur hafi verið á því að til þess að geta staðið undir nafni þyrfti að gera safninu kleift að kaupa mikinn fjölda bóka og tímarita. Ætlaði aldrei að fara í bókasafnsfræði En hvað varð til þess að Sigrún ákvað að læra bókasafnsfræði? „Eftir stúdentspróf var ég Tónlist Mánudaginn 13. janúar bauð söngdeild Tónlistarskólans á Akureyri áhugamönnum um tón- list og einkum söng á tónleika söngnemenda skólans. Fram komu nemendur á fjórða til átt- unda stigi í námi sínu. Undir- leikarar á tónleikunum voru Guðrún A. Kristinsdóttir og Richard Simm. Hverjum áhugamanni um tón- listarlíf á Akureyri og framtíð þess ætti að vera kærkomið að fá tækifæri til þess að heyra, hvernig starfið gengur hjá þeim, sem leggja stund á tónlistarnám í skólum bæjarins. Svo var líka að sjá, að ýmsir teldu svo vera. Sal- urinn í Safnaðarheimili Akureyr- arkirkju var sem næst fullsetinn. Vitanlega var þarna margur aðstandandi nemendanna, sem fram komu, en svo var engan veginn um alla. Fyrst kom fram kór söngnema. í honum eru tæpir þrír tugir söngmanna. Kórinn flutti tvö lög og gerði það mjög áheyrilega. Hinu fyrra stjórnaði Hólmfríður Benediktsdóttir, en hinu síðara Margrét Bóasdóttir. Átján söngnemendur komu fram og fluttu fjölbreytta dagskrá. Eins og gefur að skilja, var ýmislegt að athuga við frammi- stöðu margra og jafnvel allra. atvinnulaus og auglýsti eftir vinnu. Ég fékk svar frá tveimur aðilum og annar þeirra var Borg- arbókasafnið í Reykjavík. Eg sagði strax að þangað færi ég aldrei, því bókasafn væri sá ömurlegasti vinnustaður sem ég gæti hugsað mér. Ég kannaði því hinn möguleikann, en leist ekki á hann þegar til kom. Það var því ekki um annað að ræða en að taka vinnuna á Borgarbókasafn- inu. Mér til mikillar furðu var ég strax mjög ánægð og komst að því að starf á bókasafni felst í allt öðru en fólk almennt heldur. Þetta er svo ótrúlega fjölbreytt starf. í framhaldi af því innritað- ist ég í bókasafnsfræði í Háskóla íslands og lauk þaðan prófi árið 1976.“ Við slíku er að búast, þegar um nemendur er að ræða og sumir eru að syngja í fyrsta eða allt að því í fyrsta skipti fyrir fjölda áheyrenda. Það þarf dug til slíks og því engin undur, þó að ýmsir væru nokkuð klemmdir og spenntir og að þess gætti í flutningi þeirra. Sama ástæða gæti að stórum hluta skýrt óstyrka raddbeitingu, sem gætti hjá mörgum, og einnig hljómlítinn söng, sem var nokk- uð áberandi og almennur. Hitt var samt ljóst, að í mörgum nemendanna er greinilega efni í vel frambærilega og allt upp í góða söngvara. Hvað sem líður þeim atriðum, sem nefnd hafa verið, voru tón- leikar söngnem^ndanna ánægju- legir fyrir margra hluta sakir. Skemmtilegt var að sjá, hve stór hópur karla og kvenna er við söngnám. Ekki síður er ánægju- legt að finna, hve vel á veg marg- ir nemendanna eru komnir. Nokkrir skáru sig úr hvað þetta snerti. Þar má nefna Benedikt Sigurðarson, bassa, Guðnýju Erlu Guðmundsdóttur, mezzosópran, Hildi Tryggvadóttur, sópran, Óskar Pétursson, tenór, og Sól- veigu Hjálmarsdóttur, sópran. Þó hér séu ekki fleiri nafngreind- ir, táknar það ekki, að ekki hafi í fjarnámi við háskóla í Wales Þó svo að Sigrún hafi meira en nóg að gera í starfi sínu við Háskólann á Akureyri hefur hún ekki alveg lagt námsbækurnar á hilluna. Síðastliðið haust hóf hún fjarnám í stjórnun við háskóla í Wales. „Þarna er um að ræða masternám og ég verð þrjú ár að Ijúka því. Ég fer út einu sinni á ári, en vinn allt hér heima. Ég sendi verkefni út og fæ reglulega sendan leslista og fyrirlestra á snældum," sagði Sigrún. Hún sagði að vissulega væri þetta mik- il vinna. Hún yrði að nýta kvöld- in og helgarnar vel, en með góðri aðstoð fjölskyldunnar gengi þetta upp. óþh fleiri staðið sig, og reyndar ekki heldur, að frammistaða þeirra, sem nafngreindir voru, hafi verið gallalaus. Hólmfríður Benediktsdóttir, söngkennari, stýrði tónleikunum fyrir hönd söngkennaranna, en þeir eru auk hennar, Margrét Bóasdóttir og Michael J. Clarke. Undirleikarar á tónleikunum, Guðrún A. Kristinsdóttir og Richard Simm, voru stoð og stytta nemendanna, sem fram komu. Þau studdu þá í hvívetna og gáfu flutningi þeirra þann lit, sem við átti. Tónleikar söngnema á fyrri stigum náms verða haldnir laug- ardaginn 18. janúar klukkan 15.00 á Sal Tónlistarskólans á Akureyri. Að lokum: Fer ekki að verða ástæða til þess að íhuga í alvöru að setja upp heila óperu, óperettu eða söngleik á vegum söngdeild- ar Tónlistarskólans á Akureyri; ef til vill í samvinnu við Leikfélag Akureyrar? Uppsetningin gæti verið samfellt vetrarverkefni deildarinnar og þeirra nemenda, sem lengst eru komnir í til dæmis strengjahljóðfæraleik. Efnið til þessa hvað söngvara áhrærir virð- ist vera orðið til. Haukur Ágústsson. Söngdeildartónleikar

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.