Dagur


Dagur - 30.01.1992, Qupperneq 2

Dagur - 30.01.1992, Qupperneq 2
2 - DAGUR - Fimmtudagur 30. janúar 1992 Black Jack gallabuxur st. 31-41, verð kr. 1.700,- Vinnuskyrtur st. S tll XXL, verð 1.180,- 111EYFJÖRÐ Hjalteyrargötu 4 Sími 22275 Fréttir Vínartónleikar Kammerhljómsveitar Akureyrar: Tónleikar þetta árið bæði í Ýdölum og á Akureyri - Páll Pampichler Pálsson stjórnar annað árið í röð SKATTFRAMTÖL fyrir einstaklinga og minni fyrirtæki Rolf Hannén, Norðurbyggð 15. Simi 27721. Kammerhljómsveit Akureyrar heldur sína árlegu Vínartón- leika í febrúarmánuði en að þessu sinni verða tvennir tón- leikar enda hafa Vínartónleik- ar hljómsveitarinnar fengið metaðsókn á undanförnum árum. Páll Pampichler Pálsson verður stjórnandi á Vínartón- leikum Kammerhljómsveitar- innar í ár eins og í fyrra en ein- söngvarar verða sópransöng- konan Sigríður Gröndal og Óskar Pétursson, tenórsöngv- ari. Jón Hlöðver Áskelsson, fram- kvæmdastjóri Kammerhljómsveit- ar Akureyrar, segir í tilkynningu sem hann hefur sent frá sér um komandi Vínartónleika að hljómsveitin og stjórn hennar líti svo á að vinsældir Vínartónleik- anna endurspegli áhuga Norð- lendinga fyrir slíkum tónleikum sem árvissum þætti skemmtana- lífsins. Eins og áður segir verða tvenn- ir tónleikar að þessu sinni. Hinir fyrri verða í félagsheimilinu Ydölum laugardaginn 15. febrúar kl. 16 en hinir síðar í íþrótta- skemmunni á Akureyri sunnu- daginn 16. febrúar kl. 17. Kammerhljómsveit Akureyrar er skipuð 55 hljóðfæraleikurum. Páll Pampichler Pálsson er lands- þekktur sem stjórnandi Sinfoníu- hljómsveitar Islands og Karla- kórs Reykjavíkur, auk þess að vera afkastamikið og eftirsótt tónskáld. Sigríður Gröndal stundaði söngnám í Reykjavík og síðar í Hollandi. Hún hefur tekið þátt í flutningi íslensku óperunnar sem einsöngvari m.a. í Leðurblök- unni, Don Giovanni, Brúðkaupi Figaros og Töfraflautunni, auk þess að hafa sungið á tónleikum hér heima og erlendis. Óskar Pétursson er búsettur á Akureyri og vakti söngur hans mikla hrifningu á Vínartónleik- um Kammerhljómsveitarinnar síðasta vetur. Hann hefur oft sungið einsöng með kórum, bæði á Norðurlandi og í Reykjavík, m.a. sungið með Skagfirsku söngsveitinni. Forsala aðgöngumiða á Vínar- tónleikana mun hefjast í Bóka- búð Jónasar á Akureyri á mánu- dag. JÓH Sértilboð Eitt símtal og við gerum þér tilboð AKUREYRI 96-24838 Bílaleigan Örn Flugvöllur og Tryggvabraut 1. _ ÞÓRSHÖFN: Tel. 96-81175 HVb-AVIS VIÐ ÞJÓNUM ÞÉR L'Cency Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva 1992: íslenska lagið valið 22. febrúar í Sjónvarpinu Hjá Sjónvarpinu standa nú yfír upptökur á lögunum sem keppa til úrslita í undankeppninni fyrir Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva 1992. Tilgang- ur keppninnar er að hvetja höfunda til lagasmíða og að velja Iag í söngvakeppnina sem haldin verður í Malmö í Sví- þjóð að þessu sinni. Föstudags kvöld: Peir sem mæta á föstudag fá frítt inn á laugardag Laugardagskvöld: Hátíð hækkandi sólar Kvöldið hefst á sýningu myndarinnar Spurning um svar kl. 23.30 Kynningar • Sýningar • Diskótek Kynning á Samb... frá Ítalíu Miðaverð kr. 500 Fimmtudag og laugardag: Valgeir Skagfjörð skemmtir gestum (Ippans Snyrtilegur klæðnaður Borðapantanir í síma 24199 steito* Piit'tfiri*'0' íslensku lögin verða kynnt í tveimur þáttum í Sjónvarpinu 7. og 14. febrúar; fimm lög í þeim fyrri og fjögur í þeim síðari. Jafn- framt verða lögin kynnt í Sjón- varpinu þrjú og þrjú saman 18., 19. og 20. febrúar strax að lokn- um fréttum. Samsent verður með Rás 2, en þar verða lögin einnig kynnt sérstaklega. Samkvæmt þessu hefur hvert lag verið leikið tvisvar sinnum í Sjónvarpi þegar kemur að úrslitakvöldinu. Loka- þátturinn verður £ beinni útsend- ingu 22. febrúar og verður hann einnig samtengdur með Rás 2. Sjónvarpið leggur til hljóm- sveit 9 manna sem Jón Ólafsson stjórnar og bakraddir syngja Eva Ásrún Albertsdóttir, Erna Þórar- insdóttir og Eyjólfur Kristjáns- son. Lögin sem keppa til úrslita voru valin af dómnefnd sem í áttu sæti Jón Ólafsson tónlistar- maður, Helga Möller söngkona, Magnús Einarsson dagskrárgerð- armaður á Rás 2, Kristinn Svavarsson tilnefndur af FÍH, Magnús Kjartansson tilnefndur af FTT. Tíu lög voru valin til áframhaldandi keppni en eitt var dregið út úr keppninni. Lögin níu verða öll leikin í lokaþættinum og atkvæðagreiðsla fer fram að því loknu. I öllum átta kjördæmum landsins sitja dómnefndir og þær hafa jafnt vægi burtséð frá mismunandi íbúafjölda kjördæma. Sérstök dómnefnd „sérfræðinga“ verður einnig í sjónvarpssal og hefur nokkra sérstöðu. Hver dóm- nefndarmaður greiðir öllum lögunum atkvæði á sama hátt og gert er í hinum dómnefndunum. Það lag sem flest stig hlýtur hjá þessari „sérfræðinganefnd“ fær alls 16 stig á vogarskálarnar. Þessi dómnefnd greiðir því aðeins einu lagi atkvæði. Höfundur eða höfundar sigurlagsins fá í sinn hlut vegleg verðlaun: a. Verð- launagrip sem Sjónvarpið hefur sérstaklega látið gera. b. Sjón- varpið veitir einnig peningaverð- laun að upphæð krónur 200.000,00 og auk þess krónur 300.000,00 til þess að undirbúa lagið fyrir loka- keppnina. c. Ferð til Malmö í Svíþjóð, til þess að fylgjast með keppninni. ój Útgáfu Þjóðviljans hætt: Nýtt helgarblað kemur út Þær breytingar verða á íslenska dagblaðamarkaðinum um næstu mánaðamót að útgáfu Þjóðviljans verður hætt. Hins vegar hafa nokkrir starfsmenn Þjóðviljans ákveð- ið að gefa út helgarblað sem mun fylgja sjálfstæðri rit- stjórnarstefnu. Þeir Árni Þór Sigurðsson, Guðmundur Rúnar Heiðarsson, Sigurður Á. Friðþjófsson og Sæv- ar Guðbjörnsson hafa gert samn- ing við útgáfustjórn blaðsins um að taka á leigu húsnæði, tæki og aðstöðu til að gefa út nýtt helg- arblað. Helgarblaðið mun koma út vikulega frá 7. febrúar og verður það sent öllum áskrifendum Þjóðviljans auk þess sem það verður til sölu á helstu blaðsölu- stöðum. „Ritstjórnarstefna blaðsins mun taka mið af því að verja velferðarkerfið, baráttu fyrir bættum lífskjörum og hagsmun- um þeirra sem minna mega sín í samfélaginu. Blaðið mun fylgja sjálfstæðri ritstjórnarstefnu og verður hvorki í beinum tengslum við stjórnmálasamtök né aðra hagsmunaðila,“ segir í fréttatil- kynningu frá útgefendum. Þá segir að markmiðið með útgáfunni sé að brúa það bil sem fyrirsjáanlegt er þegar Þjóðvilj- inn hættir að koma út og þangað til nýtt dagblað lítur dagsins ljós. SS

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.