Dagur - 30.01.1992, Page 12

Dagur - 30.01.1992, Page 12
 Hadegistilboð alla daga V E I T I N G A H U S I Ð Súpa og salatbar ásamt okkar nýbökuöu brauöum fylgja öllum aðalréttum og pizzum Frí heimsendingarþjónusta allan daginn Alvöru veitingahús Glerárgötu 20 • 26690 Fjárhagsáætlun Húsavíkurbæjar samþykkt: Fræðslumál stærsti gjaldaliðuriim - tekjur bæjarsjóðs áætlaðar 440 milljónir - heildargjöld 340 milljónir Fjárhagsáætlun Húsavíkur- bæjar og bæjarfyrirtækja var samþykkt með átta atkvæðum að lokinni síðari umræðu í bæjarstjórn Húsavíkur sl. þriðjudag. Mjög litlar breyt- ingar voru gerðar á áætluninni milli umræðna. Heildartekj- urnar eru áætlaðar 440,5 millj- ónir en heildargjöld 340 millj- ónir. Tekjuafgangur er því um 100,5 milljónir, eða 23% af tekjum. Lántökur eru áætlað- ar um 110 milljónir og breytast lítið milli umræðna, áætlaðar lántökur bæjarsjóðs lækka en lántökur hafnarsjóðs hækka. í sumar standa til framkvæmdir fyrir 130 milljónir við höfnina, dýpkunarvinna fyrir 55 millj- ónir og gerð stálþils við Norðurgarð fyrir 78 milljónir. Vonast er til að framkvæmdir geti hafíst um mánaðamót maí/ júní. Helstu tekjur bæjarsjóðs eru útsvör, tæplega 150 milljónir, aðstöðugjöld 38,2 og fasteigna- skattur um 35 milljónir. Stærsti gjaldaliðurinn er fræðslumál, 95 milljónir. Töluverðar umræður urðu um áætlunina og lýsti Jón Ásberg Salómonsson (A) því yfir að hann mundi sitja hjá við atkvæða- greiðslu um hana. Kristján Ásgeirsson (G) flutti langa ræðu og fór fram á bókun. í máli Bjarna Aðalgeirssonar (B) kom fram að lántökur Húsavíkurbæjar hefðu aukist verulega á síðustu tveimur árum en minnti á að von væri á að fá verulegan hluta fjár- magnsins til baka, s.s. kostnað vegna skólabyggingar og hafnar- framkvæmda. Bjarni spurði Jón Ásberg (slökkviliðsstjóra) hverju hann vildi sleppa við gerð fjár- hagsáætlunarinnar, kaupum á nýjum slökkvibíl, skólabygging- unni eða þátttöku í Dvalarheimili aldraðra. Bjarni minnti á bygg- ingu íþróttahúss og framkvæmdir fyrir landsmót 1987, og að dregið hefði úr öðrum framkvæmdum meðan verið var að greiða þetta niður. Hann sagðist viss um að bæjarfulltrúar væru í rauninni all- ir sammála um að efla þyrfti Framhaldsskólann og horfa til framtíðar í þessu byggðarlagi. Hér væri samfélag mjög gott þjónustulega séð, en meiri drift vantaði í atvinnulífið. Varðandi skuldasöfnun bæjarsjóðs, sagði Bjarni að hann liti bjartsýnum augum til framtíðarinnar, og teldi að bærinn myndi innan skamms tíma geta losað með hagnaði það framlag sem veitt hefði verið til Fiskiðjusamlags Húsavíkur. IM Þessa dagana eru framteljendur að fá skattframtölin í hendur. Þessi mynd var tekin á Skattstofunni á Akureyri í gær þar sem starfsmenn höfðu í mörgu að snúast. Mynd: Goiu „Grenilundsflóðið“ aftur á borð bæjaryfirvalda á Akureyri: Haldi Akureyrarbær fast við fyrri afstöðu leita íbúamir réttar síns Á fundi bæjarráðs Akureyrar í dag verður væntanlega tekin afstaða til skaðabótakröfu íbúa við Grenilund vegna tjóns sem þeir urðu fyrir að kvöldi 2. maí 1990. Akureyrarbær hefur þegar hafnað kröfu íbúanna um skaðabætur, en málið verður aftur tekið fyrir í Ijósi skýrslu dómskvaddra mats- manna. Nú liggur fyrir skýrsla tveggja dómkvaddra manna, frá Siglu- firði og Húsavík, um vatnstjónið í Grenilundi. Hlutverk þeirra var að kanna hvort aðbúnaður í göt- unni af hálfu bæjarins væri viðun- andi og hvort starfsmenn bæjar- ins hafi brugðist rétt við umrædd- an flóðadag. í skýrslunni kemur fram að frárennslislögnin austan Greni- lundar sé of grönn og geti ekki tekið við vatni af þessu svæði. Orðrétt segir í skýrslunni: „Mat okkar er að 500 ml framræslu- lögnin anni ekki að ræsta fram regnvatn eða leysingavatn miðað við það sem við teljum eðlilegar Orsakir flestra árekstra í umferðinni á Akureyri: Aðalbrautarréttur ekki virtur Lögreglan á Akureyri gerði skýrslur yfir 134 árekstra í bænum á árinu 1991. Orsaka- valdar í þessum tilfellum eru af ýmsum toga en áberandi er að í flestum tilfellum falla öku- menn í þá freistni að virða ekki aðalbrautarrétt. hönnunarforsendur.“ Árin 1978 og 1983 flæddi inn í hús við Grenilund, sem þá voru í byggingu. Þá var lögnin með sama hætti og nú er. Oskað var úrbóta, en ekkert var aðhafst. í skýrslunni segja mats- mennirnir að starfsmenn Akur- eyrarbæjar hafi ekki brugðist rétt við þann 2. maí 1990. Bent er á að snjóbingur syðst í Grenilundi hafi fyrst í stað hindrað vatn í að komast norður í götuna, þ.e. að hann hafi að verulegu leyti valdið myndun stöðuvatns sem síðan flæddi norður í Grenilundinn. Einnig er þess getið að starfs- menn bæjarins hafi ekki átt að opna brunnana þegar í óefni hafi verið komið, vegna þess að lögn- in í götunni sé ekki hönnuð til þess að taka við slíku gífurlegu vatnsstreymi. Við þetta hafi myndast öfugur þrýstingur og vatnið flætt inn í húsin við götuna nokkrum mínútum síðar. Benedikt Ólafsson, lögfræð- ingur íbúanna við Grenilund, segist telja að skýrsla matsmann- anna styrki málstað íbúanna. Hann hefur nú sent hana til bæjaryfirvalda með ítrekun um að Akureyrarbær bæti þetta tjón. Gert er ráð fyrir að málið verði rætt í bæjarráði í dag. „Ef að Akureyrarbær heldur fast við fyrri afstöðu, þá held ég að megi fullyrða að íbúarnir láti á þetta reyna fyrir dómstólum,“ sagði Benedikt. í þessum miklu flóðum varð tjón í tíu húsum við Grenilund og heildartjón hefur verið metið um 14 milljónir króna (á verðlagi í maí 1990). Tryggingarfélög hafa að fullu bætt tjón í einni íbúð og að hluta í tveim íbúðum. Benedikt lét þess getið að Við- lagatrygging íslands hafi á sínum tíma hafnað bótaskyldu vegna þess að þarna hafi ekki verið eig- inlegar náttúruhamfarir í skiln- ingi laganna og að um skaðverk af hálfu Akureyrarbæjar hafi ver- ið að ræða. óþh Landsleiksmál Tindastóls: Krefla KKÍ um greiðslu - „munum fylgja málinu fast eftir“ Iitill snjór á Hveravöllum „Það er að fara frá okkur bréf til KKI þar sem við lýsum okk- ar áliti á framkomu þeirra og gerum þá lágmarkskröfu að þeir greiði okkur vegna beinna fjárútláta sem við komust ekki hjá í sambandi við leikinn,“ segir Þórarinn Thorlacius, for- maður körfuknattleiksdeildar Tindastóls. Eins og blaðið greindi frá um helgina þá varð ekkert af lands- leik í körfuknattleik milli Litháen og íslands sem fram átti að fara á Sauðárkróki sl. föstudag. For- ráðamenn Tindastóls vilja meina að KKÍ hafi ekki staðið rétt að málum þar sem þeim hafi allt frá upphafi verið ljóst að landslið Litháen hafi þurft að fljúga til Kaupmannahafnar á föstudegin- um. Að sögn Þórarins krefjast þeir í körfuknattleiksdeildinni þess að KKÍ greiði þeim um 100 þús. krónur sem búið var að eyða m.a. í auglýsingar og prentun á minjagripi til að gefa Litháum. „Við teljum okkur vera mjög hógværa miðað við þau óþægindi og hreinlega þá lítilsvirðingu sem við höfum orðið fyrir hérna og þess vegna munum við fylgja málinu mjög fast eftir,“ sagði Þórarinn í gær. SBG Rétt er að taka fram að þó 134 árekstrar hafi verið skýrslufærðir hjá lögreglu voru 300 árekstrar þar sem ökumenn sáu sjálfir um skýrslugerðina. En í þeim tilvik- um þar sem lögregla var kölluð til var orsökin þannig: Aðalbrautarréttur var ekki virtur í 30 af þessum árekstrum, í 24 tilfellum var umferðarréttur ekki virtur, í 17 skipti var of stutt bil á milli farartækja, 16 árekstrar urðu vegna gáleysis eða af ókunnri orsök, í 12 tilvikum var ógætilega ekið afturábak, 8 árekstrar urðu vegna ölvunar, ranglega var beygt í 5 tilvikum, í fjórum árekstum átti bilun í bifreið orsökina, réttindaleysi við akstur var einnig í fjórum árekstrum, í tveimur tilvikum var um að kenna rangri staðsetningu á akbraut og loks varð einn árekstur vegna þess að mannlaus bifreið rann af stað og sömuleiðis einn árekstur þar sem ógætilega var ekið frá gangstétt. JÓH „Ef útivistarfólk næði til veðurguðanna, væri það senni- lega búið að kæra þá fyrir vörusvik,“ sagði Grímur Sigur- jónsson, veðurathugunarmað- ur á Hveravöllum í samtali við Dag í gær. Hann sagði að aðstæður uppi á hálendinu væru ekki eins og Það verður að teljast fremur sérstakur náttstaður sem mað- ur einn valdi sér í fyrrinótt. Að honum var komið þar sem hann hafði lagst til hvílu á þjóðvegi eitt við Lónsbakka norðan Akureyrar. Að sögn lögreglunnar á Akur- eyri ætlaði maðurinn að ganga menn ættu að venjast á þessum tíma árs. Snjórinn væri farinn að mestu leyti og til marks um það sýndu stikur að meðalsnjódýpt í slökkum væri 8 cm, en fyrir jólin var meðalsnjódýptin 44 cm. „Maður fer ekki á skíði þessa dagana. Maður lætur duga að taka sér bók í hönd og hafa það huggulegt,“ sagði Grímur. óþh heim til sín, sem mun vera langt norðan Akureyrar, en hefur lík- lega ætlað að safna kröftum áður en lengra væri farið. Óhætt er að segja að maðurinn hafi verið heppinn að lenda ekki fyrir bíl þarna á miðjum veginum. Þess má geta að hann var undir áhrif- um áfengis. óþh Óvenjulegur náttstaður

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.