Dagur - 06.02.1992, Qupperneq 8
8 - DAGUR - Fimmtudagur 6. febrúar 1992
Heimsókn í Jökul hf./Fiskiðju Raufarhafnar:
Stöndug fyrirtæki sem
Raufarhaftiarbúar byggja
afkomu sína á
- sveiflur í sjávarútvegi hafa mikil áhrif á allt sveitarfélagið
Þorri íbúa Raufarhafnar hefur
atvinnu af fiskveiðum og fisk-
vinnslu. Útgerð og vinnsla er í
höndum hlutafélaganna Jökuls
og Fiskiðju Raufarhafnar sem
Raufarhafnarhreppur á meiri-
hluta í og Sfldarverksmiðjur
ríkisins reka vel útbúna loðnu-
verksmiðju á staðnum. Sveifl-
ur í sjávarútvegi hafa mikil
áhrif á afkomu íbúanna. Þegar
blaðamenn Dags komu til
Raufarhafnar í lok janúar
hafði verið mikil niðursveifla
og var hún að ná hámarki.
Togari Jökuls, Rauðinúpur
ÞH, var frá veiðum vegna vél-
arbilunar og engin loðna hafði
borist til Raufarhafnar á árinu.
Það var samt enginn bölmóður
í brosmildu starfsfólki Fisk-
iðjunnar/Jökuls þegar við kom-
um í heimsókn í afar snyrtilegt og
hreinlegt frystihúsið. Vinnsla
hafði verið stopul en menn sáu
fram á bjartari tíð.
Við hittum að máli þau Sigur-
björgu Jónsdóttur, Gunnar F.
Jónasson og Guðmund Lúðvíks-
son í starfsstjórn fyrirtækjanna,
en ekki var búið að ráða nýjan
framkvæmdastjóra á þessari
stundu. Von var á einum af ríf-
lega tuttugu umsækjendum til
viðræðna.
Hefur áhrif á afkomu
allra Raufarhafnarbúa
- Staðan í dag er kannski ekki
glæsileg, en getur breyst fljótt.
Hvernig er með hráefnisöflun á
þessari stundu?
„Við höfum verið með bát, Þór
Pétursson, frá útgerð sem heitir
Njörður. Hann hefur landað
hérna 50-60 tonnum. Svo er Stak-
fellið að fiska fyrir okkur núna og
það hefur verið samið um að við
fáum 70-80% af afla togarans
meðan ekkert er að hafa hjá
okkur. Þá er ekki bara verið að
tala um bilunina í Rauðanúpi
núna því dæmið er hugsað þannig
að Stakfellið landi líka hjá okkur
í mars ef Rauðinúpur fer í
togararallið,“ sagði Gunnar.
„Við vonumst til að Rauðinúp-
ur verði farinn að dýfa trolli um
miðjan febrúar, miðað við að
þetta takist sem verið er að gera.
Þetta er tilraun, en vonandi mun
viðgerðin takast,“ sagði Guð-
mundur.
Vinna hefur verið stopul hjá
Fiskiðjunni síðustu vikur og að-
eins unnið þrjá til fjóra daga í
viku. En starfsfólkið er fastráðið
og ekki hefur verið gripið til upp-
sagna.
„Það er nánast allt fólk fastráð-
ið. Við sögðum engum upp eins
og mörg fyrirtæki gerðu fyrir
jólin, enda hefur það verið okkar
stefna. Stöndug útgerðarfyrirtæki
á stærri stöðum hafa verið að
segja upp fólki, en hér eru líka
aðrar félagslegar aðstæður,“
sagði Gunnar.
„Petta er persónulegra fyrir-
tæki og flest starfsfólkið í raun-
inni hluthafar. Það má segja að
þetta sé okkar bæjarútgerð,“
sagði Sigurbjörg og Guðmundur
bætti við að útgerðin hefði áhrif á
afkomu hvers einasta heimilis í
hreppnum.
Gunnar F. Jónasson, Guðmundur Lúðvíksson og Sigurbjörg Jónsdóttir fræddu blaðamann um rekstur Jökuls og
Fiskiðju Raufarhafnar og voru glöð í bragði þrátt fyrir erfitt ástand að undanförnu. Myndir: Goiii
Kreppan í atvinnulífinu vegna erfiðleika í útgerðinni hefði ekki verið eins áberandi ef loðnuverksmiðjan hefði ekki
staðið tóm og hráefnislaus á sama tíma. En nú er að birta til á ný.
Smábátarnir hafa hægt um sig yfir háveturinn og því hefur togarinn Rauði-
núpur verið haldreipi Fiskiðjunnar hvað hráefnisöflun varðar. Bilunin í vél
togarans hefur því sett strik í reikninginn.
„Yið höfum verið heppin
með starfsfólk“
Já, viðmælendur okkar sögðu að
sjávarútvegurinn væri lífæð
þorpsins og afkoma heimilanna
því háð afkomu fyrirtækjanna.
Eftir að síldin hvarf og Jökull hf.
og Fiskiðja Raufarhafnar hf. risu
á legg voru þessi fyrirtæki lengi
vel baggi á sveitarfélaginu og
rekstur þeirra erfiður. En síðustu
ár hefur góður rekstur þeirra
vakið athygli og Fiskiðjan hefur
fengið fjölmargar viðurkenningar
fyrir gæðaframleiðslu.
„Við greiddum launauppbót
um áramótin. Hver starfsmaður
fékk 40 þúsund krónur miðað við
fullt starf, enda er góður rekstur
fyrirtækjanna starfsfólkinu að
þakka. Við höfum verið heppin
með starfsfólk. Vinnuaflið hefur
verið stöðugt, mest sama starfs-
fólkið og mjög gott fólk,“ sagði
Gunnar.
„Þótt við eigum ekki alltaf
mikið af lausafé þá er eignastaða
fyrirtækjanna ákaflega sterk,“
sagði Guðmundur.
- Þannig að þið hristið þessar
sveiflur af ykkur án teljandi erf-
iðleika.
„Já, við ættum að gera það. Ég
held þó að aflaleysið seinnipart-
inn á síðasta ári hafi farið enn
verr með okkur en þetta ástand
núna,“ sagði Guðmundur.
„Þetta hefur verið leiðinlegt
frá því í haust. Við misstum úr þó
nokkuð marga daga í október og
nóvember,“ sagði Gunnar.
„Ég man varla eftir svona lang-
varandi aflaleysi sem hefur staðið
mánuðum saman,“ sagði Guð-
mundur.
„Það á ekki bara við hér. Þetta
hefur verið svona um allt land,“
bætti Sigurbjörg við.
Rækjuvinnslan á Kópa-
skeri og samvinna
sveitarfélaga
Raufarhafnarhreppur á meiri-
hlutann í Jökli hf. og Jökull á
40% í Fiskiðjunni á móti
hreppnum, þannig að þetta er
með sanni bæjarútgerð staðarins.
En Jökull á líka 75% í rækju-
vinnslunni Geflu hf. á Kópaskeri
sem var reist á rústum Sæbliks,
en gjaldþrot Sæbliks hafði næst-
um komið hinum gamla Prest-
hólahreppi á kaldan klaka.
„Þegar þrengingarnar voru
sem mestar hjá þeim á Kópaskeri
þá fórum við í björgunaraðgerðir
og lögðum okkar að mörkum til
rækjuvinnslunnar,“ sagði Guð-
mundur.
„Það voru ekki gróðasjónar-
mið sem réðu því að við fórum út
í rækjuvinnsluna á sínum tíma.
Við sáum ekki beinan hag í því,
nema þá að efla byggðirnar. Það
er hagur okkar sem búum hérna
úti á annesjunum að byggðin
haldist," sagði Gunnar.
„Því betur sem nágrönnunum
líður því betur hlýtur okkur að
líða,“ skaut Guðmundur inn í.
Við ræddum töluvert um sam-
vinnu sveitarfélaganna í Norður-
Þingeyjarsýslu og þau sögðu
hana af hinu góða. Þau töldu að
rígurinn milli Raufarhafnar og
Kópaskers annars vegar og Rauf-
arhafnar og Þórshafnar hins veg-
ar hefði minnkað verulega, en
ekki virtust þau þó ýkja hrifin af
hugmyndum um hreina og klára
sameiningu sveitarfélaganna.
„Akveðinn hópur manna
alltaf svartsýnn“
- Að lokum, ástandið hefur ver-
ið erfitt eins og þið hafið minnst
á. Eru Raufarhafnarbúar orðnir
svartsýnir?
„Nei, það held ég alls ekki,“
sagði Gunnar með sannfæringu.
„Það er auðvitað ákveðinn
hópur manna sem er alltaf
svartsýnn, alveg sama hvernig
gengur. Þeir eru í þessu hjólfari
og verða þar. Við vitum af þeim
en það verður að láta þá eiga
sig,“ sagði Guðmundur.
„Þessir erfiðleikar sem skapa
kreppuástand hjá okkur núna
væru ekki eins áberandi ef Síldar-
verksmiðjurnar hefðu fengið
loðnu til bræðslu. En þegar báðir
atvinnujötnarnir á staðnum eru
hálf lamaðir þá er skiljanlega
daufara yfir fólki en ella,“ sagði
Sigurbjörg.
Nú ættu Raufarhafnarbúar að
geta tekið gleði sína að nýju því
loðnan er farin að berast og
Fiskiðjan jafnvel búin að fá góð-
an afla til vinnslu þegar þetta
birtist. Niðursveiflunni ætti því
að vera lokið og þá liggur leiðin
upp á við. SS