Dagur - 06.02.1992, Side 9

Dagur - 06.02.1992, Side 9
Fimmtudagur 6. febrúar 1992 - DAGUR - 9 Þorsteinn Hallsson byrjaði í síldinni 10 ára gainall og hefur æ síðan unnið störf tengd sjávarútvegi á Raufarhöfn, eða í um fjörutíu ár. Myndir: Coiii Guðshúsið gægist upp á milli hrörlegra minnisvarða. Margar skeinmtilegar andstæður er að finna á Kaufarhöfn. Raufarhöfn: „Lengsta deyfðartúnabil sem ég man eftir“ - segir Þorsteinn Hallsson og rifjar upp tímana tvenna Eins og flestum landsmönnum er kunnugt var Raufarhöfn blómlegt sfldarþorp, iöandi af Iífi. Ibúar í þessu nyrsta kaup- túni landsins voru 515 áriö 1978 þegar blómaskeiðið náði hámarki, en síðan hefur hallað undan fæti og íbúar eru nú nálægt 400 talsins. Einn af þeim sem man tímana tvenna í sögu Raufarhafnar er Þor- steinn Hallsson. Rétt eftir aldamótin, eða árið 1901, bjuggu 25 manns á Raufar- höfn, en Raufarhöfn varð löggilt- ur verslunarstaður 1836. íbúum fjölgaði talsvert þegar Norðmenn hófu síldarbræðslu snemma á þessari öld og Síldarverksmiðjur ríkisins tóku við 1934 og voru sívaxandi umsvif í síldarverkun fram til ársins 1967. í Fiskiðju Raufarhafnar hittum við fyrir Þorstein Hallsson, sem hefur verið viðloðandi síld og fiskvinnslu undanfarna fjóra ára- tugi. Hann rakti þróunina fyrir okkur í stórum dráttum. Blómatímabilið 1970-1980 „Ég er fæddur í Skinnalóni árið 1941 og þegar ég man fyrst eftir mér var aðal byggðin á Raufar- höfn hérna í víkinni," sagði Þor- steinn og benti út um gluggann. „Þar risu fyrstu kofarnir á sínum tíma.“ Gamla síldarþorpið sem marg- ir kynntust er að mestu horfið. Braggarnir og skúrarnir hafa ver- ið rifnir en þó má enn sjá nokkra bragga ef grannt er skoðað. Og andstæðurnar eru oft skemmti- legar þar sem gamli og nýi tíminn mætast. „Það var fyrst ekkert nema síld hér á sumrin og lítill útvegur annar,“ hélt Þorsteinn áfram. „Allir sem vettlingi gátu valdið fóru suður á vertíð og komu svo aftur heim í maí. Smábátaútgerð stóð fram í september eða októ- ber og tveir til þrír bátar héldu áfram á línu fram að áramótum. Það var mikil síldarsöltun á sumrin og bræðsla í gangi. Þetta gekk svona þangað til fyrirtækið Jökull var stofnað 1970 og hingað var keyptur togbátur. Þá breyttist margt og menn fóru að geta unn- ið hér allt árið. Byggðin stækkaði og fólki fjölgaði ört á áratugnum 1970-80 og náði hámarki 1978. Þetta er aðal blómatími Raufarhafnar en síðan hefur þessu farið hnign- andi. Loðnuveiðarnar hófust líka á þessum tíma, 1972, og gengu vel í tíu ár samfleytt, eða þangað til 1982. Þá var engin loðna.“ „Man mest eftir 144 síldarskipum inni“ - Var ekki iðandi mannlíf hér á sínum tíma og fjöldi farand- verkamanna? „Jú, hér var fullt af skipum inni. Ég man mest eftir 144 síld- arskipum í einu. Það voru allt upp í 500-700 aðkomumenn hér í kringum síldarsöltunina, karlar og konur, og oft mikill hasar.“ - Hvenær byrjaðir þú að vinna, Þorsteinn? „Ætli það hafi ekki verið árið 1951 þegar ég var 10 ára gamall. Ég byrjaði í síldinni og var í henni til 1968, og eitthvað í fiski líka. Frá 1969 hef ég eingöngu verið hjá Jökli og Fiskiðjunni." - Var algengt að börn færu að vinna svona ung? „Já, þetta var náttúrlega bara yfir sumartímann og yfirleitt létt störf. Við færðum stúlkunum tómar tunnur og hringi og gerð- um ýmislegt fleira. Fljótlega voru flestir þó settir í að salta.“ - Þetta var í þá daga, Þor- steinn, en hvernig hefur ástandið að undanförnu lagst í þig? „Þetta er lengsta deyfðartíma- bil sem ég man eftir í sögu Rauf- arhafnar. Síðustu fjóra mánuði hefur verið afskaplega rýr afli. Auðvitað hafa oft komið dauðir tímar, bæði gæftaleysi og annað, en ég man ekki eftir svona löng- um kafla og svo bætist áfallið með togarann við.“ „Hefur þú verið að vinna hér?“ - En manstu eftir svona góðri tíð? „Já, ég man eftir einu ári sem var svona gott. Það var 1964. Svo var árið 1980 líka mjög gott hérna og enginn snjór, en þó að það væri svona gott fór hitinn bara tvisvar yfir 10 stig allt árið. Þetta var þokusumar með aust- ansvælu en veturinn var mjög góður.“ Já, hafgolan getur'verið úrsvöl á Raufarhöfn og oft fylgir henni þoka, en í hagstæðri landátt get- ur orðið mjög hlýtt. En ég bað Þorstein að lokum að rifja upp einhverja skemmtilega sögu. „Ég get nefnt eitt dæmi um hvað menn voru orðnir sljóir af vinnu hérna þegar mest gekk á. Það var maður sem var búinn að vinna látlaust við söltun í hátt á þriðja sólarhring og skiljanlega var hann orðinn slæptur. Hann fór því til verkstjórans og spurði hvort hann mætti ekki fara heim og hvíla sig í eina þrjá, fjóra tíma. Verkstjórinn leit undrandi á manninn og spurði: Hefur þú verið að vinna hér?“ Þar með kvöddum við Þorstein Hallsson og aðra í Fiskiðju Rauf- arhafnar og fórum í heimsókn á aðra staði eins og síðar mun sagt frá. SS Rauðvínslegið lambalæri aðeins kr. 695,- kg Kynning fiimntudag frá ld. 15-18, föstudag fiá ld. 15-19 Pampers bleiur............. 1.169,- Libero bleiur Mortons grænar baunir ... Mortons gulrætur ..... Paloma WC pappír 10 stk. Dansukker flórsykur .. Dansukker púðursykur .... Kartöflur 2 kg........ 999,- 29,- 29,- 189,- 51,- 64,- 89,- Verslun allra Norðlendinga. Opin alla daga til kl. 22.00 MATVÖRUMARKAÐURINN KAUPANGI OPIÐ ALLA DAGA TIL KL. 22.00 MM WM

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.