Dagur - 06.02.1992, Blaðsíða 10

Dagur - 06.02.1992, Blaðsíða 10
10 - DAGUR - Fimmtudagur 6. febrúar 1992 Dagskrá fjölmiðla I dag, fimmtudag, kl. 21.00, er á dagskrá Sjónvarpsins þátturinn Fólkið í landinu. I þættinum ræðir Sigrún Stefánsdóttir við Kristján Guðlaugsson, sem fengist hefur við að mála hús í Reykjavík í meira en 50 ár. Sjónvarpid Fimmtudagur 6. febrúar 18.00 Stundin okkar. Endurtekinn þáttur frá sunnudegi. Umsjón: Helga Steffensen. 18.30 Skytturnar snúa aftur (23). 18.55 Táknmálsfréttir. 19.00 Fjölskyldulíf (8). (Families.) 19.30 Litrik fjölskylda (24). (True Colors.) 20.00 Fréttir og veður. 20.35 íþróttasyrpa. Fjölbreytt íþróttaefni úr ýmsum áttum. 21.00 Fólkið í landinu. Ánægðastur með húsin sem hann málaði ekki. Sigrún Stefánsdóttir ræðir við Kristján Guðlaugsson málara. 21.25 Bergerac (5). Breskur sakamálamynda- flokkur. 22.20 Úr frændgarði. (Norden runt.) Helgi E. Helgason kynnir fréttir frá hinum dreifðu byggðum Norðurlanda. í þættinum verður fjallað um Norræna húsið í Reykjavik, myndlistarskóla i Karleby í vesturhluta Finnlands, mengun í fjallahéruðum Sví- þjóðar, hagleiksmann í Dan- mörku, sem sker út í tré að hætti vikinga, og stærstu skástagsbrú í heimi en hana er að finna í Norður-Þrænda- lögum í Noregi. 23.00 Ellefufréttir dagskrár- lok. Stöð 2 Fimmtudagur 6. febrúar 16.45 Nágrannar. 17.30 Með Afa. Endurtekinn þáttur. 19.19 19:19. 20.10 Emilie. 21.00 Óráðnar gátur. (Unsolved Mysteries). Robert Stack leiðir okkur um vegi óráðinna gátna. 21.50 Ofsótt vitni. (Hollow Point.) Ung kona ber kennsl á eftir- lýstan glæpamann og fellst á að vitna gegn honúm fyrir rétti. Konunni til mikillar skelfingar er máli glæpa- mannsins vísað frá sökum formgalla og honum sleppt lausum. Þar með snýst líf saklauss vitnis upp í martröð enda maðurinn greinilega til alls vís. Stranglega bönnuð börnum. 23.25 Tveir á báti. (Double Sculls.) Myndin segir frá tveimur ræðurum sem eftir langan aðskilnað taka þátt í erfiðri róðrarkeppni. Gömul og við- kvæm mál þeirra í millum koma upp á yfirborðið og ekki bætir úr skák að vinn- ingslíkurnar í keppninni eru þeim ekki hagstæðar. Aðalhlutverk: Chris Hay- wood og John Hargreaves. Bönnuð börnum. 01.00 Dagskrárlok. Rás 1 Fimmtudagur 6. febrúar MORGUNÚTVARP KL. 06.45-09.00. 06.45 Veðurfregnir. Bæn. 07.00 Fréttir. 07.03 Morgunþáttur Rásar 1. - Hanna G. Sigurðardóttir og Trausti Þór Sverrisson. 7.30 Fréttayfiriit. Gluggað í blöðin. 7.45 Daglegt mál, Mörður Árnason flytur þáttinn. 08.00 Fréttir. 08.10 Að utan. 08.15 Veðurfregnir. 8.30 Fréttayfirlit. 08.40 Bara í Paris. Hallgrimur Helgason flytur hugleiðingar sínar. ÁRDEGISÚTVARP KL. 09.00-12.00 09.00 Fróttir. 09.03 Laufskálinn. 09.45 „Svefnpokinn sem gat ekki sofnað" eftir Kristínu Jónsdóttur. 10.00 Fréttir. 10.03 Morgunleikfimi með Halldóru Björnsdóttur. 10.10 Veðurfregnir. 10.20 Heilsa og hollusta. Umsjón: Steinunn Harðar- dóttir. 11.00 Fréttir. 11.03 Tónmál. 11.53 Dagbókin. HÁDEGISÚTVARP KL. 12.00-13.05 12.00 Fréttayfirlit á hádegi. 12.01 Að utan. 12.20 Hádegisfréttir. 12.45 Veðurfregnir. 12.48 Auðlindin. 12.55 Dánarfregnir - Auglýs- ingar. MIÐDEGISÚTVARP KL. 13.05-16.00 13.05 í dagsins önn - Kvenna- athvarfið. 13.30 Lögin við vinnuna. 14.00 Fréttir. 14.03 Útvarpssagan: „Morgunn lifsins“ eftir Kristmann Guðmundsson. Gunnar Stefánsson les (3). 14.30 Miðdegistónlist. 15.00 Fréttir. 15.03 Leikrit vikunnar: „Hat- ur er án hörundslitar1' byggt á smásögu eftir Wessel Ebersohn. Fyrri hluti. SÍÐDEGISÚTVARP KL. 16.00-19.00 16.00 Fréttir. 16.05 Völuskrín. 16.15 Veðurfregnir. 16.20 Tónlist á síðdegi. 17.00 Fréttir. 17.03 Vita skaltu. Umsjón: Ragnheiður Gyða Jónsdóttir. 17.30 Hér og nú. Fréttaskýringaþáttur Frétta- stofu. 17.45 „Svefnpokinn sem gat ekki sofnað'* eftir Kristínu Jónsdóttur. 18.00 Fréttir. 18.03 Þegar vel er að gáð. 18.30 Auglýsingar ■ Dánar- fregnir. 18.45 Veðurfregnir ■ Auglýs- ingar. KVÖLDÚTVARP KL. 19.00-01.00 19.00 Kvöldfréttir. 19.32 Kviksjá. 19.55 Daglegt mál. 20.00 Úr tónlistarlífinu. 22.00 Fréttir ■ Orð kvöldsins. 22.15 Veðurfregnir. 22.20 Dagskrá morgundags- ins. 22.30 Þríeinn þjóðararfur. Þriðji þáttur af fjórum um menningararf Skota. Umsjón: Gauti Kristmanns- son. 23.10 Mál til umræðu. 24.00 Fróttir. 00.10 Tónmál. 01.00 Veðurfregnir. 01.10 Næturútvarp á báðum rásum til morguns. Rás 2 Fimmtudagur 6. febrúar 07.03 Morgunútvarpið - Vaknað til lífsins. Leifur Hauksson og Eiríkur Hjálmarsson hefja daginn með hlustendum. - Fimmtudagspistill Bjarna Sigtryggssonar. 08.00 Morgunfréttir. - Morgunútvarpið heldur áfram. - Auður Haralds segir fréttir úr Borginni eilífu. 09.03 9-fjögur. Ekki bara undirspil í amstri dagsins. Umsjón: Þorgeir Ástvalds- son, Magnús R. Einarsson og Margrét Blöndal. Sagan á bak við lagið. Furðufregnir utan úr hinum stóra heimi. Limra dagsins. Afmæliskveðjur. Síminn er 91-687123. 12.00 Fréttayfirlit og veður. 12.20 Hádegisfréttir. 12.45 9-fjögur. - heldur áfram. 12.45 Fréttahaukur dagsins spurður út úr. 16.00 Fréttir. 16.03 Dagskrá: Dægurmála- útvarp og fréttir. Starfsmenn dægurmála- útvarpsins og fréttaritarar heima og erlendis rekja stór og smá mál dagsins. 17.00 Fréttir. - Dagskrá heldur áfram. 17.30 Hér og nú. - Dagskrá heldur áfram. 18.00 Fréttir. 18.03 Þjóðarsálin - Þjóðfund- ur í beinni útsendingu. Sigurður G. Tómasson og Stefán Jón Hafstein sitja við símann, sem er 91-686090. 19.00 Kvöldfréttir. 19.30 Ekki fréttir. 19.32 Gettu betur. Spurningakeppni framhalds- skólanna. Sextán hða úrslit. 20.30 Mislétt milli liða. 21.00 Gullskífan með Joan Jett. 22.07 Landið og miðin. Sigurður Pétur Harðarson spjallar við hlustendur til sjávar og sveita. 00.10 í háttinn. 01.00 Næturútvarp á báðum rásum til morguns. Fréttir kl. 7,7.30,8,8.30,9,10, 11,12,12.20,14,15,16,17,18, 19, 22 og 24. Næturútvarpið 01.00 Mauraþúfan. 02.00 Fréttir. 02.02 Næturtónar. 03.00 í dagsins önn. 03.30 Glefsur. 04.00 Næturlög. 04.30 Veðurfregnir. - Næturlögin halda áfram. 05.00 Fréttir af veðri, færð og flugsamgöngum. 05.05 Landið og miðin. 06.00 Fréttir af veðri, færð og flugsamgöngum. 06.01 Morguntónar. Ríkisútvarpið á Akureyri Fimmtudagur 6. febrúar 08.10-08.30 Útvarp Norður- lands. 18.35-19.00 Útvarp Norður- lands. Bylgjan Fimmtudagur 6. febrúar 07.00 Morgunþáttur Bylgjunnar. Eiríkur Jónsson og Guðrún Þóra með morgunþátt. Fréttir kl. 7, 8 og 9. Fréttayfirlit klukkan 7.30 og 8.30. 09.00 Anna Björk Birgisdóttir. Ýmislegt skemmtilegt verð- ur á boðstólum, eins og við er að búast, og hlustendalín- aner 671111. Mannamál kl. 10.00 og 11.00. 12.00 Hádegisfréttir frá frétta- stofu Bylgjunnar og Stöðvar 2. 12.10 Anna Björk Birgisdóttir. 13.00 íþróttafréttir. 13.05 Sigurður Ragnarsson. Skemmtileg tónlist við vinn- una í bland við létt rabb. Mannamál kl. 14 og 16. 16.00 Reykjavík síðdegis. Hallgrímur Thorsteinsson og Steingrímur Ólafsson fjalla um málefni líðandi stundar og hjá þeim eru engar kýr heilagar. 17.00 Fréttaþáttur frá frétta- stofu Bylgjunnar og Stöðvar 2. 17.30 Reykjavík síðdegis heldur áfram. 18.00 Fréttaþáttur frá frétta- stofu Bylgjunnar og Stöðvar 2. 18.05 Landssíminn. Bryndís Schram tekur púls- inn á mannlifinu og ræðir við hlustendur um það sem er þeim efst í huga. Síminn er 671111. 19.30 Fróttir frá fréttastofu Stöðvar 2 og Bylgjunnar. 20.00 Ólöf María. Léttir og ljúfir tónar í bland við óskalög. Síminn er 671111. 23.00 Kvöldsögur. Það er Bjami Dagur Jónsson sem ræðir við Bylgjuhlust- endur um innilega kitlandi og privat málefni. 00.00 Næturvaktin. Hljóðbylgjan Fimmtudagur 6. febrúar 17.00-19.00 Pálmi Guðmunds- son velur úrvalstónlist við allra hæfi. Síminn 27711 er opinn fyrir afmæliskveðjur. Fréttir frá fréttastofu Bylgjunnar/Stöðvar 2 kl. 18.00. smátt & STORT # Meðgöngu- söngur Þeir sem hafa vanið sig á það að horfa á sjónvarpsfréttirnar og lesa blöðin samtímis, taka ekki allir alltaf alveg rétt eftir, hvorki því sem stendur í blöðunum eða því sem fram fer á skjánum. Það getur líka vel verið að ritara S&S hafi bara verið að dreyma að hann væri að horfa á fréttir Ríkissjónvarpsins á þriðju- dagskvöldíð. Þá reif hann haus- inn á sér upp úr Degi og sperrti eyrum við þeim tíðindum að í dönskum bókum, ætluðum verð- andi foreldrum, væri verðandi feðrum barna ráðlagt að syngja fyrir þau i hálfa stundu á degi hverjum, fram að fæðingu. # Sex sólar- hringa raul Ritari S&S er ákaflega illa að sér í meðgöngumálum danskra kvenna, það skal játað. Ef hins- vegar þau eru eitthvað svipuð og hjá kynsystrum þeírra íslensk- um, þá álítur hann að hér geti verið um stórvarasamt athæfi að ræða. íslenskar konur munu ganga með hvert meðalbarn um það bil f 280 daga. Sem mundi þýða að hver meðalfaðir þyrfti að syngja alls í um 140 klukku- stundír yfir bumbunni á barns- móður sinni, eða samtals nær sex sólarhinga. Gætu þá hand- hafar þó nokkurra bumbna verið búnar að fá nóg og viljað skilja við söngvarann hið snarasta. # Látið sönginn bíða Nú vill svo til að hormónar hafa hin ýmsustu áhrif á karla og kon- ur og við meðgöngu verða eðli- lega nokkrar breytingar á hor- mónastarfsemi hjá dömunum. Oft á tíðum getur þetta valdið vissri óþolinmæði og meiri pirr- ingi fyrir ýmsum þáttum í umhverfinu. Ekki eru allir verð- andi foreldrar í sambúð og sumir hafa enga löngun lengur til að finnast, hvað þá sjást og syngja daglega. Margir verðandi feður vinna langtímum fjarrí heimili sínu og konunni með barnið í bumbunni. Því hlyti svo að fara að söngtímarnir söfnuðust sum- staðar saman, og þó að verðandi foreldrar hittust reglulega í hverri vlku yrði söngíminn samt kominn í þrjá og hálfan tíma í senn. Ekki eru allir karlar alveg lagvissir. Óráðlegt er að gefa verðandi mæðrum mikið af svefn- eða deyfilyfjum, svo slíkt hentar ekki meðan á yfirsöng stendur. Hvað sem Danir gera, ráðleggur ritari S&S flestum ísienskum feðrum að bíða með sönginn þar til barnið er fætt, og móðirin getur labbað út i söng- tfmunum.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.