Dagur - 19.02.1992, Blaðsíða 2

Dagur - 19.02.1992, Blaðsíða 2
2 - DAGUR - Miðvikudagur 19. febrúar 1992 Fréttir Verkaskipting ríkis og sveitarfélaga í grunnskólunum: Sumir hreppar þyrftu að tvöfalda tekjur sínar - ef þeir eiga að taka á sig allan kostnað við rekstur grunnskólans - verulegur munur á aðstöðu sveitarfélaga til starfrækslu skóla Hugmyndir Ólafs G. Einars- sonar menntamálaráðherra um að sveitarfélögin taki að öliu leyti við rekstri grunnskólans, þe. að ríkið hætti að greiða iaun kennara, hafa vakið tölu- verða athygli. Hugmyndin er að vísu ekki ný og margir sveit- arstjórnarmenn hafa verið á því að þetta væri rétt, þó ekki væri nema til þess að einfalda rekstur skólanna og samskiptin við ríkið. Það sem stendur í sveitar- stjórnunum er kostnaðaraukinn sem þessu my.ndi fylgja. Hvaðan eiga tekjurnar að koma til að standa undir honum? Er ríkis- valdið reiðubúið að afsala sér tekjustofnum sem nægja fyrir auknum útgjöldum sveitarfélag- anna? Og síðast en ekki síst: er ekki hætta á að aðstaða smærri sveitarfélaga til að veita þegnum sínum þjónustu verði enn verri en nú er? Fjórðungssamband Norðlend- inga hefur gert nokkra úttekt á því hvað svona tilfærsla myndi þýða fyrir einstök sveitarfélög. Útkoman er athyglisverð því hún leiðir í ljós verulegan aðstöðu- mun milli sveitarfélaga. Heildarútgjöld ríkisins vegna launa grunnskólakennara á Norðurlandi voru árið 1990 tæp- lega 650 milljónir króna. Það samsvaraði 20,5% af tekjum sveitarfélaga í fjórðungnum það ár. Mismunur milli sveitarfélaga er mikill því í kaupstöðunum er þetta hlutfall á bilinu 16-18% íþróttahöllin á Akureyri: Góö nýting í vetur - nokkrir aðilar á biðlista eftir að fá tíma Mjög góð nýting er á íþrótta- höllinni á Akureyri og nú á vorönninni fara þar fram alls 155 kennslustundir á hverri viku. Auk þess eru allir tímar eftir að kennslu Iíkur á daginn bókaðir og nokkrir aðilar eru á biðlistum eftir að fá pláss fyrir íþróttaiðkanir. Aðalsteinn Sigurgeirsson, for- stöðumaður íþróttahallarinnar sagði að hvert pláss hefði verið bókað í vetur. Kennsla hefst í íþróttahöllinni klukkan átta á hverjum morgni og eru oft þrír kennarar með nemendahópa að störfum samtímis. Aðalsteinn sagði að aðeins einn tími hafi ver- ið laus á kennslutíma frá áramót- um - á mánudögum frá klukkan 14.00 til 15.30. Eftir klukkan 17.00 á daginn er höllin leigð út til íþróttaiðkana fyrir frjáls félaga- samtök. Aðalsteinn sagði að aðsókn væri meiri en unnt væri að anna og nokkrir aðilar væru á biðlista. Hann sagði að aukið framboð af íþróttahúsnæði í bæn- um hafi ekki komið niður á starf- semi í íþróttahöllinni. í stað þeirra er leitað hefðu annað hefðu nýir aðilar komið og fyllt skörðin. ÞT IRIDDS Bridgehátíð Flugleiða, BR og BSÍ: Tvöfaldur sigur hjá Mahmood og Rodwell - Pétur Guðjónsson og Grettir Frímannsson náðu 5. sæti í tvímenningskeppni Pakistaninn Zia Mahmood og Bandaríkjamaðurinn Eric Rodwell urðu sigursælir á Bridgehátíð Flugleiða, Bridge- félags Reykjavíkur og Bridge- sambands íslands sem lauk á Hótel Loftleiðum í vikunni. Mahmood og Rodwell sigruðu í tvímenningskeppninni og þá sigraði sveit Mahmood í sveita- keppninni en þar var Rodwell einnig. í tvímenningskeppninni voru spilaðar 47 umferðir og hlutu þeir Mahmood og Rodwell 402 stig. í öðru sæti urðu íslensku heims- meistararnir Guðmundur Páll Arnarson og Þorlákur Jónsson með 316 stig og í þriðja sæti varð danska parið Steen Möller og Lars Blasket með 314 stig. Jens Auken og Dennis Koch frá Danmörku höfnuðu í fjórða sæti með 297 stig og í fimmta sæti urðu Akureyringarnir Pétur Guðjónsson og Grettir Frí- mannsson með 279 stig. Árangur þeirra Péturs og Grettis verður að teljast frábær, þar sem hér er um að ræða eitt sterkasta mót sem haldið hefur verið hér á landi. Jakob Kristinsson og Anton Haraldsson frá Akureyri tóku einnig þátt í tvímenningskeppn- inni og höfnuðu 16.-17. sæti með 85 stig en alls tóku 48 pör þátt. Sem fyrr sagði sigraði sveit Zia Mahmood í sveitakeppninni og hlaut 188 stig. í öðru sæti var sveit I.C.L. frá Danmörku með 187 stig og í þriðja sæti sveit Sigurðar Sverrissonar með 183 stig. Sveit Jóns Arnar Berndsen frá Sauðárkróki gerði það gott og hafnaði í 18. sæti með 159 stig. Sveit Eðvarðs Hallgrímssonar frá Skagaströnd og sveit Jakobs Kristinssonar frá Akureyri höfn- uðu í 24.-25. sæti með 156 stig en alls mættu 64 sveitir til leiks. í sveit Jakobs voru auk fyrirliðans, þeir Anton, Pétur og Grettir. -KK nema á Blönduósi þar sem það er 24%. í fámennum sveitahrepp- um er hlutfallið margfalt hærra. Þannig er það 63,8% í Bárðar- dal, 61,2% í Þverárhreppi í V-Hún. og; 60,2% í Staðarhreppi í V-Hún. f átta öðrum hreppum er launakostnaður við grunnskól- ann yfir 40% af tekjunum. Ef sveitarfélögin eiga að yfir- taka þennan kostnaðarlið í rekstri skólanna er ljóst að tekjur þeirra þurfa að hækka. Að meðal- tali þurfa þær að hækka um rétt- an þriðjung á Norðurlandi öllu. í vestara kjördæminu þyrfti hækk- unin að vera 38,4% en 31,3% í því eystra. Og þarna verður mun- urinn á milli sveitarfélaga enn gleggri. í kaupstöðunum á Norðurlandi þyrftu tekjurnar að hækka um 25-30% nema á Blönduósi þar sem hækkunin þyrfti að verða um 40%. Hins vegar nægði ekki að tvö- falda tekjur Bárðdælahrepps og Þverárhrepps til að gera þessum sveitarfélögum kleift að standa undir launakostnaðinum. í tólf öðrum hreppum þyrfti að hækka tekjurnar um yfir 60% til þess að þær gætu staðið undir launum kennaranna. Þarf að hagræða í grunnskólanum? í tölum Fjórðungssambandsins er kostnaðinum við laun kennara í grunnskólanum skipt niður á íbúa í hverju sveitarfélagi og er þar verulegur munur á. Að með- altali er kostnaðurinn 17.710 á mann en í sumum sveitarfélögum er hann um og yfir 40.000 kr. á hvern íbúa. Þessi munur stafar ekki bara af óhagræði smæðar- innar heldur getur hann átt rætur í aldurssamsetningu sveitarfélag- anna og því að sumir sveita- hreppir taka þátt í rekstri tveggja skóla, þe. heimaskóla fyrir yngri börnin og öðrum skóla fyrir ungl- ingana. Síðast en ekki síst er forvitni- legt að skoða hver launakostnað- urinn er á hvern nemanda eftir skólum. Meðaltalið fyrir allt Norðurland er rétt um 100 þús- und krónur á nemanda, 106.384 kr. á Norðurlandi vestra og 98.019 kr. á Norðurlandi eystra. Lægstur er kostnaðurinn í grunn- skólanum á Sauðárkróki, 82.881 kr. á hvern nemanda, á Akureyri og Húsavík er hann liðlega 86 þúsund krónur, 95 þúsund kr. á Dalvík, rúmlega 98 þúsund kr. á Siglufirði og í Ólafsfirði og losar 100 þúsundin á Blönduósi. Lang- hæstur er kostnaðurinn á nemanda í Skefilsstaðahreppi. Þar eru nemendur einungis 4 og launakostnaðurinn tæplega 1,5 milljónir króna. Að meðaltali gerir það liðlega 360 þúsund kr. á nemanda. í þremur skólum á Norðurlandi vestra og einum á Norðurlandi eystra er kostnaður á nemanda yfir 200 þúsund krónur. Þessar tölur sýna svo ekki verður um villst að ef færa á kostnað við rekstur grunnskólans Hvað þyrfti útsvariö að hækka mikið ef sveitar- félögin yfirtækju grunn- skólann að öllu leyti? Norðurland vestra: % Blönduós 39,6 Sauðárkrókur 29,1 Siglufjörður 28,4 Staðarhr. V-Hún. 90,9 Fr.-Torfustaðahr. 77,9 Ytri-Torfustaðahr. 42,1 Hvammstangahr. 35,8 Kirkjuhvammshr. 52,6 Þverárhreppur 107,5 Þorkelshólshr. 60,3 Áshreppur 42,1 Sveinsstaðahr. 46,4 Torfalækjarhr. 54,5 Svínavatnshr. 54,0 Bólstaðarhlíðarhr. 41,9 Engihlíðarhreppur 42,6 Vindhælishreppur 26,2 Höfðahreppur 26,0 Skagahreppur 16,2 Skefilsstaðahr. 68,6 Skarðshreppur 44,6 Staðarhreppur 76,4 Seyluhreppur 39,8 Lýtingsstaðahr. 81,4 Akrahreppur 58,8 Rípurhreppur 95,5 Viövíkurhreppur 90,8 Hólahreppur 60,1 Hofshreppur 55,2 Fljótahreppur 59,4 Meöaltal 38,4 alveg yfir á sveitarfélögin nægir ekki að hækka tekjur þeirra um einhverja flata prósentu. Það verður þörf á jöfnunaraðgerðum. Og svo er óvíst hvort ríkið fellst á að taka áfram þátt í kostnaði við skólaakstur þegar annar rekstrar- kostnaður skólanna er frá því tekinn. Það má líka snúa dæminu við og spyrja sem svo hvort þessar tölur sem hér hafa verið tíundað- ar gefi sveitarstjórnarmönnum á Norðurlandi tilefni til þess að huga að hagræðingu í skólastarfi, ef svo má að orði komast. Lausn- arorðin í samfélaginu í dag eru hagræðing, sameining og stækk- un rekstrareininga. Gildir það ekki um grunnskólann líka? -ÞH Hvað þyrfti útsvarið að hækka mikið ef sveitar- félögin yfirtækju grunn- skólann að öllu leyti? Norðurland eystra: % Ólafsfjörður 24,6 Dalvik 26,4 Akureyri 27,4 Húsavík 27,4 Grímseyjarhreppur 39,2 Svarfaðardalshr. 69,5 Hríseyjarhreppur 38,3 Árskógshreppur 30,1 Arnarneshreppur 38,1 Skriðuhreppur 42,4 Öxnadalshreppur 28,2 Glæsibæjarhreppur 36,0 Eyjafjarðarsveit 57,2 Svalbarðsstr.hr. 42,4 Grýtubakkahreppur 35,3 Hálshreppur 47,4 Ljósavatnshreppur 63,2 Bárðdælahreppur 106,1 Skútustaðahr. 54,6 Reykdælahreppur 44,3 Aöaldælahreppur 57,5 Reykjahreppur 40,7 Tjörneshreppur 39,1 Kelduneshreppur 31,8 Öxarfjarðarhreppur 46,4 Raufarhafnarheppur 31,3 Svalbarðshreppur 61,2 Þórshafnarhreppur 24,6 Sauðaneshreppur 25,9 Meðaltal 31,3 Launakostnaður ríkisins á nemanda í grunnskólum á Norðurlandi 1990 Noröurland vestra: Nemenda- Kostnaður Nemenda- Kostnaöur fjöldi á nemanda fjöldi á nemanda Grunnskólinn á Blönduósi 238 100.331 Grunnskólinn á Húsavík 447 86.720 Grunnskólinn á Sauðárkróki 484 82.881 Grunnskólinn í Grímsey 19 155.742 Grunnskólinn á Siglufirði 293 98.713 Húsabakkaskóli 48 135.339 Barnask. Staðarhr. V-Hún. 16 210.553 Grunnskólinn í Hrísey 39 140.999 Laugarbakkaskóli 130 102.804 Árskógarskóli 56 108.323 Grunnsk. á Hvammstanga 150 90.387 Þelamerkurskóli 98 115.502 Vesturhópsskóli 19 172.746 Grunnskólinn í Hrafnagilshr. 47 132.358 Húnavallaskóli 110 134.375 Hrafnagilsskóli 78 136.371 Höfðaskóli 130 99.897 Grunnskólinn í Saurbæjarhr. 37 130.150 Grunnsk. í Skefilsstaöahr. 4 360.743 Laugalandsskóli 66 103.751 Grunnsk. í Staðarhr. (Skag.) 17 160.579 Grunnsk. á Svalbarðsströnd 49 99.221 Varmahlíðarskóli 138 104.543 Grenivíkurskóli 82 98.452 Steinsstaðaskóli 49 130.685 Stórutjarnaskóli 66 163.831 Grunnskólinn í Akrahreppi 31 145.740 Grunnskólinn í Bárðardal 15 246.871 Grunnskólinn í Rípurhreppi 12 265.652 Grunnskólinn í Skútustaðahr. 90 142.727 Grunnskólinn á Hólum 31 184.742 Litlulaugaskóli 41 129.194 Grunnskólinn á Hofsósi 72 141.876 Hafralækjarskóli 115 122.963 Sólgaröaskóli 18 204.924 Grunnskólinn í Lundi 39 158.974 Grunnskólinn á Kópaskeri 24 171.238 Norðurland eystra: Grunnskólinn á Raufarhöfn 65 115.406 Grunnskólinn á Ólafsfiröi 191 98.145 Grunnsk. í Svalbarðshreppi Grunnskólinn á Þórshöfn 18 73 139.711 99.193 Grunnskólinn á Dalvík 262 94.975 Grunnskólinn á Akureyri 2.418 86.379 Norðurland allt 6.425 100.547 i

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.