Dagur - 19.02.1992, Blaðsíða 12

Dagur - 19.02.1992, Blaðsíða 12
DAGUR Akureyri, miðvikudagur 19. febrúar 1992 heimsendmgarþjónusta alla daga Sunnudaga til fim.mtu.cla.ga. kl. 12.00-SS.30 Föstudaga og laugardaga kl. 1S.00-04.30 Hádegistilboð alla daga ^AJxröjmui ireitin^alzús VEITINGAHUSIO Glerárgötu 20 • ® 26690 Kyrrð í klakahöll. Mynd: Golli Jón Laxdal um niðurstöðu Borgardóms: Svarar ekki spumingunm um hveijir eigi Sambandið - málinu hefur verið áfrýjað til Hæstaréttar Áburðarverð: Stjórn Áburðarverksmiðjunnar leggur til 2% hækkun - í stað 5% sem gert var ráð fyrir í fjárlögum „Þetta eru vissulega von- brigði,“ sagði Jón Laxdal, bóndi í Nesi í Grýtubakka- hreppi, um dóm Borgardóms Reykjavíkur í máli hans gegn Sambandi íslenskra samvinnu- félaga, en eins og greint var frá í Degi í gær var SIS sýknað af kröfu hans um ráðstöfun 1,1% heildareigna SÍS fyrir þrotabú Kaupfélags Svalbarðseyrar. Jón Laxdal hefur þegar áfrýjað málinu til Hæstaréttar. Jón sagði í samtali við Dag að hann liti svo á að þetta væri prófmál, sem Hæstiréttur yrði að fjalla um. Hann sagði að niður- staða Borgardóms hefði komið honum á óvart og hún gæfi ekki svör við þeirri spurningu hverjir ættu Samband íslenskra sam- vinnufélaga. „Kaupfélag Sval- barðseyrar var einn stofnaðila að Sambandinu. Það er ekki að sjá samkvæmt þessu að Kaupfélag Svalbarðseyrar hafi mikið með það að gera og því er ekki gjörla Andans ungmenni frá þremur norðlenskum framhaldsskól- um komust í átta liða úrslit í spurningakeppni framhalds- skólanna. Þetta eru lið frá Fjölbrautaskólanum á Sauðár- króki, Menntaskólanum á Akureyri og Verkmenntaskól- anum á Akureyri. Keppnin verður nú færð úr Útvarpinu í Sjónvarpið og verður spenn- andi að fylgjast með gengi lið- anna. Alls hófu lið frá 26 framhalds- skólum á landinu keppni í hinni árlegu spurningakeppni fram- séð hverjir eiga fyrirtækið. Úr því vil ég fá skorið,“ sagði Jón. Hann sagðist vissulega gera sér von um að niðurstaða Hæstarétt- ar yrði önnur. „Ég held að hljóti Fjarvinnslustofan Orðtak hf. á Hvammstanga verður bráðum tveggja ára gömul, en að sögn Steingríms Steinþórssonar, forstöðumanns hennar, hefur gengið illa að fá verkefni til stofunnar. Sérstaklega hefur verið lítið að gera fyrstu vikur þessa árs. Meðal þeirra verkefna sem Orðtak hefur, er firmaskrá fyrir ríkið, en annars hafa aðalverk- efnin verið dæmigerð prent- smiðjuverkefni eins og umbrot haldsskólanna og var undan- keppninni útvarpað á Rás 2. Undankeppnin var með útslátt- arfyrirkomulagi og nú standa átta lið eftir sem drógust þannig saman: Menntaskólinn í Reykja- vík - Menntaskólinn við Hamra- hlíð, Fjölbrautaskólinn við Ármúla - Fjölbrautaskólinn í Breiðholti, Menntaskólinn á Akureyri - Fjölbrautaskólinn á Sauðárkróki og Verslunarskóli íslands - Verkmenntaskólinn á Akureyri. „Þessa dagana er verið að ráða í það hvar og hvenær þessir þætt- að verða að fara dýpra í málið og skoða það frá öllum hliðum. Ég tel að undirréttur hafi varla burði til þess að fara ofan í svo stórt mál og ná að skoða allar hliðar þess,“ sagði Jón. óþh ættfræðirita o.fl. Bókaforlögin Líf og Saga og íslandsmyndir hafa látið Orðtak vinna töluvert fyrir sig, en að sögn Steingríms hafa eiginleg fjarvinnsluverkefni í gegnum tölvunet látið á sér standa. „Maður vill trúa því að grund- völlur sé fyrir svona starfsemi. Hinsvegar er staðreynd að erfitt er að afla verkefna og lítill skiln- ingur hjá fólki á því að þetta sé raunhæft. Við höfum náð að halda þessu gangandi á einka- markaðnum og þar vegur þyngst ir verða teknir upp. Það verður að gera í samráði og samvinnu við skólana,“ sagði Andrés Indriðason hjá Sjónvarpinu, en hann mun hafa umsjón með þátt- unum og stjórna upptökum. Spyrjandi verður Stefán Jón Haf- stein og dómari Ragnheiður Erla Bjarnadóttir. Spurningakeppnin verður send út í Sjónvarpinu á föstudags- kvöldum og er fyrsti þátturinn á dagskrá föstudaginn 28. febrúar nk. Úrslitaviðureignin verður í beinni útsendingu 3. apríl. „Það er keppt um hljóðnem- Stjórn Áburðarverksmiðju ríkisins hefur lagt til við land- búnaðarráðherra að áburðar- verð hækki um 2%. í fjárlög- um þessa árs var hins vegar gert ráð fyrir að hækkun áburðarverðs yrði um 5%. Afkoina Áburðarverksmiðjunn- ar var góð á síðasta ári og telur stjórnin því ekki þörf á meiri hækkun til að standa undir rekstri hennar á þessu ári. Stefán Sigfússon, formaður stjórnar Áburðarverksmiðjunn- ar, sagði að stjórn verksmiðjunn- ar hefði ákveðið að leggja til 2% hækkun á áburðarverði. Rekstur verksmiðjunnar væri í góðu horfi og því ástæðulaust að fara fram á meiri hækkun þótt gert hafi verið ráð fyrir 5% hækkun í fjárlögum. Megin óvissuþátturinn í rekstri verksmiðjunnar væri sá að erfitt sé að áætla hversu mikil áburðar- salan verði á árinu. Á síðasta ári seldust um 57 þúsund tonn af áburði og kvaðst Stefán gera ráð fyrir að sala verði nokkru minni í ár. Bæði hefði bústofn minnkað nokkuð, sérstaklega með fækkun sauðfjár og einnig hefðu fengist að maður þekkir mann. Grund- völlur fyrir einhverjum fjölda af svona fjarvinnslustofum held ég að sé aftur á móti ekki fyrir hendi eins og er,“ segir Steingrímur. Auk Steingríms vinna tvær stúlkur hjá Orðtaki þegar verk- efni eru næg. Aðstaða fjarvinnslu- stofunnar er orðin nokkuð góð og að sögn Steingríms vantar ekkert nema aukna vinnu. Hann segir það ekki á stefnuskránni að gefast upp á næstunni enda mörg verkefni væntanleg þó þau komi bæði seint og illa. SBG ann, farandgripinn sem Ríkis- útvarpið veitir og MA geymir núna. Þar fyrir utan verða veitt verðlaun. Flugleiðir bjóða hverj- um keppanda í sigurliðinu til Lúxemborgar og Ferðaþjónusta stúdenta gefur Inter-rail lestar- kort um Evrópu þannig að það er til nokkurs að vinna,“ sagði Andrés. Ekki er að efa að Norðlending- ar munu fylgjast grannt með sín- um mönnum og ljóst er að a.m.k. eitt lið frá Norðurlandi kemst í undanúrslit því MA og FáS keppa innbyrðis. SS mikil hey á síðastliðnu sumri. Því mætti gera ráð fyrir einhverjum fyrningum að vori. Þó væri óljóst hvað mikið af því heyi sem fyrnt- ist í vor yrði nothæft næsta vetur - ljóst væri að eitthvert magn af rúlluðu heyi lægi undir skemmd- um eða hefði jafnvel skemmst nú þegar. Stefán sagði að stjórn Áburðarverksmiðjunnar gerði í áætlunum sínum ráð fyrir að sala á áburði verði um 52 þúsund tonn á komandi vori og væru þær sölu- áætlanir lagðar til grundvallar þess að áburðarverð þurfi að hækka um 2%. ÞI Mývatn: Þokkaleg veiði og ísinn að styrkjast - „sumar bröndurnar stútfullar af mýlirfum“ „Ég hef frétt af góðri veiði, og meira að segja frétt að einn maður hafí fengið 10 bröndur í net, en það þykir alveg sérstakt,“ sagði Kristján Þór- hallsson, Björk í Mývatnsseit, aðspurður um silungsveiðar í Mývatni. Kristján sagðist ekki enn hafa farið sjálfur út á vatn, en að hann hefði borðað silung sem reynst hefði mjög góður, feitur og fallegur. „Mér hefur verið sagt að maginn í sumum bröndunum sé stútfullur af mýlirfum, og það spáir góðu um rykmý í sumar, ef tíðin verður hagstæð í vor,“ sagði Kristján. „Þegar silungsveiðin hófst, 1. febrúar, stóð þannig á að stór svæði voru íslaus vegna hlýind- anna og mjög varasamt að fara út á vatnið. Síðustu daga hefur ver- ið allmikið frost, og í síðustu viku komst frostið uppundir 20 stig, svo ísinn hefur styrkst allmikið," sagði Kristján um aðstæður til veiðanna, en dorgveiðar hafa ekki verið reyndar enn. Kristján hefur heyrt að silungurinn sem veiðist núna sé fremur smár, talinn vera 3-5 ára. „Sumum finnst hæpið að veiða svona silung í stórum stíl, nær væri að láta hann vaxa. Eins og aðstæður eru mætti takmarka netafjölda, t.d. við tvö net. Það hefur verið talið að bleikjustofninn í Mývatni væri hruninn, en það virðist þó eitt- hvað vera til. Mín skoðun er sú að það hafi verið ofveitt úr vatn- inu undanfarin ár, það er komin ný veiðitækni, veiðnari net. Auk þess sem hægt er að komast á snjósleðum og fjórhjólum út á vatnið, og þess hefur ekki verið gætt að friða meira með tilliti til þessarra breytinga. Ég held að það þurfi að klekja út og sleppa seiðum í vatnið og gæta þess að netafjöldinn sé ekki óhóflega mikill, svo hægt sé að ná upp stofninum,“ sagði Kristján. IM Spurningakeppni framhaldsskólanna: Andans ungmenni frá þremur norðlenskum skólum á skjánum - innbyrðis viðureign liða frá MA og FáS Orðtak hf. á Hvammstanga: Verkeftiin skfla sér seint og ifla

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.