Dagur - 19.02.1992, Blaðsíða 4

Dagur - 19.02.1992, Blaðsíða 4
4 - DAGUR - Miðvikudagur 19. febrúar 1992 ÚTGEFANDI: DAGSPRENT HF. SKRIFSTOFUR: STRANDGATA 31, PÓSTHÓLF 58, AKUREYRI, SÍMI: 96-24222 ÁSKRIFT KR. 1200Á MÁNUÐI LAUSASÖLUVERÐ KR. 110 GRUNNVERÐ DÁLKSENTIMNETRA 765 KR. RITSTJÓRI: BRAGI V. BERGMANN (ÁBM.) FRÉTTASTJÓRI: KRISTJÁN KRISTJÁNSSON RITSTJÓRNARFULLTRÚI: EGILL H. BRAGASON BLAÐAMENN: INGIBJÖRG MAGNÚSDÓTTIR (Húsavík vs. 96-41585), JÓHANN ÓLAFUR HALLDÓRSSON, JÓN HAUKUR BRYNJÓLFSSON (íþróttir), ÓLI G. JÓHANNSSON, ÓSKAR ÞÓR HALLDÓRSSON, SKÚLI BJÖRN GUNNARSSON (Sauöárkróki vs. 95-35960, fax 95-36130), STEFÁN SÆMUNDSSON, ÞÓRÐUR INGIMARSSON LJÓSMYNDARI: KJARTAN ÞORBJÖRNSSON PRÓFARKALESTUR: SVAVAR OTTESEN ÚTLITSHÖNNUN: RÍKARÐUR B. JÓNASSON, ÞRÖSTUR HARALDSSON AUGLÝSINGASTJÓRI: FRÍMANN FRÍMANNSSON DREIFINGARSTJÓRI: HAFDÍS FREYJA RÖGNVALDSDÓTTIR, HEIMASÍMI 25165 FRAMKVÆMDASTJÓRI: HÖRÐUR BLÖNDAL PRENTVINNSLA: DAGSPRENT HF. SÍMFAX: 96-27639 Óheft samkeppni og gjaldþrot fyrirtækja Tíðar fréttir af gjaldþrotum fyrirtækja og skakkaföll- um einstaklinga eru sjálfsagt hættar að snerta almenning. Þetta eru orðnir hversdagslegir atburð- ir í þjóðlífinu og helst að menn kippi sér upp við fréttirnar ef háar fjárhæðir eru í spilinu. Málið horfir hins vegar öðruvísi við þegar stór fyrirtæki í fámennum byggðarlögum eiga í erfiðleikum og stefna í gjaldþrot því málið snertir íbúana beint og þeir óttast um afkomu sína. Afleiðingar gjaldþrota eru þó hliðstæðar þegar fyrirtæki í stærri þéttbýlisstöðum eiga í hlut því allt- af verða einhverjir fyrir fjárhagslegu tjóni. Víxlverk- unaráhrifin eru oft mikil. Ef einn aðili fer á hausinn og getur ekki borgað skuldar sínar lendir annar aðili oft í kröggum og getur ekki staðið í skilum við sinn viðskiptaaðila og svo framvegis. í frétt á baksíðu Dags sl. miðvikudag bendir Þór- arinn Kristjánsson, framkvæmdastjóri Gúmmí- vinnslunnar hf. á Akureyri, á þá umdeildu þróun að menn geti athugasemdalaust risið upp úr gjald- þrota fyrirtæki og stofnað nýtt en kröfuhafar sitja eftir með sárt ennið. Orðrétt segir framkvæmda- stjórinn: „Mér finnst þetta mjög óeðlileg þróun sem er að eiga sér stað í þjóðfélaginu. Fyrirtæki og einstakl- ingar geta farið í gjaldþrot, boðið hlutagreiðslu af höfuðstól án vaxta og kostnaðar og byrjað síðan daginn eftir með hreint borð.“ Þarna vísar Þórarinn í bréf frá gjaldþrota viðskiptaaðila þar sem hann býðst til að greiða honum einn fimmta af höfuðstól viðskiptaskuldar á tveimur árum og láta þar við sitja. Þórarinn gagnrýnir banka og lánastofnanir fyrir að taka of vel á móti aðilum sem eru að hefja fyrir- tækjarekstur í greinum sem of margir aðilar eru í fyrir á markaðinum. „Þeir ættu frekar að stoppa þetta af. Þessir aðilar fara síðan á hausinn og þá tapa bæði bankarnir og aðrir kröfuhafar stórum fjár- hæðum. Til þess að halda þessu gangandi hækka bankarnir vextina og fyrirtæki hækka verðlag. Hinn almenni neytandi verður að borga skakkaföllin, “ segir Þórarinn og vill ekki kannast við að þetta sé hin frjálsa samkeppni í reynd. Eigendur gamalgróinna verslana á Akureyri hafa einnig kvartað yfir hliðstæðum atburðum. Þeir segja að menn geti komið á fót verslunum með lánsfé og litlum tilkostnaði, og oft af lítilli alvöru, á markaði sem þegar er mettaður. Eftir snarpa og skammvinna samkeppni hafa þessir aðilar tekið töluvert fjármagn út úr rekstrinum og þá setja þeir verslunina í gjaldþrot og lánadrottnar sitja eftir með sárt ennið. Þetta er umhugsunarvert, ekki síst krafan um ábyrgð lánastofnana. Erfitt getur reynst að opna umræðu um þetta mál án þess að skammaryrði eins og haftastefna eða miðstýring komi upp en sé það rétt hjá Þórarni að frelsið bitni í þessu tilviki á hin- um almenna neytanda er sjálfsagt að gera kröfu um að málið verði tekið til athugunar. SS Tíu ár og tíu dagar: Öm Ingi sýnir í Hafnarborg - málverk, skúlptúrar og kvikmyndir á stórri einkasýningu Örn Ingi býr til „frímerki“ fyrir suðurferðina. Mynd: Goiii Myndlistarmaðurinn Örn Ingi er nú að tygja sig til suðurferð- ar, en hann verður með stóra sýningu í Hafnarborg dagana 22. febrúar til 8. mars. Þar mun hann sýna um 50 myndir, yfir 20 skúlptúra og tvær stutt- ar kvikmyndir. Sýningin ber yfírskriftina Tíu ár og tíu dagar og er eins og nafnið bendir til yfírlit yfír verk Arnar Inga síð- asta áratuginn. „Já, þetta er úttekt á síðast- liðnum áratug. Helmingur verk- anna á sýningunni eru verk sem hafa verið sýnd áður en hinn helmingurinn er frá síðasta ári og glæný verk, sem ég hef verið að leggja lokahönd á,“ sagði Örn Ingi. Hann sagðist vera mjög ánægður með að hafa komist inn í Hafnarborg því biðtíminn væri tvö ár, auk þess sem ekki fengju allir þar inni sem vildu. „Allt það nýja sem ég bæti við núna er upplifun af þeirri gleði sem ég hef verið að bjástra við með öðru fólki, eins og til dæmis hátíðarhöldin á Hvammstanga og Hólmavík og fleira skemmtilegt. Þetta er upplifun en ekki tilbún- ingur. Ég vil halda því fram að ég hafi gjörbreyst sem myndlistarmaður eftir að hafa átt kost á að vinna með fólki út um allt land og einn- ig á námskeiðunum sem ég hef haldið. Það að hafa fylgst með smásigrum hjá þessu fólki hefur hvatt mig sjálfan til dáða,“ sagði Örn Ingi. Hann verður með afar fjöl- breytt verk á sýningunni í Hafn- arborg, af öllum stærðum og gerðum og af nýju verkunum má nefna frímerkjaseríuna sem mál- uð er á tré. „Ég hef aldrei lagt meiri vinnu í verkin en núna og hefur hún þó oft verið ærin. Ég er með stóra seríu, hálfgerða frímerkjasýn- ingu. Það sem fer á frímerki endurspeglar yfirleitt merkilega atburði í þjóðfélaginu og þarna sá ég möguleika á að vera með öðruvísi myndefni.“ - Og þú ætlar líka að sýna kvikmyndir. „Já, ég er með tvær kvikmynd- ir sem voru unnar í Samveri og sá Þórarinn Ágústsson um tækni- lega hlið málsins. Kann ég hon- um bestu þakkir fyrir. Þetta eru stuttar myndir. Fyrri myndin heitir Óður um haust. Hún gerist á Akureyri í fallegum haustlitum. Aðalleikarinn er Ingvar Þor- valdsson, listmálari, sem er gam- all leikhúsrefur frá Húsavík. Svo skemmtilega vill til að hann mun sýna vatnslitamyndir í kaffistof- unni í Hafnarborg á sama tíma og ég verð með mína sýningu. Ingvar leikur mann í gönguferð sem hittir ýmsa á förnum vegi, aðallega börn og unglinga. Hin myndin fjallar um nætur- vakt í orkuveri. Þar er í aðalhlut- verki Arnhildur Árnadóttir, dótt- ir Árna Vals Viggóssonar. í orkuverinu á ótiltekið ævintýri sér stað, því sá sem er einn með draumum sínum og hefur umhverfið á valdi sínu getur látið ýmislegt gerast.“ Sýning Arnar Inga í Hafnar- borg verður opnuð laugardaginn 22. febrúar kl. 14. Hún verður opin alla daga nema þriðjudaga fram til 8. mars. „Ég hlakka mikið til og held að ég sé bara með gott mál í hönd- unum. Ég legg mikið undir og bíð spenntur eftir viðbrögðun- um. Það má segja að þetta sé fyrsta verulega stóra einkasýning Akureyrings og ég verð mjög sæll ef ég sé Akureyringa ganga inn í salinn. Þá fæ ég góða heimavall- artilfinningu," sagði Örn Ingi. SS Leikklúbburinn Saga: Tíu litlir negrastrákar - fimmtánda starfsár leikklúbbsins Leikklúbburinn Saga á Akur- eyri frumsýnir á morgun, fímmtudaginn 20. febrúar, leikritið „Tíu litlir negrastrák- ar“ eftir Agöthu Christie í Dynheimum kl. 20.30. Leik- stjóri er Felix Bergsson og alls taka átján þátt í sýningunni. Leikklúbburinn Saga var stofn- aður árið 1976 af Sögu Jónsdótt- ur og Þóri Steingrímssyni. Leik- klúbburinn hefur síðan þá sett upp eina sýningu á hverju ári að einu undanskildu. Árið 1982 hóf LS samstarf við danska leikklúbbinn Ragnarrock þegar Saga fór til Danmerkur með sýninguna „Önnu Lísu“. Ári seinna kom Ragnarrock til Akur- eyrar með sýningu og upp úr því var efnt til samnorræns leikrits, Fenris, sem ferðast var með um Norðurlönd 1985. í framhaldi kom Fenris II sem einnig var far- ið með um Norðurlöndin árið 1989 og ári seinna til Síberíu þar sem leikhópurinn Stúdía bættist í hópinn. Nú er Fenris III í bígerð og stefnt að leikferð árið 1994. Á milli Fenrisferðanna var farið til Þýskalands með sýninguna „Grænjaxla". í ár er 15. leikár Leikklúbbsins Sögu og í tilefni þess verður sér- stök afmælissýning á „Tíu litlum negrastrákum" laugardaginn 22. febrúar kl. 16 í Dynheimum. Öll- um gömlum og nýjum Sögufélög- um er boðið á sýninguna og í veitingar á eftir. Þar verður nán- ari dagskrá kynnt. (Fréttatilkynning). Lesendahornið Þarf einhver að deyja...? Á mótum Þórunnarstrætis og Hrafnagilsstrætis hafa á undan- förnum árum orðið allt of mörg umferðarslys. Til að sporna við þeim var sett stöðvunarskylda á Hrafnagilsstræti, en hún hefur því miður ekki gegnt sínu hlut- verki sem skyldi. Á veturna þeg- ar snjór er mikill og háir ruðning- ar beggja vegna Þórunnarstrætis er ekkert útsýni, hvorki til hægri né vinstri, fyrr en bílarnir eru komnir langt út á gatnamótin. Flestir sem fara eftir Þórunnar- stræti aka allt of hratt miðað við aðstæður og hafa umferðareyjar engu um það breytt. Margir sem aka eftir Hrafnagilsstræti virða ekki stöðvunarskylduna og í hálku eru þessi gatnamót stór- varasöm. Þessu mætti bæta úr og fækka slysum umtalsvert með því að setja upp umferðarljós, eins og eru á öllum öðrum fjölförnum gatnamótum í bænum. Á hverjum morgni og í hádeg- inu á fjöldi fólks leið um þessi gatnamót, aðallega börn á leið í skólann (Barnaskóla Akureyrar) og nemendur í Gagnfræða- skólanum, Menntaskólanum og Verkmenntaskólanum. Þar af leiðir að umferð er þarna mikil; nógu mikil til að réttlæta upp- setningu umferðarljósa. Það, að skapa öryggi í umferðinni bæði fyrir börn og fullorðna, hlýtur að hafa forgang fram yfir öll Listagil eða bókasöfn bæjarins. Það er ekki rétt leið til sparnaðar að horfa aðgerðarlaus upp á hvert umferðarslysið af öðru. Nú nýlega varð ég vitni að slysi á einmitt þessum gatnamótum. Af því tilefni vil ég skora á bæjar- yfirvöld að axla ábyrgð sína og bæta umferðaröryggi á þessum fjölförnu gatnamótum með því að setja upp umferðarljós. Eða þarf einhver að deyja til að eitt- hvað verði gert í málinu? í von um úrbætur hið fyrsta. Elín Eydís Friðriksdóttir, menntaskólanemandi.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.