Dagur - 19.02.1992, Blaðsíða 3

Dagur - 19.02.1992, Blaðsíða 3
Miðvikudagur 19. febrúar 1992 - DAGUR - 3 Fréttir Fyrirlestrafundur Stafnbúa á Húsavík um áhrif fiskveiðistjórnunar á búsetu: Ekki samhengi milli búsetu og breytinga á þorskkvóta - segir Sigurður Guðmundsson frá Byggðastofnun, sem kannað hefur málið á 50 útgerðarstöðum á árunum 1986-90 „Niðurstaðan er, að athugunin ieiðir ekki í Ijós neitt marktækt samhengi,“ sagði Sigurður Guðmundsson frá Byggða- stofnun, um könnun sem hann hefur gert á íbúaþróun annars vegar, og hins vegar breytingu á þorskkvóta, þróun á mann- aflanotkun og hlut þess afla sem unnin er á viðkomandi útgerðarstað, í 50 sjávarpláss- um á árunum 1986-1990. Þess- ar uppiýsingar komu fram á fyririestrafundi sem Stafnbúi, félag sjávarútvegsfræðinema við Háskólann á Akureyri, og Bæjarstjórn Húsvíkur stóðu fyrir á Hótel Húsavík sl. laug- Punktarfrá Hvammstanga ■ Hreppsnefnd mótmælir harðlega breytingu á gjaldskrá RARIK, aö ntiðað verði við hæsta topp afltaxta (B1 og B3) frá áramótum í stað meðalafls fjögurra hæstu toppa á ári eins og verið hefur. Hér er um ntikla hækkun að ræða sem bitnar eingöngu á atvinnu- rekstri á landsbyggðinni, sem berst nú fyrir tilveru sinni og þolir ckki auknar álögur. Forsenda áfranthaldandi byggðar um allt land er að almennum jafnréttisaðgerðum verði framfylgt. Jöfnun á raf- orkuverði er þeirra mikilvæg- ust en hér er boöað hið gagn- stæða. ■ Æskulýðs- og íþróttanefnd fjallaði um sundlaugina á fundi sínum nýlega. Þar kom fram að vatnsnotkun þar er alltof mikil og þarf að athuga hvort ekki er hægt að nýta vatnið betur. Einnig mælir nefndin með því aö saunabaði verði breytt í gufubað. Þá leggur nefndin til aö opnunar- tími sundlaugar um helgar verði lengdur, þannig að hún verði opin frá kl. 10.00 til 22.00. ■ Æskulýðs- og íþróttanefnd hefur óskað eftir kr. 500.000 til tækjakaupa og uppbygging- ar félagsmiðstöðvarinnar. Nefndin leggur til að samið verði við undirbúningsstarfs- hópinn um að hann sjái um starfsemi félagsmiðstöðvar- innar fram til vors. Þá leggur nefndin til að hreppurinn og mömmumorgnar Breiðabóls- staðarprestakalls fái fría leigu á húsnæðinu. ■ Á fundi hafnarnefndar nýlega, kom m.a. fram að dýpkun hafnarinnar lauk í miðjum desember sl. Við mæl- ingu kom í ljós að brottgrafið efni er 22.105 rúmm. og heild- arkostnaður kr. 10.544.085. Lokauppgjör hefur farið fram. ■ Hafnarnefnd ræddi um nauðsyn þess að koma upp hafnarvog á sama fundi en bíla- vog K.V.H. fæst ekki löggilt lengur. Kostnaður viö kaup og uppsetningu hafnarvogar er greiddur 40% úr ríkissjóði. ■ Á fundi skólanefndar grunnskóla fyrir skömmu, greindi skólastjóri frá því að hann tæki að sér kennslu í leikfimi og sundi hjá 10. bekk drengja og stúlkna að hluta. ardag. Þetta var fjórði fyrir- lestrafundurinn af þessu tagi sem haldinn er á Norðurlandi en fimmti fundurinn verður á Dalvík nk. laugardag. Könnun Sigurðar mun vera sú eina sem gerð hefur verið á þessu verkefni hér á landi og gerði Sigurður fyrirvara um niðurstöðu könnunar sinnar. Sagði hann m.a. að samhengi kæmi ef til vill ekki fram fyrr en síðar og gallar gætu verið á könnuninni. Sigurð- ur sagði að að vísu væri hægt að benda á einstaka staði þar sem kvóti hefði minnkað eða afli sem tekinn væri til vinnslu hefði dreg- ist saman og afleiðingarnar verið að íbúum hefði fækkað. En ef horft væri á alla staðina fyndi liann ekki slíkt samhengi. Auk Sigurðar fluttu fyrirlestra þeir: Þórólfur Þórlindsson, prófessor, Örlygur Hnefill Jónsson, héraðsdómslögmaður. og stjórnarmaður í Fiskiðjusam- lagi Húsavíkur og Kristján Ásgeirsson, framkvæmdastjóri íshafs og Höfða. „Ég get ekki bent á neinar skynsamlegar leiðir til að stjórna fiskveiðunum sem tryggja jafnframt búsetu á öllum útgerðarstöðum landsins. Mér sýnist þvert á móti, að miðað við þróun aflamagns og breytinga á ráðstöfunum aflans, þá getum við búist við að útgerðarstöðum muni fækka. Enginn vafi er á því að út frá rekstrarlegu sjónarmiði fiskvinnslunnar væri hægt að komast af með verulega færri útgerðarstaði en við höfum í dag. Ofstjórn er allsstaðar varasöm. Við getum ekki sveiflað fiskveiði- stjórnum eftir tímabundnuin breytingum á hegðun fiskistofna eða markaðsaðstæðna. Viö stjórnun fiskveiða verður að taka tillit til arðsemi í víðfeðmum skilningi. Við höfum bundið verulega fjármuni í útgerðar- stöðunum og það bindur hendur okkar með hvað við getum gert. Á hinn bóginn verðum við líka að sætta okkur við það, að það er ekki víst að þau fyrirtæki sem starfa í dag geti öll lifað áfram, jafnvel þó þau séu burðarásar í sínu byggðarlagi,“ sagði Sigurður Guðmundsson, m.a. í fyrirlestri sínum. Lokaorð Sigurðar í fyrirlestrin- um voru þessi: „Einangrun útgerðarstaðanna verður að rjúfa, eftir því sem kostur er. Þannig geta fyrirtæki betur aðlag- að sig að breytingum, unnið saman, hagrætt og sérhæft sig eft- ir því sem nauðsyn krefur. Þá gera samgöngubætur í mörgum tilvikum mögulega eflingu þjón- ustustarfsemi sem annars er ekki grundvöllur fyrir. Þannig geta fyrirtæki sem ekki eru á sama stað sameinast og ég spái því að við eigum eftir að sjá útgerðar- og fiskvinnslufyrirtæki sem verða með starfsstöðvar á mörgum stöð- um á landinu, en ekki bara á þéttbýlisstöðum sem liggja hlið við hlið. Það verður að vinna að aukinni fjölbreytni atvinnulífs á þeim útgerðarstöðum þar sem það er raunhæft. Þannig verður hægt að gera staðina eftirsóttari til búsetu en þeir eru nú.“ IM Hringsholt - er nafnið á hesthúsi svarfdælskra hesta- manna í landi Ytra-Holts Fyrir sköinmu varð Ijóst hvað nýja hesthúsið, sein Hestamannafélagið Hringur hefur tekið í notkun í Ytra- Holti í Svarfaðardal, á að heita í framtíðinni. Auglýst var eftir nöfnum og bárust alls 150 tillögur. Átta manns stungu upp á nafninu Hringsholt sem fékk flest atkvæði í atkvæðagreiðslu sem fram fór meðal félags- manna. Enn er unnið að endurbygg- ingu refaskálans sem félagið fékk til afnota og standa ein- staklingar að henni að mestu leyti. í húsinu verður rúm fyrir um 300 hross og fylgir lóðar- skiki hverju hesthúsi. Síðan er ætlunin að innrétta reiðgerði í noröurenda hússins. Auk þess verður félagsaðstaða fyrir hestamenn af Dalvík, úr Svarfaðardal og af Árskógs- strönd sem standa að upp- byggingu þessa stærsta hest- húss á landinu. -ÞH Sigríður Lionessuformaður afliendir Elsu Gunnlaugsdóttur dcildarstjóra gjafabréf lyftarans. Sauðárkrókur: Gjafir til Sjúkrahússins Lionessuklúbburinn Björk í Skagafirði sem á fimm ára afmæli um þessar mundir, aflienti fyrir skömrnu dvalar- heimilisdeild Sjúkrahúss Skag- firðinga lyftara að gjöf. Lyftar- inn er til að auðvelda störf hjúkrunarfólks við uminönnun og er metinn á ríflega 300 þús. krónur. Við sama tækifæri afhenti starfsfólk deildarinnar hljóm- flutningstæki og gardínur í setu- stofu dvalarheimilisins sem aflað var fjár til kaupa á með jólabasar deildar fimm. Bæði Lionessur og starfsfólk vilja koma á framfæri þakklæti til þeirra sem styrktu kaupin, með því að versla á basarnum og kaupa plastpoka Lionessa o.fl. SBG Tölur um atvinnuleysi í janúar: Mjög slæmt ástand á Norðurlandi - yfir 1100 manns án atvinnu í fjórðungnum Atvinnuleysi á landinu í janúar- mánuði jafngildir því að 3,2% vinnufærra manna á landinu öllu hafi verið án atvinnu, 1,6% á höfuðborgarsvæðinu og 5,5% á landsbyggðinni. Skráðir atvinnuleysisdagar voru 87 þúsund sem svarar til þess að fjögur þúsund manns hafi verið á atvinnuleysisskrá. Þetta er mesta atvinnuleysi sem hefur verið skráð. Á Norðurlandi vestra var atvinnuleysið 6,9%, jafnt hjá konum og körlum. Aðeins á Suðurnesjum var hlutfallslega meira atvinnuleysi. Á Norður- landi eystra var atvinnuleysið 6,5%, 7,7% hjá konum og 5,7% hjá körlum. Á Norðurlandi vestra voru 337 án atvinnu í janúar á móti 207 í desember. Flestir voru atvinnu- lausir á Siglufirði eða 116, 77 á Sauðárkróki, 35 á Blönduósi og Skagaströnd, 21 í Lýtingsstaða- hreppi og 18 á Hvammstanga og í Hofshreppi. Á Norðurlandi eystra voru 778 atvinnulausir í mánuðinum á móti 623 í mánuðinum á undan. Þar af voru 310 á Akureyri, 216 á Húsavík, 103 í Ólafsfirði, 52 á Dalvík, 28 á Raufarhöfn og 23 í Árskógshreppi. Aðeins í einu sveitarfélagi á Norðurlandi, Dalvík, fækkaði verulega á atvinnuleysisskrá frá desember til janúar. Veruleg fjölgun varð víða, s.s. í Ólafsfirði (42-103), á Húsavík (138-216) og Akureyri (244-310). SS Ályktun þingflokks og landsstjórnar framsóknarmanna: Grundvallarbreytingar á velferðarþjóð- félaginu ekki gerðar í umboði kjósenda - skorað á stjórnarflokkana að leggja verk sín undir dóm þjóðarinnar Fundur þingflokks og lands- stjórnar Framsóknarmanna haldinn á Hvolsvelli 14. febrú- ar 1992, mótmælir harðlega aðför ríkisstjórnar Davíðs Oddssonar að grundvelli hins íslenska velferðarþjóðfélags, eins og segir í ályktun fundar- ins, Ennfremur segir í ályktuninni: Með þrotlausri vinnu hefur þjóð- in á nokkrum áratugum risið úr fátækt til góðra efna og jafnframt tekist að koma á jafnræði til menntunar og heilbrigðisþjón- ustu. Það hefur öðru fremur ver- ið aðalsmerki hins íslenska þjóð- félags. Framsóknarmenn styðja alla skynsamlega hagræðingu og sparnað í velferðarkerfinu, enda verði þjónustan ekki skert til skaða og möguleikar til mennt- unar ekki þrengdir. Ef niður- skurðarhugmyndir stjórnarflokk- anna ná fram að ganga verður stórlega dregið úr þjónustu við sjúka og aldraða og félagslegu öryggi raskað og biðlistar munu lengjast. í stað þess að bæta menntunina, aflgjafa nútíma- þjóðfélags, er hún torvelduð og gerð að forréttindum hinna efn- uðu og þannig er vegið að fram- tíðarhagsæld þjóðarinnar. Þegar áform stjórnarflokkanna eru skoðuð í ljósi háværrar kröfu frjálshyggjumanna um einkavæð- ingu á öllum sviðum, er full ástæða til að óttast. Þeir sem ferð- inni ráða ætla að koma á fót kerfi þar sem einungis hinir efnuðu njóti góðrar menntunar og heil- brigðisþjónustu á vel búnum einkastofnunum, gegn gjaldi en þeim efnaminni verði vísað á opinberar stofnanir í fjársvelti. Hvorki Sjálfstæðisflokkur né Alþýðuflokkur boðuðu fyrir kosningar þær grundvallarbreyt- ingar á velferðarkerfinu sem þeir hyggjast nú framkvæma. Þær eru því ekki gerðar í umboði kjós- enda. Fundurinn skorar á stjórn- arflokkana að leggja verk sín án tafar undir dónt þjóðarinnar. Aðför ríkisstjórnarinnar að vel- ferðarþjóðfélaginu er gerð án umboðs.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.