Dagur - 19.02.1992, Blaðsíða 7

Dagur - 19.02.1992, Blaðsíða 7
Miðvikudagur 19. febrúar 1992 - DAGUR - 7 væri stöðugt verið að skerða afla- heimildir og útlitið í dag væri mjög dökkt. Stöðugt væri gengið á það griðland sem fiskurinn ætti og hrygningarstöðvar og hraun- drangar lægju undir ágangi veið- arfæra. Verndunarkerfið leiddi til þess að fiski væri hent í sjóinn og þar væru nefndar stórar mark- tölur. Örlygur sagði að ekki mætti láta stundargróða ein- stakra vinnsluaðferða leggja allt í rúst fyrir þeim sem lagt hefðu aleigu sína og ævistarf til upp- byggingar í sjávarútvegi. Kristján Ásgeirsson, fram- kvæmdastjóri íshafs og Höfða, sagði í framsöguræðu sinni að kvótakerfið hefði valdið því að veiðar hefðu hafist á tegundum sem ekki hefðu verið nýttar áður. Varðandi umræður um skiptingu kvóta á byggðarlög, rækjuverk- smiðjur og fiskverkun sagði hann að slíkt fyrirkomulag mundi gera vandamál við úthlutun enn erfið- ari en nú væri. „Öll úthlutun til annarra en þeirra sem veiða fisk- inn er ekki endanleg úthlutun. Verði afla skipt til fiskverkunar- stöðva verða þær að úthluta hon- um aftur til þeirra sem veiða fiskinn,“ sagði Kristján. „Ég held að allir séu sammála um að einhverja stýringu varð að taka upp og nú hefur orðið sam- komulag um það að vera með eitt mark, það er aflamark,“ sagði Kristján, eftir að hafa gert samanburð á hinum ýmsu kerfum við fiskveiðistjórnun. Að framöguerindum loknum leyfði fundarstjóri fyrirspurnir til frummælenda og frjálsar umræð- ur. Sigurður Gunnarson, sjómað- ur og stjórnarmaður í Fiskiðju- samlagi Húsavíkur, flutti ræðu og kom víða við. Ræddi hann m.a. um kvótaúthlutanir og að ekki væri heppilegt að pólitískt kjörn- ar sveitarstjórnir hefðu með þær að gera: „Þá vil ég heldur sækja kvótann minn til Þorsteins,“ sagði Sigurður. Hann sagði að kerfi sem biði upp á að fiski sé hent fyrir borð sé ekki gott kerfi, en hann hefði ekki heyrt um pólitískan vilja til að bæta það. Það þyrfti að leita samstarfs við fólkið og spyrja það hvað þyrfti til svo það hirti fiskinn sem nú væri hent. „Það þarf að hugsa um framtíðina en ekki það sem búið er að gera,“ sagði Sigurður. Hann taldi framkomu stjórnenda í sjávarútvegsráðuneytinu frá- bærlega dónalega, svo að sjó- menn litu jafnvel á stofnunina sem óvin sinn. Hann sagði það grundvallaratriði að opinberir starfsmenn kynnu að umgangast veiðimennina. Að lokum sagði hann að staða hverrar byggðar byggist á kvótanum og spurði hvort kvótakerfið stæðist gagn- vart stjórnarskránni. Sigurður Guðmundsson svar- aði fyrirspurn um hvort rætt hefði verið í alvöru um að leggja heil þorp af. Sagði hann að menn hefðu rætt þetta sín á milli í Byggðastofnun, og að hann reiknaði með að í þjóðfélaginu öllu hefði farið fram einhver umræða sem snerist um að til væru þeir staðir sem að ekki væri ýkjamikil réttlæting fyrir að væru til. „Sú staða er uppi að ekki er þörf fyrir alla þá staði þaðan sem útgerð er stunduð. Það væri hægt Þórólfur Þórlindsson, prófessor. Sigurður Guðmundsson, Byggða- stofnun. að stunda þá veiði sem við þurf- um að stunda frá miklu færri stöðum og af miklu færri fyrir- tækjum. Við höfum ekki svigrúm til að breyta hér eins og við vær- um landnemar. Mér finnst umræðan stundum vera eins og að við værum að koma daglega að landinu óbyggðu. Það kann að vera æskilegt frá einu sjónarmiði að fækka stöðum sem gert er út frá mjög mikið, en frá öðru sjón- armiði er það viðurkenning á staðreyndum að það er ekki hægt. Því er ekki að neita að við sjáum allmarga staði þar sem fólkinu hefur fækkað um alllangt árabil og það er örugglega ekki þróun sem stjórnvöld geta snúið við með einhverjum einföldum hætti. Ég held að það sé engum að kenna og ekki hægt að benda á neinn sökudólg. Ég held að enginn maður segi við íbúa eins byggðarlags að stað- urinn eigi ekki rétt á sér. Verð- mætismatið á viðkomandi stað er háð því hvort viðkomandi á þar einhverra hagsmuna að gæta, einhver tengsl eða ekki,“ sagði Sigurður. Nokkrar fleiri fyrirspurnir bár- Sigurður Gunnarsson sjómaður. Kristján Ásgeirsson. ust til frummælenda sem svöruðu þeim og ræddu málin, en í lok fundarins þakkaði Egill Olgeirs- son fundarstjóri þátttakendum fyrir komuna, sagðist að vísu gjarnan hafa viljað sjá fleiri heimamenn á fundinum, og síðan kynnti hann næsta fyrirlestrafund sjávarútvegsnema, sem haldinn verður á Dalvík nk. laugardag. IM Námskeið í Félagsmiðstöðinni Lundarskóla: Saumanámskeið: Kennt aö taka snið upp úr blöðum. Áhersla lögð á að sauma einfaldar flíkur. Fyrir mæður ungra barna: Það er opið hús í félagsmiðstöð- inni í Lundarskóla, alla laugar- daga frá kl. 14-16.30. Boðið upp á aðstoð í fatasaum. Góð leikaðstaða fyrir börnin. Námskeið í Félagsmiðstöðinni Síðuskóla: Saumanámskeið: Snyrtinámskeið: Andlitssnyrting, handsnyrting, fótsnyrting, framkoma og matar- æði. Námskeið í Félagsmiðstöðinni Glerárskóla: Saumanámskeið: Bifhjólanámskeið: Leiðbeint verður um minni háttar viðgerðir. Flugmódelsmíði: Allt til smíðanna selt á staðnum. Verkefnið verður sviffluga með 75 cm vænghaf. Kennt verður í íþróttahúsinu. ★ Hvert námskeið kostar kr. 1.000 fyrir unglinga og er 10 klst. Efni sem til þarf er selt í félagsmið- stöðinni nema á fatasaumsnám- skeiðin. Innritun og nanari upplýsingar á skrifstofu íþrótta- og tóm- stundaráðs, Strandgötu 19 b, sími 22722, eða í viðkomandi félagsmiðstöð. Namskeidin byrja við fyrsta tækifæri. Til sölu Skoda 1 30 L, árg. '87. Verð kr. 1 70 þús. Skoda 1 20 L, árg. '87. Verð kr. 140 þús. Skoda 120 L, árg. '86. Verð kr. 100 þús. Skoda 120 L, árg. '87. Verð kr. 70 þús. Skoda Favorit 136 L, árg. '91. Verð kr. 450 þús. Skálafell Draupnisgötu 4 • Sími 22255. Nýkomið æðislegt úrval af gleraugna- mngjörðum fyrir böm og unglinga Sjáui^

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.