Dagur - 19.02.1992, Blaðsíða 5

Dagur - 19.02.1992, Blaðsíða 5
Miðvikudagur 19. febrúar 1992 - DAGUR - 5 Samráðsskortur Braga Bragi V. Bergmann, ritari og nefndarmaður í íþrótta- og tóm- stundaráði skrifaði í síðustu viku ítarlegar greinar um það sem hann kallar „Án minnsta sam- ráðs“. Þar fjallar ritari nefndar- innar um nokkur atriði er lúta að íþrótta- og æskulýðsmálum og finnst bæjarstjórn hafa lítilsvirt nefndina með ákvörðunum sín- um og vinnubrögðum. Full ástæða er til að fara yfir þau atriði sem greinahöfundur setur fram, enda er þar um veru- lega útúrsnúninga að ræða og reynt að kasta rýrð á þá miklu og öflugu starfsemi sem fram fer hér á Akureyri, bæði á vegum sveit- arfélagsins sjálfs og hinna frjálsu félagasamtaka, í samvinnu við bæjaryfirvöld. Fátt getur skýrt þessa óánægju ritarans annað en sú staðreynd að lítil samstaða virðist ríkja milli hans og hins fulltrúa Framsókn- arflokksins (Þórarins Sveinsson- ar) í íþrótta- og tómstundaráði, en Þ.S. hefur stutt allar þær ákvarðanir sem gerðar hafa verið af hálfu bæjarstjórnar í íþrótta- og æskulýsmálum á þessu kjör- tímabili. Samningarnir við íþróttafélögin Á síðasta kjörtímabili var gerður samningur milli ÍBA og Akureyr- arbæjar, sem markaði tímamót í sögu íþrótta- og tómstundamála á Akureyri. Gerður var ramma- samningur er kvað á um ákveðin framlög bæjarins til þeirra félaga sem standa að uppbyggingu á sviði íþrótta- og tómstundamála. Þar er mörkuð sú stefna bæjar- yfirvalda að hvetja íþróttafélögin til uppbyggingar á sínum félags- svæðum með samningsbundinni þátttöku sveitarfélagsins í við- komandi framkvæmd. Ákvörðun þessi er tekin í framhaldi af breyttri verkaskipan ríkis og sveitarfélaga, þar sem bygging grunnskóla og íþrótta- mannvirkja er færð til sveitar- félaganna og þeim ætlaðir tekju- stofnar til að standa undir slíkum verkefnum. í framhaldi af þeim rammasamningi sem gerður var voru síðan gerðir samningar við fjögur íþróttafélög í bænum, eins og B.B. skýrir frá. Þrír þessara samninga voru gerðir vegna verk- efna sem þegar voru hafin, en vegna erfiðrar fjárhagsstöðu þeirra félaga á þessum tímamót- um var slíkt talið óhjákvæmi- legt. Þetta voru Golfklúbbur Akur- eyrar, Skautafélag Akureyrar og íþróttafélagið Þór. Fjórði samn- ingurinn var síðan gerður við Akureyri: Fjallahjóli stolið og annað skilið eftir Skúli Árnason, Þverholti 7 Akur- eyri, hafði samband við blaðið og sagði að sl. miðvikudagskvöld, 12. febrúar, hefði einhver stolið góðu fjallahjóli sonar hans, sem stóð bak við heimili hans, og ann- að kvenreiðhjól skilið eftir í staðinn. Skúli segist hafa haft samband við lögregluna, en enn sem komið er hafi enginn haft samband við hana sem sakni kvenreiðhjólsins. Skúli biður alla þá sem kynnu að vita eitthvað um þetta mál, bæði stolna fjallahjól- ið og kvenreiðhjólið sem skilið var eftir, að hafa samband við hann í síma 25557. Knattspyrnufélag Akureyrar um byggingu nýs íþróttahúss. Með gerð þessara samninga var stigið mikið framfaraskref í málefnum allra þessara félaga. Það var ætíð ljóst að greiðslur til þeirra þriggja sem fyrst voru nefnd voru greiðslur vegna skuldbindinga sem þau félögu voru þegar búin að gera en áttu eftir að greiða. Slíkt hafði að sjálfsögðu í för með sér skerðingu á fjárveiting- um til nýrra verka. Ákvörðunin um samning við KA Samningur sá sem gerður var við Knattspyrnufélag Akureyrar varð því fyrsti samningurinn sem gerður var um nýbyggingu íþrótta- mannvirkis eftir að rammasamn- ingur við Í.B.A. var gerður. B.B. lætur að því liggja að sá byggingasamingur hafi verið gerður á þann hátt að um „geð- þótta- og skyndiákvörðun“ hafi verið að ræða. Hvað orðin geð- þótti og skyndiákvarðanir túlka í huga fundarritarans er ekki mitt að segja til um, en hins vegar er það ljóst að ákvörðun um sam- starf við Knattspyrnufélag Akur- eyrar var tekin á grundvelli þeirr- ar hugsunar, að með slíkum samningi yrði hér reist nýtt og glæsilegt íþróttahús, sem nýtast myndi sem íþróttahús fyrir nemendur Lundarskóla og til efl- ingar fyrir vaxandi íþróttastarf- semi á Akureyri. Það skal fúslega viðurkennt að stærð hússins óx mönnum nokk- uð í augum, en hins vegar voru rök knattspyrnufélagsins það sterk að á þau var fallist. Ákvörðun um byggingu þessa húss tók ekki mjög langan tíma og virðist mér að fremur sé fund- ið að seinagangi í opinbera kerf- inu en hraðvirkni. Kostnaður við bygginguna lá hins vegar alveg fyrir í upphafi og samingurinn gerður á föstu verðlagi og lá því áhættan af röngum kostnaðar- áætlunum á knattspyrnufélaginu. Akureyrarbær leigir nú þá tíma í þessu nýja húsi, sem hann þarf á að halda og er nýting þess að öðru leyti alfarið mál knatt- spyrnufélagsins. Nemendur Lundarskóla búa nú við samfelld- an skóladag og hefur það mark- mið því náðst með þessari aðgerð. Nýju samningarnir B.B. gerir, í greinum sínum, mikið mál úr þeim nýju saming- um sem gerðir hafa verið við Knattspyrnufélag Akureyrar og íþróttafélagið Þór. Þar lætur hann að því liggja að þessir nýju samingar hafi verið gerðir án þess að þeim fylgdi stefnumörkun eða álit íþrótta- og tómstundaráðs. B.B. er það vonandi ljóst að báð- ir þessir samningar eru hreint framhald af því sem áður hafði verið gert og var einvörðungu verið að standa við ákvæði fyrri samninga um búnað í íþróttahús KA og um verklok í Hamri, húsi Þórs. Um hvorutveggja er kveðið á um í fyrri samingum og var því aðeins tímaspursmál hvenær frá slíku yrði gengið. Hér var aðeins verið að ljúka þeim verkefnum sem hafin voru og með fullri vit- und þeirra manna sem tóku sæti í íþrótta- og tómstundaráði í upp- hafi þessa kjörtímabils. Það er hins vegar alveg ljóst að þessir viðbótarsamningar koma til með að kalla til sín nokkra fjármuni á komandi árum, sem ekki verða notaðir til annars. Það eru því ekki miklar líkur á því að nýir samingar verði gerðir á þessu kjörtímabili. Það var alla tíð ljóst að Knattspyrnufélag Akureyrar myndi kosta kapps um að nýta hús sitt sem best og að Iþrótta- og tómstundaráð yrði að laga rekstur annarra mann- virkja að breyttum aðstæðum. Framkvæmdaáætlunin B.B. lætur að því liggja, í grein- um sínum, að þriggja ára áætlun Bæjarsjóðs hafi orðið ómerkt plagg um leið og gengið var til samninga við Knattspyrnufélag Akureyrar. Hvernig hann kemst að þessari niðurstöðu er mér óskiljanlegt. Bæjarstjórn gekk frá þriggja ára áætlun sinni á sl. ári og var þar ákveðið að verja ákveðnum fjármunum til íþrótta- og æskulýðsmála á framangreindu tímabili. Þar var ákveðið að verja kr. 157 millj. til þessa málaflokks á næstu þrem árum. Ekkert hefur breyst varðandi þá ákvörðun og verður við hana staðið, svo fram- arlega að forsendur um tekjur sveitarfélagsins standast. í fjárhagsáætlun yfirstandandi árs eru áætlaðar kr. 29 millj. til framkvæmda á sviði íþrótta- og tómstundamála. Það er ívið minna en við gerðum ráð fyrir. Ástæða þess er B.B. og öðrum kunn, en hún er hrein afleiðing aðgerða stjórnvalda um skatt- heimtu á sveitarfélögin, sem mætt var með samdrætti í fram- kvæmdum. Framkvæmdir á árinu 1992 verða þær að bekkir verða keyptir í íþróttahöllina á þessu ári - lokið verður framkvæmdum við sundlaug í Glerárhverfi og stefnan mörkuð varðandi fram- kvæmdir við endurbætur við Sundlaug Akureyrar. Af því má sjá að haldið er við þá stefnu- mörkun sem íþrótta- og tóm- stundaráð setti fram og frá henni hefur ekkert verið vikið. * Iþróttaskemman Næst skal vikið að sjónarmiðum B.B. varðandi íþróttaskemmuna. Undirritaður hefur ef til vill nokkra sérstöðu í því máli, þar sem ég lýsti því yfir við ákvörð- unartöku mína varðandi bygg- ingu íþróttahúss Knattspyrnu- félags Ákureyrar að leggja ætti íþróttaskemmuna af þegar þetta nýja hús risi. Að vísu var sú hug- mynd tengd því að byggja lítinn írþóttasal við Oddeyrarskóla til að nemendur þar gætu fengið íþróttakennslu. Það sem breytt hefur þessari afstöðu minni á þann veg að ég vil nú kanna hvort slíkt sé mögu- legt án þess að ákvörðun um byggingu íþróttasalar við Odd- eyrarskóla sé því tengd, er van- nýting annarra íþróttahúsa að deginum til. Ástæða lélegrar nýtingar má meðal annars finna í minni notkun framhaldsskólanna á þeim húsum, en það er þáttur í rekstrarsparnaði. Þetta hefur leitt til þess að tekjur standa ekki undir rekstri. Margar stundir standa þessi hús auð og ekki er hægt að sinna viðhaldi og endur- bótum sem skyldi. Við fyrstu sýn virðist því til- tölulega auðvelt að laga þennan rekstur og með hagræðingu ætti líka að vera hægt að koma stærst- um hluta þeirra aðila, sem nú nota Skemmuna, í aðra sali, þó ekki sé notuð hugmynd B.B. um að færa kvöldtíma fram á daginn. Þetta myndi þó hafa þann ókost í för með sér að aka þyrfti nemend- um Oddeyrarskóla í íþrótta- kennslu, en ætti hins vegar ekki að koma í veg fyrir samfelldan skóladag. Mál þetta er nú í athugun og verður að taka ákvörðun fyrir vorið, svo hægt sé að skipuleggja næsta skólaár með hiiðsjón af þeim breytingum, ef af verður. Það verður hins vegar að telj- Sigurður J. Sigurðsson. ast merkileg niðurstaða hjá B.B., í sínum greinarskrifum, að finna því allt til foráttu að þetta mál sé skoðað á sama tíma og hann fjarg- viðrast út af offjárfestingum í íþróttamannvirkjum. Mönnum verður hins vegar að vera það ljóst að það er ekki sífellt hægt að ætlast til þess að bætt sé við nýjum rekstrareiningum án nýrra tekna eða aukinnar skattheimtu og að endurskoðun á rekstri einstakra þátta í starfsemi bæjarins er nauðsynleg. íþrótta- og tómstundaráð fylg- ist nú náið með nýtingu íþrótta- húsanna og verður sú athugun vonandi til þess að hægt verði að skerpa línurnar í þessu máli fyrir vorið. Leiktækjastofurnar Það næsta sem B.B. gerir að umtalsefni í grein sinni eru breyttar reglur um leiktækjastof- ur. Um það á hvern hátt staðið hefur verið að rekstri þeirra á undanförnum árum og hversu vel eigendur þeirra liafi verið upp- lýstir um réttindi sín og skyldur er ekki ástæða til að fjölyrða, en um hinn þátt málsins sem snýr að ákvörðun bæjarstjórnar, þrátt fyrir umsagnir einstakra nefnda og ráða, ætla ég aðeins að fjalla. Nefndir og ráð bæjarins geta varla litið á það sem lítilsvirðingu þó bæjarstjórn komist að annarri niðurstöðu, en þeirri sem nefndir setja fram. Þau sjónarmið sem réðu því að samþykkja breyttan opnunartíma voru einfaldlega þau að leikreglur almennra við- skipta ættu að gilda um þessa staði jafnt sem aðra og opnunar- tími sem takmarkaður væri við svo þröng mörk sem voru í gildi væri vart raunhæf framkvæmd í dag. Þegar B.B. vitnar til þeirra reglna sem settar voru 1983 þá minnist hann ef til vill þeirra tak- markana sem voru á opnunar- tíma verslana, lúgusölu, lokunar á sjoppum kl. 20.00 og annarra skyldra takmarkana sem í gildi voru. Þeim takmörkunum hafði Framsóknarflokkurinn fengið að ráða, meðan hann var og hét. Þessu tókst að breyta fyrir tilstilli frjálslyndari afla og er ég viss um að enginn vildi aftur hverfa til þess fyrirkomulags. Frá árinu 1983 hefur leiktækjum fjölgað svo að þau eru nánast til á hverju heimili í einhverri mynd og víða í biðsölum og afgreiðslustöðum. Unglingar sem eiga við erfiðleika að stríða og nota hvert tækifæri sem gefst til að yfirgefa skóla sinn á skólatíma, finna sér athvarf óháð því hvort þessar leiktækja- stofur eru opnar lengur eða skemur. Það er hins vegar ljóst að leggja þarf ríka áherslu á að önnur ákvæði, sem snerta þessa starfsemi svo sem aldurstak- mörk. Bæjarstjórn hefur með ákvörð- un sinni tekið ákvörðun í máli þessu, sem gengur þvert á vilja ráðsins, en slíkt er á engan hátt hægt að setja undir lítilsvirðingu á starfi viðkomandi ráðgjafa- nefndar. Á sama tíma og menn vilja fá að hafa skoðun er eðlilegt að örðum sé ætlað það líka, óháð því hvort skoðanir manna fara saman. Að lokum íþrótta- og tómstundaráð hefur unnið ötullega á þessu kjörtíma- bili. Þegar ákveðið var að fækka nefndum á vegum bæjarins m.a. með því að setja íþróttir og tóm- stundir undir eina nefnd, voru menn ekki á eitt sáttir um það hvernig það myndi ganga. Af reynslu liðinna mánuða er ljóst að þetta gengur vel. Bæði málasviðin hafa fengið ítarlega umfjöllun og margt kom- ið til framkvæmda sem til heilla horfir. fþrótta- og tómstundaráð gerir miklar kröfur fyrir sinn málaflokk og þó svo að þeir fái ekki alla þá fjármuni sem óskað er eftir er ljóst að margir líta öfundaraugum þau framlög sem renna til þessara mála. Formaður íþrótta- og tómstundaráðs talar tæpitungulaust við sína yfirmenn og kemur til skila sjónarmiðum ráðsins og því má ritari nefndar- innar ekki blanda saman stefnu bæjaryfirvalda í þessum mála- flokki og samstöðuleysi hans og hins fulltrúa Framsóknarflokks- ins í ráðinu. Það er von mín að í þeim ákvörðunum sem framundan eru og snúa að áframhaldandi upp- byggingu á sviði íþrótta- og æskulýðsmála megi nást góð samstaða milli ráðsins og bæjar- stjórnar bæjarbúum til heilla. Sigurður J. Sigurðsson. Höfundur er forseti bæjarstjórnar á Akureyri. GLERÁRGÖTU 36 SÍMI 11500 Nýttá söluskrá: Steinahlíö: Mjög fallegt raðhús á tveimur hæðum - 5 herb. Stærð ca 135 fm. Laust í maí. Dalsgerði: 6 herb. raðhús á tveimur hæðum samtals ca 150 fm. Eign í mjög góöu lagi. Laust eftir samkomulagi. Langamýri: Húseign með tveimur íbúð- um, - annarri 2ja herb. á jarðhæð, hin 5 herb. ásamt bílskúr. Eignin er laus eftir samkomulagi. Seljahlíð: Mjög gott 4ra herb. endarað- hús tæpl. 90 fm. Skipti á rað- húsi eða einbýli m/bílskúr koma til greina. Smárahlíð: 3ja herb. íbúð á 2. hæð ca 83 fm. Eign í góðu lagi. Laus í júlí. Áhvílandi langtímalán ca 3.0 millj. MSIÐGNAA M SKIMSAUSar N0RDUMANDS11 Glerárgötu 36, 3. hæð Sími 11500 Opið virka daga kl. 14.00-18.30 á öðrum tímum eftir samkomulagi Sölustjóri: Pétur Jósefsson Heimasimi 11485. Lögmaður: Benedikt Ólafsson hdl. |í

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.