Dagur - 19.02.1992, Blaðsíða 6

Dagur - 19.02.1992, Blaðsíða 6
6 - DAGUR - Miðvikudagur 19. febrúar 1992 Spurning vikunnar Er veitt nægiieg fræðsla um alnæmi í Verkmennta- skólanum á Akureyri? Spurt á fræðsludegi um alnæmi Haukur Jónsson, aðstoðarskólameistari: Fræösla um kynsjúkdóma er alltaf nokkur í Verkmennta- skólanum en í raun má alltaf gera betur. Alnæmissjúkdómur- inn er alþjóðavandamál sem verður að taka föstum tökum. Á opnum dögum í fyrra var veitt fræðsla um sjúkdóminn þ.e. um smitleiðir og hvað ber að varast. Erindin sem flutt voru í dag hafa verið gagnleg og nemendur ættu að vera betur í stakk búnir til að skilja vandann og hugarheim hinna smituðu. María Jespersen, nemandi: Að mínu mati mætti gera enn betur. Skólanum ber skylda til að veita fræðslu um alnæmi. Erindin í dag hafa veitt svör við mörgum spurningum og vakið upp aðrar sem nemendur eru nú að fá svör við hjá fyrir- lesurum. Ásdís Karlsdóttir, íþróttakennari: Krakkarnir eru áhugasöm og vilja fræðast um alnæmi sem eðlilegt er. Skólinn hefur veitt fræðslu um þennan bölvald sem og um kynsjúkdóma almennt, en trúlega mætti gera betur því svo virðist að spurningarnar hér í fyrirspurn- artímanum séu óþrjótandi. Margrét Pétursdóttir, kennslustjóri heilbrigðissviðs: Fyrirlesarar sem þeir er hér hafa verið í dag eru kærkomnir. Nemendurnir hafa fræðst um alnæmi frá ýmsum sjónarhorn- um. Fræðsla um alnæmi er all- nokkur í Verkmenntaskólanum. Á því sviði sem ég er kennslu- stjóri er mikið rætt um alnæmi og raunar um kynsjúkdóma almennt. í því þjóðfélagi sem við lifum í ber skólunum að veita haldgóða fræðslu og þá er fræðslan um alnæmi ekki undanskilin. Sverrir Ragnarsson, nemandi: Fræðslan mætti vera enn meiri og markvissari. Fyrirlestrarnir í dag hafa veitt svör við mörgum spurningum, en ég er ekki sátt- ur við hvernig staðið er að fyrir- spurnartímanum hór frammi í anddyri fþróttahallarinnar. Fáir komast að og fjöldi nemenda er stunginn af enda erfitt að heyra svör þeirra er hér sitja fyrir svörum. Hluti fundarmanna. Sjávarútvegsnemar á Akureyri voru fjölmennastir. Fyrirlestrafundur sjávarútvegsnema á Húsavík: Stundargróði einstakra vinnsluaðferða má ekki leggja allt í rúst - sagði Örlygur Hnefill Jónsson, stjórnarmaður í FH á Húsavík Áhrif fiskveiðistjórnunar á búsetu var yfirskrift fyrirlestra- fundar sem haldinn var á Hótel Húsavík sl. Iaugardag. Það var Stafnbúi, félag sjávarútvegs- fræðinema við Háskólann á Akureyri, og Bæjarstjórn Húsavíkur sem boðuðu til fundarins. AIIs sátu 35 manns fundinn og var meirihluti þeirra nemendur sjávarútvegs- fræðideildarinnar. Framsögu- erindin á fundinum fluttu: Þór- ólfur Þórlindsson, prófessor við H.Í., Sigurður Guðmunds- son, Byggðastofnun, Örlygur Hnefill Jónsson, héraðsdóms- lögmaður og stjórnarmaður í Fiskiðjusamlagi Húsavíkur og Kristján Ásgeirsson, fram- kvæmdastjóri Ishafs og Höfða. Fundarstjóri var Egill Olgeirs- son. Að framsöguerindunum loknum gafst fundarmönnum kostur á að bera fram fyrir- spurnir og almennar umræður fóru fram. Þetta var fjórði fyrirlestrafundurinn um fisk- veiðistjórnun sem Stafnbúi gengst fyrir á Noröurlandi um þessar mundir, en næsti fyrir- lestrafundur verður haldinn á Dalvík nk. laugardag. Þórólfur Þórlindsson, prófessor, talaði fyrstur frummælenda. Ræddi hann um að þróun byggð- ar í þéttbýli hefði fyrst og fremst verið tengd sjávarútvegi. Síðar hefði togaraútgerð verið stunduð frá stórum byggðakjörnum en smábátaútgerð frá dreifðari byggðum. Hann sagði að frumkvæði og forysta hefði komið frá skip- stjórnarmönnunum sjálfum, en langskólagengnir menn hefðu þar hvergi komið nærri. „Fiskveiði- stjórnun ætti að varðveita þenn- an þátt í íslenskum sjávarútvegi. Varðveita þennan mannlega þátt sem einkennt hefur þessa sögu alla, þannig að hún gefi svigrúm fyrir framþróun,“ sagði Pórólfur m.a. Hann ræddi um nauðsyn þess að hafa sveigjanleika í útgerð og veiðarfærum, gera út bæði togara, báta og smábáta, og að fiskveiðistjórnunin yrði að vera á þann veg, að hún efldi frumkvæði og framtak íslenskra sjómanna. „Meginmarkmiðið hlýtur að vera það að vernda og nýta þessa auðlind á skynsamlegan hátt. Það virðist vera margt sem bendir til þess í dag að það höfum við ekki gert. Mín niðurstaða er sú að það sé raunverulega ekkert í núver- andi kvótakerfi, allavega með smávægilegum breytingum, sem beinlínis leiði til þess að við séum að skapa hér einhverja byggða- röskun umfram það sem við hefðum þurft að gera. Það verða færri störf í sjávarútvegi, hvernig svo sem við takmörkum sóknina. Kjarni málsins er sá að það er ýmislegt annað sem við þurfum að gera ef við ætlum að halda byggðinni hér utan Reykjavíkur- svæðisins gangandi. Það tengist sjávarútvegi, en kannski tengist því miklu meira hvernig við ráð- stöfum væntanlegum arði, sem hagfræðingar sjá fyrir sér af þess- um útflutningi," sagði Þórólfur, sem lokaorð framsöguræðu sinnar. Sigurður Guðmundsson frá Byggðastofnun sagði m.a. í fram- söguræðu sinni: „Markmiðið er að að gera íslenskum fiskveiði- fyrirtækjum auðveldara en nú er að keppa við erlenda fiskkaup- endur um hráefni til vinnslu. Það má ekki gleyma því að stjórnvöld í Evrópuríkjunum hafa áhuga á að fá fiskinn til vinnslu, þau fara ekkert í grafgötur með það. Þau bjóða fjárfestingarstyrki og ýmsa aðstoð við uppbyggingu fisk- vinnslufyrirtækj a. Sj ávarútvegur- inn er gjarnan staðsettur á svæð- um þar sem byggðaþróun hefur verið óhagstæð og því mikils um vert ef hægt er að lokka fyrirtæki að og skapa atvinnu. Hingað hafa komið menn, gagngert til að bjóða mönnum að setja upp fyrirtæki á þessum svæðum. Þeir hafa ekki haft erindi sem erfiði. Tollareglur hjálpa til við að fisk- vinnslan færist inn fyrir landa- mæri Evrópubandalagsins, enda þótt samningurinn um evrópskt efnahagsvæði muni létta okkur það. En hann mun ekki breyta í neinu styrkveitingu Evrópu- bandalagsins til fiskvinnslunnar." Örlygur Hnefill Jónsson, hér- aðsdómslögmaður, ræddi um lög um fiskveiðar allt frá landnámi. Hann ræddi um gríðarleg áhrif daglegrar stjórnunar fiskveiða á byggðamál. Hann benti á að búið væri að byggja upp frystihús hringinn umhverfis landið og taldi það hættulega braut að hafna árhundraða þróun smábáta og bátaveiða og fara eingöngu að veiða fiskinn í troll á togurum. „Það er hægt að sýna fram á það að frystitogari, með fáum mönn- um um borð á sjómannaafslætti sem vinna afla allan sólarhring- inn, er betur nýttur en hraðfryst- ingarhús í einhverju sjávarplássi, þar sem fólk vinnur án skattalegs hagræðis frá átta til fimm. Þetta á hins vegar ekki að vera spurning um beina fjárhagslega hag- kvæmni af hvoru þessara fyrir- tækja fyrir sig. Hér er um sam- eign þjóðarinnar að ræða, og það þarf að vinna á þann hátt að við höfum öll sem mest út úr því,“ sagði Örlygur m.a. í framsögu- ræðu sinni. í lokaorðum framsöguræðu sinnar sagði Örlygur að um 80% útflutningstekna þjóðarinnar kæmu frá sjávarútvegi. Varðandi fiskveiðistjórnunina sagði hann ljóst að höfuðmarkmiðin hefðu um margt mistekist. Fyrst og fremst hefði verndunin mistekist og stjórnvöldum ekki tekist að ná þeim markmiðum sem átti að ná, nú ættu stofnarnir að vera orðnir sterkari og í vexti. Þess í stað

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.