Dagur - 07.03.1992, Blaðsíða 5

Dagur - 07.03.1992, Blaðsíða 5
Laugardagur 7. mars 1992 - DAGUR - 5 Efst í huga Svavar Ottesen Er komið að íslend- ingum að þola stór- fellt atvinnleysi? Það sem er efst í mínum huga þessa dagana, og sennilega flestra lands- manna, eru þeir samningar um kaup og kjör sem eru vonandi í burðarliðnum þegar þetta er skrifað. Það skal þó tekið fram að enn getur brugðið til beggja vona hvort samningar takast eða ekki. Þessar samningaviöræður hafa nú stað- ið mánuðum saman með litlum árangri, enda erfitt um vik því spáð er miklum samdrætti í þjóðartekjum á þessu ári, fyrst og fremst vegna minnkandi þorsk- afla. Það leiðir af sér minnkandi umsvif í verslun og þjónustu sem kemur vissu- lega harðast niður í Reykjavík þar sem mikil þensla hefur ríkt árum saman og verslunar- og skrifstofuhúsnæði hefur risið með ótrúlegum hraða þrátt fyrir að ónotað og óseljanlegt húsnæði til slíkra nota sé til í tugþúsundum fermetra. Um þetta hefur lítið verið fjallað í fjölmiðlum í Reykjavík heldur er spjótunum beint að offjárfestingu í öðrum greinum atvinnu- lífsins og þá sérstaklega undirstöðu- greinum eins og sjávarútvegi og land- búnaði. Því miður er það svo með okkur íslendinga að við kunnum ekki fótum okkar forráð í framkvæmdagleði á öllum sviðum og við erum nú að súpa seyðið af því. Það sem landsmenn eiga erfiðast með að sætta sig við þessa dagana er hið mikla atvinnuleysi sem fjölmiðlar tíunda nú daglega. Atvinnuleysið þekkja margir á landsbyggðinni og ekki síst Akureyringar. En atvinnuleysið í Reykja- vík og þá ekki síður á Suðurnesjum virð- ist koma mönnum í opna skjöldu enda hefur fólk af landsbyggðinni flykkst til höfuðborgarsvæðisins á undanförnum árum og áratugum og treyst á að þar yrði látlaus uppgangur. Á það hefur þó oft verið bent í ræðu og riti að afkoma borg- arbúa, sem annarra landsmanna, bygg- ist að mestu leyti á því sem úr sjónum er dregið hverju sinni, því sjávarútvegurinn er undirstaða velmegunar okkar íslend- inga sem fólkið á landsbyggðinni hefur fyrir löngu gert sér grein fyrir en höfuð- borgarbúar margir hverjir virðast ekki skilja. Þegar alvarlegur samdráttur verð- ur ár eftir ár í þorskveiðum hlýtur það því eðlilega að bitna á Reykvíkingum ekki síður en öðrum landsmönnum. Atvinnuleysi er mesta böl sem yfir þjóðina getur gengið og sem betur fer þekkja íslendingar lítið til þess. En því má ekki gleyma að flestar þjóðir Evrópu og Bandaríkjamenn hafa búið við atvinnuleysi í miklum mæli árum saman og dæmi eru um það aö fólk um þrítugt hefur aldrei fengið launað starf á vinnu- markaði heldur lifir á atvinnuleysisbót- um. Landsmenn verða því allir að taka höndum saman, ekki síður stjórnendur ríkis og bæjarfélaga en aðrir, og gera allt sem hægt er til að bægja viðvarandi atvinnuleysi frá heimilunum. (slendingar hafa sýnt það að þeir hafa getað þolað ýmislegt og oft þurft að draga saman seglin en viðvarandi og stórfellt atvinnu- leysi eiga þeir erfitt með að þola. Fjölmiðlar Þröstur Haraldsson Eiga fjölmiölar aö fjalla um barnaverndarmal? Talsverð umræöa hefur orðið í sumum fjölmiðlum að undanförnu um barnaverndarmál. Er svo komið að Barnaverndarráð íslands hefur kært nokkra fréttamenn á Stöð 2,_DV og Bylgjunni fyrir siðanefnd Blaðamannafólags íslands. Helsta ástæða kær- unnar er umfjöllun þessara fjölmiðla um svonefnt Sandgerðismál þar sem lögregla heimti dreng úr höndum móður sinnar en hún haföi veriö dæmd óhæf til aö annast um hann. Barnaverndarmál eru einhver viðkvæmustu mál sem hægt er að hugsa sér að fjalla um opinberlega. Helgast það ekki síst af því að í miðpunkti slíkra mála eru börn sem ekki geta borið hönd fyrir höfuð sér og líður alveg nógu illa þótt ekki sé verið að opinbera vanlíðan þeirra i fjölmiðlum. Þegar allt kemur til alls er raunar aö heita má útiiokaö að fjalla um þessi mál í fjölmiðlum án þess að gerast nær- göngull við siðareglur blaðamanna. Astæðan fyrir því er fyrst og fremst sú að þeir sem starfa sinna vegna hafa besta yfirsýn yfir málið eru bundnir þagnarskyldu. Þar á ég viö þá emb- ættismenn rfkis og sveitarfélaga sem kveða upp úr- skurði i forsjárdeilum eða um hæfni foreldra til þess að annast um börn sín. Sama gildir einnig um þá sérfræðinga sem kallaðir eru til að leggja mat á ein- staka þætti hvers máls. Því miöur hefur þeim málum fariö ört fjölgandi þar sem hagsmunir barna eru í tvísýnu þannig að yfirvöld eru kvödd til eða skerast í leikinn að eigin frumkvæði. Flestir þekkja til slíkra mála og vita að hvergi eru tilfinningarnar kraþpari eða hlutleysið fjar- lægara en í barnaverndarmálum. Þegar deilt er um forræði yfir barni er vonlaust að ætla sér aö fá mynd sem eitthvað nálgast veruleikann með því að tala einungis við annan deiluaðilann. Það nægir ekki einu sinni að tala við báöa foreldra og deila með tveim því þar stendur yfirleitt orö gegn orði. Eðli málsins samkvæmt er það í langflestum til- vikum sá deiluaðilinn sem hallað er á sem bregður á það ráð þegar allt annað þrýtur að leita til fjölmiðla. Og þá reynir á viöbrögö fjölmiðla og siðferðisstyrk. Blöðin geta brugðist viö á tvennan hátt. Hlutlausa af- greiðslan er sú að bjóða viðkomandi að skrifa grein í blaöið, jafnvel aö aðstoöa hann við þaö. Það er að mínu viti eina raunhæfa afgreiöslan í langflestum tilvikum. Hinn kosturinn er sá að ritstjórnin gangi í máliö og fjalli um það í greinum sem eru á ábyrgð hennar. [ Ijósi þess sem ég sagði áöan um að útilokað er að fá fram raunsanna mynd af atburðarás barna- verndarmála er það vondur kostur. Hvað getur blaðamaður gert? Hann getur birt frásögn þess sem leitar til blaðsins og leitað til hins deiluaðilans ef um hann er að ræða. Ekki þýðir að tala við barnavernd- aryfirvöld því þau mega ekkert segja. Niðurstaöan er sú aö þaö er vonlaust aö taka fagiega á einstök- um barnaverndarmálum. Morgunblaðiö hefur lýst því yfir í forystugrein að blaðiö fjalli ekki um barnaverndarmál og flestir fjöl- miölar hafa í raun fylgt þeirri stefnu. Af blöðunum er ein hávær undantekning: DV. Ellert B. Schram rit- stjóri skrifaði leiöara um málið sl. mánudag þar sem hann reynir að verja þá ákvörðun ritstjórnar DV að rétt sé að fjalla um slik mál í fjölmiðlum. Reynir, segi ég, vegna þess að mér finnst honum ekki takast sér- lega vel upp í málsvörn sinni. Helsta röksemd Ellerts er sú að ekki megi „gleymast að hér eigast oftast við foreldrar eða for- eldri annars vegar og yfirvöld hins vegar...'1 Og síðar segir Ellert að það hafi komið fram í nýlegri doktors- ritgerð og í umsögnum geðlækna „að meðferð barnaverndarmála orkar tvímælis. Svo vill til að nú er veriö að leggja fram frumvarp til laga um breyt- ingar á meðferð barnaverndarmála sem undirstrikar þá staðreynd að úrbóta er þörf.“ Allt er þetta satt og rétt hjá Ellert, en þetta er bara engin réttlæting á því að lýsa lögregluaðgerðum í barnaverndarmálum í beinni útsendingu eða smjatta á þeim í baksíöufréttum. Ellert færir rök fyrir þvi að fjallað sé málefnalega um barnaverndarmál og stööu þeirra hér á landi. Það er ekki slík umfjöllun sem nú hefur veriö kærð til siöanefndar. Ég hef á tilfinningunni að það sem ráði afstöðu DV til barnaverndarmála sé ekki eingöngu sannur vilji til að styðja viö bakið á lítilmagnanum sem á í höggi við kerfið. Eins og i fleiri /nálum sem snerta siðareglur Blaöamannafélags íslands finnst mér gæta tvískinnungs i afstöðu blaösins. Þar er flíkað fögrum hugsjónum til þess aö réttlæta aöferöir viö að selja blaöiö sem hljóta að teljast vera á mörkum velsæmisins. Þær eru frekar á kostnað lítilmagnans en að þær styrki hann í lífsbaráttunni. Enskunám í Englandi Við bjóðum enskunám við einn virtasta málaskóla Englands. Skólinn sér þér fyrir fæði og húsnæði hjá enskri fjöl- skyldu. Um er að ræða: Alhliða ensku - 18 ára og eldri, 4ra til 10 vikna annir. Unglingaskóla, júlí og ágúst - 13-17 ára, 4ra vikna annir. Viðskiptaenska - 2ja til 8 vikna annir. Allar nánari upplýsingar gefa: Júlíus Snorrason og Linda Ragnarsdóttir í síma 96- 23509 og 21173, Bæjarsíðu 3, 603 Akureyri. Auglýsing um styrki Evrópuráðsins á sviði læknisfræði og heilbrigðisþjónustu fyrir árið 1993. Evrópuráðið mun á árinu 1993 veita starfsfólki í heil- brigðisþjónustu styrki til námsferða í þeim tilgangi að styrkþegar kynni sér nýjungar í starfsgreinum sínum í löndum Evrópuráðsins. Styrktímabilið hefst 1. janúar 1993 og lýkur 31. des- ember 1993. Um er að ræða greiðslu ferðakostnað- ar og dagpeninga er nema 270 frönskum frönkum á dag. Hvorki kemur til greiðslu dagpeninga né ferða- kostnaðar af hálfu ríkisins. Umsækjendur skulu ekki vera eldri en 55 ára, hafa gott vald á tungumáli þess lands sem sótt er um dvöl í og ekki vera í launaðri vinnu í því landi. Umsóknareyðublöð fást í heilbrigðis- og trygginga- málaráðuneytinu, sem veitir nánari upplýsingar um styrkina. Umsóknir skulu hafa borist ráðuneytinu fyrir 1. apríl nk. Ákvörðun um styrkveitingar verður tekin í Evrópu- ráðinu í lok nóvember nk. Heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytið, 2. mars 1992. Landsbanki íslands Landsbanki fslands auglýsir til sölu eða leigu eftirtaldar eignir sínar á Gleráreyrum, Akureyri (áður eign Álafoss): 1. Svonefnt austurhús, um 1240 m2 auk ca. 200 m2 kjallara. 2. Svonefnt lagerhús um 550 m2. 3. 2. hæð í Gefjunarhúsi um 670 m2. 4. 3. hæð í Gefjunarhúsi, sam- komusalir, um 580 m2. Upplýsingar gefur Sæmundur Hrólfsson, símar 96-21900 og 96-27888. Tilboð sendist eignaumsýslustjóra Landsbankans, Sturlu Haraldssyni, byggingadeildj Álfabakka 10, 109 Reykjavík.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.