Dagur - 07.03.1992, Blaðsíða 23

Dagur - 07.03.1992, Blaðsíða 23
Laugardagur 7. mars 1992 - DAGUR - 23 Sykurmolagleði Sykurmolamir gerðu það barasta gott og vel það með tónleikum sínum í Verkmenntaskólanum síðastliðið þriðjudagskvöld. Hljómsveitin, sem nú, þegar þetta birtist, er stödd í London að hefja tónleikaferð sína víða um heim, var þarna að heiðra Akur- eyringa í annað sinn, en áður hafði hún spilað einu sinni í Skemmunni fyrir nokkrum árum. Stemmningin hjá hinum á að giska 600 tónleikagestum var reyndar ekki of mikil til að byrja með, en það lagaðist þegar á leið. Þeim mun meiri var hins vegar stemmningin hjá hljóm- sveitinni sjálfri og léku þau Einar Örn, Björk, Bragi, Þór, Margrét og Sigtryggur við hvern sinn fing- ur frá upphafi til enda. Var greini- legt að þau voru orðin hungruð og þyrst í spilamennskuna og virðast til alls líkleg á tónleika- ferðinni um Evrópu og Bandarík- in, sem nú er hafin eins og fyrr greinir. (í framhaldinu fara þau síðan væntanlega til Japans og víðar.) Það má því segja aö sannkölluð Sykurmolagleði hafi ríkt í „gryfjunni", sal Verk- menntaskólans. Ekki má svo gleyma upphitunar- hljómsveitinni Hittumst í Himna- ríki, með Kristján Pétur Sigurðs- son í fararbroddi. Spiluðu þeir félagar kraftmikið, heiðarlegt hugsjónarokk við ágætar undir- tektir. Fá menn væntanlega meira í þeim að heyra í framtíð- inni. Lýðsins dómur Bestu tónleikar: 1. Skid Row 2. Doningtonhátíðin 3. Guns ’N' Roses Nú fyrir skömmu birti rokktímarit- ið Kerrang árlegt lesendaval sitt fyrir árið 1991. Kennir þar margra grasa í hinum ýmsu liðum vals- ins og eru listamennirnir af ýmsu sauðahúsi. Það eru þó tvær hljómsveitir sem skera sig áber- andi úr með flestar útnefningar, samtals sex hvor, Metallica, sem meðal annars var valin besta hljómsveit ársins og Skid Row, sem auk annars var kosin besta tónleikasveitin. Guns ’N’ Roses fengu reyndar líka sex tilnefning- ar, en gallinn var bara sá að þær voru allar nema ein í neikvæðum þáttum valsins. Til dæmis var þessi dæmalausa hljómsveit (sem raunar er ein sú vinsælasta í heimi) kosin sú versta á árinu 1991 af lesendum Kerrang. Auk valsins tengdu tónlistinni og tónlistarmönnum var einnig kosið um ýmislegt fleira eins og bestu kvikmynd ársins, bestu sjónvarpsþætti o.fl. Hér á eftir fylgja nokkur sýnis- horn úr valinu. Eru þrjú efstu sætin í hverjum lið látin nægja. Besta hljómsveit: 1. Metallica 2. Skid Row 3. Guns ’N’ Roses Besta platan: 1. Metallica/Metallica 2. Slave to the Grind/Skid Row 3. Use your lllusion/Guns ’N’ Roses Besta smáskífa/EP: 1. Enter Sandman/Metallica 2. Smells like ten spirit/Nirvana 3. The Unforgiven/Metallica Djarfasta rokkstjarnan: 1. Sebastian Bach (söngvari Skid Row) 2. James Hetfield (söngvari og gítarleikari Metallica) 3. Nikki Sixx (bassaleikari Mötl- ey Crue) Besti karlsöngvari: 1. Sebastian Bach 2. James Hetfield 3. Axl Rose Besti kvensöngvari: 1. Lita Ford 2. Chrissy Steele 3. Cher Eins og áður hefur komið fram, hefur stórrokksveitin Def Leppard verið önnum kafin við að leggja síðustu hönd á sína nýjustu plötu í hljóðveri á írlandi. Er nú þessari vinnu á gripnum, sem beðið hef- ur verið með mikilli eftirvæntingu, lokið og er útgáfa á næsta leiti. Mun platan, sem er sú fimmta frá hljómsveitinni, bera heitiö Adrenalize og kemur hún út nánar tiltekið þann þrítugasta þessa mánaðar. Smáskífa með laginu Let’s get rocked kemur út sem forsmekkur 16. mars. Besti nýliði: 1. Nirvana 2. Mind Funk 3. Extreme Versta hljómveit: 1. Guns ’N’ Roses 2. Poison 3. Extreme (?) Versta plata: 1. Use your illusion 1/Guns ’N’ Roses 2. Use your illusion ll/Guns ’N’ Roses 3. Pornograffity/Extreme Auk þess má svo geta að Terminator II með Arnold Schwartzenegger var valin besta kvikmyndin og Enter Sandman meö Metallica var kosið besta myndbandslagið. Gary Moore Gítarsnillingurinn Gary Moore er nú tilbúinn með arftaka blús- verksins vel heppnaöa, Still got the Blues, sem út kom 1990. Kall- ast nýja platan After Hours og er hún á svipuðum nótum og forver- inn. Hefur lagið Cold day in Hell nú þegar verið gefið út af henni og geymir sú útgáfa (smágeisla- diskur) einnig þrjú aukalög m.a. hið fræga Stormy Monday eftir T-Bone Walker. Hitt og þetta Léttisfélagar! Nú er loksins komið að því að hin langþráða árs- hátíð félagsins verður haldin í Fiðlaranum 4. hæð næstkomandi föstudagskvöld 13. mars og hefst hún með borðhaldi kl. 20.30 stundvíslega. Þá verða ýmis skemmtiatriði svo sem söngur, glens og gaman. Rokkbandið leikur fyrir dansi. Miðasala er í Hestasporti og lýkur henni á fimmtudag 12. mars. Félagar sýnum samstöðu og mætum öll og tökum með okkur gesti. Munið að sfðast var uppselt. Nefndin. Leikskoli - Grunnskóli Á Kópaskeri er verið að vinna að tilraunaverkefni leikskóla og grunnskóla undir sama þaki. Okkur vantar leikskólastjóra frá 1. september. Nýtt húsnæði í boði. Nánari upplýsingar í síma 96-52188. Sveitarstjóri. Húsvörður íbúðir aldraðra við Víðilund Staða húsvarðar við húseignirnar Víðilund 20-24 er laus til umsóknar. Um fullt starf er að ræða og felast í því öll venjuleg húsvarðarstörf. Upplýsingar gefa Aðalsteinn Ósk- arsson, Víðilundi 24 í síma 25012 og Guðmunda Pétursdóttir, Víðilundi 20 í síma 23199. Skriflegar umsóknir berist einnig til þeirra. Umsóknarfrestur er til 20. mars nk. en starf getur hafist samkvæmt samkomulagi. Húseigendur Víðilundi 20-24. Óskum eftir að ráða fyrir viðskiptavini okkar í eftirtalin störf: ★ Ritara á lögmannsskrifstofu. Við leitum að samviskusömum starfsmanni með góða íslenskukunnáttu og haldbæra undirstöðu í rit- vinnslu og vélritun. Þarf að geta unnið sjálfstætt. Þarf að geta hafið störf sem fyrst. Um heilsdagsstarf er að ræða. ★ Starfsmann fyrir bankastofnun. Til að sinna alhliða bankastörfum og innslætti á tölvu. Verslunarmenntun og/eða reynsla við sambærileg störf æskileg. Vinnutími frá kl. 12.00-17.00 (60% starf). ★ Bókhald V2 dagur. Starfsmann til að annast bókhald og önnur almenn skrifstofustörf hjá öflugu fyrirtæki. Góð bókhaldskunnátta og reynsla í skrifstofustörfum nauðsynleg. ★ Starfsmann fyrir bankastofnun. Til að annast öll almenn bankastörf. Um heilsdagsstarf er að ræða. Verslunarmenntun og/eða reynsla við sambærileg störf æskileg. Upplýsingar og umsóknareyðublöð aðeins á skrifstofunni. □□□□RÁÐNINGAR Endurskoðun Akureyri hf., Glerárgötu 24, sími 26600 og 25455.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.