Dagur - 07.03.1992, Blaðsíða 11

Dagur - 07.03.1992, Blaðsíða 11
Laugardagur 7. mars 1992 - DAGUR - 11 Texti: Óskar Þór Halldórsson Mynd: Golli fleiri en þeir ríflega 1700, sem búa hér á Siglufirði. Ég gæti trúað að allt í allt séu þeir á bilinu 5-6000. Við höfum sent þá út um allt land til þess að taka að sér ýmis ábyrgðarstörf,“ sagði Kristján og glotti. Gamli íþróttafulltrúinn selur íþróttavörur Við beindum næst umræðunni að Kristjáni sjálfum. Hver er maðurinn? „Ég er borinn og barnfæddur Siglfirð- ingur, fæddur 1953, og hef verið hér á Siglufirði alla mína hundstíð, nema þau fjögur ár sem ég var í íþróttakennara- skólanum á Laugarvatni og í framhaldi af því íþróttakennari í Bolungarvík. Hingað var ég ráðinn 1978 sem íþróttafulltrúi Siglufjarðarbæjar. Þá var starf íþróttafull- trúa gert að fullu starfi, sem bærinn fjár- magnaði hundrað prósent, en var sam- starfsverkefni íþróttabandalags Siglufjarð- ar og bæjarins. Ég var í þessu til áramót- anna 1986-1987, þegar þáverandi meiri- hluti bæjarstjórnar ákvað að leggja niður þetta starf. Sá tími sem ég gegndi því var geysilega skemmtilegur og hér var mikil uppbygging í íþróttamálunum. Ég get nefnt uppbyggingu íþróttamiðstöðvarinn- ar að Hóli, endurbyggingu malarvallarins, kaup á snjótroðara, nýjan grasvöll og nýtt íþróttahús, að ógleymdri uppbyggingu skíðasvæðisins, fyrst í Hólshyrnu og síðar í : Siglufjarðarskarði.“ Úr íþróttunum færði Kristján sig yfir í verslunina og hóf að vinna hjá versluninni Rafbæ, sem síðan var sameinuð annarri bæjarfulltrúi um árabil og sömuleiðis framarlega í verkalýðsbaráttunni. Ég byrj- aði snemma að fylgjast með pólitík, held að ég hafi vart verið farinn að hjóla þegar ég var notaður sem sendill á kosningadög- um. Pólitíkin hér á Siglufirði var oft hat- römm í þá daga og oft stóðu bæjarstjórn- arfundir framundir morgun. Því var það að pabba fannst ekki mikið til koma þegar mér tókst einu sinni sem forseta bæjar- stjórnar að halda 40 mínútna bæjarstjórn- arfund,“ sagði Kristján og brosti. í framboöi með Jóni Baldvin og Sighvati á Vestfjörðum Eins og áður sagði fór nýútskrifaður íþróttakennarinn vestuf í Bolungarvík árið 1976 og kenndi heimamönnum að teygja úr skönkum á allan mögulegan hátt. En auk þess gaf hann sig þar að landsmála- pólitíkinni. „í Alþingiskosningunum 1978 var nefnt við mig að taka annað sæti á lista Alþýðuflokksins í Norðurlandskjördæmi vestra á eftir Finni Torfa Stefánssyni. Mál- in æxluðust hins vegar þannig að ég tók fjórða sætið á lista krata í Vestfjarðarkjör- dæmi, en á honum var mikið stórskotalið. Sighvatur Björgvinsson var númer eitt og Jón Baldvin, sem þá var skólameistari á ísafirði, var í öðru sætinu. í þriðja sætinu var síðan Jóhann Símonarson skipstjóri á Bessanum. Maður heimsótti Jón Baldvin oft á skólameistaraskrifstofuna og þar var lagt á ráðin um kosningabaráttuna og framboðsfundina. Ég lærði mjög mikið af framboðsfundunum og ekki síst af Jóni Baldvin. Við erum góðir kunningjar og ég framtíðina. En því er ekki að neita að á komandi misserum verðum við óneitan- lega að verja hag bæjarins hvað þetta mál varðar, því miður. Bústjóri þrotabús bygg- ingaverktakans, sem vann þetta verk, hef- ur stefnt bænum til greiðslu á kröfum samtals að upphæð 18 milljónir króna á þágildandi verðlagi.“ Kristján leiddi lista krata fyrir síðustu bæjarstjórnarkosningar og í kjölfar þeirra mynduðu þeir meirihluti með óháðum, með Kristján sem forseta bæjarstjórnar. Björn Valdimarsson, einn af frambjóð- endum á lista óháðra, var ráðinn bæjar- stjóri. „Þar vorum við heppnir með mann, sem stendur sig mjög vel í sínu starfi,“ sagði Kristján og lagði áherslu á orð sín. Kristján sagðist ánægður með meiri- hlutasamstarfið og yfirleitt væri samstarf bæjarstjórnarmanna allra sérstaklega gott. Fulltrúar meirihluta og minnihluta væru sammála um öll meginatriði í bæjarpólitík- inni, þótt oft greindi menn lítilsháttar á um leiðir. Ahugi fyrir landsmálapólitík? Kristján neitar því ekki að hann hafi haft áhuga fyrir að fara lengra í landsmála- pólitíkinni. „Ég útiloka ekki að maður eigi það eftir. Maður er nú ekki nema þrjátíu og átta ára og því nógur tími. Það er auð- vitað keppnisskap í manni. Pólitík er ekk- ert annað en keppni um að ná árangri. Ég lít á góða sigra í pólitík eins og góða sigra hjá KS eða siglfirskum skíðamönnum. Ég verð í pólitík á einn eða annan hátt á með- an ég finn að ég geri eitthvað gagn og það í stjórnarsamstarfi," sagði Kristján. Þrátt fyrir að vera nokkuð ánægður með Alþýðuflokkinn eins og hann er í dag sagðist Kristján vera einn af þeim sem vildi sjá stóran Jafnaðarmannaflokk íslands. „Það er fullt af jafnaðarmönnum í Alþýðu- bandalaginu, Framsóknarflokknum og meira að segja í Sjálfstæðisflokknum. Ég er því viss um að jafnaðarmenn eru stærsti hópurinn á íslandi,“ sagði Kristján og bætti við með bros á vör að siglfirskir og ísfirskir kratar væru ekkert ósvipaðir. „Þetta eru miklir jafnaðarmenn og verka- lýðssinnar frá fornu fari. Á báðum stöðum hefur jafnaðarstefnan verið mjög rík í fólki.“ „Loðnu-Kristján“ hefur orðið Það fór víst framhjá fáum að Kristján var heldur óhress á síðasta ári með framgöngu fiskifræðinga varðandi loðnuveiðar. Hann gagnrýndi harðlega að ekki skyldi hafa verið gefinn út byrjunarkvóti strax á liðnu hausti. „Ég fullyrði að það hefði mátt hefja veiðar strax í september eða októ- ber. En því miður var ekki leyfð loðnu- veiði á þessum tíma. En fátt er svo með öllu illt að ekki boði eitthvað gott. Ég tel að það hafi verið hlustað á okkar rök og maður heyrir núna að fiskifræðingar leggi það til að það verði gefinn út byrjunar- loðnukvóti ekki seinna en 1. september og ég spái því að þá verði gefin út 500 þúsund tonna veiði. Gangi þetta eftir geta fiski- fræðingarnir farið í sína rannsóknarleið- angra og mælt í ró og næði án þess að vera Góbur sigur í pólitík er eins og góbur sigur hjó KS Kristjdn L. Möller, forseti bæjarstjórnar Siglufjaröar og stórkrati, í helgarvi&tali verslun. Um mánaðamótin október- nóvember sl. keypti Kristján og Oddný Jóhannsdóttir, kona hans, ásamt Ólöfu Kristjánsdóttur, formanni bæjarráðs Siglu- fjarðar, og manni hennar síðan sport- vöruhlutann úr versluninni Torginu. Kristján er því orðinn alvöru verslunar- maður, sem selur Siglfirðingum meðal annars flest sem þarf til íþrótta og útiveru. Byrjaði snemma að fylgjast með pólitík Á fundi Sighvats Björgvinssonar, heil- brigðisráðherra, á Siglufirði fyrir skömmu kynnti Jón Sæmundur Sigurjónsson, fyrr- verandi alþingismaður, Jóhann Möller, föður Kristjáns, sem „samvisku Flokksins". Kannski ekki af ástæðulausu, því Jóhann hefur í marga áratugi staðið í framvarðarsveit Alþýðuflokksins á Siglu- firði auk þess að hafa haft afskipti af lands- málum. Kristján sonur hans fékk „krat- isrnann" því í vöggugjöf. „Blessaður vertu. Ég fékk pólitíkina bæði með blóð- inu og móðurmjólkinni," sagði Kristján og hló. „Jafnaðarmennskan er og hefur verið mjög rík í fjölskyldu minni, bæði í föður- og móðurætt. Á mínum yngri árum var mikið rætt um pólitík heima. Það mótaðist töluvert af því að karl faðir minn var verð dyggur stuðningsmaður þessa læri- meistara um ókomin ár. Það voru alltaf tveir framboðsfundir á hverjum degi og ég var oftast með Jóni Baldvin á fundum. Þetta voru bráð- skemmtilegir og líflegir fundir, en sumir Vestfjarðakratarnir voru óhressir með að ég skyldi vera þar í framboði án þess að flytja lögheimili mitt vestur," sagði Kristján. Ánægður með meirihlutasamstarfið Aftur heim til Siglufjarðar. Pólitísk eld- skírn var fengin vestur á fjörðum og þá var að hella sér í pólitíkiná á Siglufirði. Árið 1985 kom Kristján inn í bæjarráð sem varamaður Jóns Dýrfjörð og fékk þá nasa- þefinn af bæjarmálunum. Fyrir kosningamar 1986 lenti hann síðan í efsta sæti hjá Alþýðuflokknum og leiddi hann til góðs sigurs. Fiokkurinn fékk þrjá menn kjörna og myndaði meirihluta með Alþýðubanda- lagi. Sá meirihluti leystist strax upp á haustdögum 1987, fyrst og fremst vegna ágreinings um að breyta Gamla bakaríinu í félagslegar leiguíbúðir. „Þetta var mikið hávaða- og rifrildismál og Siglufjörður var mikið í fréttum út af því á neikvæðan hátt. Ég vil því sem minnst úr þessu gera núna og kæri mig ekki um að ýfa upp gömul sár. Pólitík snýst ekki um fortíð, hún snýst um félagar mínir í flokknum telja sig hafa not af mér. En hins vegar ætla ég mér ekki að gatslíta mér út í pólitíkinni eins og karl faðir minn gerði með áratuga löngu póli- tísku starfi Kristján hallaði undir flatt um leið og hann svaraði þeirri spurningu hvernig póli- tíkus hann sjálfur væri. „Ég held að ég leggi mig fram um að fylgja málum eftir og reyni eftir því sem kostur er að ráðfæra mig við fólk og hlusta á skoðanir þess og móta skoðanir mínir eftir því. Ég tel mig geta tekið gagnrýni og reyndar hef ég dálítið gaman af því að viðurkenna mistök. Ég tek gagnrýni ekki illa, sé hún sett fram á heiðarlegan hátt,“ sagði Kristján. ViII sjá stóran sameinaðan jafnadarmannaflokk Og pólitíkin og Alþýðuflokkurinn var áfram miðdepill umræðunnar. Kristján sagðist ekki vera sáttur við allt starf flokks- ins um þessar mundir. Hins vegar væri því ekki að neita að hann tækist nú á við mjög erfið verkefni, sem væri nauðsynlegt að takast á við. „Ég yrði ekki sáttur við Alþýðuflokkinn ef ekkert yrði gert. Það er vonlaust að fylgja einhverjum flokki í ríkisstjórn, sem lætur allt reka á reiðanum. Alþýðuflokkurinn verður ekki sakaður um undir stöðugri pressu frá bæjaryfirvöldum, útgerðarmönnum, forsvarsmönnum loðnuverksmiðja og fleirum. Síðan verður árangurinn að koma í ljós. Verði loðna á miðunum, þá veiðist hún. Verði vart smá- loðnu, þá ber að stöðva veiðarnar og ef engin loðna veiðist, þá fara skipin í land. Svo einfalt er þetta dæmi frá mínum bæjardyrum séð,“ sagði Kristján. Líður hvergi betur en í skíðabrekkunum Þau eru fá skíðamótin á Siglufirði sem Kristján Möller kemur ekki við sögu. Hann fór ekki leynt með að hann kynni hvergi betur við sig en með konunni og sonunum þrem á skíðum. „Þetta er alltaf jafn dýrðlega gaman,“ sagði Kristján dreyminn á svip. „Það hefur hins vegar lít- ið farið fyrir skíðamennskunni í vetur, snjórinn hefur enda verið af skornum skammti. Siglufjörður hefur aldrei verið þekktur fyrir að vera snjólétt byggðarlag og því er þessi vetur heldur óvenjulegur í huga innfædds Siglfirðings,“ sagði Kristján L'. Möller, um leið og hann horfði vonar- augum upp í snævi þaktar hlíðarnar. Guð gefi oss meiri snjó í skíðabrekkurnar, en ekki á götur Siglufjarðarbæjar. Það ku vera dýrt að moka þær.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.