Dagur - 07.03.1992, Blaðsíða 2

Dagur - 07.03.1992, Blaðsíða 2
2 - DAGUR - Laugardagur 7. mars 1992 Fréttir Vaka SU kom til Siglufjarðar sl. fimmtudag Teljum að kaupin á Vökunni sé arðbær ijárfesting - segir Róbert Guðfmnsson, framkvæmdastjóri Þormóðs ramma Eins og fram kom í Degi í gær var létt yfir Siglfirðingum sl. fimmtudag þegar þeir tóku á móti nýju og glæsilegu skipi, Vöku SU. Út af fyrir sig þarf engan að undra að heimamenn hafi ekki getað annað en brosað. Fyrir sjávarútvegsbæ eins og Siglufjörð er koma nýs skips eins og stóriðja. Fyrir á Þormóður rammi tvo ísfisktogara, Stálvík SI-1, sem var smíðuð árið 1973 og lengd árið 1986 og Sigluvík SI, sem var smíðuð árið 1974. Meðalaldur skipaflota fyrirtækisins lækkar því umtalsvert með tilkomu Vökunnar. Það þarf vart að tíunda sögu Vökunnar hér, svo oft hefur það verið gert. Rétt er þó að rifja upp að hún var smíðuð á Spáni og afhent Eskfirðingi hf. á Reyðar- firði á síðasta ári. Skipið er 620 brúttórúmlestir, en lestarrými er 996 rúmmetrar. Vélarafl er 3600 hestöfl og togkraftur á milli 46 og 47 tonn. Til samanburðar er rétt að geta þess að skip Sjólastöðvar- innar í Hafnarfirði, Haraldur Kristjánsson HF-2, sem hvað mest íslenskra fiskiskipa hefur sótt á úthafskarfa, er með tæp- lega 3000 hestafla vél og þar af leiðandi minni togkraft en Vaka. Pað þarf því ekki að koma á óvart að auk úthafsrækjuveiða horfi forráðamenn Þormóðs ramma til þess að gera skipið út á úthafskarfaveiðar. Erum að skapa okkur meiri breidd En hver er ástæða þess að for- ráðamenn Þormóðs ramma ákváðu að ráðast í kaup á Vök- unni. Róbert Guðfinnsson, annar tveggja framkvæmdastjóra fyrir- tækisins svarar því. „Við erum með fyrirtæki sem fór í gegnum mikla endurskipulagn- ingu á síðasta ári. Sú endurskipu- lagning tókst. Fyrirtækið var endurfjármagnað með nýju hlutafé að hluta og stokkað upp og það er staðreynd að eftir þá uppstokkun er það í stakk búið til þess að takast á við kaup á þessu skipi. Við rekum hér tvo ísfisk- togara, rækjuverksmiðju og reykhús. Við reiknum með því að gera Vökuna út á úthafsrækju að mestu leyti. Þar með verður það hráefnisskapandi fyrir okkar rækjuverksmiðju. Skipið eitt og sér er arðbær fjárfesting til lengri tíma að okkar dómi og okkar ágætu ráðgjafa. Þar af leiðandi hlýtur það að vera rétt ákvörðun að kaupa það. Það sem við erum að gera er að skapa okkur meiri breidd. Við verðum eftir sem áður í fisk- vinnslu, rækjuvinnslu og útgerð. Það sem við bætist er frystitogara- útgerð. Það er ljóst að skipið hef- ur mikla möguleika vegna þess hve öflugt það er og hve mikla frystigetu það hefur. Út frá því munum við vinna. Þetta er fyrst og fremst fjárfesting sem á ekki að koma niður á öðrum deildum fyrirtækisins, heldur miklu frem- ur styrkja þær þegar til lengri tíma er litið.“ 3500 tonn af loðnu til Hraðfrystistöðvarinnar - Hvað kostaði Vakan? „Kvótalaust kostaði skipið í kringum 440 milljónir króna. Kvótinn, sem í þessu dæmi er að stærstum hluta loðnukvóti, er metinn á milli tvö og þrjú hundr- uð milljónir króna. Loðnukvót- inn sem fylgir með Hörpunni er 2,8% af heildarloðnukvótanum og 0,7%, eða 3500 tonn, af hon- um fara til Hraðfrystistöðvar Þórshafnar hf. Hinu verður skipt á milli útgerða, sem hafa landað mikið á Þórshöfn." - Er þetta ekki of stór biti fyrir Þormóð ramma svo skömmu eft- ir fjárhagslega endurskipulagn- ingu fyrirtækisins? Þoraióður rammi er á réttri leið - segir Björn Valdimarsson, bæjarstjóri á Siglufirði Björn Valdimarsson, bæjar- stjóri á Siglufirði, sagði að það hafí tvímælalaust verið hans ánægjulegasta verk sem bæjarstjóri til þessa að halda ávarp við komu Vöku til Siglufjarðar si. fímmtudag. Björn sagði aðspurður að ekki hafi verið reiknað nákvæmlega út hversu miklar tekjur mætti ætla að bærinn fengi af skipinu þegar til lengri tíma væri litið. „En það má öll- um ljóst vera að það skiptir gríðarlega miklu máli fyrir Siglufjörð að fá þetta skip í bæinn. Fyrir það fyrsta er stærsta útgerðarfyrirtækið í bænum að styrkja mjög sína stöðu og við það bætast fjöl- mörg góð störf fyrir sjómenn. Mér er efst í huga þegar þetta skip leggst hér að bryggju að fyrirtækið Þormóður rammi, undir stjórn þeirra sem því stjórna, er á réttri leið. Það að þeim skuli takast að festa kaup Björn Valdimarsson. á þessu skipi staðfestir að þarna eru menn að gera góða hluti og það gefur okkur tilefni til að vera bjartsýn á framtíðina.“ óþh „Það má ekki gleyma því að bakhjarl okkar í þessu dæmi er okkar ágæti viðskiptabanki, íslandsbanki, sem hefur staðið sig með eindæmum vel við að endurskipuleggja fyrirtækið. Þeir ágætu menn myndu ekki hleypa okkur út í þessa fjárfestingu ef þeir teldu að við vissum ekki hvað við værum að gera. Fjárhagsleg staða fyrirtækisins er orðin það sterk að við getum þetta og til marks um það er eigið fé þess um 400 milljónir króna.“ - Hversu margir verða í áhöfn skipsins? „Sautján manns, en það hefur ekki verið gengið frá ráðningu áhafnarinnar. Það vantar enn rafal í skipið sem bilaði og við bíðum eftir að fá frá Spáni. Honum verður komið fyrir strax og hann kemur og við áætlum að skipið fari á veiðar að hálfum mánuði liðnum og á þeim tíma ráðum við skipstjóra og hann mun síðan ganga frá ráðningu á áhöfn." Ekki búið að ákveða nafn á skipið - Hvað með nýtt nafn á skipið? „Við höfum verið svo upptekn- ir við að koma skipinu lieim að Róbert Guðfinnsson. við höfum ekki mátt vera að því að hugsa um það.“ - Nú eru ísfisktogarar Þor- móðs ramma, Sigluvík og Stálvík, orðnir nokkuð gamlir. Þurfið þið ekki bráðlega að huga að frekari endurnýjun fiskiskip- anna? „Þessi togarar eru vissulega orðnir gamlir, en þeim er og hef- ur verið mjög vel haldið við. Það liggur fyrir að einhvern tímann þarf að endurnýja þá, en sá tími er ekki kominn. Aldur skips segir ekki mikið. Aðalatriðið er að halda þeim vel við eins og raunin er með bæði Sigluvík og Stálvík. Ég get nefnt að héðan er gert út rækjuskip, Helga, sem er eitt aflahæsta rækjuskip landsins. Hún er um tíu árum eldri en okk- ar ísfisktogarar. Aldurinn segir því ekki allt.“ - Siglufjörður hefur lengi ver- ið í lægð í atvinnulegu tilliti. Eru kaupin á Vöku til marks um að á þessu sé að verða breyting? „Ég held að það sé ekki spurning. Það er kominn fjár- hagslegur styrkur inn í flest fyrir- tæki í bænum auk þess sem bæjarsjóður stendur betur nú en í langan tíma. Fyrirtæki eins og Siglfirðingur hf., Þormóður rammi hf., Ingimundur hf. og ýmis smærri þjónustufyrirtæki auk bæjarsjóðs Siglufjarðar eiga orið þokkalega sterkan grunn og á honum ætlum við að byggja. Ég trúi því að þetta byggðarlag muni styrkjast tiltölulega hratt. Ég sé Siglufjörð ekki fyrir mér sem mjög stórt byggðarlag. Hins veg- ar sé ég bæinn fyrir mér sem byggðarlag sem hefur sterka atvinnustöðu." óþh Hér fyrir ofan er Rúnar Marteins- son, verkstjóri hjá Þormóði ramma, að skera fyrstu sneiðina af veglegri tertu sem fyrirtækið bauð bæjarbúum upp á í tilefni dagsins. Að sjálfsögðu fékk bæjarstjórinn fyrsta bitann. Ólaf- ur Proppe, stjórnarformaður Þormóðs ramma, (að neðan) hélt ávarp við komu skipsins til nýrrar heimahafnar. Eins og sjá má á myndinni hér til hægri er Vaka glæsilegt skip. Fjölmargir Sigl- firðingar skoðuðu það við kom- una til Siglufjarðar sl. fimmtu- dag. Myndir: Golli

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.