Dagur - 14.04.1992, Page 1
75. árgangur
Akureyri, þriðjudagur 14. aprfl 1992
73. tölublað
Mikið að gera í fiskvinnslu á Grenivík:
Góð tilbrevting að hafa
húsið Mt af fiski
- sagði Ásgeir Arngrímsson,
framkvæmdastjóri Kaldbaks
„Þetta er búið að vera mjög
gott. Við höfum byrjað kl. 6 á
Aðalfundur KEA:
Valdimar og
Pétur kosnir
í stjóm
Nýjar samþykktir fyrir Kaup-
félag Eyfirðinga var meginmál
aðalfundar félagsins, sem hald-
inn var síðastliðinn föstudag.
Hinar nýju samþykktir voru
samþykktar einróma eftir
miklar umræður á fundinum.
Helstu nýmæli hinna nýju sam-
þykkta eru að nú verður mögu-
legt að sækjast eftir fjármagni á
frjálsum fjármagnsmarkaði með
sölu samvinnuhlutabréfa. Magnús
Gauti Gautason, kaupfélagsstjóri
sagði í lok flutnings skýrslu sinn-
ar að hagræðing, vöruþróun og
aukið markaðsstarf‘yrðu megin
viðfangsefni í rekstri félagsins á
næstunni og aðhalds yrði gætt í
fjárfestingum. Amsteinn Stefáns-
son, bóndi og Valgerður Sverris-
dóttir, alþingismaður gáfu ekki
kost á sér til áframhaldandi setu í
stjórn félagsins og voru Valdimar
Bragason, framkvæmdastjóri á
Dalvík og Pétur Þórarinsson,
sóknarprestur í Laufási kosnir í
þeirra stað. Áformað hafði verið
að fundurinn stæði í tvo daga en
vegna þess hversu fundarstörf
gengu greiðlega tókst að ljúka
honum á föstudagskvöld. Sjá
nánar frá kaupfélagsfundi á bls..
ÞI
morgnana og unnum allan
laugardaginn og til hádegis á
sunnudag,“ sagði Ásgeir Arn-
grímsson, framkvæmdastjóri
Kaldbaks hf. á Grenivík en
mikil vinna er í fiskvinnslu á
staðnum þessa dagana. Unnið
verður fram á skírdag í frysti-
húsinu og horfur eru á að
vinna þurfi næsta laugardag,
sem og á annan páskadag.
„Við vorum núna um helgina
að reyna að búa okkur undir að
geta náð þremur dögum í frí um
páskana, þ.e. föstudag, laugar-
dag og sunnudag, en það stefnir
samt í að við verðum að vinna á
laugardag. Þetta er páskahrotan
hjá okkur og það er góð tilbreyt-
ing að hafa húsið fullt af fiski. En
annars hefur gengið vel eftir ára-
mótin að fá hráefni," sagði Ásgeir.
Togarinn Frosti landaði 80
tonnum nú um helgina og sömu-
leiðis var Sjöfnin að taka upp
netin í Breiðafirðinum og kam
heim með 35 tonn af góðum neta-
fiski. Sjöfnin fer nú í lögbundið
páskastopp. JÓH
Sigurreifir íslandsmcistarar ásamt þjálfara sínuin, Árna Stefánssyni.
Akureyrar á laugardagskvöldið.
Myndin var tekin við heimkomuna til
Mynd: Golli
Islandsmót yngri flokka í handknattleik:
KA íslandsmeistari í 4. flokki
- 5. flokkur félagsins í 3. sæti og 3. flokkur í 4. sæti
KA varö um helgina íslands-
meistari í handknattieik í 4.
flokki en úrslitakeppni yngri
flokka fór þá fram í Hafnar-
firði. Þetta er fyrsti íslands-
meistaratitill KA-manna í
handknattleik. 5. flokkur KA
hafnaði í 3. sæti og 3. flokkur
í 4. sæti.
Fjögur lið léku til úrslita í
hverjum fiokki og tryggði KA
sér sæti í úrslitaleik með því að
sigra Fram 19:14 í undanúrslit-
um. Liðið sigraði síðan Gróttu
18:17 í æsispennandi úrslitaleik.
Þjálfari 4. flokks er Árni Stefáns-
son.
Sjá nánar um úrslitakeppnina
á bls. 9.
Þrotabú Prentverks Odds Björnssonar á Akureyri:
LandsbanJdnn keypti lausafé og rekstur
- flestir starfsmenn endurráðnir og prentsmiðjan rekin áfram
Landsbankinn hefur keypt
lausafé og rekstur Prentverks
Odds Björnssonar á Akureyri,
en í síðustu viku var óskað eftir
gjaldþrotaskiptum í fyrirtækinu.
Smásagnasamkeppni Dags/MENOR:
Valgeir SkagQörð
hreppti verðlaunin
Valgeir Skagfjörð, leikari og
tónlistarmaður, fékk fyrstu
verðlaun í smásagnasamkeppni
Dags og Menningarsamtaka
Norðlendinga. Þá fékk Rósa
Jóhannsdóttir, Hleiðargarði í
Eyjafjarðarsveit, viðurkenn-
ingu fyrir sína sögu. Úrslitin
voru tilkynnt í hófi í Gamla
Lundi sl. sunnudag.
Dómnefnd fékk á borð til sín
52 sögur og eftir mikla yfirlegu
voru tvær valdar til viðurkenn-
ingar. Þegar umslögin með rétt-
um nöfnum höfunda voru opnuð
kom í Ijós að höfundur sögunnar
sem dómnefnd taldi besta var
Valgeir Skagfjörð og höfundur
sögunnar sem talin var næstbest
var Rósa Jóhannsdóttir.
Smásögur bárust úr öllum
landsfjórðungum og voru höfund-
arnir á ýmsum aldri, allt frá
grunnskólanemendum upp í elli-
lífeyrisþega. Verðlaunasögurnar
verða birtar í Degi á skírdag og
einnig viðtöl við höfundana. Sjá
nánar bls. 7. SS
Um helgina náðust samningar
við þrotabú fyrirtækisins og
tók bankinn við rekstrinum í
gær. Landsbankinn mun reka
prentsmiðjuna í nær óbreyttri
mynd undir nafninu Prentverk
POB. Flestir starfsmenn POB
voru endurráðnir í gær, tíma-
bundið, en þeim var öllum sagt
upp í kjölfar gjaldþrotabeiðn-
innar.
Að sögn Jakobs Bjarnasonar
hjá Landsbankanum er fyrirhug-
að að stofna sjálfstætt hlutafélag
um reksturinn og halda honum
áfram, enda næg verkefni fyrir-
liggjandi. Á síðari stigum verður
reynt að selja fyrirtækið.
„Tilgangur Landsbankans er
ekki að reka prentsmiðju enda er
hann fjármálafyrirtæki. Við mun-
um reyna að koma fyrirtækinu út
en með þessum ráðstöfunum
erum við að tryggja að það legg-
ist ekki af meðan við erum að
athuga hvort einhver treystir sér
til að reka það,“ sagði Jakob.
Heildarskuldir POB námu um
118 milljónum króna samkvæmt
síðasta ársreikningi og er Lands-
bankinn langstærsti kröfuhafinn
með um 70% af skuldunum. Aðrir
kröfuhafar eru m.a. Iðnlánasjóð-
ur og ýmsir viðskiptaaðilar prent-
smiðjunnar. Á móti kemur að
þrotabúið á nokkrar eignir.
Þess hefur verið farið á leit við
Bjarna Sigurðsson, prentsmiðju-
stjóra, að hann haldi starfi sínu
áfram við hlið Eiríks S. Jóhanns-
sonar sem kemur inn í fyrirtækið
frá Landsbankanum. Ný stjórn
verður mynduð og sagði Jakob
að þetta væru hliðstæðar aðgerðir
og voru viðhafðar hjá Álafossi á
sínum tíma.
„Verkefnastaðan hjá POB er
ágæt og öllum verkefnum verður
sinnt og ný tekin inn. Viðskipta-
vinirnir eiga að fá sömu þjónustu
og áður eða betri í kjölfar upp-
stokkunar. Þarna er hæft starfs-
fólk sem getur sinnt góðri prent-
un og við vonum að fyrirtækinu
verði tekið vel áfram,“ sagði
Jakob. SS
Smíði liafin á 81 íbúð á
Akureyri á síðasta ári
Á árinu 1991 var hafin smíði á
81 íbúð á Akureyri. Þar af
voru 11 einbýlishús, 8 raðhús
með 33 íbúðum og 2 fjölbýlis-
hús með 37 íbúðum. Þetta
kemur fram í yfirliti yfir bygg-
ingaframkvæmdir á Akureyri,
sem embætti byggingafulltrúa
hefur tekið saman.
Á síðasta ári voru 43 íbúðir
skráðar fullgerðar, þ.e. 11 ein-
býlishús, 22 íbúðir í raðhúsum og
10 íbúðir í fjölbýlishúsum. í árs-
lok voru 27 einbýlishús fokheld
og lengra komin í byggingu, 19
íbúðir í raðhúsum og 68 íbúðir í
fjölbýlishúsum. Þá voru 10 íbúð-
arhús komin skemmra á veg í
byggingu, 30 íbúðir í raðhúsum
og 59 íbúðir í fjölbýlishúsum.
Fram kemur í samantekt bygg-
ingafulltrúa að á árinu 1991 hafi
verið hafnar framkvæmdir við
þriðja áfanga Síðuskóla, íþrótta-
hús KA, viðbyggingu við Furu-
velli 1, Stúdentagarða við Kletta-
stíg 4, hús Hjtavntu Akureyrar
við Rangárvelli, Skipagötu 16 og
Þórsstíg 4. Lokið var fram-
kvæmdum við Árstíg 6, Víðilund
22, Þórsstíg 4, Frostagötu 3A og
viðbyggingu við Norðurgötu 62.
óþh
Norðurland:
Gola og hægviðri
Veðrið í dag um Norðurland
allt verður á sömu nótum og
í gær og undangengna daga,
þó er ekki reiknað með jafn
góðu veðri og síðasta laug-
ardag.
Austan og norðaustan kaldi
mun auðkenna veðrið í morg-
unsárið á Norðurlandi. Er líð-
ur á daginn dettur veðrið nið-
ur í golu eða hægviðri. Bjart
verður að mestu til landsins. Á
miðvikudag og fimmtudag
spáir Veðurstofan hægri
breytilegri átt og hitastigi frá 0
til 6 gráður. ój