Dagur


Dagur - 14.04.1992, Qupperneq 6

Dagur - 14.04.1992, Qupperneq 6
6 - DAGUR - Þriðjudagur 14. apríl 1992 ÚTGEFANDI: DAGSPRENT HF. SKRIFSTOFUR: STRANDGATA 31, PÓSTHÓLF 58, AKUREYRI, SÍMI: 96-24222 ÁSKRIFT KR. 1200ÁMÁNUÐI LAUSASÖLUVERÐKR. 110 GRUNNVERÐ DÁLKSENTIMNETRA 765 KR. RITSTJÓRI: BRAGI V. BERGMANN (ÁBM.) FRÉTTASTJÓRI: KRISTJÁN KRISTJÁNSSON BLAÐAMENN: INGIBJÖRG MAGNÚSDÓTTIR (Húsavíkvs. 96-41585), JÓHANN ÓLAFUR HALLDÓRSSON, JÓN HAUKUR BRYNJÓLFSSON (íþróttir), ÓLIG. JÓHANNSSON, ÓSKAR ÞÓR HALLDÓRSSON, SKÚLI BJÖRN GUNNARSSON (Sauöárkróki vs. 95-35960, fax 95-36130), STEFÁN SÆMUNDSSON, ÞÓRÐUR INGIMARSSON LJÓSMYNDARI: KJARTAN ÞORBJÖRNSSON PRÓFARKALESTUR: SVAVAR OTTESEN ÚTLITSHÖNNUN: RÍKARÐUR B, JÓNASSON, ÞRÖSTUR HARALDSSON AUGLÝSINGASTJÓRI: FRÍMANN FRÍMANNSSON DREIFINGARSTJÓRI: HAFDÍS FREYJA RÖGNVALDSDÓTTIR, HEIMASÍMI 25165 FRAMKVÆMDASTJÓRI: HÖRÐUR BLÖNDAL PRENTVINNSLA: DAGSPRENT HF. SÍMFAX: 96-27639 Fjölbreyttur rekstur og traustur efiiahagur Hagnaður af rekstri Kaupfélags Eyfirðinga á árinu 1991 nam 54 milljónum króna en árið á undan nam hagnaður- inn 262 milljónum króna. Heildarveltan jókst um 5% frá fyrra ári og var 10.573 milljónir króna á árinu 1991 að samstarfsfyrirtækjum meðtöldum. Veltan í aðalrekstri var 8.709 milljónir króna og jókst einnig um 5% og varð sú aukning að langmestu leyti í fiskvinnslu og útgerð en samdráttur varð hjá sláturhúsi og samlagi. Laun og launatengd gjöld í aðalrekstri hækkuðu um 13% milli ára sem er verulega umfram veltuaukningu og almennar launahækkanir. Launagreiðslurnar hækkuðu fyrst og fremst hjá fiskvinnslu og útgerð en í nokkrum öðrum greinum hækkuðu þær einnig meira en veltan. Kaupfélagið veitti hátt í 1000 manns atvinnu á árinu sem sýnir vel mikilvægi þess í eyfirskri byggð. Félagsmenn í árslok voru ríflega 8000. Fjármagnsgjöld voru Kaupfélagi Eyfirðinga þungur baggi á árinu 1991 og gildir það sama um mörg önnur fyrirtæki. Fjármagnsgjöld að frádregnum fjármagnstekj- um voru um 280 milljónir króna samanborið við 196 mill- jónir árið áður og hafa þau þannig hækkað um 43% milli ára. Þessi hækkun er rakin til þess að tekjufærsla lækkar með hjaðnandi verðbólgu, gengisþróun var óhagstæðari en árið áður, vaxtastig var mjög hátt á síðari hluta ársins 1991 og skuldir jukust á árinu. í skýrslu stjórnar og kaupfélagsstjóra segir orðrétt: „Fjármagnskostnað félagsins verður að lækka. Vissulega hafa vextir almennt lækkað að undanförnu og vonir eru bundnar við að vextir lækki enn frekar á næstunni, en einn- ig þarf að vinna að því að skuldir félagsins lækki. Lækka. þarf fjárbindingu í útistandandi kröfum og í birgðum. Þessir liðir hækkuðu um 270 millj. á síðasta ári og verður að ná þeirri hækkun til baka að einhverju leyti eða öllu. Athuga þarf með sölu á eignum, má þar nefna sölu á hlutabréfum, skuldabréfum og ýmsum fasteignum. Unn- ið er að því að fá ýmsum skammtímaskuldum breytt í langtímalán sem væntanlega beri lægri vexti en skamm- tímaskuldirnar." Þótt afkoma Kaupfélags Eyfirðinga hafi versnað milli ára eru stoðir félagsins styrkar. Sjóðir og eigið fé námu í árslok 1991 um 2.845 milljónum króna og höfðu hækkað um 9% á árinu. Eiginfjárhlutfall var um 37% eins og árið áður. Afkoma félagsins var misjöfn eftir greinum á síðasta ári enda reksturinn mjög fjölbreyttur. Hins vegar gerir fjöl- breytnin það að verkum svo og traustur efnahagur að unnt ætti að vera að efla Kaupfélag Eyfirðinga enn frekar. Reyndar er spáð samdrætti í þjóðartekjum á þessu ári, aflaheimildir hafa verið skornar niður, afurðaverð fer lækkandi og landbúnaðarframleiðsla dregst saman. Eftir- spurn eftir vörum og þjónustu mun því væntanlega minnka og ljóst að Kaupfélag Eyfirðinga verður að bregð- ast við með hagræðingu í rekstri til að lækka kostnað. Jafnframt er nauðsynlegt að auka tekjurnar. Þegar hefur verið gripið til ýmissa ráðstafana til að bæta reksturinn og félagið hefur alla burði til að halda áfram að vaxa og dafna þrátt fyrir samdráttartíma í þjóðfélaginu. SS „Fórnarkostnaður EES-aðildar“ - III. grein: Þegar allt er reiknað töpum við en græðnm ekki á EES-aðfld - arðsemisáætlanirnar og vanreiknaða EES-dæmið Talsmenn EES-aðildar fara ekki dult með þá trú sína að mikill ávinningur verði að EES-samn- ingunum. Þó skortir mikið á, að þeir hafi birt tæmandi tölulegar upplýsingar til þess að sanna sitt mál. í fyrri greinum um málið sýndi ég fram á með efnislegum rökum, að íslendingar geta ekki vænst þess almenna ábata af EES-aðild, sem EB-ríkin gera ráð fyrir að hafa af framkvæmd innri markaðarins eftir 1993. Þvert á móti mundum við hafa af því verulegt tap sem ekki væri hægt að reikna nema að hluta til í peningum, þar sem að fórnað væri öðrum og meiri gildum en peningum með takmörkuðu full- veldisafsali og með því að opna landhelgina að hluta til og íslenskar hafnir fyrir flota EB. Þótt annað kæmi ekki til gerðu þessar fórnir EES-samninginn allt of dýru verði keyptan. í öllum greinargerðum utan- ríkisráðuneytisins um málið hef- ur EES-dæmið hvergi verið full- reiknað heldur stórlega vanreikn- að. Sleppt hefur verið að taka með í reikninginn alls konar stofnana- og þátttökukostnað vegna starfsemi EES. Mér er sagt, að Þjóðhagsstofnun hafi beðið um upplýsingar um þetta þegar hún var að vinna skýrslur sínar en fengið þau svör, að ekk- ert væri vitað um þennan stóra kostnaðarlið. Ýmsar áætlanir um þetta eru þó til bæði í Brussel og Genf og hef ég aflað mér þeirra þaðan. Við skulum því líta á allt EES-dæmið án þess að vanreikna það með því að sleppa stórum kostnaðarliðum, svo sem gert hefur verið í plöggum stjórnvalda til þessa. Skoðum allar tekjur og öll gjöld EES-dæmisins til þess að fá rétta útkomu, þótt sumar tölur séu ekki hárnákvæmar en byggjast á rökrænum áætlunum. Tekjuhlið „sigursamningsins“ Utanríkisráðuneytið lét frá sér fara mat á ábata „sigursamning- anna“ frá 21. október 1991 sem breyttist ekki vegna breytinganna 14. febrúar þar sem að þær snertu fyrst og fremst dómstólakaflann. Þótt nánari skoðun á mati ráðu- neytisins bendi til þess, að þar sé um ofmat á ábatanum að ræða, skulum við leggja tölur þeirra til grundvallar uppgjörinu. Reiknað er út frá magni, teg- undum og tolli íslenskra sjávar- afurða í EB-markaði árið 1990. Þá greiddi EB-innflytjandinn samtals 2,1 milljarð króna toll af íslenskum sjávarafurðum, sem hann flutti inn á EB-svæðið. Inn- flytjandinn, en ekki íslenski útflytjandinn, greiddi þennan toll og endanlega neytandinn í verði vörunnar, þar sem að innflytj- endur greiða hvarvetna innflutn- ingstolla, ekki útflytjendur. Þessi tollur á að lækka um 1,6 milljarð króna árið 1993 og verða 500 milljónir á ári fram að árinu 1997. Þá lækkar hann aftur um 300 milljónir og verður 200 millj- ónir króna á ári upp frá því. Mið- að við árið 1990 nemur tollalækk- unin því 1,6 milljarði kr. á ári 1993-1997, en 1,9 milljarði kr., þegar hún hefur að fullu komið til framkvæmda 1997. Hér er tvenns að gæta. Fyrst, innflytjendur greiða inn- flutningstolla, ekki útflytjendur. Tollalækkunin þýðir því ekki Hannes Jónsson. beinan ábata í vasa íslenskra útflytjenda. Annað, tollalækkunin bætir samkeppnisstöðu útflytjandans á erlenda markaðinum og leiðir yfirleitt til hærra skilaverðs til hans. Það er þó ríkjandi skoðun hagfræðinga og viðskiptafræð- inga, sem hafa sérhæft sig í tolla- málum milliríkjaviðskipta, að óvarlegt sé að reikna með, að meira en helmingur tollalækkun- ar skili sér í hærra verði til útflytj- andans. Hinn helmingurinn, jafnvel meira, skilar sér í lægra vöruverði til neytandans á hinum erlenda markaði. Framboð og eftirspurn er þó afgerandi um hvert hlutfallið verður. Hver er þá líklegust útkoma á tekjuhlið „sigursamningsins“? Tekjuaukinn gæti í hæsta lagi orðið tæplega 800 milljónir króna á ári 1993-1997, en tæplega 1 milljaður króna á ári eftir 1997. Það eru nú öll ósköpin, ef við gleymum fórnarkostnaðinum, gjaldahliðinni. En hvernig lítur gjaldahliðin út? Fórnarkostnaður í peningum Fórnarkostnaðurinn í beinhörð- um útgjöldum er þegar allt er tal- ið hærri en tekjuvonin, svo sem sjá má á eftirtöldum tölum: 1) Þegar hefur á undanförnum 2 árum verið varið meira en 200 milljónum króna í kostnað vegna þátttöku í EES-samningunum, bæði ferða-, funda- og ráðstefnu- kostnað og dagpeninga hinna ýmsu þátttakenda. Getur ríkis- bókhaldið gefið upp nákvæmari tölur um þennan kostnað. 2) Þýðingarkostnaður á regl- um EB og EES svo og prentkostn- aður skýrslna og samanburðar- gagna nemur þegar yfir 100 millj- ónum króna, svo sem ríkisbók- haldið getur gefið nánari upplýs- ingar um. 3) Framlag okkar til EFTA hækkar um 24 milljónir króna milli áranna 1991 og 1992 svo sem fjárlög sanna. Framkvæmda- stjóri EFTA gerir ráð fyrir að fjölgun starfsfólks EFTA fari úr 90 1990 í 220 ef EES tæki til starfa. Framlag okkar til EFTA gæti því þurft að hækka um allt að 100 milljónir króna á ári eftir 1993 miðað við 1990. 4) Fjárlög 1992 gera ráð fyrir fjölgun starfsfólks fastanefndar- innar í Genf vegna aukinna umsvifa vegna EES. Má gera ráð fyrir að þessi kostnaðarauki verði ekki undir 20 milljónum króna á ári 1993 miðað við árið 1990. 5) Þegar hefur verið fjölgað starfsfólki í Brussel vegna EES- samninganna og sett á stofn sér- stök skrifstofa. Fjárlög 1992 gera ráð fyrir enn meiri fjölgun. Talið er, að EES-aðild muni leiða til þess, að flest ráðuneytin mundu þurfa að hafa fulltrúa í sendiráð- inu í Brussel. Gæti þetta þýtt um 40 milljóna króna kostnaðarauka á ári í Brussel miðað við árið 1990. 6) Stóraukinn stjórnsýslu- kostnaður hefur orðið við við- skiptaskrifstofu utanríkisráðu- neytisins vegna EES-samning- anna og mundi ekki minnka ef til EES-aðildar kæmi. Miðað við árið 1990 gæti þetta orðið um 30 milljónir á ári. 7) Hlutdeild okkar af kostnaði við EES-ráðið er enn óþekkt stærð. Sama er að segja um kostnað vegna framkvæmda- stjórnar EES, eftirlitsnefndarinn- ar, dómstólsins (hvernig sem hann verður), sameiginlegu þing- mannanefndarinnar, efnahags- og félagsmálanefndarinnar, ráð- gjafanefndarinnar auk fjölda sér- fræðinefnda, sem við mundum þurfa að taka þátt í. Aðildargjöld okkar auk funda-, ferða- og þátt- tökukostnaðar ásamt dagpening- um eru lágt áætlað ekki undir 600 milljónum króna á ári frá 1993 að telja. 8) Samningsdrögin gera ráð fyrir, að ísland leggi fram 67 milljónir króna á ári í 5 ár, eða samtals 335 milljónir króna, til þróunarsjóðs Evrópu til hjálpar Grikklandi, írlandi, Portúgal og Spáni. Er þetta vægt reiknað, en við fáum ekkert í staðinn. Niðurstaða: Tapið meira en gróðinn Vægt reiknað er bein peningaleg gjaldahlið EES-samninganna fyr- ir okkur um 1,2 milljarðar króna á ári. Peningalega tekjuhliðin var hins vegar tæpar 800 milljónir króna á ári 1993-1997, en tæplega 1 milljarður á ári eftir 1997. Pen- ingalegu gjöldin eru í báðum til- fellum hærri en peningalegu tekj- urnar, þótt sleppt sé öllum hinum mikla fórnarkostnaði, sem ekki verður metinn til peninga. Sjá menn ekki hvers konar vit- leysa er hér á ferðinni? Enginn heilbrigður kaupsýslu- maður mundi láta sér detta í hug að fara út í svona aulabisness, eftir að hafa reiknað út allt dæm- ið og jafnað tekjur og gjöld á taps- og gróðareiknirigi. Hannes Jónsson. Höfundur er fyrrverandi sendiherra. Ýdalir í Aðaldal: Söngmót íimm kvennakóra Kór Kvenfélagasambands Suð- ur-Þingeyinga, Lissý, stendur fyrir söngmóti fimm kvenna- kóra 2. og 3. maí nk. Mótinu lýkur með opinberum tónleik- um í Ýdölum í Aðaldal sunnu- daginn 3. maí kl. 15.00. Hver kór mun syngja þrjú til fjögur lög og að lokum syngja all- ir kórarnir saman en söngkonur eru hátt á annað hundrað. Undir- búningur er í fullum gangi og fólk er hvatt til þess að mæta á söng- mótið og hlýða á fjölbreytta dagskrá.

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.