Dagur - 14.04.1992, Qupperneq 10
10 - DAGUR - Þriðjudagur 14. apríl 1992
Iþróttir
Visa Cup:
Úrslit
Stórsvig kvenna 11/04
1. Pernilla Viberg, Sví. 97,20
2. Kristina Andersson, Sví. 97,71
3. Marianne Kjörstad, Nor. 98,22
4. Kari Anne Saude, Nor. 99,53
5. Anna Ottosson, Sví. 99,71
6. Anniken Murstad, Nor. 99,91
7. Ásta Halldórsdóttir, ísl. 100,83
Svig karla 11/04
1. Per Fredrik Spieler, Nor. 108,80
2. Cristophe Granberg, Sví. 108,83
3. Magnus Oja, Sví. 109,81
4. Kristinn Björnsson, ísl. 110,70
5. Marcus Eriksson, Sví. 110,73
6. Atle Hovi, Nor. 110,89
7. Stefan Ström, Sví. 111,77
8. Erik Loberg, Sví. 112,26
9. Örnólfur Valdimarsson, ísl. 112,58
Stórsvig kvenna, 12/04
1. Pernilla Viberg, Sví. 95,76
2. Kari Anne Saude, Nor. 96,79
3. Kristina Andersson, Sví. 97,46
4. Annie E. Manshaus, Nor. 97,54
5. Marianne Kjörstad, Nor. 98,18
6. Cathrine Mikkelsen, Nor. 99,56
7. Christina Mánson, Sví. 100,14
8. Ásta Halldórsdóttir, ísl. 100,24
9. Guðrún H. Kristjánsdóttir, ísl. 101,73
Svig karla 12/04
1. Per Fredrik Spieler, Nor. 105,16
2. Atle Hovi, Nor. 105,48
3. Kristinn Björnsson, ísl. 106,29
4. Magnus Oja, Sví. 106,91
5. Sverre Liljequist, Sví. 107,11
6. Attila Bonis, Ungv. 107,56
7. Robert Ritzen, Sví. 108,49
8. Arnór Gunnarsson, 108,75
Svig kvenna 13/04
1. Pernilla Viberg, Sví. 93,48
2. Kristina Andersson, Sví. 95,43
3. Ásta Halldórsdóttir, ísl. 96,00
4. Marianne Kjörstad, Nor. 96,19
5. Inger Kohler, Sví. 99,14
6. Marianne Vari, Nor. 99,19
7. Estelle Tessieres, Fra. 99,30
8. Anniken Murstad, Nor. 99,70
9. Eva Jónasdóttir, ísl. 100,47
Stórsvig karlar 13/04
1. Atle Hovi, Nor. 108,99
2. Christophe Granberg, Sví. 109,27
3. Per Fredrik Spieler, Nor. 110,01
4. Petter Wikström, Sví. 111,74
5. Kristinn Björnsson, ísl. 112,07
6. Marcus Eriksson, Sví. 112,28
7. Charlie Laband, Sví. 114,21
8. Torbjörn Sögaard, Nor. 114,27
Per Fredrik Spieler kominn með tvö gull.
Visa-Cup mótaröðin í alpagreinum:
Pemilla Viberg í sérflokki
- Kristinn og Ásta bæði búin að ná í brons
Pernilla Viberg, heims- og
ólympíumeistari kvenna í stór-
svigi, sýndi og sannaði hvers
hún er megnug á fyrstu mótun-
um í Visa Cup, alþjóðlegu
mótaröðinni, sem fram fóru í
Hlíðarfjalli um helgina og í
gær. Hún vann örugga sigra í
tveimur stórsvigsmótum og
einu svigmóti og tók því samt
rólega í öllum mótunum. I
karlaflokknum sigraði Norð-
maðurinn Per Fredrik Spieler í
tveimur fyrstu svigmótunum
en landi hans Atle Hovi sigraði
í fyrsta stórsvigsmótinu í gær.
Kvennaflokkurinn er skipaður
gríðarsterkum þátttakendum
með Svíana Viberg og Kristinu
Andersson í broddi fylkingar en
þær eru báðar í fremstu röð í
heiminum. Þær hafa og skipað
tvö fyrstu sætin alla þrjá dagana
að undanskildu stórsviginu á
sunnudag þegar Kari Anne
Saude frá Noregi læddist í 2. sæt-
ið á eftir Viberg. Ásta Halldórs-
dóttir hefur staðið sig best íslend-
inganna, lenti í 7. sæti á laugar-
dag, 8. sæti á sunnudag og 3. sæti
í gær sem verður að teljast mjög
góður árangur. Guðrún H. Kris-
tjánsdóttir frá Akureyri hafnaði í
9. sæti á sunnudag og Eva Jónas-
dóttir, Akureyri, í 9. sæti í gær.
í karlaflokknum hefur Kristinn
Björnsson frá Ólafsfirði náð
langbestum árangri íslending-
anna og besta árangrinum náði
hann á sunnudag þegar hann
hafnaði í 3. sæti. Kristinn stefnir
að sigri í a.m.k. einu móti eins og
fram kemur annars staðar á síð-
unni og verður fróðlegt að sjá
hvort hann nær því takmarki.
Atle Hovi vann stórsvigið í gær.
Pernilla Viberg á fullri ferð í svigmótinu i gær.
Kristinn Björnsson er búinn að ná í ein bronsverðlaun og stefnir a.m.k. að einum sigri. Myndir: Goiii
„Hef ekki beitt mér að ft
segir Pernilla Viberg
vÉg hafði aldrei áður komið til
Islands og hafði áhuga á því
þannig að ég sló til þegar þetta
bauðst. Svo finnst mér líka
mikilvægt að hjálpa þeim yngri
að bæta punktastöðuna með
því að keppa við þær sterkari
og hef því ekki beitt mér að
fullu,“ sagði Pernilla Viberg,
heims- og ólympíumeistari í
stórsvigi kvenna eftir að hún
hafði tryggt sér öruggan sigur í
þriðja mótinu í alþjóðlegu
mótaröðinni Visa Cup. Pern-
illa hafði örugga forystu eftir
fyrri ferð og tók því rólega í
seinni ferðinni, hægði m.a.
greinilega á sér skömmu áður
en hún kom í mark.
Pernilla sagði að sér litist mjög
vel á það sem hún hefði séð af ís-
landi hingað til. „Landslagið er
svolítið öðruvísi en ég á að
venjast, það er t.d. svolítið skrít-
ið að hér eru nánast engin tré.
Svo er veðrið ótrúlega fljótt að
breytast hérna og ég hef kynnst
öllum tegundum þann stutta tíma
sem ég hef verið hér. Mér skilst
að það hafi verið frekar lítill
snjór hér í vetur og það er búið
að vera eins í Svíþjóð þar til fyrir
tæpum tveimur vikum. Snjórinn
kom bara eiginlega of seint því
nú eru flestir heima farnir að
hugsa um sumarið og sólina.“
Pernilla var eini gullverðlauna-
hafi Svía á Ólympíuleikunum í
Frakklandi fyrr í vetur. „Já, ég
var nokkurs konar hetja í hópn-
um þótt við hefðum líica krækt í
silfur og brons. Ég stefni að því
að halda áfram að gera góða hluti
og næsta stórmót sem ég bý mig
undir er heimsmeistaramótið á
næsta ári. Svo eru það Ólympíu-
leikarnir í Lillehammer þar sem
Svíar ætla að ná fram hefndum á
Norðmönnum," sagði Pernilla
Viberg.
Pernilla Viberg.
Kristinn stefnir að sigri
Kristinn Björnsson frá Ólafsfirði
var ekki nema í meðallagi ánægð-
ur þegar Dagur ræddi við hann.
„Ég er alls ekki ánægður með
daginn í dag (gær), mér gekk illa
í fyrri ferðinni og ekki nema
þokkalega í seinni. Ég var hins
vegar ánægður með hvernig mér
gekk í gær og í fyrradag. Ég
stefndi að því að bæta punkta-
stöðuna en það hefur ekki tekist
enn.“
Kristinn sagði að erlendu
keppendurnir væru ekkert rosa-
legir í karlaflokknum. „Ég á að
geta unnið þá á góðum degi og er
að vona að ég vinni eitt svigmót.
Það ætti að geta gengið," sagði
Kristinn. Þessi mót eru þau síð-
ustu sem hann tekur þátt í á þess-
um vetri en að þeim loknum
heldur hann til Geilo ogi klárar
i