Dagur - 14.04.1992, Side 15

Dagur - 14.04.1992, Side 15
Þriðjudagur 14. apríl 1992 - DAGUR - 15 lilNNING Fædd 19. nóvember 1902 - Dáin 6. apríl 1992 Bogga frænka lést á Dvalarheim- ilinu Hlíð, 6. apríl síðastliðinn og verður til moldar borin í dag, 14. apríl. Mig langar í fáum orðum að minnast hennar með hinstu kveðju frá mér og fjölskyldu minni. Bogga frænka, eins og við kölluðum hana alltaf, var móð- ursystir mín og ólst ég upp með henni ásamt bræðrum mínum fyrstu uppvaxtarár okkar og nut- um við nærveru hennar og góð- mennsku í ríkum mæli. Því mið- ur varð hún þess ekki aðnjótandi að ala börn sjálf og taldi sig þess vegna eiga nokkra hlutdeild í okkur. Ekki skorti alúðina við uppeldi okkar frá hennar hendi, ávallt reiðubúin til að liðsinna og hjálpa hvenær sem var hvort heldur að nóttu eða degi. Á heimilinu í Holtagötu, var ásamt henni, amma okkar og tóku þær báðar mikinn þátt í öllu starfi á heimilinu ásamt móður minni. Ekki geta börn hugsað sér betra hlutskipti á uppvaxtarárun- um, en að eiga í raun þrjár mæð- ur allar af sömu gerð, trúaðar, traustar og tryggar, allar þeim hæfileikum gæddar að kunna að elska og hlúa að litlum sálum, sem verða fyrir margs konar áföllum á fystu sporum sínum út í lífið. Margar minningar vakna á tímamótum sem þessum, þegar mannssál kveður þennan heim, sál sem hefur lifað og starfað hartnær níutíu ár. Margt hefur á daga hennar drifið og mikið er það starf sem hún hefur skilað, sjálfri sér og öðrum til heilla. Bogga frænka átti trú í ríkum mæli, góð og trygg miðlaði hún því sem hún átti til samferða- manna sinna og skildi eftir sig fagrar minningar hjá öllum sem fengu að njóta návistar hennar. Minnisstæð eru árin þegar komið var heim úr skólanum; þegar svangt og þreytt barn fékk heitt súkkulaði og nýbakað brauð. Það yljar um hjartaræturnar að hugsa til baka og minnast allra þeirra gleðistunda sem við áttum með henni og okkar nánustu á uppvaxtarárunum, væntumþykj- an og gleðin sem við bjuggum við er rík í huganum. Sorgarstundir breyttust í gleðistundir, því henni virtist svo lagið að skilja og græða öll mein. Að kvöldi var dagur kvaddur með bænum og fyrir- heitum af þremur konum sem þótti undurvænt hvorri um aðra og okkur. Undrar nokkurn þó barnssálin teldi sig örugga að tak- ast á við nóttina og drauma sína eftir svo mjúklega meðferð? Bogga var afskaplega dugleg til allra verka, heimilisstörf voru henni ákaflega hugleikin og lék allt í höndum hennar, enda bar heimili hennar því vott að þar væri kona sem kunni skil á öllum þeim verkum sem þar þurfti að vinna. Saumaskapur var henni í blóð borinn og eru þær ófáar flík- urnar, sem hún var búin að sauma á okkur þegar við vorum börn. Ég mun ekki rekja hér hið langa lífshlaup Boggu minnar. Þessi fátæklegu orð eru aðeins viðleitni til þess að koma til skila að okkur þótti innilega vænt um hana. Eiginmaður minn og börn voru svo lánsöm að fá að njóta samveru Boggu og bera þau sömu tilfinningar í brjósti til hennar og ég og eru henni þakk- lát fyrir allt sem hún gerði fyrir þau. Það gleymist aldrei. Bogga er nú horfin okkur sjónum, en minningin lifir og það veganesti sem hún gaf okkur öll- um er mikils virði og veitir okkur frið í sálum okkar nú þegar við kveðjum hana hinstu kveðju. Megi góður guð varðveita Boggu og blessa í hennar nýju heim- kynnum. Einu núlifandi systur Boggu, Laufeyju, sendum við samúðarkveðjur og biðjum henni guðs blessunar. Starfsfólki á Dvalarheimilinu Hlíð sendum við einlægar þakkir fyrir aðhlynn- ingu henni og öðrum til handa og biðjum guð að blessa störf þeirra. Við kveðjum Boggu með þess- um orðum og þökkum guði fyrir að hafa gefið okkur þennan tíma með henni. Efsérd þú gamla konu, þá minnslu móður þinnar, sem mildasl átti hjartað og þyngstu störfin vann og fómaði þér kröftum og fegurð æsku sinnar og fræddi þig um lífið og gerði úr þér mann. Pú veist, aðgömulkona var ung og fögur forðum, og fátækasta ekkjan gaf drottni sínum mest. Ó, sýndu henni vinsemd í verki og í orðum. Sú virðing sæmir henni og móður þinni bezt. Pví aðeins færð þú heiðrað og metið þ'ína móður, að minning hennar verði þér alltaf hrein og skír, og veki hjá þér löngun til að vera öðrum góður og vaxa inn í himin - þar sem kærleikurinn býr. (Davíð Stefánsson.) Sólveig S. Guðbjartsdóttir og fjölskylda. Kristbjörg Sigurðardóttir hefði orðið níræð þann 19. nóvember á þessu ári. Kristbjörg var ein af þessum vammlausu sálum, sem aldrei hallmælti nokkrum manni. Oftast var hún með hugann við það hvernig hún gæti glatt ættingja sína og vini. Gjafir, símhringing- ar eða fullt búr af kræsingum handa gestum og gangandi, voru meðal aðferða hennar til að gleðja aðra. Hún var vinsæl og ættingjar duglegir að líta inn og athuga hvernig henni liði. Ég hef mikið hugsað til Krist- bjargar eftir að ég frétti lát hennar. í því sambandi hefur rósin, þetta fallega blóm sem Kristbjörgu þótti svo vænt um, aftur og aftur komið upp í huga mér. Fegurð rósarinnar og angan færir þeim, sem njóta hennar, frið og vellíðan. Þannig var líf og gerð Kristbjargar Sigurðardótt- ur. Hafi elsku Kristbjörg þökk fyr- ir allt. Inga Jóhannsdóttir. Faðmaðu blíði blær byggðir og sundin víð. Sé ég hvar bóndabær, brosir í vesturhlíð. Davíð Stefánsson. Er ég minnist frænku minnar - Boggu - Kristbjargar Sigurðar- dóttur frá Torfufelli, kemur fyrst í hugann hversu mikla tryggð hún bar til æskustöðva sinna - sveitar- innar - og þó mest til æskuheimil- isins sem hún kenndi sig jafnan við, þar sem hún fæddist þann 19. nóvember 1902, dóttir hjónanna Sigrúnar Sigurðardóttur og Sigurðar Sigurðssonar, en þau voru bæði Eyfirðingar í ættir fram. Þeir sem fæddust nálægt síð- ustu aldamótum og hafa náð um 90 ára aldri hafa lifað og tekið þátt í meiri þjóðlífsbreytingum en ungt fólk nú til dags fær full- komlega skilið. Á fyrstu dögum aldarinnar var mikil vakning og nýir straumar bærðu þjóðlífið. Ungmennafélagshreyfingin hafði hvetjandi áhrif á æskuna til fram- fara og dáða. Trúin á landið jókst og „vesturferðir" lögðust af. Fyr- ir og eftir 1930 voru miklir brott- flutningar ungs fólks úr sveitum landsins. Þetta var tímanna tákn og þetta framsækna fólk lagði marg- an hornstein í þéttbýli framtíðar- innar. Þrátt fyrir skamma skóla- göngu voru þetta dugandi ein- staklingar sem juku þekkingu sína og verkhæfni á ýmsan hátt, þrátt fyrir hörð kreppuár. „Þá voru erfiðir tímar, þá var atvinnu- þref.“ í þessari þjóðlífsbreytingu var Kristbjörg dæmigerður þátttak- andi á hljóðlátan hátt. Hún tók ekki þátt í kröfugöngum. Hún stóð á þrítugu þegar hún kvaddi sveitina sína, hafði unnið dyggi- lega að búi foreldra sinna og verið, sjálf, bóndi tvö síðustu árin, en þá var faðir hennar látinn. (Það hefði þótt í meira lagi furðulegt að tala um konu sem bónda á þeim árum.) Krist- björg aflaði sér þekkingar og starfshæfni á námskeiðum bæði í fatasaumi og framreiðslustörfum og vann á þessum sviðum á Akureyri auk heimilisstarfa, einnig tímabundið á fjarlægari stöðum. Heimili hélt hún um árabil með Guðrúnu systur sinni og fjölskyldu hennar ásamt móður þeirra og Ingólfi fósturbróður þeirra systkina, en önnur í syst- kinahópnum voru, Indíana, sem bjó í Ártúni í Eyjarfjarðarsveit, Jósef Liljendal, sem bjó í Torfu- felli og Laufey, sem fluttist til Akureyrar um líkt leyti og Kristbjörg. Hún lifir systkini sín og dvelur nú á Hjúkrunarheimil- inu Hlíð. Frá 1962 var Kristbjörg í sam- búð með Steindóri Pálmasyni, þeim heiðursmanni, frá Garðs- horni á Þelamörk. Þau héldu fal- legt heimili að Hvannavöllum 4 á Akureyri. Þar ríkti gestrisni og góður hugur. Hjá þeim dvaldi Sigrún, móðir Kristbjargar, sín síðustu ár og naut góðrar um- hyggju þeirra beggja. Þar lésl hún 1967 nær 97 ára gömul. Steindór lést 1986, þá fór Kristbjörg á Hjúkrunarheimilið Hlíð og dvaldi þar uns hún lést þann 6. apríl sl. Hún var jafnan þakklát því góða fólki sem ann- aðist hana þar. Undir það þakk- læti taka ættingjarnir heilshugar. 75 ára gömul lenti Kristbjörg í umferðarslysi og átti við fötlun að búa eftir það. Ekki lét hún þó bugast, en hélt reisn sinni allt til hins síðasta. Hún hafði mótaða skapgerð, hreinskilin, gat verið hvöss en aldrei bitur. Hún hafði góðan smekk, klæddist vel og naut þess að vera fín, þó án tildurs. Hún átti sér ýmis áhuga- mál, var trúrækin þó ekki bæri hún trú sína á torg. Þá hafði hún brennandi áhuga fyrir skógrækt. Mér er ljúft að geta þess að Bogga frænka hafði frumkvæði að því að friðuð yrði landsspilda til skógræktar í landi Torfufells, meðfram gljúfrum við Torfufells- ána. Þar vildi hún að ættingjar og aðrir mættu eiga helgireit í fögru umhverfi. Skógurinn ungi dafnar vel, hvort heldur sem er á mela- börðum eða hvömmunum við ána, þar sem „bjarkirnar una við bergvatnsnið.“ Einn góðan dag sl. sumar, söfnuðu þær systur, Bogga og Laufey, til sín hópi ætt- ingja heima í Torfufelli og þá var litið í ættarlundinn. Það var ánægjulegur dagur. Það má teljast náðarstund þeg- ar vegmóður ferðalangur fær hæga lausn. I dag fylgjum við henni síðasta spölinn suður á Höfðann, þar lík- ur hún vegferð sinni á þessu til- verustigi, södd lífdaga, en sátt við Guð og menn. Farþú ífriði friður Guðs þig blessi hafðu þökk fyrir allt og allt. Vald. Briem. Sigurður Jósefsson. Aðalfundur FEN og Mjólkursamlag KEA boða til aðalfundar á Hótel KEA þriðjudaginn 21. apríl 1992 kl. 20.30. Dagskrá 1. Skýrsla stjórnar FEN og reikningar. 2. Kosningar. 3. Skýrsla og reikningar Mjólkursamlags KEA kynntir. 4. Erindi gesta. a. Ólafur Jónsson dýralæknir hjá Mjólkursamlagi KEA ræðir um frumutölu og mjólkurgæði ásamt notkun á Freoni við kælingu mjólkur. b. Ari Teitsson ráðunautur og Stefán Tryggvason framkv.st. Landssambands kúabænda ræða um horfur og framtíð mjólkurframleiðslu, þegar nýr Búvörusamningur tekur gildi 1.09. 1992. 5. Verðlaunaafhending Mjólkursamlags KEA fyrir úrvals mjólk á árinu 1991. 6. Önnur mál. Kaffiveitingar í boði Mjólkursamlags KEA. Stjórn FEN. Mjólkursamlag KEA. ••• /I • •• Vljólkursamlc rreyri ig KEA

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.